Fram

Tölublað

Fram - 21.02.1917, Blaðsíða 1

Fram - 21.02.1917, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Friðb. Níelsson og Hannes Jónasson. 1. ár. Siglufirði 21. febrúar 1917. 15. blað. Sjónhverfingar. Þú víðlendi heimur og hyllinga láð, sem hefir svo margt til að sýna; við leggjum á hafið þó löngurn sé gráð oss langar í gripina þína. F*ó falli vor bróðir í bylgjunnar skaut sem brotnar þá enduð er förin, — ei viljann það deyfir í vaxandi þraut né vonir um batnandi kjörin. Og ákaft við berjum hinn ógnandi sæ og eins þó vér stefnunni týnum, því töfrandi hljómar að eyrum oss æ þýtt óma frá höllunum þínum. Við þráum þitt fjölskrýdda framtíðar láð og frægð þá er sigurinn gefur; að reyna hvort ennþá sé ósvikin dáð, sem íslenski drengurinn hefur. Við vitum, ef út í þá leggjum við leit að Iand það er auðugt af gæðum, sem felast í grýttum og graslausum reit í gínandi klettum og hæðum. Og þeir, sem að eiga sér aflrama mund er útsjón og gæfa vill styðja, þeir breyta þeim flögum í gróandi grund og götur í klungrinu ryðja. f landinu sínu oft líða þeir nauð á landnemans erfiða degi, en svo kemur frægðin, þar eignast þeir auð og óbornum ryðja þeir vegi. Á vormorgni lífs síns þó falli þeir frá mun frægð þeirra í minningum lifa. F*eir sáu hvar framtíðar land þeirra lá hvar létt mundi klettum að bifa. Svo láttu’ ekki komast í huga þér hik né hætturnar kjarkinn þinn lama. Ó, heill sé þeim hverjum sem heldur sitt strik til hamingju, sigurs og frama! * * * * * * * * * Benedikt Guðmundsson (frá Húsavík) Miðnæturklukkan. Saga. Niðurl. Svo liðu mörg ár, en altaf stóð prestsetrið og kirkjan á sama stað, hvort á móti öðru. Ennþá stjórnaði Haukaættin sveitinni með þreki sínu, guðhræðslu og peningavaldi, og ennþá hljómuðu tónarnir fögru frá kirkjuklukkunni. Orðrómurinn um þá hafði borist víða, og margir fram- andi menn höfðu reynt að búa til klukkur er jöfnuðust á við þá er þar var, en árangurslaust, enginn hafði getað það. En gamla sagan um F’orbjörn Hauk hafði geymst með ættinni, í öll þessi mörgu ár. F’að var seint á gamlaárskvöldi. Presturinn Gunnar Haukur stóð við stóra miðborðið í lestrarherberginu.— herbergi F’orbjarnar Hauks var það kallað — Borðlampi með stórri skýlu kastaði frá sér mildum bjarma d loftið veggina, bókaskápana, og hinn hreif- ingarlausa mann við borðið. Enni þessa manns var hátt og hvelft, nefið lítið eitt bogið og djúpar hrukkur meðfram, varirnar þunnar og lágu þétt saman, hakan bar vott um kjark og stóð nokkuð fram. Alt andlitið var semhöggviðúrsteini, aðeins augun járnblá, báru vott um líf. Stjórnlaus reiði lýsti sér í þeim, erþau störðuc inn í skuggann fram við dyrnar, þar sem tvær manneskjur stóðu. »Eg segi þér það ennþá einu- sinni Jörgen Spang,« sagði prestur- inn, og studdi hnefanum fast á borð- ið, »að aldrei, aldrei segi eg skaltu fá Kristínu fyrir konu!« »Og þegar eg nú segi yður herra prestur að öll gæfa mín og Krist- ínar er undir því komin að -l- ó, segið ekki nei séra Haukur. Að vísu er eg ekki ríkur, en dálítið á eg þó, eg á jörðina, ogget unnið eins og hver annar.« Presturinn rétti hendina valds- mannslega á móti hinumunga manni, sem ósjálfrátt hafði gengið nær honum. »F*egiðu,« hrópaði bann. »Hvernig dirfist þú að tala svona til mín? Hefir þú nokkurn tíma heyrt,, að maður af Haukaættinni kastaði dótt- ur sinni í fangið á þeim sem byði hæst? Hvort biðillinn er ríkur eða fátækur stendur á sama,« »En hversvegna þá, séra Haukur, hversvegna? Látið mig þó að minsta kosti fá að vita ástæðurnar.« »Já, þú skalt fá að vita þær Jörg- en Spang.« Presturinn gekk nær honum. »En mundu eftir því að það ert þú sjálfur, sem hefir óskað þess. F*ú skalt vita að eg gef ekki dóttur mína syni meinsærismannsins Eiríks Spangs. Aldrei hefir neinn af minni ætt breytt á móti guðs vilja, og al- drei mun eg taka son meinsæris- manns inn í mína ætt.« Jörgen Spang gekk hægt til baka, hver blóðdropi var horfinn úr and- liti hans, en úr rökkrinu á bakvið voru tveir handleggir réttir á móti honum. »Jörgen, Jörgen, hlustaðu ekki á það sem faðir minn segir, hann get- ur ekki meint það, það er ómögu- legt.« Presturinn greip fast um úlnlið hennar, og dróg hana til sín. »Hvenær hefir það komið fyrir Kristín, að Haukarnir hafi ekki gjört skyldu sína? Og þér Jörgen Spang hef eg aðeins eitt að segja: Sér þú klukkuna í turninum þarna?« — hann benti út um gluggann, — »og get- ur þú séð að stóri vísirinn er fast við tólf. Ein einasta mínúta er eft- ir af gamla árinu, og áður en mið- næturklukkan hefir boðað komu hins nýja árs, verður þú að vera á burt úr mínum húsum, dirfist aldrei fram- ar að stíga yfir þröskuld minn.« Presturinn starði á stóra vísirinn, nú var hann rétt á tólf, — og nú — en hvað var þetta? Hversvegnaheyrð- ust ekki tónarnir fögru? Hvað var orðið af hinum dýrðlegu samhljómum? Hægt og hægt fór vísirinn fram hjá tólf. Presturinn stóð agndofa. Ekk- ert heyrðist til miðnæturklukkunnar, — það var í fyrsta sinn. Án þess að mæla eitt orð æddi presturinn út að kirkjunni, Jörgen og Kristín stóðu ein eftir. Gunnar Hauk- ur hratt upp hinni þungu kirkju- hurð, ísköld vindstroka kom á móti honum, en hann tók ekki eftir því. Innar í kirkjunni var lítil grindahurð, þar var gengið upp í turninn. Hend- ur hans skulfu, og með miklum erfiðismunum gat hann síðast opn- að skrána. Loks komst hann upp í turninn lafmóður og titrandi. Gegn- um turngluggana, sem voru opnir, lagði daufa skímu á hið margbreytta gangverk klukkunnar. Með skjálf-

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.