Fram

Tölublað

Fram - 21.02.1917, Blaðsíða 2

Fram - 21.02.1917, Blaðsíða 2
• 50 FRAM* Nr.,15 - Erlendar símfréttir. Khöfn 16. febr. Uppreisn í Cuba og Mexico. Khöfn 17. febr. Þjóðverjar hafa unnið nokkuð á í Champagne eft- ir ákafar orustur og tekið 800 fanga. Samkomulagið milli Þjóðverja og Bandaríkjanna versnar vegna framkomu Pjóðverja gagnvart líknarstarfs- nefndum Bandaríkjanna í Belgíu. Khöfn 18. febr. ,StraIsund var skotin í kaf 15. febr. Skipshöfnin bjargaðist. »Stralsund« fór frá Rvík 12. febr. með fisk til Spánar frá Þórði Bjarnarsyni, átti að taka kol í Englandi. Var vátrygt. Khöfn 16. febr. Bretar hafa unnið á á báðum bökkum Ancrefljótsins. Loftfar hefir varpað sprengikúlum á Boulogne. Búist við einhverjum þingmanna ráðstöfunum frá hendi Bandaríkjastjórnar gagnvart Pjóðverjum, í víku- lokin. (Eftir skeytum til Rvík.) andi höndum þreifaði hann fyrir sér. Hann þekti hvern minsta hluta, enginn annar en presturinn hafði nokkru sinni fengið að hafa þar eftirlit. Hann fann ekki neitt athuga^ vert, alt var eins og það átti að vera. H^nn varð æ ákafari og órórri. En hvað var þetta? Hann fann fyrir sér eitthvað hlytt og mjúkt, greip utan um það, og tók það fram. Með lítinn dauðan fugl í hendinni, sem efiaust á flótta hafði vilst inn i turn- inn, gekk hann út að glugganum. Lengi horfði hann upp í dimmblá- an himininn þakinn Ieyftrandi stjörn- um, og / fyrsta sinn stóð Gunn- ar Haukur frammi fyrirguði' sínum án pess að hjarta hans væri fult af drambsemi og sjálfsáliti, nú ríkti þar djúp innileg auðmykt. Stuttu seinna kom hann hljóðlega inn í herbergi Þorbjarnar Hauks, lagði litla dauða fuglinn á borðið og sagði lágt: »Fyrirgefðu mér Jörgen Spang og guð blessi ykkur bæði.« En næstu nótt sendi miðnæturklukk- an á ný sína undurfögru tónagegnum kyrð næturinnar. Hnígandi, stígandi, vaggandi liðu þeir um loftið með reglubundnum hreifingum, unsþeir dóu út, síðast einn veikur kveðjandi titrandi tónn. H. J. þyddi. Vegna þess að prentarinn fer snöggvaferð til Akureyrar, kemur þetta blað út í dag. Næsta blað kemur því ekki út á laugardaginn, en svo fljótt úr helginni sem unt verður . Hitt og' þetta. —o— H.f. Hólar. Með þessu nafni er nýstofnað félag sem ætlar að reka síldarsöltun á Siglufirði. Framkvæmdarstjóri þess er Arni Böðvarsson í Rvík, en flestir hluthafar danskir Are flutningaskip Elíasar Stefáns- sonar í Rvík, heldur áfram ferðum til Englands þrátt fyrir hafnarbannið. FuIItrúarnir er sendir voru að semja við ensku stjórnina, fá ekki áheyrn nema þeir hafi umboð til að fullgera væntan- lega samninga. Einar Arnórsson tók við prófessorsembætti sínu við Háskólann, 1. þ. m. Embættispróf í guðfræði og læknisfræði byrjuðu við Háskólann 1. þ. m. Ceres fór frá Reykjavík kl. 6. í fyrra- kvöld til Siglufjarðar og Eyjafjarðar snöggva ferð að sækja salt, og fer svo beint til Reykjavíkur aftur. Klukkunni flýtt Stjórnarráðið hefir fyrirskipað að flýta skuli klukkunni um 1 tíma frá og með 20. þ. m. Lífsábyrgðarfélagið „CARENTIA“ er áreiðanlega tryggasta og besta félagið. Sérstök deild fyrir ísland, með íslenska hagsmuni fyr- ir augum. Enginn eyrir út úr landinu. Ekkert annað félag býður slíkt. Aðalumboðsmaður á íslandi O. G. Eyjólfsson, Reykjavík. Umboðsmaður á Siglufirði Sigm. Jóhannsson. Hérmeð leyfi eg undirritaður mér vin- samlegast að áminna alla sem skulda við verzl- un mína, að borga skuldir sínar eða semja um þær fyrir 15. marz næstkomandi. Verði menn ekki við ofanritaðri beiðni minni, verða skuldirn- ar innheimtar tafarlaust með lögsókn. Virðingarfylst. Helgi Hafliðason. Landsstjórnin hefir keypt skip til millilandaferða fyrir 1 miljón króna. Ennfremur tekið á leigu 2 skip sem h. f. Kveld- úlfur hefir keypt í Ameríku, sem bæði samtals eru 1100 tons að stærð. Botnía liggur á Seyðisfirði ennþá. Ur bænum. Afmæli. 25. febr. Finnur Níelsson, ökumaðu r 28. — Margr. Meyvantsd. húsfrú. 28. — Lárus Lárusson, trésmiður. Flóra kom hingað fráAkureyri á sunnu- daginn, og fór nóttina eftir til Sauð- árkróks. Tlafði hún hingað bögla- póst þann úr Ceres sem búinn er að liggja á Akureyri síðan í janúar að Ceres fór suðurum, þó stöðugt hafi verið mótorbáta og móto'rskipa ferðir hér á milli. Frá Sauðár- krók fer skipið til Austfjarða og það- ,an til Noregs. M iðs vetrarfundurinn á laugardaginn, byrjar kl. 12 á há- degi í barnaskólanum. Rafljósin komust í lag aftur á laugardaginn, og hafa verið í góðu lagi síðan. Lúðvik Sigurjónsson. frá Akureyri hefir verið hér undan- farna daga. Ætlar hann að byggja síldarsöltunarbryggju út frá Kambi, vestan við Hvanneyrarrifið, og er hér að gera ýmsar ráðstafanir því viðvík- jandi. Til kaupenda. Eins og áður hefir verið tekið fram, kosta hver 15 númer blaðs- ins 1 kr. Með þessu blaði eru þá komin fyrstu 15númerin, eða fyrsti ársfjórðungurinn, og væntum vér þess, að þeir fáu hér í bænum sem eiga eftir að borga blaðið, geri það hið fyrsta. Útsölumenn biðjum vér að senda oss andvirði hvers árs- fjórðungs í senn. Jafnframt leyfum vér oss að þakka hinar mjög góðu viðtökur sem blaðið hefir fengið, bæði nær og fjær, og munum vér gera oss far um að reyna að hafa blaðið þannig, að það ávinni sér traust og hilli landsmanna. Úrsmíðastofa Siglufjarðar aðgjörð á ÚRUM, KL UKKUM- BAROMETRUM o. fl. G. Samúelsson. Siglufjarðarprentsmiðja

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.