Fram - 21.04.1917, Blaðsíða 2
82
FRAM
N'r. 24
En annars álít eg að það hafi
verið algjörlega ókleyft, að fá flutt
hingað meira af nauðsynjavöru, en
flutt var síðasta ár, með þeim skipa-
stól er vaí fyrir hendi, og til þess
að taka skip á leigu, og láta það
flytja hingað farm af nauðsynjavör-
um — ekki til að selja strax, held-
ur til að liggja með — ef ís eða
eitthvað annað hindraði siglingar
hingað, hefði þurft meiri fjárupphæð
en nokkur kaupmaður hér hefði
átt *hægt með að láta af hendi, með
því verði sem var á kornvöru síð-
asta. haust. Og eg er einnig viss-
um að það eru ekki margar versl-
anir hér, sem þyldu að bera það
tap, er leiddi af því að liggja með
miklar birgðir af kornvöru, ef stríð-
ið skyldi skyndilega hætta. Og hvað
viðvíkur hinni siðferðislegu skyldu
kaupmanna, til að sjá viðskiptamönn-
um sínum fyrir nægilegum forða til
að lifa á, þá hlýtur sú skylda að
hverfa, þegaróviðráðanlegatvik gjöra
kaupmönnum ókleyft að uppfylla
hana.
Til þess að komast úr þessum
vandræðum, sem við erum nú í,
ekki einungis í þessari sveit, heldur
á öllu landinu, dugar ekkert nema
ítrasti sparnaður, ekki aðeins í orði
heldur líka á borði, og aukin fram-
leiðsla í landinu sjálfu, þó við gæt-
um aflað okkur skipastóls til flutn-
inga, þá kemur hann því aðeins að
notum, að vörurnar fáist keyptar,
og eftir þvf sem fleiri þjóðir kom-
ast inn í hringiðu heimsstyrjaldar-
innar, því erfiðara verður að fá þær
nauðsynjavörur, er við hingað til
höfum að mestu lifað á. Ef við
ætlum að duga en ekki að drepast,
þá verðum við að reyna að vera
sjálfum okkur nógir, að svo miklu
leiti sem unt er.
Sig. Kristjánsson.
Meðferð á fiestum.
Með þessu nafni er grein í 23.
tölublaði »Fram,« sem þarf athug-
unar við. Tekeg sérstaklega kaflann
um keyrslu á grjóti fram með bryggju
Helga kaupmanns Hafliðasonar.
Rar segir: »Var um flóðtíma krap
mikið við fjöruna, kom einn öku-
maður með æki, ætlaði hann hest-
inum fram í krapið líklega eftir skip-
un verkstjórans. Hesturinn vildi ekki
hlýða. Var því laminn um höfuð og
herðar, hnykti á við höggin, og gat
ekki dregið sleðann. Fór þá öku-
maðurinn að gæta betur að, var þá
sleðinn fastur á sandi.«
Pessi ummæli dýravinsins um
ökumanninn, skora eg á hann að
sanna (ella standa sem ósanninda
maður,) því slík meðferð á hestum
ef sönn væri varðar við‘ lög, ætti
ökumaóur fyrir illa meðferð á hest-
inum og verkstjóri ef hann hefir
skipað svo fyrir, að keyra í krapi
og á sandi, báðir skilið straff fyrir.
En það varðar líka við lög, að
Erlendar símfréttir.
Khöfn 13. apríl.
Hver höndin upp á móti annari í Rússlandi.
Bretar hafa tekið nýjar stöðvar og sækja fram til
Donai og Cambraú
Uppreist í Búlgaríu.
Khöfn 14. apríl.
Bretar hafa rofið Hindenburgslínu Pjóðverja sunn-
an við Arras og Cambrai í Frakklandi.
Frakkar hefja mikla sókn í Champagne.
Khöfn 15. apríi.
Blóðugar orustur standa yfir á 150 kílometra svæði
milli Loos og Aisne, og veitir bandamönnum betur.
Braselía hefir lagt hald á Pýsk skip í höfnum sínum.
Khöfn. 17. apríl.
Frakkar hamast á Þjóðverjum milli Rheims og
Soissons, og hafa tekið fyrstu varnarlínu þeirra þar,
nokkuð af annari og 1000 fanga í fyrstu atrennu.
Verkfall og óeirðir í Berlín vegna matvælaskorts.
KhÖfn. 18. apríl.
Bandamenn hafa úmkringt Loos og Caronne, tekið
fjölda fanga og mikið af hergögnum.
Amerískir tundurspillar hafa átt í höggi við Þýska
kafbáta.
I
Óeirðir hafa orðið í Vestervík í Svíþjóð vegna mat-
arskorts.
Khöfn. 19. apríl.
Nær allar vesturvígstöðvarnar í einu eldhafi. Pjóð-
verjar viðurkenna að þeir hafi hörfað undan. Banda-
menn sækja enn fram einkum milli Rheims og Soissons
og hafa tekið samtals 31 þúsund fanga.
Von Bissing Iandstjóri í Belgíu er dauður.
Bonar Law, utanríkisráðherra Breta Iætur í Ijósi
að friður sé nálægur.
Eftir skeytum til Rvík.
Ur bænum.
bera straffsverða breytni á náung-
ann, þótt af dýravini sé gert, ef ó-
satt reynist. Dýravinurinn hefði
heldur átt að benda mönnum á að
kaupa Dýraverndarann og lesa hann
því þar eru lögin sem hann vill láta
auglýsa, fyrir utan margt annað
gott, og svo mikill dýravinurer eg
að eg kaupi það blað og les.
Kem eg þá að efninu aftur. Hvað
grjótkeyrsluna snertir lét eg ald-rei
keyra fram í fjöruna sem sjór féllá
nema þegar fjara var og ísinn lá á
þurrum sandi. Þessi þurra ísfroða
sem var ofan á ísnum gerði hest-
ana aðeins fyrstu ferðina tiegatil að
fara fram á ísinn, en þegar þeir voru
búnir að fara það einu sinni fóru
þeir tregðulaust, því hvorki hestur
né sleði kendu sands. A einum
stað upp á brautinni var hálf vont
ef sleðinn fór nokkuð útaf henni
og kæmi það fyrir að sleðinn stopp-
aðist, hjálpuðum við með járnum
að koma honum á stað svo hest-
urinn þyrfti ekki að ofreyna sig,
þar að auki var aldrei meira haft
á sleða en tveggja manna æki,sem
kom til af því að grjótið var á þeim
stað að það var á brekku að fara,
fyrst á stað, er eg því viss um að
hestar Björns hafa verið ómeiddir
eftir akstur á umræddu grjóti sem
betur fer. Og svo mikill dýravinur
er eg, að hefði eg séð ökumann-
inn berja hestinn eins og dýravin-
inum segist frá, mundi eg hafa gef-
ið honum ráðningu og látið hann
fara heim til sín og hætta keyrslu
fyrir mig.
En þar sem hann talar um mal-
arkeyrslu úr Hvanneyrarkróknum,
mun hafa við sannleik að styðjast
að eitthvert ólag var þar á keyrslu
hjá einum ökumanninum, en hann
var líka látinn hætta keyrslu strax
og það kom í Ijós, getur hver sem
vill skoðað hesta Björns nú að eng-
in meiðsli mun á þeim sjást eftir
járnmél né annað.
Það er hverju orði sannara hja
háttvirtum dýravin að það gengur
altof tregt að kenna mönnum að
brúka múlbeisli í stað hinna, mundi
mörgum hestinum líða betur með
múlinn sinn en járnmélin sem marg-
an hestinn hefir sært, og mun særa
svo lengi sem þau eru brúkuð. — At-
hugaverðast við keyrslu eða akst-
ur hér er þetta:
Hestarnir koma hingað óvanir
keyrslu og akstri, en vandi mikill
að temja þá við þá brúkun ekkert
minni en fyrir reiðmanninn að gera
góðan reiðhest úr göldum fola, en
bæði er það að hér eru fáir sem
kunna þá ment að kenna hestum, drátt
og þeir þá ekki fáanlegir til að hafa
keyrslu á höndum, sem best eru
hæfir til þess, eru því oft notaðir
unglingar til þessa starfa, og sem
verst er, þegar hægt er að faí’a. að
nota þá sem brúklega keyrara hætta
þeir og óvanir taka við. Svona
gengur það koll af kolli, sami keyr-
arinn sést hér sjaldan árið út. Verða
því hestarnir einatt að læra nýja siði
hjá sínum nýju húsbændum og
gengur það misjafnt sem eðlilegt
er, og snýst það oft uppí það að
klárarnir vilja ráða sjálfir hvort þeir
fara eða þá standa kyrrir hvað sem
drengirnir segja.
Guðm. Bíldahl.
Vísa.
Hafirðu þína hönd á plóginn sett,
hættu ei verki þó að mæti steinar.
Nei, haltu áfram altaf jafnt og þétt,
árangur starfs þíns verður gróður
reinar.
s. m.
Afmæli
'27. apr. Karl Sturlaugsson, trésm.
Tíðin
batnar lítið ennþá að öðru en því
að þessa viku hefir verið lítið frost
en annars hríðarveður á hverjum
degi nema sumardaginn fyrsta, þá
var hlýtt og gott veður. Framsýnir
menn búast því við góðu sumri.
í dag er líka hríðarlaust.
Sykur.
Tæp 1000 pund af strausykri er
sagt að oddvitanum hafi lukkast
að fá hjá Edv. Jacobsen, er hann