Fram

Issue

Fram - 09.06.1917, Page 1

Fram - 09.06.1917, Page 1
Útgefandi: Hlutafélag á Siglufirði. Ritstjórar: Friðb. Níelsson og Hannes Jónasson. 1. ár. Siglufirði 9. júní. 1917. 29. blað. Sjónhverfingar. II. Hve margbreytt er förin um svalkaldan sjá og sýnin er auganu mætir; þó gaman er margoft að minnast það á sem muna vorn hryggir og kætir. Oss kætir þó einatt sú karlmensku för þeir kraftar sem stormar ei beygja — þá skrautlegur brýst fram úr boðunum knör, er bárurnar armana teygja. En fjölmörg oft sigla þau saman í hóp og sogast í bylgjunnar arma. Pá heyrum við skerandi angistar óp, oss óar við leiðinni harma. - y ' , .. ? ' .. V ð' . ...i - .. 1 V-- ' % ' Ef blærinn í voðunum Ieikur sér létt. og löðrið á brjóstunum sýður, — þá finst okkur Iífið á Ieikandi sprett og lögurinn töfrandi fríður. En þá er oft lifað og léikið svo dátt, að Iífið og tíminn oss gleymist; því æskan oft þekkir af þrautunum fátt og því er í sortanum geymist. * * * * ♦ * * * * Þú tekur, ef lengur ei gæfan þér gefst hjá gleðinni burtfararprófið; þá byrinn er úti og hrakningur hefst þó hraustlega bátnum sé róið. í bölmyrki myndir þær blasa við þér, sem burt ei þér víkja úr minni og gustur þér mætir, sem ískaldur er frá óheilla norninni þinni. En straumurinn ber þig um stormvakinn sjá, en stefnan í sorginni týnist; en náunginn siglir þér hlæjandi hjá og hamingju geislunum krýnist. Þó aftur upp birti og blasi við strönd og bárurnar lækki sinn faldinn. er óvíst þú finni þau unaðar lönd, sem örlaga bar þig frá kaldinn. Benedikt Guðmundsson (frá Húsavík.) Þó kvæði þétta sé mikið Iengra, mun eg láta hér staðar numið að sinni. Skal þetta s'em út er komið af því skoðast sem tvö kvæði, þó fyrirsögnin sé eins. Höfundur. Þingmálafundur. Það þótti víst mörgum hér vænt um er þingmenn okkar komu hing- að á mánudaginn var með »Skarp- héðinn«, til þess að halda hér þing- málafund. En enn vænna hefði okk- ur þótt um það, ef við hefðum vitað um það fyrirfram, svo hægt hefði verið að búa sig eitthvað undir fundinn. En þar sem fund- urinn var boðaður með aðeins 3 tíma fyrirvara ogfjöldi manna hætti ekki vinnu fyr en um og eftir fund- arbyrjun (hálf sjö), var eðlilegt að hann yrði fremur fámennur. Állmörg málefni voru tekin til umræðu bæði almenn landsmál og sérstök áhugamál okkar, en um þau látum vér nægja að vísa til eftirfar- andi fundargerðar. Báðir virtust þingmennirnir taka einkarvel í kröfur okkar, og lofuðu þeim fylgi sínu, en ekki duldist oss þó að mun meiri áhuga sýndi Stef- án í Fagraskógi fyrir okkar sérstöku málefnum, en hann er Iíka mikið kunnugri Siglfirðingum en Einar. Fundargerðin hljóðar svo: Ár 1917, mánudaginn 4. júní yar þingmálafundur fyrir Hvanneyrahr. haldinn í barnaskólahúsi hreppsins, voru báðir þingmenn kjördæmisins mættir á fundinum. Höfðu þeir kom- ið hingað í dag og boðað þá til fundarins — Á fundinum mætti nokkur hiuti kjósenda úr þorpinu. Fundinn setti fyrsti þingmaður kjör- dæmisins, Stefán hreppstj. Stefáns- son í Fagraskógi, og tilnefndi sem fundarstjóra séra Bjarna Þorsteins- son, er svo tilnefndi sem skrifara verzlunarstjóra Jón Guðmundsson. Var þvínæst fyrirtekið: 1. Samgöngumál. Skýrði þingm. St. St. frá því er gjörst hefir í samgöngumálum landsins síðan á síðasta þingi, en talaði þó sérstaklega um samgöng- ur á sjó er þetta hérað varðar sérstaklega. Kom fram í málinu svohlj. tillaga: »Fundurinn skorar áalþingis- menn sýslunnar, að gjöra sitt ítrasta til, að á næstu fjárlögum verði veittur ríflegur, árlegur styrkur til mótorbátsferða, helst alt árið, um Eyjafjörð og þann hluta Þingeyjarsýslu er liggur að Eyjafirði, og að póststjórn- in sjái svo um að ábyrgð fáist á peninga og ábyrgðarsending- um með fjarðarbát þessum.« Tillagan samþ. með öllum greidd- um atkvæðum. 2. Sjávarútvegsmál. Kom fram í því máli svohljóð- andi tillaga: »Fundurinn telur ógjörlegt eins og nú standa sakir, að hækka útflutningsgjald af síld, jafnt útlendra sem innlendra manna, eða af öðrum sjáfaraf- urðum frá því sem nú er.« Tillagan samþ. með öllum gr. atk. 3. Launamálið. Svohljóðandi tillaga samþykt. »Fundurinn telur réttara, að veita starfsmönnum landsins einhverja réttláta dýrtíðarupp- bót á meðan stríðið stendur eða afleiðingar þess á vöruverð í landinu, heldur en ákveða launin samkv. verðlagsskrá. 4. Einkasala. Kom fram í málinu svohljóð- andi tillaga frá þingmanni Einari Árnasyni á Eyrarlandi. »Fundurinn er hlyntur einka- sölu landsjóðs á steinolíu.« Tilagan samþ. með 16 gegn 7. 5. Búnaðarmál. Kom fram svohtjóðandi tillaga. »Fundurinn skorar á alþingi að afnema styrk til búnaðarfé- laga, en veita rífleg verðlaun fyrirframúrskarandi framkvæmd- ir í lands- og sjávaratvinnumál- um.« Tillagan feld með 16 gegn 3. Pá kom fram þessi tillaga: »Fundurinn telur nauðsynlegt að styrkur til búnaðarfélaga sé aukin að mun.« Tilagan samþykt með 11 gegn 3. 6. Sjúkraskýli. Þá var tekið til umræðu skil- yrðin í fjrálögunum fyrir styrk af landssjóði til sjúkraskýta og kom fram í málinu þessi tilaga: »Aftan við C.-liðinn í skil- yrðum fyrir styrk af landssjóði til þess að koma upp sjúkra- skýlum á föstum læknissetrum, komi þessi viðbót á næstu fjár- lögum: Þetta síðasta skilyrði, um eign og rekstur sýslufélags- ins, má falla niður að því er

x

Fram

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.