Fram

Útgáva

Fram - 09.06.1917, Síða 2

Fram - 09.06.1917, Síða 2
102 FRAM Nr. 29 Hérmeð votta eg mitt innileg- asta þakklæti öllum þeim er sýndu mér hjálp og virðingu yið fráfall móður minnar, en sérstaklega sendi eg hjónum þeim er hún dvaldi sið- ast hjá rnína bestu þökk fyrir alt og alt henni auösýnt. Siglufirði 8. júní 1917. Jón Guðjónsson. snertir væntanlegt sjúkraskýli á Siglufirði, ef sýslunefnd Eyja- fjarðarsýslu er því samþykk.« Tillagan samþykt í einu hljóði. 7. Hafnarlög Siglufjarðar: Pessi tillaga samþykt. »Fundurinn felur þingmönn- um kjördæmisins að fá á næsta þingi breytingu á hafnarlögum fyrir Siglufjarðarkauptún frá 3. nóv. 1915. samkvæmt tillögum er lagðar voru fram og afhentar þingmönnum.« 8. Kaupstaðarréttindi fyrir Siglufjarð- arkauptún. — Kom fram um það mál svohljóðandi tillaga: »Fundurinn óskar þess að þingmenn kjördæmisins beitist fyrir því á næsta þingi, að Siglu- fjarðarkauptún fái kaupstaðar- réttinni á sama hátt og Hafn- arfjörður hefir þegar fengið,—- Sérstaklega leggur fundurinn á- herslu á, að hér verði skipað- ur lögreglustj. með dómsvaldi.« Tillagan samþykt í einu hljóði. 9. Varnargarðurinn. Pá var samin og samþ. svofeld tillaga: »Fundurinn óskar þess að landsstjórnin láti hæfan mann skoða varnargarðinn á Siglu- fjarðareyri enn að nýju, og gjöra tillögur um viðhald hans, end- urbót og framhald.« f*ar sem ekki komu fleiri mál til umræðu, var fundinum slitið. B. Porsteinsson. Jón Guðmundsson. Ólöf Anna Gísladóttir. andaðist hér í bænum 21. f. m. Hún var fædd árið 1841 að Lamba- nesi í Fljótum og ólst þar upp hjá foreldrum sínum þar til hún var 16 ára. F*egar hún var 21 árs flutti hún til Siglufjarðar og dvaldi þar nær- felt alla æfi síðan. Ólöf sál. var vönduð og guðhrædd og naut vin- sældar og virðingar af öllum, fyrir framkomu sína. Fátæk var hún alla æfi og kringumstæður hennar erf- iðar á margan hátt. Hún var þó jafnan glöð og róleg og treysti guði. Ólöf sál. giftist aldrei, en eign- aðist einn son, Jón Guðjónsson verzlunarmann hér í bænum. Jarðarför hennar fór fram 4. þ. m. Fréttir. Erlendar símfréttir. Fiskiafli segir Austri frá 19. maí " . —-fi að nýbyrjaður sé fyrir Austurlandi, og að einn bátur frá Norðfirði hafi fengið 14 skippund í einum róðri. Nýja símalínu mun afráðið að leggja frá Akureyri, um Svalbarðs- eyri til Grenivíkur. Ceres er nú í annari kolaferð til Englands fyrir landstjórnina. í þess- ari ferð á hún að taka 350 smál. af gaskolum fyrir Reykjavíkurbæ. Sýslumannsembættið í Ánessýslu hefir nú verið veitt Guðm. Eggerz sýslum. frá 1. júlí n. k. 150 kr. kostar smál. af kolunum sem Ceres kom með til Rvíkur á dögunum. Á annan i Hvítasunnu var Sigur- jón Jónsson vígður til sóknarprests að Barði í Fljótum. Sig. Jónsson búnaðarmálaráðherra fór 25. f. m. í ferðalag norður í Þingeyjarsýslu. Mun ferðalag hans meðfram vera í sambandi við kota- námuna á Tjörnesi, sem lands- stjórnin hefir nú trygt sér með samningum og ætlar að láta vinna í sumar. Verkstjóri þar er ráðinn, Jónas Þorsteinsson, og sömuleiðis nokkuð af verkamönnum. 5 þilskip frá Duus-verzlun í Rvík, eru nú í Noregi og er verið að setja í þau motora. Eiga þau svo að ganga til síldveiða í sumar. Bæjarstjórn Rvíkur hefir samþykt að láta taka upp mó í stórum stíl og breyta honum í eltimó, sem er mikið hitameiri en vanalegur mór. Gert er ráð fyrir að tvö og hálft tonn af mó svari til einu tonni af kolum, og að mótonnið kosti 25 kr. Jóni Þorlákssyni verkfræðing hefir verið falin framkvæmt verksins. 23. f. m. var Sig. Sívertsen veitt prófessorsembættið í guðfræói við háskóla íslands. »Willemoes« heitir skip sem land- stjórnin hefir nýlega keyft. Er það 1200 smál. brúttó, og er sagt að það hafi kostað 1 miljón og 100 þús. kr. Það mun væntanlegt um þessar mundir til Reykjavíkur. Skemtun verður haidin annað kvöld í leik- fimishúsinu, til ágóða fyrir sjúkling á Vífilstöðum, héðan úr bænum. Hún verður nánar augiýst á götunum á morgun. Khöfn 24. maí. Tisza, forsætisráðherra Ungverja hefir sagt af sér. Bureau tekur við af Tisza. Mikill undirróður í lýðveldum Suður-Ameríku um að segja Pjóðverjum stríð á hendur. Khöfn 25. maí. ítalir hafa unnið stórsigur á Carsos-sléttunni og tekið 9000 fanga af Austurríkismönnum, og er það mesti sigur ítala enn. Ákafar orustur á vesturvígstöðvunum. Khöfn 26. maí. Amerískar fregnir fullyrða að Marconí hafi fund- ið örugg ráð gegn kafbátunum. Austurríkismenn segjast hafa tekið 4600 fanga af ítölum í gagnáhlaupi. - Khöfn 27. maí. 6 Færeysk fiskiskip skotin í kaf. ítalir hafa enn tekið 1245 fanga og talsvert af herg. Khöfn. 28. maí. Italir vinna hjá Isonzo, hafa tekið 22 þús. fanga alls í þessari sókn, eftir grimmarog mannskæðar orustur. 35 þús. kvennmenn hafa gjört verkfall í París. Khöfn. 29. maí. Spænska póstskipið Eizagiurre skotið í kaf, 133 menn vantar. Af þessu er mikið uppþot í Madrit og krafist að Pjóðverjum sé sagt stríð á hendur. 6 sænsk gufuskip kafskotin, og 3 hertekin í Botniskaflóa. Khöín. 30. maí. Ping Brasilíu hefir felt tillögu til hlutleysisyfirlýs- ingar, með 136 atkv. gegn 3. ítalir eru aðeins hálfa aðra mílu frá Duino. Pjóðverjar hafa gefið út yfirlýsingu um að hlut- laus skip fái að sigla frá enskum höfnum 1. júlí. Khöfn. 31. maí. ÖIl stórveldin, nema Bandaríkin, taka þátt í frið- arfundi jafnaðarmanna í Stockholmi. i , Khöfn. 1. júní NoArArrir þjóðfloArArar í AusturríAri hafa Arrafist sjálf- stjórnar. Pjóðverjar og AusturríA'ismenn mótmæla því. Khöfn. 2. júní í Arríningarræðu AusturríArisAreisara, kom fram að hann væri í raun og veru fús til friðar án landvinn- inga og sAraðabóta. íhaldsmenn Pjóðvrerja eru hamslaus- ir útaf ræðunni. Bibot hefir bannað að gefa jafnaðarmönnum vega- bréf til StoArArhólms. Uppþot hefir orðið í Kronstað. Khöfn. 3. júní Devenport lávarður hefir látið af embætti. Hermenn og verÁamenn í Kronstað hafa neitað að viðurÁenna nýju stjórnina. Khöfn. 4. júní Uppvíst samsæri gegn KerensÁi, hermálaráðh. Rússa Áköfum áhlaupum Pjóðv. á vesturvígstöð. hrundið. Rússar hafa söÁt 147 seglsAripum í Svartaha/inu.

x

Fram

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.