Fram

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fram - 20.10.1917, Qupperneq 1

Fram - 20.10.1917, Qupperneq 1
Útgefandi: Hluíafélag á Siglufirði. Ritstjórar: Friðb. Níelsson og Hannes Jóhasson. 1. ár. Siglufirði 20. október. 1917 50. blað. Hvalnefndin. . i. Nefnd sú, sem kosin var 19. maí s. 1., tii joess að koma í peninga og ráðstafa á annan hátt háhyrningum þeim, sem reknir voru hér á land þann sama dag, og sem alment er nefnd Hvalnefndin, er aðal umtalsefni bæjarbúa þessa dagana. Var þess getið í síðasta blaði að Hafnarbænd- ur hefðu stefnt nefndinni fyrir það, að hún vildi ekki greiða þeim lands- hlut, einn þriðja verðs af 66 há- hyrningum, sem þeir telja að unnir hafi verið á sinni lóð, og fluttir þaðan burtu að þeim óspurðum. Sáttakærufundur var haldinn 16 þ. m., en alveg árangurslaust, komst þar engin^sætt á, svo málið fer til dóms. Vér höfum fengið fjölda af Tyrir- spurnum um gjörðir nefndarinnar, og áskoranir um að birta í blaðinu einhverjar upplysingar í málinu, en vér höfum því ver ekki getað neitt af þessu, því oss hefir verið jafnlít- ið kunnugt um nefndina og gjörðir hennar, sem almenningi. ítrekaðar tilraunir vorar til að fá upplýsingar hjá nefndarmönnunum, hafa litinn eða engan árangur borið, hafa þeir ýmist varist allra frétta, eða þá sagt sitt hver. Pað eina sem"[séðst hefir opin- berlega frá nefndinni, er auglýsing sem fest var upp á götum bæjarins hér í sumar, þar sem allir er þátt tóku í innrekstri og landflutningi háhyrninganna, voru beðnir að gefa sig fram við einn nefndarmanninn. Fyrir nokkru fór svo sú fregn — hvalfregn sögðu^sumir — að berast út'milli manna, að þeir sem eitthvað hefðu verið við hvalina rið- nir, þyrftu ekki annað en fynna Jón Guðmundsson verzlunarstjóra, þá fengju þeir þetta frá 10 krónum og uppí 200 krónur eftir dugnaði og þátttöku. Ekki tilkynti nefndin þó þessa ákvörðun sína, hvorki með formlegum tilkynningum til hvers einstaks né heldur með auglýsingu, heldur lét sér nægja að hvfsla því éþ kunningjum sínum, treystandi því hklega að þeir svo létu það »ganga um bæinn, frá manni til manns.* Vér höfum átt tal við þó nokkra, sem »sótt hafa gull í greypar Jóns,« og segjast þeir fá töluvert misjafna upphæð, þótt sama verkið hafi þeir unnið margir hverjir. En eftir því sem vér komumst næst af sögnum þeirra, þá er útborgunarreglan eitt- hvað á þessa leið. F*eir sem komu að sjá dýrð- ina, en urðu að gatjga snökkklædd- ir meó jakkann á handleggnum, vegna sólarhitans, fá 10 kr. Peir sem réru háhyrningana í land og unnu eins og menn, fá 15 krónur. Þeir sem urðu blautir í fæturnar, fá 20 kr. En hásetarnir á vélbátunum sem úteftir fóru, fá 200 kr. Þeir sem voru farþegar á vélbátunum fá að sögn ekki neitt, enda þótt þeir hljóð- uðu eins og hinir og hentu grjóti af mikilli snild, — en fargjald sleppa þeir við að greiða. En hvað þeirfá sem á árabátunum fóru og sem réru alt skinn af höndum sér, vit- um vér ekki. Ymsar fleiri ráðstafanir höfum vér heyrt nefndar, svo sem að Sjúkra- samlagið ætti að fá 500 kr. og Sjúkra- skýlissjóður hreppsins stóra upp- hæð; en hvort þetta er satt eða log- ið getum vér ekki sagt um, því þó einn af nefndarmönnunum hafi full- yrt það, þá hefir annar neitað því. Um kaupgjald. Nýlega fréttist það, að þeir er sótt hafa um vinnu í Tjörnessnám- um, yrðu að ganga undir nokkurs- konar próf, áður er þeir fengju lof- orð um vinnuna. Þetta mun vera gert til þess að fá jafna menn til vinnunnar, allir afkasta þá jafnmiklu, og fá jafnt kaup. Þetta er í fyrsta skipti, sem eg hefi heyrt getið um svona fyrirkomulag með vinnu hjá okkur íslendingum, minstakosti er það óþekt áður hér á Norðurlandi. Fyrirkomlag þetta er hið eina rétta og ætti að takast upp af öllum vinnu- veitendum að svo miklu leyti, sem hægt er að koma því við. Með því væri ráðin bót á hinum mikla órétti sem áður hefir átt sér stað, að slæp- ingurinn hefir fengið jafnt kaup og dugnaðarmaðurinn, hefir þetta gilt fram að þessum tíma bæði til sjós og lands. Það er eðlilegt, að allir þeir, sem ekki hafa annað að lifa á en vinnu sína, þurfi að fá atvinnu, en þeir sem ver eru útbúnir, annað- hvort af náttúrunnar hendi, eða af eigin vilja, eiga engan rétt á, að fá jafnt kaup og hinir, sem sýna mest- an dugnað, trúmensku, stundvísi og , verklægni. Hver sá sem verki á að stýra finnur fljótt mismun manna, en séu mennirnir í fyrstu ráðnir fyrir jafnt kaup, er ervitt að gera mismun á þeim; það veldur jafnan óánægju. En hitt er einnig ástæða til ó- ánægju fyrir duglegu mennina, er þeir fá ekkert meira fyrir sína góðu frammistöðu, en liðléttingurinn. Það verður þeim ástæða til þess að draga af sér, þeir finna enga hvöt hjá sér til þess að leggja sig í framkróka með að afkasta miklu, þegar þeim er ekkert betur borgað en hinum sem lítið vinna. Afleiðingin af þessu verður sú, að þeir draga af sér, vinna ekki meira en hinir, allir vinna lítið og vinnuveitandinn fær oflitla vinnuframleiðslu á móti því kaupi sem hannn geldur. Að vísu eru margir góðir verka- menn, sem haga sér ekki eins og að framan er greint, en þeir eru færri en hinir. Að fá breyting á þessu erbýsna ervitt. Víða þar sem vinna er mikil eru verkamenn ráðnir með samning- um og ákveðnu kaupi í öðrum stöð- um, sá sem mennina ræður kaup- ir köttinn í sekknum, þekkir ekki mennina, því ervitt er að dæma þá eftir útliti þeirra. Þegar svo mennirn- ir eru komnir á staðinn þar sem þeir eiga að vinna, kemur mismun- urinn fram, en þá eru vottfastir samningar því til fyrirstöðu að hægt sé að breyta kaupgjaldi, og ástæð- ur vinnuveitanda oft svo að hann getur ekki mist manninn þó léleg- ur sé, vegna þess, að ekki er hægt að fá annan í staðinn, verður hann því að sætta sig við að hafa hann þó hann vinni ekki fyrir umsömdu kaupi. Eg álít, að það væri gott ráð, að hver verkamaður hefði vitnisburðar- bók, sem hver vinnnuveitandi, er hann vinnur hjá skrifaði í, að end- uðum vinnu tíma. Mætti þar taka fram hvernig maðurinn væri að sér gjör um: verklægni, hirðusemi stund- vísi trúmensku hlýðni o. s. frv. Bók þessa legðu menn svo fram er þeir réðu sig, mætti þá nokkuð eft- ir þvi fara með ráðningarnar og kaupgjald manna. Ennig mætti hafa í samningunum ákvæði um að kaupgjald breyttist, ef maðurinn vinnur ekki fyrir hinu ákveðna kaupi. í þessu máli sem öðru er hið réttasta best, og full þörf er á að eitthvað sé gert til þess að betra fyrirkomulag fáist. H. J. Skyídurækni. Alt, sem er þess vert, að það sé gert, er líka þess vert, að það sé gert vei, segir gamalt orðtæki, og það;segir satt. Æðri sem lægri, vitrir sem fávís- ir, allir hafa einhverjum störfum að gegna, sem þeim sérstaklega eru ætluð og þeim trúað fyrir, annað- hvort eru það störf fyrir sjálfa þá eða aðra. Skylda hvers manns er að inna störf sín samviskusamlega af hendi, og kappkosta að gera þau vel. Verk mannsins eru partar af hon- um sjálfum í þeim koma fram eig- inlegleikar hans, og það í ljósri mynd, allir kannast við setninguna: af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá, og það er sannarlega satt, að af verkum manna má þekkja þeirra innra mann. Það er sumra siður, þeirra er und- ir aðra eru gefnir, að veita því ná- kvæmar.. gætur hvort yfirmaðurinn sér til þeirra, sé jhann nálægur er unnið af kappi, en jafnskjótt og hann er genginn frá, er slegið slöku við, og það án tillits til þess, hvort áríðandi er að hraða verkinu eða ekki. Þegar tveir eða fleiri vinna sam- an að einhverju, hvort sem það nú er vanaleg vinna, eða eitthvert opin- bert starf, vill það ósjaldan til, að annar, ef tveir eru, eða suinir ef fleiri eru draga sig til baka, kasta áhyggju sinni á meðstarfendur sína, og ætla honum eða þeim meiri framkvæmdir en ber. Þetta getur stafað af mörgum ástæðum svo sem leti, hirðuleysi, þreytu vegna ann- ara starfa o. s. frv. En ekkert af þessu getur dugað sem afsökun. Það sem maðurinn hefir tekið að sér að gjöra, verður

x

Fram

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.