Fram

Tölublað

Fram - 20.10.1917, Blaðsíða 4

Fram - 20.10.1917, Blaðsíða 4
182 FRAM Nr. 50 »Hefir þú ekkert bréf fengið frá honum yfir þessi ár?« »Ekki eina línu?« »Og þú ert viss um að hann sé þorpari?* »í hamingju bænum talaðu ekki meira um þetta,« stundi Blakmore og dróg hendina upp úr vasa sín- um eins og hann hefði brent sig, »eg get ekki þolað það lengur.* »En ef hann kæmi nú hérna inn í herbergið og segði: faðir minn—« »F*egiðu Seaford, f guðs nafni þegiðu.« Blakmore huldi andlitið í skjálfandi höndunum. Seaford varpaði öndinni, og gaut augunum til dyratjaldsins fyrir bóka- herberginu. »Jæja gamli vinur,« sagði hann. Það var ekki tilgangur minn, að þreyta þig með því, að tala um erf- iðleika lífsins, það er mér nóg, að eg hefi fundið þig eftir öll þessi ár. Eg skal vera ærlegur gagnvart þér og kannast við, að það lætur nærri að eg sé glaður yfir að þú ert í þessum vandræðum í dag. Eg get hjálpað þér. Eg man frá Iiðn- um tímum, hve frábitinn þú varst því, að þiggja hjálp, hversu lítilfjör- leg sem hún var, og þávaregvan- ur að segja við sjálfan mig: Ein- hverntíma kemur tækifæri svo eg get gert honum greiða, án þess hann geti neitað að taka á móti honum. —Við vorumaðtalaum smaragðinn.« Blakmore lypti glasi sínu að munn- inum, en var^ svo skjálfhentur, að hann helti helmingnum niður. »Heltu ekki niður mínu góða Whisky,« sagði Seaford bros- andi. »Hefir þú nokkra hugmynd um hvers virði hann er — smar- agðinn?« »Ekki þá minstu.« »Þú sást hann í kvöld í bóka- herberginu, steinninn er fallegur.* »Já fjarska fallegur,« gat Blakmore stunið upp, honum fanst sjálfum einhver annar tala. »Hve mikið heldur þú — bíddu eg ætla að sækja hann.« Blakmore hentist til hálfs upp af stólnum, og sagðimeð angist: »Vertu ekki að tala um þetta. — Settu þig niður aftur gamli vinur, við skulum rabba saman.« Seaford leit undr- andi á hann og settist. »Eg lét gimsteinasala virða hann um daginn. Hugsaðu þér, hannbauð mér tvö hundruð pund fyrir hann, — en þú gleymir að drekka.« Blakmore var fölur sem nár. »Hversvegna seldir þú hann ekki?« stundi hann. Hefði Seaford ekki verið önnum kafinn við að blanda Whisky og sodavatn, hefði hann hlotið að taka eftir, að eitthvað mikið gekk að manninum. Framh. Frarn kemurút einusinni í viku ef hægt er. Verð blaðsins er 1 kr. hver 15 númer — 10 aura í lausasölu. Afgreiðsla fyrst um sinn hja Friðb Níelssyni SKOVERKSTÆÐl hefir Guðl. Sigurðsson opnað í húsi herra Kjartans Jónssonar. Allir velkomnir. Allskonar nærfatnaður Stærst úrval. verzln FriÖb Snarræði. Dómari nokkur í Ameríku var að koma heim úr ferð, er hann hafði farið i sumarleyfinu. Hann kom á járnbrautarstöðina á sama augnabliki og lestin átti að fara, og járnbrautar- þjónninn ýtti honum inn í vagnklefa rétt um leið og hún fór af stað. I klefanum var aðeins einn mað- ur fyrir, og dómarinn sá strax að það var innbrotsþjófur, sem hafði brotist út úr fangelsi, og búið var að lýsa Iengi eftir. Peir þektu hvor annan strax, og þar sem þeirvoru tveir einir, var afstaðan óþægileg á báðar hliðar. Dómarinn var mað- ur lítill vexti og óyopnaður, en þjóf- urinn var stór og sterkur maður, sem var ekkert leikfang. En dóm- aranum datt gott ráð í hug, hann sneri sér að þjófnum og sagði: »Þér eruð voðamaður. Nylega eru þér sloppinn út úr fangelsinu, og nú hafið þér stolið seðlaveski, svo eg verð að setja yður fastan aftur.« »Hvaða seðlaveski?* spurði þjóf- utinn, »eg hef ekki stolið neinu seðlaveski.* »Verið þér ekki að ljúga,< sagði dómarinn. »F*egar eg gekk inn í vagnklefann, sá eg yður láta vesk- ið inn á yður beran undir buxurnar.* »SkyIdi hann virkilega ekki vita að eg hefi brotist út úr fangelsinu,« hugsaði þjófurinn með sér, »ognú á að setja mig fastan fyrir það sem eg als ekki hefigert.« »Herra dóm- ari,« sagði hann kurteislega. »Yður skjátlast, eg hefi sannarlega ekkert seðlaveski á mér. F*ér getið sjálfir rannsakað mig.« »Pér ljúgið,« svaraði dómarinn. »F*ér hafið veskið í buxunum, og sitjið á því. Farið úr buxunum og fáið mér veskið.« Pjófurinn áleit að réttast væri að Lægst verð. Níelssonar. sannfæra dómarann, hann fór því úr buxunum og sagði um leið: »Nú getur dómarinn sjálfur séð, að þar er ekkert veski.« Dómarinn tók á móti' buxunum, eins og hann vildi rannsaka þær, en henti þeim um leið útum glugg- ann sem var opinn. F'jófurinn nísti tönnum af reiði er hann sáhvernig hafði verið leikið á hann, en tók þó ábreiðu ér var í vagninum og sveip- aði utan um sig. Pegar dómarinn afhertti lögregl- unni á næstu járnbrautarstöð hina óvæntu veiði sína, spurði yfirlög- regluþjónninn hvort hann hefði ekki verið hræddur um að hinn réðist á hann og tæki hans buxur í staðinn. F’að hefði verið til Iítils fyrir þorp- arann. Hann var helmingi sverari en eg, svo mínar buxur hefðu orð- ið altof litlar á hann. Sjómannafundurinn í Lundúnum. Alþjóða- sjómannafundur var hald- inn í Lundúnum í ágústmánuði og sóttu hann fulltrúar frá Noregi, Sví- þjóð, Danmörku, Hollandi, Ítalíu, Rússlandi, Belgt'u, Frakklandi, Can- ada, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Vest- ur-Indíum. í ensku blaði frá 25. f. m. erþað haft eftir fundarstjóranum, Havelock Wilson, að aðaiverkefni fundarins hafi verið að íhuga hina »svívirði- legu« bardaga-aðferð kafbátanna. »Vér sjómenn munu krefjast þess« segir H. W., »að allir kafbátafor- ingjar og allir valdhafar sem við hafbátahernaðinn eru riðnir, verði leiddir fyrir alþjóðadómstól og ran- sókn hafin gegn”þeim um það hvort þeir hafi ekki’gert sigiseka um morð, ogTef niðurstaðanTverður sú, aðþeir Úrsmíða-stofa Siglufjarðar aðgjörð a Úrum, Klukkum, Barom. G. Samúe/sson. Gamla og nýja LIFUR kaupir hæsta verði. O. Tynæs. Brunavátryggingar. Sjó- og stríðsvátryggingar. Skipa- og bátatryggingar. Líftryggingar allskonar. Þormóður Eyjólfsson. verði þájdæmdir og'þeim hegnt, svo sem vera ber.« Fundurinn samþykti meðal ann- ars, að allir fulltrúarnir skyldu segja sig úr alþjóðabandalagi því, sem aðsetur hefir í Berlín og að mynda nýtt bandalag [hlutlausra sjómanna og bandamanna; í öðru lagi var samþykt að neita að vera á skipi með Miðríkjamönnum, ef kafbáta; hernaðinum yrði ekki breytt. Loks samþykti fundurinn að lýsa velþókn- un sinni á þeirri ákvöftun bresku stjórnarinnar að neita um vegabréf handa fulltrúum á Stockholmsfund- inn. (Vísir. 22. sept.) Samtíningur. Pað er sagt, að í ágústmánuði hafi herkostnaður Bandaríkjanna verið orðinn 40 miljónir dollara á dag, og að tveir þriðju þessarar upphæðar séu lán til bandamanna til þess að kaupa fyrir hergögn í Bandaríkjunum. Sérstök nefnd hefir nú verið skipuð þar til að sjá um þessi hergagnakaup bandamanna til tryggingar því að þeir fái það sem þeir þarfnast, og fyrir sama verð og Bandaríkjastjórn sjálf borgar þær vörur. Skjót umskipti. f skyndi ríkur orðinn er, — úti um skuldasóninn — Að komið er svona kynnir mér «klassifikasjónin.« s. m. Siglufjarðarprentsmiöja.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.