Fram - 03.11.1917, Blaðsíða 2
148
FRAM
Nr. 52
hefir fyrir uppástungumanni þess-
arar nýju útnefningaraðferðar, og
ekki verður heldur séð, hvað vakað
hefir fyrir fundarstjóra, er hann
synjaði um að bera aðferðina upp
til atkvæða. En .undarlega lætur það
í eyrum manna, þegar nefndin sjálf
fer að hæiast um yfir því, að hún
hafi ekki verið kosin á fundinum,
og að almenningur eigi engan þátt
í tíiveru hennar. Lítur það nærri því
þannig út, sem nefndin þykist sjálf
alt eiga og að hún hafi tilnefnt sig
sjálf, og engum komi gjörðir henn-
ar við. — Það er iíklega synd að
, álíta að útnefningaraðferðin hafi ver-
ið viðhöfð að yfirlögðu ráði, til þess
að geta tekið öll fjárforráðin í sínar
hendur, og sagt svo á eftir — »við
kusum okkur sjálfir og ráðum því
öllu sjálfir; engum kemur þetta við
nema okkur sjálfum.« — En það
er auðvitað synd og þess vegna
ætlum vér ekki að áiíta að svo hafi
verið. — En, hversvegna var fund-
urinn boðaóur í vor?
Þetta er því miður alt sem vér
getum sagt um nefndina að sinni,
en það er eins og vér tókum fram
í upphafi, bæði fátt og iitið. Alla
þá, sem átt hafavon á mikilvægum
upplýsingum frá oss, yerðum vér
að biðja afsökunar á vonbrigðunum.
En jafnskjótt sem vér verðum ein-
hvers vísari, er málið skiftir, mun-
um vér leitast við að segja sem
sannast og nákvæmast frá því.
Fréttir.
Bóndinn á Sturlureykjum í Reyk-
hoitsdal í Borgarfjarðarsýslu hefir
nýiega bygt yfir laug rétt hjá bæn-
um og leitt gufu úr lauginni inn í
bæinn. Sýður hann nú mat og hitar
bæinn með gufunni, og reynist vei.
— Myndu ekki fleiri geta gjört hið
sama.
í nefnd til að íhuga fossamálið
milli þinga, hafa verið kosnir og
skipaðir þessir: Ouðm. Björnsson
landlæknir, Bjarni Jónsson frá Vogi,
Sveinn Ólafsson í Firði, Jón Por-
láksson verkfræðingur og Guðm.
Eggerz sýslumaður.
Verðlaun úr gjafasjóði Kristjáns
IX. hafa að þessu sinni hlotið Björn
Sigfússon á Kornsá og Guðm. Ror-
bjarnarson á Stórhofi á Rangár-
völlum, 160 kr. hvor. Áður hafa
verðlaunin aðeins verið 140 kr.
Verðlagsnefndin hefir ákveðið há-
marks útsöluverð á rjúpum. 50 au.
fyrir hverja. Giidir ákvörðun þessi
ura land alt.
Stjórnarráðið hefirgert þá breyt-
ingu á reglugerð 17. febr. 1917, um
sérstakan tímat reikning, að núverandi
tímareikningur skuli haldast til 15.
nóv. 1917, en sá dagur skal enda
einni klukkustund eftir miðnætti. Ber
klukkunni þá að seinka samkv. því.
Bæjarstjórn Akureyrar hefir sam-
þykt að jafna niður á bæjarbúa sem
aukaútsvar á þessu hausti, aðeins
24,765 kr. Er það nálega sama
upphæð og fyrir 2 árum, en nærri
20 þús. kr. minna en í fyrra. —
Eitthvað hafa útgjöldin verið spör-
uð þar.
Matvæli Þjóðverja*
Bern, 10. ágúst. Fyrstu spurn-
ingarnar sem lagðar voru fyrir mig
þegar eg kom frá Berlín, voru þess-
ar: »Geta Rjóðverjar lifað einn hern-
aðarvetur enn? Er ekki hungurs-
neyð í Rýskalandi?
Nei, það er ekki hungursneyð í
Rýskalandi. En Þjóðverjar fá lítið
að borða. Matarskamtur þeiria hefir
altaf farið ininkandi síðan hafnbann-
ið var sett á. Fyrir tveim árum
þóttust bandamenn vissir um það,
að Þjóðverjar gætu ekki lifað vetur-
inn 1915—16, Regar við Ray-
mond E. Swing sögðum frá því effir
reynslu okkar og athugunum í Rýska-
landi að þetta væri ekki rétt, þá
vorum við taldir málsvarar Rjóðverja.
Pað var að vísu matarskortur í Rýska-
landi þá, en það er langt í milli
skorts og hungursneyðar og hung-
ursdauða.
Fyrir ári komu umsagnir manna,
sem voru frá 100—6000 mílur frá
Pýskalandi um það, að Pjóðverjar
mundu deyja úr hungri veturinn
1916—1917. — Aftur reyndi eg að
segja mönnum satt og rétt frá, en
menn vildu ekki trúa mér og aftur
urðu þeir hissa þegar Þjóðverjar
lifðu og börðust eigi að síður.
Að mörgu leyti hafa þjóðverjar
orðið fyrir sömu vonbrygðunum.
Rjóðverjar héldu að þeir gætu svelt
Breta með kafbátahernaði sínum. En
Bretar þumbast við að deyja, með
sama þráa og Þjóðverjar.
Hvort þjóðverjar gefast upp í vet-
ur vegna hungurs, er meira undir
öðru komið, heldur en matvælaskorti
einum saman. Pað er undir því kom-
ið hvort þjóðin álítur að hún sé að
berjast fyrir tilveru sinni. Og þá
þarf hún að komast í meiri raunir,
heldur en hún á við að búa, áð-
ur en hún gefst upp. En ef hún fer
*) Grein þessiertekin eftir Morgunblað-
inu 25. sept. Hún er skrifuð í Bern í Sviss
10. ágúst í sumar, af amerískum blaða-
manni. — Par eð hún virðist vera skrif-
uð hlutdrægnislaust, og fnargan mann-
inn langar að frétta af ástandinu í t*ýska-
landi, teljum vér rétt að birta greinina
hér alla, enda þótt hún sé áður komin
í íslensku blaði.
að efast um það, þá er þrautsegju
hennar ef til vill skyndilega lokið.
Ástandið ískyggilegt.
Ástandið í Þýskalandi er ískyggi-
iegt. Enginn Pjóðverji neitar því.
Rað er langt síðan að matvælaskamt-
urinn hafði náð lágmarki þar. En
menn geta lifað lengi þótt þeir hafi
ónóg fæði. Pað er komið undir
þrótti þeirra, ándlegum og líkam-
legum. í meira en ár hefir matvæla-
skorturinn komið þungt niður á hin-
um veikari. Aldraðir menn, fatlaðir
og veikbygðir hafa dáið hrönnum
saman. Ýmsir sjúkdómar, sem ekki
eru taldir bænvænir, hafa lagt menn
í gröfina vegna þess, að þeir hafa
eigi haft þrek til að standast þá.
Síðan í janúarmánuði árið 1915
hefi eg lifað á matarskamti Rjóðverja
og hjá Pjóðverjum. Flestir hlut-
leysingjar í Berlín, ogaðallega þeir,
sem höfðu mikilsverð erindi að reka,
fengu matvæli frá stjórnum sínum.
Bandaríkin létu sér nægja að sjá
ráðuneyti sinu og konsúlum fyrir
matvælum. En eg hefi ekki dáið úr
hungri. Oft hefi eg verið svangur
og eg varð að fara á mis við margt,
sem eg hafði áður talið með lífs-
nauðsynjum. Pað sem skorti á að
matvæli þau, er eg fékk gegn seðl-
um, væru nægileg, bætti eg upp
með því að káupa þau matvæli, er
leyft var að selja seðlalaust. En það
gátu eigi aðrir en efnaðir menp. -
Harðast kom ástandið niður á starfs-
mönnum hins opinbera, sem eigi
höfðu fengið neina launa viðbót, þótt
lífsnauðsynjar hefðu tvöfaldast og
jafnvel þrefaldast í verði. Verkamenn
voru eigi jafn illa settir, þvi að kaup
þeirra hækkaði upp úr öllu valdi.
En hvernig sem um alt þetta er, þá
komust allir af.
Eg var aldrei í hættu vegna hung-
urs. Eg léttist um átta pund frá
því um vorið 1915. Hér í Sviss-
landi, þar sem matvæli virðast vera
næg og ódýr og betri heldur en í
Þýskalandi, ét eg helmingi meira
heldur en í Berlín, en þó er eg
nærri því eins hungraður eins og
eg var þar. Það hefir verið séð
fyrir því að matvælaskamtur Rjóð-
verja hefði svo margar hitaeiningar
sem menn þurfa til þess að geta
lifað. Og það er sennilega þess-
vegna að skorturinn hefir eigi haft
nein áhrif á hernaðarþrek Rjóðverja.
En ef stríðið stendur í vetur, þá
verður ástandið verra heldur en
sögur fara af, eigi aðeins í Rýska-
landi og hjá bandaríkjum þess eða
bandamönnum, heidur í hlutlausum
löndum Evrópu líka.
Munu þær hörmungar binda enda
á ófriðinn? Eg veit ekki. Auk
Rjóð’verja verða aðrar þjóðir að
svara því, þá er kuldinn fer að herja
jafnhliða hungrinu, og aðrar þjóðir
munu ekki vera jafnvel undir það
búnar eins og Rjóðverjar að verjast
kuldanum. Rar þarf »organisaíion«
til þess eigi síður en byrgðir.
Yfirvöldin í þýskalandi hafa lýst
yfir því, að uppskeruhorfurnar séu
góðar og þjóðverjar muni hafa næg-
an mat, hversu lengi sem stríðið
stendur. Og eg trúi þeim. Og
það, að brauðskamtur Rjóðverja hef-
ir nú verið hækkaður úr 1600 grömm-
um í 1900 grömm á viku, bendir
líka til þess að þetta sé rétt.
Mikið er undir kartöfluuppsker-
unni komið. Fyrri uppskeran varð
lítil vegna þess að vorið var kalt og
kom seint. En seinni uppskeran,
sem alt er undir komið, er sögð
ágæt og nægi fyllilega til þess að
hver maður geti fengið 5 pund á
viku. Kjötskamtinn geta Pjóðverjar
aukið og munu gera það, hvenær
sem þurfa þykir. Það var gert í
vor, þegar mjöls og kartöílu skortur
stóð fyrir dyrum. Nú sem stendur
fær hver. maður hálft pund á viku,
en sá skamtur verður aukinn þegar
kuldar fara að koma.
Plöntur sem eta
skorkvikindi.
Svo er talið að til séu að minstak.
400 jurtategundir, sem taki næringu
úr dýralífinu, eru þær útbúnar með
ýmiskonar veiði áhöldum, sem auð-
vitað eru partar af jurtinni sjálfri.
Einna nafnkunnastar eru hinar svo
nefndu Könnujurtir. Ein tegund
þeirra, Sarracenia, vex í flóunum í
Florida. Blöð þessara jurtar eru
orðin svo ummynduð að þau eru
alveg eins og kanna í lögun. Er á
þeim litskrúð mikið og líkjast þær
biómum, í þeim er blómahunang,
sem jurtin brúkar sem agn.
Ef flugur eða önnur skorkvikindi
fara niður í þessar könnur er lítil
von fyrir þær að komast upp aftur,
því að innan eru könnur þessar
þaktar stífum hárum, sem liggja nið-
ur, svo þó létt sé að komast ofan
í könnuna, er ervitt að komast upp
aftur. Óftast nær detta flugurnar
niður í vökva sem er ábotni könn-
unnar, og þær uppleysast þar.
Ein tegund þessara Könnujurta
er einkum útbreidd um þær eyjar
í Indlandshafi er heitast lofslag hafa,
sumar þeirra jurta veiða jafnvel
smáfugla, og nærast af þeim.
Afmæli:
5. nóv. Sófus Blöndal, verzl.stj.
5. » Sigríður Pálsdóttir, frú.
8. » Halldór Jónasson, kaupm.
8. » Björn Jónsson, Siglunesi
Sykurfíth/utun
fór fram 1. þ. m., 8 pund á mann
í kauptúninu en 6 pund utan kaup-
túns, til næstu 10 vikna.