Fram


Fram - 08.03.1918, Blaðsíða 3

Fram - 08.03.1918, Blaðsíða 3
Nr. 7 FRAM 25 LJÁBLÖÐ Peir se/11 hafa í hyggju að kaupa hjá mér ljá- blöð og brýni til sumarsins þyrftu að lát mig vita um það þið allra fyrsta. Verðið líkt og síðasta sumar. Sig. Kristjánsson. HÁKARLSLIFUR kaupir hæsta verði næstu vertíð, lifrarbræðsla Oskars Halldórssonar ísafirði. er ekki ólíklegt að fyrst um sinn fengist rafmagn til að sjóða við að minsta kosti 4—5 mánuði af árinu. Hve mikla þýðingu þetta hefir er hægra að hugsa sér en tölum telja því þó stríðinu linni, má óhætt ganga að því vísu að hátt verð mun bæði á kolum og steinolíu. Þar sem nú augljóst er, að byggja þarf nýja afl- stöð til þess að fá rafmagn til ljósa, virðist sjálfsagt að taka þetta með í reikninginn strax. Fyrirkomulag það sem lýst hefir verið, verður óneitanlega dýrt, en þess verður að gæta, að þetta fyr- irtæki mun gefa svo mikið af sér, að fullkomlega verður hægt að greiða rentur og afborganif. Annað er4það að þegar búið er af hreppsnefnd að tryggj* sér rétt' til ánna, má haga byggingum eftir ástæðum, takaárn- ar smátt os smátt ef svo vill, sé ekki hægt ao koma öllu í framkvæmd í einu. Verst er, ef árnar ganga úr höndum hreppsnefndar og verða einstakra manna eign svo óhjákvæmi- legt verður að taka eignarnámi bæði þær sjálfar og mögulegar bygging- ar, eftir þessu mun ekki þurfa að bíða lengi að því er Skútu ána snert- ir, en sé undinn bráður bugur að með hana, mun það ekki mjög mikl- um erfiðleikum bundið nú, að minsta kosti hefir Lárus í Saurbæ látið það í Ijósi við mig að því er hann snert- ir. Hann mun hafa réttinn að hálfu hvað þessa á snertir. Eitt veit eg með vissu, og það er, að fólk hér vill mikið til vinna að fá að hafa rafljósin, og það jafn- vel undir þeim skilyrðum sem nú eru. F>ess vegna þarf, og er nauð- synlegt að tryggja bænum allan þann vatnskraft sem til er, og það frá fyrstu hendi. Að því er snertir iðnað«rstofnan- ir og aðra vinnu sem reka mætti og þyrfti með rafmagni, þá er það svo margvíslegt, að best mun vera að fara ekki langt út í j»á sálma. Pó vil eg leyfa mér að nefna slipp og vélsmíðaverkstæði, rafmagn á all- ar síldarstöðvar til véla er kverka síldina, þær vélar koma vooandi innan skams, rafmagn til allra minni fiskibáta,’ fljótlega mun verðabreytt til, og rafmagn tekið í stað stein- olíu, ennfremur loftskeytastöð, nóta og línuverksmiðju, og svo má að eins drepa á rafmagn til að reka með tunnuverksmiðjur, og síldar- verksmiðjur. Hér er margt ótalið, en af þessu sem talið er upp má sjá, að þó Siglufjörður hefði mörg þúsund hestöfl rafmagns til umráða, þá kæm- ust þau til nota á einu ári. F*eir sem framkvæmdavaldið hafa hér, verða þvi að gera sér hugfast að leggja allar árnar undir bæinn, og það í tíma, verða að muna eft- ir að margt smátt gerir eitt stórt, og að það verða engar smávegis kröfur sem Siglufjörður gerir í fram- tíðinni á þessu sviði. Framh. Kolaúthlutunin. Eg var einn af þeim mörgn er komu á miðsvetrarfundinn og bjóst við að heyra þar margt fróðlegt. Eg bjóst við að heyra hreppsnefnd gera þar grein fyrir verziun sinni eða úthlutun. Eins bjóst eg við því að gerðar mundu fyrirspurnir til hrepps- nefndar og þeim svarað. — En þetta varð ekki. — Af hverju veit eg ekki, en hugsa þó helst að mönnum hafi ekki gefist tími til þess, því þegar búið var að lesa það upp á þessum fundi, sem venjulega er upp- lesið á slíkum fundum, spurði oddviti hvort nokkur vildi taka til máls. Stóð þá Guðm. Bíldahl upp og vakti máls á hvort hrepp^- nefnd ætti að annast svarðartekju í stærri stíl á næsta vori. Oddviti svaraði snúðugt og sagði: »Eg er annars búinn að segja fundi slitið.« Eg sem þetta rita, hafði sérstaklega von- ast til, að heyra minst á kolaúthlutun hreppsnefndarinnar, því mér, og eg veit líka mörgum öðrum þykir, hún mjög at- hugaverð og'skal skýra dálítið nánar frá því. Á síðastliðnu hausti var listi látinn ganga um kauptúnið, og gátu þeir, sem skrifuðu sig á hann fengið keypt ensk kol (frá Tynæs) fyrir kr. 250,00 smálestina. Á þenn- an lista skrifuðu sig aðallega kaupmenn og betur stæðari kauptúnsbúar, en menn miður efnum búnir og fátæklingar treystu sér ekki að kaupa eldsneyti með þeSsu verði. Flestir vonuðu að þeir næðu sverði sínum heim og treystu á hann, Nokkru síðar komu hingað hin svoköll- uðu »dýrtíðarkol.« Kol þessi hefir mér skilist eiga að vera nokkurskonar dýrtíð- aruppbót. Þau átti að selja fyrir kr. 125 smálestina, þó þannig að misjafnt verð væri á þeim, en meðalverð þetta. Flokka átti menn niður og þeir, sem fátækastir veru skyldu fá kolin ódýrust o. s. frv. Hér á Siglufirði voru þrír flokkar. 1. fl. fékk kolin fyrir 170 kr. 2. fl. fyrir 135 kr. og 3. fl. fyrir 100 kr. f öðrum og þriðja flokki voru sárafáir, en þorri manna í fyrstn flokki. Vegna þess að miklu fleiri voru í fyrsta flokki en í þriðja flokki varð meðalverð- langt fyrir ofan 125 kr. á smálest og hlýt- ur því ágóði á þessari kolaúthlutun að hafa orðið töluverður. Til þessarar hækkunar haf ði víst hreppsnefnd enga heimild, en þvi síð- ur hafði hún heimild til að verja ágóðan- um til þess er hún gerði. Hreppsnefndin varði sem sé ágóðanum til þess að bæta þeim upp, sem keypt höfðu og borgað kolin frá Tynæs. Uppbótin er sögð að hafa verið frá 25—50 kr. á smálest. Þessi uppbót finst mér mjög athugaverð og al- veg óviðunandi, þar sem það er sannan- legt að fátækari menn hafa að nokkruleiti borgað þá uppbót er þeir efnaðri fengu. Þegar nú svo fór með svörð manna að honum varð ekki náð heim vegna ótíðar og hreppsnefnd hafði bannað þeim mönn- um er svörð áttu í Leyningi, að rista torf til að þekja svörðinn, svo hann spiltist og rýrnaði að miklum mun, og til vandræða horfði með eldsneyti, voru fengin lánuð kol hjá einum útgerðarmanni hér gegn á- 56 í þrjá sólarhringa var Mr. Pemberton veikur. F*að er að segja æddi um bæinn í ýms konar dulbúningi. F*egar hann þriðju nóttina kom heim þreyttur og illa ásigkominn reif hann af sér hárkolluna, henti henni frá sér, og játaði með sjálfum sér, að á þennan hátt væri ómögulegt að finna Kate Ferring. Hann var í vondu skapi, morguninn eftir þegar hann gekk til skrifstofu sinnar í Lawn Road. Pó honum hefði tekist svona illa með leitina, þá var hann als ekki af baki dottinn, nú varð að nota nýa aðferð. Hvort hún hepnaðist, var undir því komið hvernig gamla Dickson gengi að leita að kvenmanninum með gula hárið. Frá honum hafði hann ekkert frétt frá því um kvöld- ið, sem sagt er frá hér að framan. Fyrsta kvöldið sem Mr. Pemberton sat á skrifstofu sinni eftir veikindin, kom gamli Dickson alt í einu æðandi inn án þess að berja á dyrnar. »Eg hefi hana, Mr. Pemberton! Pað veit guð eg hefi fundið hana!« stundi hann upp og féll svo máttvana niður á stól. »Kvenmanninn með gula hárið ?« sagði Mr. Pemberton fljótt, og stökk á fætur. Gamli Dickson kinkaði kolli. »Hvar? Hvernig?« spurði Mr. Pemberton. Hver taug í líkama hans titraði. Nú kemur það, Mr. Pemberton. Eg er allur af mér geng- inn, eg flýtti mér svo mikið upp stigana til þess að koma ekki of seint. Eg óttaðist að þér væruð farinn. Gamli Dickson þagnaði, leit þreytulega til Mr. Pember- ton, snýtti sér og hélt svo áfram: 53 lýsingu á götuhornunum, en hann féll strax frá þeirri hug- mynd. í fyrsta lagi gaf hann morðingunum með því bendingu um að gæta að sér, auglýsingarnar greindu frá að lögreglan væri aðstarfa við morðmálið frá »Skollabýli,« ogíöðrulagi, hver gat sannað að Kate Ferring sjálf væri ekki við morðið riðin, meira að segja gat kvenmaðurinn með gula hárið, sem myrti kvenmannin verið Kate Ferring sjálf. Ef svo væri, þá var glæpurinn ennþá viðurstyggilegri, þá var það móðurmorð. Pað sýndi utanáskriftin á umslag- inu. »Til minnar elskulegu dóttur Kate Ferring, frá móður hennar.« Við þessa hugsun stökk Mr. Pemberton á fætur, og gekk um gólf með löngum skrefum. Nálægt miðnætti hélt Mr. Pemberton frá stöðinni í Lawn Road áleiðis heim til sín. Hann gekk álútur með staf sinn undirhendinni, og með höndurnar í vösunum á yfirhöfn sinni. Veðrið og rigning- in lamdi um hann, en hann tók ekkert eftir þvi, varð held- ur ekki var við þegar hann öslaði pollana á strætunum, svo gusurnar gengu upp um hann allan. Hugur hans var allur hjá Kate Ferring, hugsanirnar snérust eingöngu um hvernig hann ætti að finna hana inn- an um miljónir Lundúnaborgar, og það án þess að það vekti athygli manna eða eftirtekt. Og þegar hann var háttaður þreyttur og hálf óstyrkur, gat hann ekki sofnað. Hann lá lengi og starði hugsandi út í loftið þar til svefninn sigraði hann. En í óværum draumum sá hann Kate Ferring, skínandi fagra, en með ljósgult hár, sem skein á sem á bál sæi.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.