Fram - 23.03.1918, Page 2
28
FRAM
Nr. 8
Við undirrítaðir, sem höfum rekið verzlun föður
okkar sáluga, kaupmanns Snorra Jónssonar, áfram frá
því hann dó, höfum nú selt verzlunina á Siglufirði
herra Sophusi A. Blöndai með skuldum og eignum, og
ber því öllum er skulda verzluninni að semja við hann.
Við rekum áfram sjávarútveg á Siglufirði og kaupum
fisk og síld. Öllum viðskiptamönnum verzlunarinnar
þökkum við viðskiftin, sem við vonum að haldist áfram
þrátí fyrir eiganda skifti.
Akureyri 21. marz 1918.
Rög’riva/dur Snorrason.
Gunnar Snorrason.
I sambandi við ofanritaða yfirlýsingu um eigenda-
skifti verzlunar Snorra Jónssonar Siglufirði, vil eg geta
þess að eg framvegis rek verzlunina undir mínu nafni.
Vona eg að þið, heiðruðu viðskiftavinir verzlunar-
innar sýnið mér hið sama traust og þér hafið sýnt henni
undanfarið, og mun eg gera mér alt far um að bregð-
ast ekki því trausti.
Sigiufirði 21. marz 1918.
Virðingarfylst.
Sophus A. Blöndal.
jarmenn ódyrara efni til bygginge
heidur en nú gjörist, þar sem kaupa
þarf menn fyrir há dagiaun til að
safna saman grjóti hér og þar. Á
þessu ætti bæði bærinn sem selj-
andi, og byggjendur sem kaupend-
ur að græða, jafnframt því sem ný
atvinna myndaðist fyrir fólk. Afl til
þessarar starfrækslu má gera ráð
fyrir að fengist frá hinni fyrirhug-
uðu rafmagnsstöð.
Eg hefi nú gert grein fyrir áliti
mínu á ýmsum framtíðarmálum Siglu-
fjarðar. Má vei vera að allir séu þar
ekki á sama máli og eg, en um eitt
hygg eg að aliir séu sammála, og
það er, að þegar aldarafmæli Siglu-
fjarðar 20 maí 1918 er iiðið hjá,
þá byrjar stórt starf með hinni nýu
öld, sem bæði mun leggja Siglfirð-
ingum þungar byrðar á herðar, og
jafnframt veita þeim marga ánægju
stund. En allir, bæði við, sem nú
byrjum starfið, og eins þeir sem á
eftir okkur koma, verða að halda
sér fast við einkunnarorðin: gj ö rðu
skyldu þína, og krefstu réttar
þíns. Sú hugmynd vakti fyrirmönn-
um hér, þegar þeir fyrst óskuðu eftir
bæjarréttindum fyrir Siglufjörð, og
sannarlega var það þá og er enn
sameiginlegur vilji allra manna hér,
að það mál nái fram að ganga.
Með hvaða rétti þessi ósk eða'krafa
er framsett, ætla eg ekki að skrifa
um hér, legg það einungis undir
dóm allra rétthugsandi manna, hvort
sem þeir eiga heima í Siglufirði eða
annarstaðar.
Vegna mótstöðu og áhrifa vissra
manna, er ekki útlit fyrir að við
getum fagnað bæjarréttindunum á
aldarafmælinu 20. maí, sem þó hefði
gert daginn enn hátíðlegri, en við
verðum að hugga okkur við það,
að lengi megnar enginn að bæla
niður réttláta sanr.gjarna og eðlilega
framför og þroskun, jafnvel svo lítils
bygðarlags sem Siglufjörður er.
Látum okkur heilsa hinni nýu öld
Siglufjarðar glöð og brosandi. Fyr
eða síðar kemur sigurinn. Rá birtir
yfir öllu, moldreykurinn hverfur sem
um hríð hefir breytt sig yfir loftið
frá hásuðri, og himininn verður heið-
ur og bjartur. Munum einungis eftir
því, að standa sem einn maður í
baráttunni, þá mun alt vel fara.
Hugsjónin sé jafnan fyrir hverjum
manni hin sama: gjörðu skyldu
þína, og krefstu réttar þíns.
Um leið og eg þakka »Fram« fyrir
upptöku þessarar greinar, undirskrifa
eg hana, í fullu og alvarlegu trausti
á glæsilega framtíð Siglufjarðar, sem
Siglfirðingur.
Lagarfoss
kom hingað í fyrradag, hafði hann með-
ferðis nokkuð af vörum til kaupmanna,
og svo, 100 sekki af Hafram til hreppsins.
Ennfremur talsvcrt af steinolíu til Fiski-
veiðafélagsins og annasa. Hann fór héð-
í morgun.
Erlendar símfréttir.
Khöfn ö. marz.
Sænsk íhaldsblöð segja að svæsnustu jafnaðarmenn hafi tekið hönd-
um saman við Maximalista í Finnlandi til að koma í kring stjórnarbylt-
ingu í Svíþjóð. Þýska stjórnin mótmælir kyrsetningu þýskrar skipshafnar er
strandaði á Jótlandsskaga. Svíar hafa gefið út blábók um Álandseyjar.
Khöfn 7. marz.
Rúmenar og Miðríkin hafa gert bráðabirgðar friðarsamning í Buffea.
Viðskiptasamningur Rússa og Rjóðverja frá 1904 hefir verið endurnýjað-
ur, til stærstu hlunninda fyrir Þjóðveija: frjáls verzlun við Persíu og Af-
ganistan um Rússland. Rússar mega ekki hækka innflutningsgjald á þýsk-
um vörum fyrir 1925. Redmond írski látinn. Rúmenar og Miðveldin hafa
gert friðarsamning. Rúmenar uppleysa 8 herdeildir er barist hafa gegn
Mackensen, láta Dobrudszka af hendi, Konstansa verði opin hafnarborg
fyrir útlendinga. Herforingjar Rúmenahers sendir heim. Þjóðverjar hafa
sett her á land í Ábö í Álandseyjum. Síðustu fregnir herma að herför
Japana til Síberíu sé frestað óákveðið. Bandamenn vilja fá nákvæm svör
um fyrirætlanir Japana, áður en þeir gefa samþykki sitt til herfarar þangað.
Khöfn 8. marz.
Finnar og Pjóðverjar hafa ur.dirskrifað friðarsamninga og eru sér-
stakir samningar um Álandseyjar. Frakkar búast við að ófriður hefjist
aftur milli Rússa og Pjóðverja. Búist er við að Argentína gangi í lið með
Bandamönnum. Pjóðverjar og Svíar hafa í sameiningu sest að í Álands-
eyjum. íbúar Petrograð flýja borgina og stjórnin til Moskva.
Khöfn. 9. marz.
Pjóðverjar flytja her á ísum frá Álandseyjum til Finnlands. Sænsk
blöð segja að Finnar hafi selt sig Pjóðverjum.
Khöfn 10. marz.
Þjóðverjar hafa látið flytja ógrynni af kornvöru til Valhynin og geyma þar.
Khöfn. 11. marz
Finnar hafa gert yiðskiftasamning við Pjóðverja. Kínverjar heitast við
stjórn Maximalista. 60 þýskar flugvélar gerðu árás á París í gær. Sigl-
ingarbannið milli Hollands og Norðurlanda upphafið,
Khöfn 15. marz.
Bretar hafa sett Hollandi úrslitakosti um aðflutninga. Skulu Holl-
endingar leggja bandamönnum til flutningaskip, er beri samtals 500 þús.
smálestir. Pýsku blöðin fara ógnandi orðum um þessa kröfu.
Óeyrðir í Álandseyum.
Trotsky orðinn hermálaráðherra Rússa, og hefir yfirhershöfðingjavöld.
Pjóðfundur í Moskva, er ræðir friðarsamninga við Pjóðverja.
Khöfn 16. marz.
Hollendingar búast við að svara kröfu bandamanna um skipastól
innan mánudags. Pjóðverjar telja hlutleysisbrot, verði Hollendingar við
kröfunni.
Reuters fréttastofa símar, að 3000 fulltrúar sitji þjóðfundinn í Moskva.
Austurríki hefir leyst upp landvarnarhersveitir (Landsturm) sínar.
Pjóðverjar hafa viðurkent Kúrland sjálfstætt. Pan Þjóðverjar krefjast
þess, að öll Eystrasaltslönd Rússa verði lögð undir Pýskaland.
Khöfn 17. marz.
Hollendingar reyna frekari samningaumleitanir við Bandamenn.
Hollenskum skipum neitað um kol í Ameríku. Búist við að Banda-
menn taki skipin í sína þjónustu með valdi.
Pjóðverjar hafa skipað ráðanaut við hlið rússnesku stjórnarinnar,
sem hefir neitunarvald í öllum málum.
Khöfn 18. marz.
Bráðabyrgðarstjórn kosin í Álandseyum. Alþjóðafundnr Rauða kross-
félagsins verður haldinn í Oenf 30. apríl.
Floti Rússa í Odessa, komst undan til Sebastopol, áður en Pjóð-
verjar tóku borgina.
Khöfn 19. marz.
Vegna þess að Þjóðverjar geta ekki látið Hollendinga fá þær mat-
vörur er þeir þarfnast, hafa þeir gengið að kröfum Bandamanna og af-
hent þeim skip sín. Pau meiga ekki vopnast, og ekki notast til her-
gagnaflutninga. Pólverjar og Pjóðverjar loks sammála.
Khöfn 20. marz.
Hollensk blöð óánægð með aðgerðir stjórnarinnar í skipamálinu.
Fult skipulag aftur komið á ítalska herinn. Nýir siglingasamningar
í aðsígi, milli Svía og Bandamanna.
Pjóðverjar hafa gert upptækar 100 þúsund smálestir af vörum, er
Bandamenn áttu í Odessa, eru vörur þær taldar 8 miljarða viði. Bretar
hafa mist einn fimtánda hluta skipastóls síns.
Eftir skeytum til Rvík.