Fram - 23.03.1918, Síða 3
Nr. 8
FRAM
&
FRAM
kemur út 52 sinnum á ári. )E
Verð 4 kr. Gjalddagi 1. júní. p
Útgefandi: Hlutafélag. m
Ritstjórar: %
Friðb. Níe/sson
°g §
fíannes Jónasson. y|
Afgreiðslu- og innheimtumað- W
ur Friðb. Níelsson.. Rg
Siglufjarðarprentsmiðja 1918.
Almanak næstu viku.
^arz- 1918.
24. Pálmasunnudagur. Dymbildagar.
Jvtd. 25. Boðunard. Maríu. d. Bogi Bene-
j, diksson 1849. Góuþræll.
1 d. 26. d. Beethoven 1827. d. Sten Blicher
.. 1848. Einmánuður.
Md. 27. Yfirréttur 1563. f. W. Röntgen 1845
p Fult tungl 2.33 e. m.
pj Skírdagur. d. Sturla Jónsson 1305.
rd. 29. Föstud. langi. d. Jón konf. Eiríks-
son 1787, d. Emanuel Sweden-
i H °org 1772.
• 30. Heit á Hólum til Jóns biskups 1320
23. v. vetrar.
Fréttir.
—o—
Samkvæmt nýútkominni skýrslu
agstofunnar, hafa 53 algengustu
matvörutegundir þær sem nú eru
aanlegar, hækkað að meðaltali um
183 prc, síðan stríðið byrjaði, um
55 prc. síðan í fyrravetur og um 5
prc. síðasta ársfj.
»Verzlunartíðindi« heitir tímarit
sem verztunarstéttin er farin að
gefa út í Rvík. GeorgÓlafsson cand.
polit. er ritstjóri þess. Pað á að
koma út einusinni í mánuði.
Flóaáveitufélag var stofnað á Eyr-
arbakka 8. f. m. til þess að koma
áveitunni í framkvæmd, samkvæmt
lögum frá síðasta alþingi.
Jakob Möller rítstjóri »Vísis« hef-
ir nú keypt blaðið af fyrverandi eig-
endum þess, og gefur það út fyrir
eigin reikning.
Tveir trollarar ganga nú til fiskjar
frá Hafnarfirði og þrír frá Rvík, og
fiska sumir þeirra í ís.
Danskt eimskip, 3700 smálestir á
stærð, sem var á leið frá Filadelfíu
til Bretlands með smurningsolíu,
misti lífbátana í hafi og hélt svo
hingað til lands til þess að fá sér
nýja báta áður en það legði yfir ó-
friðarsvæðið, — en strandaði innan
við Oróttu. Oeir náði því út og
kom því inn að Viðey, en skipið
er sagt mikið brotið.
Viggó Björnsson, sem verið hefir
starfsmaður við íslandsbanka í Rvík,
hefir tekið við forstjórastöðu við
útibú íslandsbanka á ísafirði.
Fiskiveiðafélagið »Haukur,« hefir
afhent Gunnlaugi Claessen lækni
10 þús. kr. að gjöf til væntanlegra
radium-lækninga í Rvík.
Bæjarfógetaembættið í Rvík hefir
verið veitt Jóh. Jóhannessyni bæjar-
fógeta á Seyðisfirði. — Lögreglu-
stjóraembættið er veitt Jóni Her-
mannssyni skrifstofustjóra. — Sagt
að Magnús Guðmundsson sýslu-
maður Skagfirðinga muni taka við
skrifstjórastöðunni á 3. skrifstofu.
í Vestmannaeyjablaðinu »Skeggi,«
2. febr, stendur þessi frásögn um
tíðarfarið þar: »Hláka hefir verið alla
Karlmannafatatau
eru best og ódýrust í
verzlun Sig. Sigurðssonar
Nýkomið:
Hveiti besta teg., Haframjöl, Sago, Kartöflumél,
Rjól, Suðuspritt, Nýepliog Póstkort í miklu úrvali í
verzlun Jens Eyjólfssonar.
vikuna, orðið ristuþýtt um miðja
viku. Standa menn nú í moldarflög-
um allan síðari part vikunnar.« Mikill
hefir munurinn verið á tíðarfari þar
og hér þá dagana.
Aukaþing hefir verið kvatt saman
10. apríl.
Sterling fór frá Rvík 21. þ. m. í
hringferð kringum landið. Tókeng-
an flutning þar, hafði fullfermi frá
útlöndum kringum land. Með henni
fór fjöldi farþega.
Botnfa fór frá Rvík til Hafnar22.
þ. m. Tók marga farþega.
Oddfellowfélagið hefir tekið að
sér radíummálið, til frekari framkv.
Eimskipafélagið hefir fyrir stuttu
fengið símskeyti um það frá New-
York, að framvegis þurfi að fá inn-
flutningsleyfi fyrir vörur, sem send-
ast eiga til Bandaríkjanna. Hingað
til hefir aðeins þurft leyfi til þess
að fá að flytja vörur frá Ameríku,
en nú vill stjórnin einnighafa eftir-
60 57
nokkuð er kemur í bága við lögin. En það er samt skylda
rnín að gefa þeim gætur.«
»Vitið þér hvernig baroninn er í hátt?« spurði hann
Dickson.
»Eg hefi ekkert spurt mig fyrir um hann,« svaraði
Dickson. »F*að var einungis kvenmaðurinn með gulahárið
sem eg-----------«
»Það er ágætt!« sagði Mr. Pemberton fljótt. »Rað er
sjálfsagt réttast, að eg eigi við hann sjálfur.«
»Og hvað á eg þá að gera. Fæ eg ekki að starfa
meira?« spurði gamli Dickson. Röddin skalf dálítið.
Mr. Pemberton hló hjartanlega.
»Verið þér hughraustur gamli vinur, eg á von á, að þetta
mál verði svo margbreytilegt, að eg áreiðanlega hafi marg-
sinnis þörf fyrir yður, áður en því er Iokið.«
Gamla Dickson létti fyrir brjósti. Hann var farinn að
kvíða þyí, að Mr. Pemberton kærði sig ekki um meiri hjálp
af honum.
»F*að er orðið framorðið,« mælti Mr. Pemberton, um
leið og hann leit á klukkuna. »Nú er best fyrir okkur að
fara heim, og fá okkur mat og hvíld. Eg hefi mikið að
gera á morgun.«
»Og hvað á eg svo að taka mérfyrir höndur?« spurði
gamli Dickson um leið og hann stóð á fætur.
Mr. Pemberton lagði höndina á öxl honum.
»Nú hafið þér gengið aftur á bak og áfram um Camden
Town í 24 klukkustundir, svo yður veitir sannarlega ekki af
að teygja úr yður heima á legubekk yðar. Fyrst um sinn
skuluð þér hvíla yður í nokkra daga.«
»Eftir skipun yðar fór eg til Camden Town, þar gekk
eg um Regent Park og glápti á myndastytturnar, og alt
sem þar var markvert að sjá.«
»En fóruð þér als ekki eftir Parkstræti og Albertsvegi ?<
greip Mr. Pemberton framí.
»Jú sannarlega, þér höfðuð tekið skýrt fram við mig,
að eg skyldi sérstaklega gefa gætur að öllu er fyrir bæri i
þessum tveim götum, en vel gat verið að gæían hjálpaði
manni til þess að rekast á gulhærðu meyjuna I Regent Park
og þessvegna fór eg þangað.« ,
»Áfram! Áfram! sagði Mr. Pemberton óþolinmóður.
»Já, nú skal eg rétt strax,« svaraði Dickson, tók upp dósir
sínar og fékk sér vel í nefið.
»í þrjá daga spígsporaði eg um Camden Town,« hélt
hann svo áfram, »þangað til loksins seinnipartinn I dag að
eg sá kvenmann sem hin ófullkomna lýsing á kvenmannin-
um sem var i »SkoIlabýli« morðnóttina, á heimavið.«
»Að fullyrða að kvenmaðurinn sem þér sáuð sé sú sem
við erum að leita að er ómögulegt, en við verðum að taka
hvert smá atriði til greina, ef við viljum finna þráðinn í
þessum dularfulla sorgarleik. Hafði hún gult hár, og var
hæð hennar eins og eg sagði yðurað ætti að vera um 67
þum!ungar?« mælti Mr. Pemberton.
»Kvenmaðurinn sem eg sá,« svaraði gamli Dickson,
»var fríð sýnum og glæsileg, hún hafði Ijósgulbjart hár,
augu hennar tindruðu sem demantar, og klæðnaður hennar
var skinnbrydd yfirhöfn og silkipils. Hæð hennar var ná-
lagt því sem þér segið, 67—68 þumlungar.«
»Hvernig stóð á því að þér sáuð hana?« spurði Mr. Pem-