Fram


Fram - 13.04.1918, Blaðsíða 2

Fram - 13.04.1918, Blaðsíða 2
40 FRAM Nr. 11 F RAM kemur út 52 sinnum á ári. Verð 4 kr. öjalddagi 1. júní. Utgefandi: Hlutafélag. Ritstjórar: Friðb. Níelsson og Hannes Jónasson. Afgreiðslu- og innheimtumað- W ur Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja 1918. Almanak næstu viku. Apríl. 2. sunnud. e. páska. 1918. Sd. 14. Tiburtíusmessa. Md. 15. LagðurniðurSkálholtsstóllogskóli o. 1l. 1785. Þd. 16. Magnúsarmessa Eyajarls (h. f.) d. 1115, Md. 17. d. Árni bp. Þorláksson 1295. d. Benj. Franklín 1790. Fd. 18. Fyrsta kv. 3,8 f. m. Fd. 19. d. Brandur Kolbeinsson (Haugs- nessbardagi) 1246. Ld. 20. Einokun 1602. Sumarmál (af 26. v. vetrar.) í allá staði leyfilegt fyrir mér, að eins að þeir fari ekkí yfir hámarks- verð, skyldi það koma fyrir að það yrði sett á einhverja af Iandafurð- unum hér eftir, en hitt er sjálfsagt að þeir reyni að fá svo góðan mark- að fyrir vöru sína sem hægt er, en eg fe!l ekki frá þvf, að óeðlileg finst mér su verslun, að við sem þurfum að kaupa kjöt eða hvað sem það nú er af landbúnaðinum, að við þurfum að borga meira fyrir vöruna til lífsframfærslu en hægt er að fá fyrir hana á útlerrdum markaði eins og kjötið í haust. Pá verður honum skrafdrjúgt um landsverslunina og gæði hennar, og verðmuninn hjá kaupmönnum og henni, þar eru 2 póstar sem báðir eru útí hött sagðir. Fyrsta það að landsstjórnin hefði afstyrt neyð með sinni verslan. Hér hefir engin neyð þrengt að fólki enn sem komjð er. Annað að hún hafi hvatt kaupmenn til að panta vörur, er útí bláinn sagt hjá Tómasi mínum. Er hann búinn að gleyma stjórnarvalda auglýsingunni f. f. ári þar sem kaupmenn þurftu vottorð sveita og bæjarstjórna að þörf væri fyrir vöruna svo þeir gætu fengið hana frá sínum umboðs- mönnum. Sem sagt, landsstjórnin hafðiheim- ild til að ráðstafa matvöru, smjör- líki og sykri kaupmanna eftir sín- um geðþótta. Pað er ekki þar með sagt, að hún hafi að nokkru leyti misbrúkað þetta vald sitf. En þess- ar ráðstafanir voru alls ekki til að hvetja kaupmenn til að gjöra stór innkaup á þeirri vöru. Hvað verð- muninn snertir hjá landsverslun og kaupmönnum sem hann sýnir í grein sinni, getur þar margt komið til greina sem getur réttlætt þann verð- mun þá öll kurl eru komin til grafar. Án þess að eg vilji réttlæta versl- un kaupm. á kostnað landsverslun- arinnar, get eg hlutdrægnislaust séð að kaupmönnum verða vörur sínar dýrari en landsverslaninni, sem staf- ar af því að Iandsverslunin kaup- ir í miklum mun stærri stíl, en um- boðssalar, svo hefir hún leigð skip fyrir utan sín eigin, þótt allt þetta kosti mikla peninga þá hlýtur hún að fá vörur sl'nar með lægra verði til landsins komnar, en uniboðssalar sem fjöldi af kaupmönnum skiptir við, það sýnir gróði skipanna, ein- mitt á fragtinni. Rar sem nú fjöld- inn af kaupmönnum þurfa að hafa þessa milliliði, umboðssalana, sem eðlilega taka sín ómakslaun, þá ligg- ur það í hlutarins eðli að vörur kaupmanna verði þeim dýrari en landsstjórninni ekki dugar þeim heldur að selja undir sannvirði vör- unnar, ef þeir ætla sér að lifa, því ekki borga landsins börn áhallann ef hann skyldi verða hjá þeim. Eng- in hætta hjá landsstjórninni, þótt á- halli yrði, (sem margan grunar að muni vera) þá fáum við landsins börn að borga hann, og hvað sem Tómasi finnst í því tiliiti þá finnst mér að landsverslunin vera komin á skaðræðisbraut. Mætti benda Tómasi á ýmislegt athugavert við þá góðu landsversl- un ef tími og rúm væri ekki af skornum skamti. Svo sem eitt af mörgu er fóðurmjölskaupin hennar hér á Siglufirði sem hún kaupir hærra verði en almenningur, en sel- ur aftur með lægra verði, mun því áhalli koma þar. Aftur nær hún sér niðri á steinolíunni sem hún tók af Fiskiveiðafélaginu þar sem hún hækk- ar verð á hverju fati um 6 krónur fyrir utan fragt. Orð þín um undrun þá er þú lætur í Ijósi yfir því að við Siglfirð- ingar skyldum greiða atkvæði móti hækkun útflutningsgjalds á sjáfaraf-. urðum, þar segir þú eg sneiði hjá, eða komi ekki auga á merg máls- ins. Eg tók orð þín eins og þau voru töluð, og stend við mín orð þótt þú fáir það útúr þeim að eg gjöri 12 þingmenn veiklaða á geðs- munum. Hvað sem allri verðlagskrá líður, var og er fjarstæða ein að hækka útflutningsgjald af sjáfarafurðum eins og þú og þingbændur vildu fá í gegn, eíns og nú standa sakir stend- ur landbúnaðurinn alveg eins vel við að gjalda sína beinuskatta þrátt fyrir hækkun verðlagsskráarinnar, gætandi að því að sjáfarafurðir hafa alls ekki hækkað í verði, þegar gætt er nákvæmlega þess gífurlega kost- naðar sem sú framleiðsla hefir í för með sér áður á útlendan markað kemur, þar sem 1 tonn salts og kola kostar nú 3—4 hundruð krónur, sem sagt allt til þeirra framleiðslu þar eftir. Sé liíið hlutdrægnislaust á báða þessa atvinnuvegi, og brýn þörf sé að hækka tekjur Iandsjóðs sem útlit er fyrir, þá mun prósentu gjald verða öllu réttlátast og hag- kvæmast. Hvað geðveiklun þingmannanna áhrærir sein þú færð útúr orðum mínum, læt eg þau orð mín standa óhögguð en finnist þér einhver veiklun á þeim, þingmönnunum, frá þínu sjónarsviði get eg ekkert við því gert, og líklega báðum okkur ofvaxið að lækna þá kvilla sem þjá þá. Eg sé að þú hefir lesið ræðu bankastj. B. Kristjánssonar frá síð- asta þingi, þá er þingið hafði á prjónunum hækkun útflutningsgjald af sjáfarafurðum, virðist mér hann benda þar á veikleika í þinginu sem þyrfti að lækna og sértu ekki búin Erlendar sínifréttir. Khöfn 4. apríl. Clemenceau neitar að nokkrar íriðarumleitanir hafi átt sér stað milli Austurríkis og bandanianna. Pjóðverjar hafa sent 40,000 hermenn til Finnlands. Khöfn 5. apríl. Hóðverjar krefjast þess að Maximalistar hverfi burt úr Finnlandi. Samningar milli Norðurlanda og báhda- manna ganga ógreitt. Khöfn 6. apríl. Pjóðverjar hafa gert æðisgengin áhlaup milli Somme og Aure, segjast hafa handtekið ais í vorsókn sinni 90 þús. manns. Pjóðverjar hafa sett Sið á land í Mango. Rússar hafa sprengt í loft upp þau herskip sín er þar voru. Czernin heldur því enn fram að Frakkar hafi leitað friðarsamninga við Austurrfki. Armenar Snafa tek- ið Erzerun aftur. > Khöfn. 7. apríl Maximalistar í Bodö hafa hsíept lögregtuna þar f varðhald. Sagt að stjórnarher Finna hafi tekið 1000 fanga í Karelen. Tammerfors fallinn. Búist viö komu þýska flotans til Helsingfors þá þegar. Norrænir stud- entar halda engan fund í sumar. Khöfn 8. apríl. japanskur og breskur her kominn til Wladiwosíok. Rússar hafa mótmælt landgöngu hans. Síbería lýst í hernaðarástandi. Pjóðverjar krefjast að herskipafloti Rússa fari tafarlaust frá Finnlandi. Khöfn 10. apríi. Berlínarskeyti: Pjóðv. hafa tekið Chonchyl Chateau. „ Eftir skeytum til Rvík. að lesa fyrirlestra séra Ó. Ólafsson- ar, vil eg ráða þér til að lesa þá ef ske kynni að þú treystir þér þá að lækna meinsemdir þær er á þing- mönnum hvíla. Pá endar þú grein þína og segir eg hafi illhryssingsleg orð í garð bænda, þar sem eg segi: ætli það eimi ekki eftir enn þá í sömum stöðum gamla óreglan á vjnnutíma o. s. frv. Pér er meinilla við þessi orð, er líkast því að þú takir þau að þér og get eg ekkert við því gert, en það get eg sagt satt, að fjallagolan getur borið hljóm með sér, alveg eins og hafrænan, og hefir það fokið út að sjónum að í sumum sveitum lands vors sé eng- inn afgangur af því að ekki sé bú- svelta á sumrum einkum síðan að hætt var að færa frá. Af hverju kemur það, að sumir bændur hafa nóg fólk allan ársins tíma en aðrir geta aldrei haldið hræðu. Rað er ekki allt síldinni né slæpingshætt- inum við sjóinn að kenna, að fólk- ið tollir ekki í sveitunum. í von um að Friðb. ritstj. athugi meinlokur þær í grein þinni er eg hefi gengið framhjá, læt eg hér staðar numið, og lofa þér að hafa síðasta orðið. Siglufirði 1. apríl 1918. Ouðm. Bíldahl. Frá byrjun stríðsins og fram til ársloka 1917 hefir kaupskipastóll Englands rnink- að um 39 prc., Þjóðverja um 28 pro., Aust- urríkis um 15 prc. og hlutlausra lahda í Evrópu að meðaltali um 22 prc. En kaup- skipastóll Bandaríkjanna liefirá sainatíma aukist um 87 prc. John Ellermann, einn af stærstu skipa- eigendum í Endlandi, hefir keyft stórblað- ið »Times« af Northcliff lávarði. Hvenær kemur vorið? . - 0 - • Hvenær kemur vorið væna vindar hlýir suðri frá? Hvenær sé eg grundu græna gullin bióm og læki siná? Enn er hliðin hjúpi hvítum hulin niðr’ að köldum sjó, hvar sem augum yfir lítum annað er ei að sjá en snjó. Sumardagur fyrsti, fagnað færir jafnan íslands þjóð, þá skal veidi vetrar magnað víkja, og örar hreyfast blóð. Líður senn að suniardögum, sámt þó ríkir vetrar grand, enn er hindrun æðaslögum elfa og lækja, frostsins band. Hlýir vindar! vetrar merki varpið btiríu, köldum snjá. Vorsins kraftur varmi, sterki! viltu ei koma, og dvelja oss hjá. s. rn. Flugpóstferðir í Noregi. —o— í skeytum frá Rvík hafa oss bor- ist þær fréttir, að Norðinenn hafi byrjað flugpóstferðir með 30 flug- vélum. Fróðlegt fyrir íslendinga að frétta hyernig það fyrirtæki reynist, stað- hættir í Noregi á margan hátt líkir og á íslandi. Engin vanþörf á breyt- ingum á póstferðum hér, þær eru alveg óviðunandi, eins og þær nú eru.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.