Fram


Fram - 20.05.1918, Qupperneq 3

Fram - 20.05.1918, Qupperneq 3
Nr. 17 FRAM 65 r Stefán Þórarinsson um bæjarstjórn á Siglufirði. afgreidd frá alþingi á laugardaginn var. N -- Þingsályktun um stofnun banka- útbús á Siglufirði einnig samþykt frá aíþingi á laugardaginn var. í fyrrakvöld meðtók oddviti Hvann- eyrarhrepps, síra Bjarni Þorsteinsson, svohljóðandi símskeyti: «Frumvarpið um bæjar- stjórn á Sigiufirði ogþings- áíyktun um stofnun Lands- bankaútbús á Siglufirði var hvorttveggja afgreitt í dag (laugardaginn fyrir hvítasunnu) frá alþingi. Pingm. Eyjafjarðarsýslu.« Eftir því sem vér höfum frétt best er frumvarpið samþykt eins og það var lagf fyrir þingið, með þeim á- orðnu breitingum að hér verður lögreglustjóri skipaður af stjórnar- ráðinu, en ekki bæjarfógeti skipað- ur af konungi; hefir hann dómsvald í opinberum löregiumálum er odd- viti bæjarstjórnar, en sýslumaður Eyjafjarðarsýslu hefir framv. dóms- vald að öðru Ieyti, og innheimtu á gjöldum til landssjóðs. Pó ákjósanlegast hefði verið, að frumvarpið hefði verið samþykt al- veg óbreytt eins og það var Iagt fyrir alþingi, þá virðist mega vel við una úrslitin, sérstaklega þegar litið er á, að frumvarpið mætti tals- verðri mótspyrnu. Saga þessa máls er ekki löng. Sumarið- 1917 var boðað til auka- fundar í sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu, til þess að leita samþykkis hennar um aðskilnað Siglufjarðarkauptúns frá sýslunni, og var það felt þar. Á sýslufundi í vetur var málið aftur tekið fyrir, og fékst þá sam- þykki sýslunefndar með þeim breit- ingum, að Hvanneyrarhreppur yrði eitt lögsagnarumdæmi. Með þeim breitingum var svo málið lagt fyrir alþingi, og nú er það saniþykt, svo sem að ofan er sagt. Að framgangi þessa máls hefir verið unnið af miklu kappi, og ein- huga af þeim er að því hafa staðið. Má þar sérstaklega taka fram odd- vita Hvanneyrarhrepps séra Bjarna borsteinsson og þingmenn Eyafjarð- arsýslu, en þó mun 1. þingm. vor Stefán Stefánsson frá Fagraskógi, eiga mestan og bestan þátt í því að það náði fram að ganga nú, hefir hann sýnt þann dugnað og harð- fylgi í þessu máli, er kjósendur lians hér munu ekki gleyma. Samþykt þessa fi umvarps, og þings- ályktunin um stofnun Landsbanka- útibús hér, eykur hátíðargleðina i dag, hvorttveggja er stór spor ífram- faraáttina fyrir Sigiuíjörð, og mun verða honum tii gleði og gengis. Séra Bjarni Porsteinsson sendi þing- mönnum Eyjafjarðarsýslu í gær í nafni hreppsnefndar og hreppsbúa í heild sinni, þakklætisskeyti íyrir mjög ötula framgöngu í báðum þessum málum. ysuostur 1 kr. pr. ’|2 kg. fæst í verzlun Sig\ Kristjánssonar. Bólusetnirsg fer fram í barnaskólanum miðviku- daginn 22. þ. m. kl. 2 e. m. Guðm. T. Hallgrímsson. Bókum sem eru í íáni írá lestrarfélaginu, sé öllum skilað næsta miðvikudag. Hannes Jónasson. amtmaður. Árið 1795 gekst Magnús lögm. Stephensen (síðar yfirdómari) fyrir því, að rituð var á alþingi bænar- skrá til konungs um umbætur í versl- un landsiris, sem þá var enn í mestu óreiðu og hálfgerð einokun. Und- ir bænarskrá þessa rituðu nálega allir málsmetandi embættismenn land- sins nema Ólafur stiftamtmaður, fað- ir Magnúsar, og vildi hann ekkert af þessu vita. Aftur á móti mæltu amtmennirnir báðir sterklega fram með henni, og þó einkum Stefán þórarinsson. Bænarskrá þessi áorkaði þó engu, því stjórnin var ófáanleg til nokkurra umbóta. Tuttugu árum síðar, eða 1815 lagði Magnús Stephensen yfirdóm- ari fyrir stjórnina tiilögur um al- gert verslunarfrelsi og aðhiynningu lausaverslunar. Varð það til þess að konungur skipaði nefnd, 5. marz 1816 tii þess að athuga verslun landsins. Árangur þessarar nefndar varð svo tilskipun sú urn rýmkað verslunarfrelsi á íslandi, er konung- ur gaf út 11. sept. 1816. Þar voru nokkrir verslunarstáðir landsins lög- giltir, en Siglufjörður var ekki með- al þeirra. En af því, að hér í Siglufirói haíði verið ein verslun, frá því 1788, eða í 28 ár, fanst Stefáni Þórarinssyni anitm. norður- og austuramtsins, að Siglufjörður hefði einnig átt að lög- gildast sem versiunarstaður. Hon- urn var einnig Ijóst, það sem fáum öðrum var Ijóst þá, hversu nauð- synlegt það væri fyrir alt landið, að verslunarstaðirnir væri sem ílestir, . og hversu nauðsynlegt það væri fyrir hvert þorp aðhafa sína eigin vershm. Hann ritaði því nokkru síðar stjórninni bréf, þar sem hann bend- ir á nauðsyn þessa, og það ræki- lega, og leggur það fastlega til, að löggiltum verslunarstöðum sé fjölg- að, en bendir þó sérstaklega á biglu- fjörð sem þann stað, er verslun hafi haft i 28 ár, og hversu inikill hnekkir það myndi verða framförum og vel- gengni Siglfirðinga á öllum sviðum, ef þessi eina verslun yrði að leggj- as1 niður, f’ann 12. maí 1818 hafði svo hið danska rentukamer haft þetta mál til meðferðar og komst það að þeirri niðurstöðu, að tæplega væri gjör andi að leggja verslun þessa niður samkv. eftiríylgjandi útskrift. Kongelig Resolution ang. Auth- orisation af Siglufjord som Udligg- ersted. Khavn den 20. Mai 1818. »1 Rentekammerets Forestilling 12. Mai bentærkes, at Siglufjord var ikke opregnet i Forordn. 11. Septbr. 1816, 6. gr. hvorfor Amt- manden havde forespurgt, om bemeldte Sted. hvor allerede 1718 en enkelt Mand fik Tilladelse til at drive Handel, ikke længere skulde ansees som authoriseret Udliggersted, hvortil han dog meget anbefalede det, som han i det Hele troede, at »det til Næring- ernes Befordring, Produktionens Forögelse og Handelens Opkomst vilde være gavnligt, at endnu flere Steder bleve authoriserede som Udliggersteder i det ovennævnte Amt.« Den under 5. Marts 1816 ang. Handelen paa Island ned- satte Commission var af den Mening, at skjöndt disse Udligg- ersteder vel paa sine Steder vare nödvendige og gavnlige, burde deres Antai dog ikke foröges, »eftersom de i Almindeltghed ere skadelige for Kjöbstedernes Op- komst.« Heri var Kammeret og saa enigt, men fandt det dog ikke rigtig eller tilraadeligt at forbyde Handelen paa et Sted, iivor den, af Mange! paa et tilstrækkeligt Antal af Udiiggersteder i Dist- riktet, allerede i mange Aar stad- igen har været fört.« Og svo orð konungs: Vi tillade allern., at Siglufjord- en i Öefjords Syssel i Nord- og Öster-Amtet í Island maa betragt- es som authoriseret Udliggersted, uagtet det ikke er anfört som saa- dant i Forordn. af 11. sept. 1816 Khavn den 20. maí 1818. Oss dylst því ekki að vér eigum það Stefáni Þorarinssyni amtm, mest og best að þakka, dugnaði hans og íramsýni, að Siglufjörður tekk versl- unarréttindi á þessum tíma, Hefði hann ekki sótt þetta eins fast og hann ger.ði, né rökfært nauðsyn þess jafn óhrekjanlega og hann gerði, eða hefði hann t. d. ekkert gert til þess að koma Siglufirði í tölu verslunar- staðanna, þá er óvist nema liðið hefðu ár, og máske tugir ára þar til þau réttindi hefðu fengist. Vér, Siglfirðingar, hefðumþáekki halaið hundraðasta afmælisdag versl- unarréttinda Siglufjarðar hátíðlegat^ í dag, og óvíst hvenær. Oss ber því í dag, mörgum öðr- um fremur, að minnast Iians með hlýum huga og þakklæíi fyrir vel unnið verk, okkur til ómetanlegs gagns.

x

Fram

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.