Fram - 01.06.1918, Qupperneq 1
Sveitamenn!
Skilvinduolía
fæst í verzlun
SlG. SlGURÐSSONAK.
II. ár. Siglufirðí 1. júní. 1918. 19. blað.
'"""'■i ,l—™11 "T ' "»MI ..."ll"Ti n —— i i ! ~iiniiiia?a~Tr~7i
Sambandsmál
Sslands og Danmerkur.
f útlendum símfréttum til blaðsins
frá Rvík er þess nýlega getið, að
sambandsmál íslands og Danmerk-
ur sé nú rætt mikið í dönskum blöð-
um. Upphaf þess mun vera viðtal
við Olaf Friðriksson ritstj. »Dags-
brúnar« sem »Dagens Ekko« birti
í byrjun maímánaðar. Hafa síðan
orðið víðtækar umræður um málið
í flestum dönskum blöðum, er varð
til þess að Zahle forsætisráðherra
Dana gaf út skýrslu um fyrirætlan-
ir dönsku stjórnarinnar í sambands-
málinu.
Af nýkomnum sunnanblöðum sést
að þau hafa fengið daglega mikið
fyllri fregnir af þessum umræðum,
svo og skýrslu íorsætisráðherrans,
er símuð var til stjórnarráðsins í
Rvík, og teljum vér rétt að prenta
hér upp þær símfréttir er þau hafa
fengið um málið frá Khöfn.
5. maí. Blað óháðra jafnaðarmanna
»Dagens Ekko,« 'birtir viðtal við
Ólaf Friðriksson ritstjóra, og hefir
það eftir honum, að vér viljum að
ísland fái fult athafnafrelsi sem sam-
bandsríki í »bandaríkjum Norður-
landa.« Hann segir að meiri hluti
þjóðarinnar vilji skilja við Dani, ef
kröfunum um fánann fáist ekki fram-
gengt, en vonar að samkomulag
náist um það mál í sumar. Vernd
segir hann að Danir geti enga veitt
íslandi. Blaðið bætir því við, að Ó-
lafur ætli að reyna að hafa áhrif á
þingflokk jafnaðarmanna um þessi
mál.
8. maí. Ferslews-blöðin flytja sím-
fregnir frá Reuterfréttastofu um
samninga íslendingaog bandamanna
og í sambandi við þær fregnir halda
blöðin því fram, að sambandsdeilan
milli íslendinga og Dana sé komin
í mjög alvarlegt horf, vegna þess,
að alþingi hafi gert nýjar víðtækar
sjálfstæðiskröfur, þar á meðal um
personusamband. Þess vegna segja
blöð þessi að ríkisþingið hafi verið
kvatt saman til aukafundar.
»Berlingske Tidende« og »Poli-
tiken« þverneita því, að nokkuð sé
hæft f þessum staðhæfingum um í-
skyggilegar horfur í sambaridsmál-
inu; þingið danska verði ekki kvatt
saman, heldurætli flokksforingjarnir
að gefa þingflokkunum ýmsar skýrsl-
ur næstkomandi þriðjudag, og þar
á meðal líklega um íslandsmál.
Rau blöðin, sem mest gera að
því að flytja æsingafregnir, hafa að
engu hin ákveðnu mótmæli blað-
anna »Berl. Tidende« og »Politiken«
gegn fuliyrðingum þeirra um ís-
landsmál.
»Köbenhavn« dregur þá ályktun
af ummælum þeim, sem »Social
Demokraten« og »Dagens Ekko«
hafa eftir Ólafi Friðrikssyni, að ís-
lendingar hafi sett Dönum þá úr-
slitakosti, að fánakröfunni verði þeg-
ar í stað fullnægt. »Hovedstaden«
og »Vort Land« spyrja hástöfum
hvað sé að.gerast.
»Nationaltidende« halda því fram,
að Ferslews-blöðin hafi farið með'
rétt mál viðvíkjandi afstöðu íslend-
inga.
10. maí. »Köbenhavn« flytur þá
fregn að íslendingar krefjist þess
af Dönum, að þeir sendi nefnd
manna til Reykjavíkur, til þess að
semja við íslensku stjórnina.
Hádegis-útgáfa »Berl. Tidende«
og »Ekstrabladet« efast um að þetta
geti verið rétt.
11. mat. Zahle hefir gefið út
skýrslu um íslandsmálin, en hún er
talin ófullnægjandi. Ferslews-blöðin
segja að málin verði rædd (á flokks-
fundum?) á þriðjudaginn.
Skýrsla sú er Zahle gaf út er á
þessa leið.
»Sökum margskonar orðróms í
nokkrum hluta blaðanna um sam-
band vort við ísland, þá lít eg svo
á, að það sé rétt, að skýra frá því
sem í raun og veru er að fara fram.
Regar Jón Magnússon, íslenskur
ráðherra vor, var hér síðastl. haust
kom hann fram með kröfu um versl-
unarfána.
í ríkisráðinu 22. nóv. var tillaga
hans ekki samþykt af hans hátign
konunginum, en ræða konungs, sem
þá var birt var á þessa leið:
Eg get ekki fallist á tillögu þá,
sem ráðherra íslands hefir borið
fram; en eg vil bæta því við, að
þegar íslenskar og danskar skoð-
anir ekki samrýmast, munu al-
mennar samningaumleitanir í ein-
hverju formi, heldur en að taka
eitt einstakt mál út úr, leiða til
þess góóa samkomulags, sem
ætíð verður að vera grundvöllur
sambandsins milli beggjalandanna.
Pessi hugmynd um almennar
samningaumleitanir hefir verið tek-
in til íhugunar á fslandi, og það
var skýrt frá því, að allir flokkar
þar féllust á það. F*ar eð búist er
við því að núverandi alþingi verði
bráðlega lokið og þingmennirnir þá
dreifist um alt ísland, er það æski-
legt, að alþingi berist skjótlega vit-
neskja um afstöðu vora í þessu máli.
í þessu sambandi hefi eg beðið for-
ingja allra stjórnmála flokkanna að
kveðja santan flokkana og leggja
fyrir þá þá spurningu, hvort þeir
telji það viðeigandi, sem stungið
var upp á í ríkisráðinu 22. nóv.,
sem uppástungu til fslendinga, að
hefja nú samningaumleitanir um alt
samband íslands og Danmerkur.
Ef ákvörðun um þetta skyldi verða
gerð, verður alþingi skýrt frá þessu
og er þá búist við því, að það sé
undir það búið að koma saman
vegna samningaumleitana. Þegar rík-
isþingið hefst 28. maí, þá skal á-
kvörðun tekin um það, hvernig Dan-
mörk muni æskja að skipa fulltrúa
til slíkra samningaumleitana.
Núverandi stjórn hefir aldrei stfg-
ið nokkurt skref í sambandsmálum
Danmerkur og íslands, án þess að
ráðgast við alla flokka ríkisþingsins
og hingað til hefir hún altaffengið
samþykki þeirra.«
13. maí. »Ekstrabladet« ver fram-
komu Zahle í fslandsmálum. Knud
Berlin »hervæðist.«
Politiken bætir eftirfarandi um-
mælum við yfirlýsingu þá, sem Zahle
forsætisráðherra hefir Iátið birta um
hvar komið sé sambandsmálum ís-
lands og Danmerkur:
»Af yfirlýsingu Zahle forsætisráð-
herra er það augljóst, að Danir hafa
átt frumkvæði að þyi, sem nú er i
ráði að gert verði, og það hefir ver-
ið ákveðið á stjórnarfundi 22. nóv.
Er nú vonandi að komið verði í
veg fyrir nýjar deilur og að danska
þjóðin beri gæfu til þess að standa
sem einn maður og ræða málið með
jafnaðargeði.«
14. maí. íhaldsflokkurinn danski
hefir tjáð sig reiðubúinn til að styðja
opinbera samninga um sainbands-
mál íslands og Danmerkur milli rík-
isþingsins sameinaðs og alþingis
íslendinga. Svar hinna flokkanna er
enn óákveðið.
15. maí. Flokkur afturhaldsmanna
í Danmörku hefir stungið upp á
því, að kosin verði nefnd til þess
að íhuga sambandsmál fslands og
Danmerkur. Radikali flokkurinn er
því fylgjandi að samningar séu upp-
teknir. Vinstrimenn vilja að ríkis-
þingið ákveði í hvaða formi samn-
ingarnir séu gerðir og hvar þeir
fari fram.
»Politiken« fullyrðir að ríkisþing-
ið verði látið skera úr því hvar, hve-
nær og hvernig ;samningar skuli
fram fara, en bætir því við, að ís-
lendingar hafi stungið upp á því
að þeir færu fram í Reykjavík. Stjórn-
in vilji nú komast að því hver sé
afstaða nýju þingflokkanna til þess-
arar uppástungu.
Kaupmannahafnarblöðin ræða ís-
landsmál af mestu ákefð.
Jafnaðarmannaflokkurinn og frjáls-
lyndir vinstrimenn fylgjast að málu m
»Dagens Ekko« segir að á mál
íslands ve'rði að líta meira frá sjón-
armiði Norðurlanda en Danmerkur
sérstaklega.
»Vort Land« og »Nationaltidende«
eru mjög kampakát yfir því að sljákk-
að hafi í »Politiken« og »Social-
Demokraten.«
»Köbenhavn« lýsir sérstakri ánæg-
ju sinniyfir ákvörðun íhaldsmanna,
varar við því að gera sér of góðar
vonir um árangur af nýjum samn-
ingum og gerir mikið úr því, hve
nauða misvitrir stjórnmálamenn Dan-
ir hafi reynst.
16. maí. Það er búist við því að
fyrsta verk ríkisþingsins danska, þá
er það kemur saman 28. maí verði
það að taka sambandsmál íslands
og Danmerkur til meðferðar.
»Berl. Tidende« eru ánægð með
undirtektir þingflokkanna og styðja
það að það verði fyrsta skilyrði frá
Dana hálfu að þjóðin fái ómengað-
an, Ijósan og ítarlegan skilning á
kröfum íslendinga. Fullyrðir blaðið
að enginn Dani vilji á neinn hátt
hnekkja sanngirniskröfum fslend-
inga, ef þeir vilji mæta Dönum á
miðri leið, á þeim samningsgrund-
velli, sem þegar er fenginn, og þá
verði engin vandræði með það að
ráða fram úr auka-atriðunum.
Póstafgreiðslan á Seyðisfirði er
veitt Sigurði Baldvinssyni fyrv. ritstj.
»Austra,« og hefir sú veiting mælst
mjög illa fyrir, þar sem um það
starf hafði sótt jafn æfður og áreið-
anlegur maður og Finnur Jónsson
póstþjónn á Akureyri.