Fram


Fram - 01.06.1918, Side 2

Fram - 01.06.1918, Side 2
76 FRAM Nr. 19 F RAM kemur út 52 sinnum á ári. Verð 4 kr. Gjalddagi 1. júní. Útgefandi: Hlutafélag. Ritstjórar: Friðb. Níe/sson og fíannes Jónasson. Afgreiðslu- og innheimtumað- ur Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja 1918. wmœBSœ&mm Almanak næstu viku. Júní. 1918. 2. Sd. síðasta kv. kl. 3,20 fm. 3. Md. f. Friðrik VIII. 1843. 4. Þd. d. Vísi Gísl. 1696. 5. Md. d. Weber tónskáld 1826. 6. Fd. Fardagar. 7. v. sumars. 7. Fd. f. Fómas Sæmundsson. 8. Ld. d. Jón landl. Hjaltalín. Satnningarnir við Breta. Mjög eftirvæntingarfullir hafa menn beðið eftir að frétta eitthvað af versl- unarsamningum stjórnarráðsins við Breta, en fátt eitt hefir frést, er á- byggilegt hefir jaótt. Pó er nú sagt að þeir séu loks fullgerðir, en um hin ýmsu atriði þeirra er oss ókunn- ugt að öðru en eftirfarandi símskeyti er fréttaritari vor í Rvík sendi oss í fyrradag, og kallar hann það »höf- uðatriði bresku samninganna;« »Stjórnir bandamanna lofa að greiða fyrir innflutningi neuðsynja- vöru til íslands; skuldbinda sig til að selja íslensku stjórninni steinolíu og bensín fyrir óákveðið verð, ensk kol og loforð um salt- sölu íítalíu. íslenskastjórninskuld- bindur sig til að láta bjóða full- trúum stjórna bandamanna á ís- landi þær íslenskar afurðir allar, sem ekki verða notaðar í landinu sjálfu, svo sem: fisk, síld, lýsi, þoskahrogn, fiskimjöl, sauðakjöt, ull og gærur, alt eftir nánari regl- um. Stjórnir bandamanna búast þó ekki við að nota forkaupsrétt sinn á síld. Með nánari skilmálum samþykkja þeir útflutning á alt að 50 þús. tunnum til Svíþjóðar; einnig á 1000 hestum til Dan- merkur. Eins og skeytið ber með sér er ekkert verð nefnt hvorki á keyftri né seldri vöru, og er helst að sjá að þvi eigi að halda leyndu fyrst í stað. Hugsast getur líka að verð íslensku vörunnar sé óákveðið, en eigi að fara eftir eftirspurn, og banda- menn hafi aðeins forkaupsrétt fyrir hæðsta boð sem fáist. Annars er vonandi að nánari fregn- irafsamningunumkomiinnan skams. * * * Eftir að framanritað var sett í blaðið áttum vér tal við Stefán í Fagraskógi um samningana. Hann sagði að þeir væru alveg fullgerðir og undirskrifaðir. Verð á ísl. afurðum, þeim erbanda- menn notuðu forkaupsrétt sinn á, væri fastákveðið á öllu nema síld. Kjöt 140 kr. fyrir 10 þús. tn. og 170 ef meira yrði keyft. Ull hvít nr. 1 kr. 4,00 kg. » » » 2 » 3,69 » » svört » 1 » 4,00 » » mislit » 2,93 » » óhrein hvít » 2,51 » Haustull hvít » 2,88 » —»— mislit » 2,51 » Oærur 8 kg. bunt 12,00 kr. Verkaður saltfiskur fyrir 12þús. smál. No. 1 kr. 170 skp. þaryfirskp. 250 „ 2 „ 154 —-------------- 225 „ 3 „ 140 —-------------- 206 Fiskur upp úr salti minnst 28 daga gamall, pakkaður í 50 kg. pk. fyrir 12 þús. smál. No. 1 kr. 0,61 kg. þar yfir kg. 0,91 Lýsi 1A. kr. 190 fatið „ 1B. „ 140 - Lýsið sé metið í Englandi en aðr- ar vörur allar hér á landi. Pá hafa bandamenn skuldbundið sig að selja ísl. stjórninni 11,500 smál. af kornvcru fyrir ákveðið verð og er það sem hér segir: Hveiti nr. 1 482 kr. smál. „ 2 355 ,, Rúgmjöl 471 „ — Bankabygg 500 „ — Heilbaunir 857 „ — Hálfbaunir 750 „ — Haframjöl 464 „ — Petta verð er miðað við að varan sé tekin í Ameríku. Einnig skuldbinda þeir sig að selja 45 þús. steinolíuföt, 30 þús. smál. af kolum og 50 þús. smál. af salti, en um verð á því er óá- kveðið enn, búist við almennu mark- aðsverði. Verð á þeim 50 þús. síldartunn- um, sem leyft er að selja til Sví- þjóðar, er alveg óákveðið enn, og engin von til að bandamenn vilji kaupa neina síld, né leyfa útflutn- ing á meiri síld. Bæjarfréttír. —o— Afmæli: 6. júní Kjartan Jónsson trésmiður. 6. »« Geirlaug Guðmundsdóttir ekkja. »Sterlitig<i kom hér I strandferð á mánudaginn var, með skipinu kom Hjalti Jónsson skipstj. o.fl. »Hvít/ng* kom frá Rvík í fyrrakvöld með ýmsar vörur hingað, þar á meðal kol til brauð- gerðarhússins. Mun það þvítaka til starfa strax úr helginni. »Stel/a« kom frá Akureyri í morgun með »Thord- enskjöld,« stóran bark sem S. Goos hefir heypt þar. Ætlar Goos að nota hannsem bryggjuhöfuð hér. Jarðarför Jens heitins Jónssonar, er nýlega lést á Vífilstöðum, fór fram hér í bænum í dag, að viðstöddu miklu fjölmenni. „Dröfn" vélskip frá Höfða kom hér inn í vik- unni með ágætan þorskafla, um 70 skp. eftir rúmrar viku útivist. Næsta blað kemur út á þriðjudaginn. Auglýsingar verða að vera kornnar á prentsmiðjuna á mánudagskvöld. Erlendar símfréttir. Khöfn 25. maí. Þjóðverjar krefjast óbærilegraskaðabóta af Rúmen- um. Afskaplegar stórskotaorustur á vesturvígstöðvunum. Óeirðir í Bayern kæfðar með hervaldi. Póllensk frétt segir að Pýskaland og Austurríki vilji skifta milli sín Póllandi. Miklar loftorustur á vesturvígstöðvunum. Bandaríkin hafa gert upptækar þýskar eignir fyrir tvo miljarða dollara. Norðmenn og Englendingar hafa gert með sér Samninga um siglingar. Costa-Ríka hefir sagt Austurríki stríð á hendur. Khöfn 26. maí. Stjórnmálasambandi slitið milli Cuba og Mexico, ástæður ókunnar. Khöfn. 27. maí Vaxandi óánægja með Pjóðverjum og Ukraine. Bandamenn hafa upphafið „svartalista“ Norðmanna. Khöfn 28. maí. Lundúnafrétt: Pjóðverjar hafa gert ákaft áhlaup með harðri stórskotahríð frá Reims, Soisons og fleiri stöðum. Stórskotahríðin vex í Flandern. Pjóðverjar eru komnir að Aisne og halda bandamenn undan reglulega vinstra fylkingararmi, hörfa að annari varnarlínu. Pjóð- verjar hafa tekið mörg vígi og smærri bæi og 15 þús. fanga. Danska aukaþingið sett í dag (þriðjudag.) Khöfn 29. maí. Pjóðverjar sækja enn fram. Barist milli Somme og Reims. Parísarfrétt síðdegis: Framsókn Pjóðverja stöðvuð. Bandaríkjaher sækir fram og bandamenn halda stöðvum sínum. ítalir hafa gert sigursælt áhlaup. Pjóðverjar hafa enn tekið margar hæðir og bæi og 25 þús. fanga. Seinna símað að bandamenn stöðvi sókn- ir heranna. Pjóðverjar hafa 3 hermenn gegn 1 banda- manna. * Khöfn 30. maí. Herlínan er nú um Aisne. Pjóðverjar sækja enn fram milli Soisons og Reims og hafa tekið Soisons, bardaginn harnar suður á bóginn. Pjóðverjar hafa tek- ið enn vígi og bæi, og hörfa bandamenn við Reims. Eftir skeytum til Rvík. Fréttir. Smjörlíkisverksmiðju er í ráði að koma á fót í Rvík og er félag stofn- að í þvi skyni. Formaður þess er Jón Kristjánsson prófessor, en Oísli Ouðmundsson ráðanautur þess. Benidikt Sveinsson alþm. hefir nýlega verið kosinn forseti Rjóð- vinafélagsins í stað Tryggva Gunn- arssonar. Tangs-verslun á ísafirði er nú seld Rórði Kristjánssyni kaupm. á ísafirði, með húsum og útbúum og öðrum eignum, fyrir 210 þús kr. Á Stað í Hrútafirði hvarf í vetur póstpoki sem átti að fara til Sauð- árkróks. í honum voru 6 peninga- bréf með samtals 5324 kr. og 16 ábyrgðarbréf. Nokkru síðar fanst eitthvað af peningunum í grend við Stað, en grunur féll ámanninnjón Elíasson, sem þá peninga þóttist finna, að hann mundi valdur að þjófnaðinum, og hefir hann nú ját- að þetta á sig. Fundist hafa eftir tilvísun hans 3170 kr. en 20 hund- rað kr. seðla hafði hann brent og öll ábyrgðar bréfin. Rúmlega 150 kr. er talið að hann hafi eytt. Síra Jónmundur Halldórsson hef- ir tekið við Staðarprestakalli íGrunna- vík við ísafjarðardjúp. Er hann ný fluttur þangað með fjölskyldu sína og ætlar að reisa bú á Stað. Lausn frá prestskap hefir síra Magnús Andrésson á Oilsbakka fengið, vegna vanheilsu. Kex, margar teg. er nýkomið í verzlunina AALESUND. *

x

Fram

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.