Fram - 01.06.1918, Síða 4
78
FRAM
Nr. 19
Nýkomið í verzlunina
AALESUND
o
Fataefni
Lasting
Flauel
Hvít léreft
Ermasérting
Stormfatatau
Boldang
og margt fl.
Komið! skoðið! og kaupið!
Yirðingarfylst.
Jón E. Sigurðsson.
Undirritaður ræður alt að
15 síldarstúlkur
nú strax fyrir kr. 0,85 á tunnuna, 6 krónur viku
peninga, frítt húspláss og eldsneyti. Pær sem
vilja ganga að ofanrituðum kjörum verða að gefa
sig fram við undirritaðann fyrir 10. júní n. k.
H. Hafliðason.
mr&m
Karlmanna nærfatnað
Silkiklúta,
Vasaklúta,
Heklugarn, | Handklæði,
Tvinna, | Svuntur,
Kven-skyrtuboli,
Kven-regnkápur,
Karla- og kvensokka,
Karlm.milliskyrtur,
Haframjöl,
Hveiti,
í~oooooooz
er best | Kaffi og
að kaupa 8 Export,
333033330333030300300033333033-
í versl. Friðb. Níelssonar.
mm
S. GOOS
kaupir altaf
góð tóm
steinolíuföt
hæsta verði.
08
Mr. Pemberton tók nú hatt sinn og hélt svo á stað á-
samt gamla Dickson.
Pegar þeir komu til Albertvegar, staðnæmdust þeir á
móti húsi baronsins. Mr. Pemberton leit á húsið og hleypti
brúnum.
»Hvað er nú á seyði,« sagði hann við Dickson. »Hér
eru tjöld dregin fyrir gluggana, skyldi baroninn hafa farið
eitthvað burtu. Við skulum leita frétta hjá dyraverðinum.«
Peir gengu yfir götuna og tóku í bjöllustrenginn. Rétt
strax stakk dyravörðurinn höfðinu útum op á veggnum á húsi
sínu. Hann leit út fyrir að vera í vondu skapi.
»Er baron von Sahlmann heima?« spurði Mr. Pemberton.
»Nei, baroninn er ekki heima, hann er farinn burt úr
Lundúnum,« svaraði dyravörðurinn, og ætlaði að Íoka hler-
anum fyrir opinu.
Hann staðnæmdist þó á miðri leið, því hann hafði rek-
ið augun í glófagran silfurpening, sem Mr. Pemberton velti
á milli fingra sinna.
»Já, einmitt það, hvenær fór hann?« spurði Mr. Pem-
berton.
»í morgun herra minn,« svaraði dyravörðurinn, sem nú
var allur brosandi og hafði ekki augun af silfurpeningnum.
»Fór hann langt í burtu?« spurði Mr. Pemberton. og
lagði um leið peninginn í lófa dyravarðarins.
»Baroninn og baronsfrúin fóru til Parísar, og ætla að
búa þar, öll húsgögn sín hafa þau selt húsgagnasala, sem
lætur sækja þau á morgun. En ef þér hafið bréf eða ann-
að til baronsins, þá getið þér skilið það eftir hjá mér.»
»Vitið þér um verustað baronsins í París?«
99
»Já, hann byr á hótel Frakkland, og hefir sagt mér að
senda öll bréf þangað.«
Mr. Pemberton þakkaði fyrir upplýsingarnar lypti hatt-
inum til kveðju og gekk hugsandi burtu.
»Hann hefir laumast í burtu,« sagði gamli Dickson.
»Laumast í burtu rétt við nefið á okkur.«
Mr. Pemberton hló lágt.
»Ónei, Dickson minn. Baroninn er bara að leika felu-
leik. Hann hefir grunað að ekki væri alt með feldu, læst
því flytja til Parísar, en hefir einungis flutt sig eitthvað til
í Lundúnum.«
»Pér álítið þá að þetta sé alt lýgi,« sagði Dickson
hugsandi.
»Hvert einasta orð,« svaraði Mr. Pemberton. »Baroninn
fer ekki burt úr Lundúnum, fyr en Kate Ferring er drukn-
uð í Themsá eða á annan hátt rutt úr vegi. Og eg gæti
vel trúað, að nú væri hann í Irtonstræti, til þess að reyna
að ná í hana. Hann er slunginn eins og höggormur, og
hættir ekki að hálfnuðu verki. Hann hefir selt húsgögn sín
til þess, að álitið væri að hann færi burtu; nú líklega hefir
hann breytt um útlit, fengið sér dulbúning, og kallar sig
Thomson, Jamesson, eða einhverju algengu nafni. Pér megið
vera vissir um það Dickson minn, að menn gera mikið til \
þess að ná í þrjár miljónir marka.«
»EnnúskuIum við fara á símastöðina,« hélt hann áfram.
»Eg ætla að senda símskeyti til frönsku lögreglunnar með
fyrirspurn um baron von Sahlmann.«
»En þér sögðuð rétt áðan að baroninn myndi vera enn-
þá í Lundúnum,« sagði gamli Dickson forviða.