Fram


Fram - 05.10.1918, Qupperneq 2

Fram - 05.10.1918, Qupperneq 2
154 FRAM Nr. 3 9 F RAM kemur út 52 sinnum á ári. Verð 4 kr. Gjalddagi 1. júní. Utgefandi: Hlutafélag. Ritstjórar: Friðb. Nie/sson og fíannes Jónasson. Afgreiðslu- og innheimtumað- ur Friðb. Níelsson. Sigiufjarðarprentsmiðja 1918. Almanak næstu viku. Okt. 1918. Sd. 6. f. Ben. Gröndal 1826 Eldadagur Md. 7. d. Marteinn bp. Einarsson 1576 Þd. 8. d. Jón próf. Konráðsson 1850 Md. 9. d. Jón læknir Pétursson 1801 Fd. 10. d. Bogi gamli Benediktsson 1803 25. v. sumars. Fd. 11. f. Hannes Árnason 1809 Ld. 12. Kolumbus finnur Ameriku 1492. Fyrst má telja íjölskyldumenn sem stunda búskap og veita sér ogfjöl- skyldunni atvinnu með að halda við og hirða búfjárstofn sinn og hag- nýta sér og koma í verð afurðum hans. Margir slíkir bændur þurfa að aía upp börn sín og menta, sjá fyrir gamalmennum eða heilsubil- uðu fólki o. fl. og venjulega er það afrakstur búfjárstofnsins sem gerir þá færa um þetta. Fyrir slíka menn er það áhyggjuefni að þurfa að rýra stofninn jafnmikið og óhjákvæmilegt verður í haust, vilji þeir hafa þann hluta hans sem settur verður á sæmi- lega tryggðan. Bót er það í máli, að sauðfé er nú í haust, í háu verði, svo vanda- laust er nú að breyta nokkrum hluta af bústofni sínum í annað verðmæti (peninga) en þannig breytt stofnfé veitir að jafnaði hvorki eins mikinn arð né atvinnu eins og meðan það stóð í búfénu og því verður nokk- ur skaði við breytinguna óhjákvæmi- legur. Eg vil taka dæmi: Bóndi sem á 150 ær og 4 kýr verður í haust að rýra stofninn um 50 ær og 1 kú, sem eg reikna 1600 kr. virði. Þessi stofnhluti bónda breyttur í peninga gefur eigi meiri ársvexti er um 70 kr. Hefði hann staðið í búfé mundi hann undir góðri stjórn hafa gefið af sér um 240 kr. að frádregnum öllum kostnaði. Árferðið í sumar má því segja að baki þessum bónda á næsta ári 170 kr. tap og eftilvill árið þar á eftir sama tap því tvö ár munu þurfa til þess að breyta pen- ingunum aftur í búfjárstofn. Eigi er ólíklegt að þessi bóndi eigi nú í haust, 8 dilkum fleiri fyrir góðviðr- in í vor en í meðal ári, sem séu um 70 kr. virði svo hinar sönnu skaðaafleiðingar sumarsins verði eigi nema 100 kr. næsta ár en slík- ur ársskaði ætti eigi að vera neitt rothögg á duglegum og hugrökk- um bónda, sem altaf má búast við misfellum og smáóhöppum á bú- skaparbrautinnu Auk hér reiknaðs skaða mætti reikna að margir bænd- ur verða nú fyrir 6 til 8 hndr. kr. skaða af því uppskera varð minni en að meðaltali. í öðru lagi mætti telja embættis- menn í landinu sem hafa jarðarábúð og búfjárstofn sér til þæginda skemt- unar og arðsvona. Þeim ætti að vera vorkunarlaust að taka nú í haust alt að því hálfan búfjárstofn sinn og breyta honum í peninga til þess að geta verið fremur veitandi en þurfandi með skepnufóður í vet- ur, þótt þeir kynnu fyrir það að fá nokkuð minni ágóða af eign sinni næstu tvö árin. f þriðja lagi mætti nefna suma ríkisbændur, sem fyrir fáum eða eng- um hafa að sjá, Iausamenn og vinnu- menn sem aðeins hafa fyrir sjálfum sér að sjá og eiga gangandi pen- ing því nær eingöngu til þess að láta hann ávaxta fé sitt betur en peningar mundu gera og svo sér til gamans, og til að fullnægja þeirri hvöt sem margir hafa að fást við arðvænleg fyrirtæki þótt nokkuð geti verið tvísýnn gróðinn og stofninn kunni að geta verið í einhverri hættu annað veifið. Mönnum sem einungis eiga búfé til að græða á því en þurfa þess eigi til þess að veita sér atvinnu eða sínu fólki ætti að vera vorkunarlaust þótt þeir þyrftu að minka búfjárstofn sinn til muna á þessu hausti. Á það verður að Hta að við fækk- un ibúfjárins í landinu minkar at- vinna sú er fjárgeymsla og fjárhirð- ing veitir á vetrum. Við að athuga þetta atriði kem eg einmitt að því máli sem kom mér til að setjast niður og skrifa þessa grein, en það er að vekja athygli bænda á því, sem eg veit að vísu að þeim er mörgum fullljóst áður, að sjaldan mun hafa verið meiri þörf á að vanda alla fjárhirðingu en verður í vetur. Heyið er lítið og dýrt og það verður að fara sem sparast með það án þess að þó að beita of miklu harð- ræði við búpeninginn. Nákvæm og góð fjárhirðing þarf meiri vinnu, en ónákvæm og hirðulítil og þótt pen- ingur bænda verði færri í vetur þarf ef til vill eins mikla vinnu við hann, verði hirðing hans vönduð meira en verið hefir ogætti atvinnuatriðin þar með að vera leyst. Það er engin vafi á því og verð- ur naumast fyrirbygt að margir setji djarft á í haust, og því nauðsyn- legra er að allrar nákvæmni sé gætt við fjárhirðinguna, fénaðinum látið líða sem best þótt fóður sé sparað eins og unt er, síld og síldarmjöl gefið með nákvæmni og síldin soð- in álítist það hollara fóður og þess gætt að skepnur fái eigi of mikið salt við síldargjöf. Fóður búfjárins sé drýgt eins og föng eru til með sjávarafurðum, þara (sbr. grein H. Jónssonar í síðasta blaði,) og lýsi eða lifraráburði í létt hey eða illa verkað, mokað sé ofan af við og lyngi og beitt á eða viður skorinn upp með beittum spaða og gefinn kúm og sauðfé f húsi. í einu orði er nauðsynlegt að bændur ogallir er við fjárhirðing fást í vetur leggi sig fram til að reyna að framfleyta búfjárstofni þeim er settur verður á í haust þannig að hann missi sem minst hold og veiklist eigi af fóðurskorti eða óholiu fóðri og vosbúð eða kulda en þá sé heyið sparað eins og hægt er. Að sam- rýma þetta er sá galdur sem fjármenn vorir verða að giíma við í vetur. B. J. Fréttir, Húsavíkurlæknishérað er veitt Birni Jósefssyni, áður lækni í Axarfjarð- arhéraði. Steingr. Jónsson, íslenskur verk- fræðingur, er nýlega kominn til Rvík- ur frá Khöfn. Hann er yngsti ís- lenski verkfræðingurinn, hlaut fyrstu ágætiseinkun frá verkfræðingaskól- anum í Khöfn, og er það mjög fá- gætt og enginn íslendingur hefir fengið svo háa einkun. Halldór Kristinsson lækniráReykj- arfirði og kona hans fóru til Khafn- ar með Botníu síðast. Fyrstu Þjóðaratkvæðin um sam- bandslögin voru greidd um borð í Botníu 23. f. m. af farþegum sem ætluðu til útlanda. Leiðarvísir um geymslu garðá- vaxta hefir Einar Helgason garð- yrkjumaður í Rvík nýlega gefið út. Skýrsla um störf landsímans árið 1917 er nýkomin út. Tekjursímans voru það ár 496362.65 en gjöld 213889,77; tekjuafgangur er þá 282472,77. Hlutabréf fslandsbanka gengu kaupum og sölum í kauphöllinni í Khöfn fyrir 180 kr. hundraðið um miðjan september. Stefán Stefánsson (Steinbach)cand. jur. í Khöfn hefir keypt jörð á Jót- landsskaga með það fyrir augum að koma þar upp íslensku fjárbúi, er ófriðnum linnir. Álítur hann það gróðavænlegt mjög, því að íslenskt sauðfé sé miklu verðmætara en danskt, ullin betri og kjötið Ijúf- fengara, enájótlandi gæti féð geng- ið sjálfala sumar og vetur. í Lögbirtingablaðinu er auglýst eftirlögerfingjumJónsnokkursValde- marssonar íslensks sjómanns sem andaðist í Santon í Brasilíu 11. mars þ. á. Embættispróf í læknisfræði við Háskólann í Rvík hafa þessir menn tekið nú í haust: Hinrik Thoraren- sen, Jón Bjarnason og Kristján Ar- inbjarnarson. Mjóafj.presíakall í Suður-Múla- sýslu er auglýst laust. Umsóknar- frestur til 25. okt. Veitist frá næstu fardögum. Kaaber konsull er orðinn banka- stjóri Landsbankans í Rvík í stað Björns Kristjánssonar. Nýtt sjálfstæðismannablað byrjaði að koma út í Rvík í fyrradag. Það heitir »Einar Þveræingur.« Erl. símfréttir. Khöfn 2. okt. Wienarfrétt: Her mið- veldanna hefir Sofiu, höf- uðborg Búlgaríu, á valdi sínu og myndarþar bráða- birgðastjórn. Rautersfrétt: Her banda- manna er að leggja Búl- garíu undir sig. Búlgarar eru ekki ófúsir að ráðast á Tyrki. Chambrai brenn- ur. Quentin tekin. í Frakk- landi hafa bandamenn tek- ið 250 þúsund Þjóðverja. Wolffsfrétt: Kolera geys- ar í Ðerlín. Hertling kansl- ari er farinn frá. Járnbrautarslys varð milti Malmeyjar og Gautaborg- ar, 300 manns meiddust. Washingtonfrétt: Tyrkir hafa ákveðið að hefja sam- ninga við bandamenn, en íbúar Konstantínopel neita því. Khöfn 3. okt. Bretar hafa tekið Dama- skus. Pjóðverjar hörfa báðu megin La-bessuskurðsins. Herlínan rofin milli Fons- konnen og Beaurwain. Max Baden prins mun verðakanslari íÞýskalandi. Khöfn 4. okt. Bandamenn sækja á al- staðar að vestan verðu. Pjóðverjar veita öflugt við- nám norður að Quentin. Eftir skeytum til Rvík. í þessari viku andaðist að heim- ili sínu á Akureyri Björn Jóhanns- son trésmiður, áður bóndi á Ljósa- vatni. Hann var dugnaðarmaður og vel látinn. Nýlega er dáin á Akureyri ekkjan Kristjana Halldórsdóttir. Dugleg og vönduð kona. Haraldur Níelsson prófessor og fröken Aðalbj. Sigurðardóttir kenslu- kona frá Akureyri giftu sig í Rvík 2. þ. m. Frá Hollandi hefir nýlega komið sú fregn, að Þjóðverjar séu sem óðast að flytja hermannasjúkraskál- ana, sem þeir höfðu í Frakklandi, alla leið að landamærum Þýskalands. Virðist þetta benda til þess að Þjóð- verjar búist jafnvel við að verða að hörfa enn meir fyrir Bandamönnum.

x

Fram

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.