Fram


Fram - 22.02.1919, Page 1

Fram - 22.02.1919, Page 1
Manchettuhnappar Flibbahnappar ^ nýkomnir Friðb. Níelsson ;JPPPP III.ár. Siglufirði 22. febrúar 1919. 8. blað. Rafstöðin. í síðasta tölublaði af Frani stóð grein um rafljósin, og hina nýu fyr- irætlun hreppsnefndar að vekja upp aftur hjálparvélakaupin frá 1917. Pað mál fékk svoleiðis lagaða útreið þá, að meira þarf en meðalkjark til þess að fitja upp á því aftur, því ekki er ráðlegra nú en þá að ráðast í þetta fyrirtæki. Astæður fyrir mótmælum gegn þessumráðstöfunum eru teknar skýrt fram í grein þessari, og hefi eg litlu eða engu þar við að bæta, en þegar um jafn mikilsvert atriði er að ræða, er alt af réttast að sem flestir láti til sín heyra og skýri frá afstöðu sinni gagnvart málinu. Þar sem búast má við að mál þetta verði tekið fyrir á miðsvetrar- fundi — að hreppsnefndin, eða sá hluti hennar sem málinu er fylgj- andi ráðist í vélakaupin án þess að bera það undir hreppsbúa er tæp- lega hugsanlegt — er áríðandi, í fyrsta lagi að' menn mæti þar, og í öðru lagi að þeir geri sér ljóst hví- Iíkt kák og óhæfa það væri ef nú yrði farið að fleygja tugum þúsunda króna í fyrirtæki, sem óhæft yrði til notkunar eftir fá ár og sem hlyti að veikja og hindra framkvæmdir í byggingu nýrrar rafstöðvar. Sú raf- stöð yrði annaðhvort með afli úr ánum fram í firðinum, eða þá inn- an úr Fljótum, sem líklega yrði af- farasælast, þó ekki sé hægt að segja um það fyrir víst, á meðan engar mælingar hafa farið fram á ánuni í firðinum. Á miðsvetrarfundinum má búast við því að þeir úr hreppsnefnd, sem fylgja fast fram hjálparvélakaup- untim, komi fram með rökstudda skýringu fyrir sannfæringu þeirri er þeir hljóta að hafa fyrir því, að þetta sé nauðsynlegt. þær skýringar verða menn svo að brjóta til niergjar á fundinum, og haga afstöðu sinni að nokkru leyti eftir því. En það er skylda allra þeirra er ant er um hag og velferð sveitarfélagsins, að skoða hvert mál niður í kjölinn, og það helst fyrri en á þeim stað er því á að ráða til lykta á, svo þeir geti gert sér Ijósa grein fyrir því hvað þeim ber að gera. Sagaraflýsingarmálsins á Siglufirði er með svo mörgum svörtum blett- um, að ekki er viðbætandi. En verði flanað út í þetta hjálparvélafyrirtæki og hætt við alvarlegan undirbúning undir ábyggilega framtíðar rafstöð álít eg að það yrði svo stór svört klessa að þeir fáu hvítu blettir, sem eftir eru á blöðum áðurnefndrar sögu, hyrfu með öliu. Jafnframt yrði klessa sú bautasteinn skapara sinna, sá bautasteinn er eigi fyrndist, en yrði þeim til iítils sóma. Það, sem á að gera nú, er að fá ábyggilegan mann til þess að mæla árnar hér fyrir framan, og jafnfranit til þess, að sjá og yfirlíta hvað gera þarf til þess, að tryggja afnot af. öllu því vatni, sem hægt er að fá í Hvanneyrarskál. Sá kostnaður, að tryggja sér það vatn til afnota, get- ur aidrei orðið tilfinnanlegur, og þó það sé hart, að þurfa að vinna sama verkið upp aftur og aftur fyrir hand- vömm og heimsku manna, þá er það þó í þetta skifti hið eina, sem hægt er að gera og ber að gera, við hina núverandi rafstöð. H. J. Bolschevikkar. Niðurl. Pjóðfélagið skiftist í tvent. Öðru megin eru svikararnir sem lifa í als- nægtum og verða ríkir, hinumegin er hið hungraða fólk, sem er að deya. Allir þeir, sem ekki fylgja stjórninni, missa dag frá degi lík- amsþrótt sinn, þreytast, og eru dæmdir til dauða. Hið siðferðislega mátttap fylgir því líkamlega. Alt er gert til þess að pína og kvelja æðri stéttirnar. Þeir, sem allra minst eru hæfir til þess, eru látnir vinna hin erfiðustu og óþverralegustu verk. Eg gæti nefnt prófessora í læknisfræði, sem hafa verið látnir moka hesthús, lista- menn, sem að næturlagi hafa verið reknir útfyrir bæinn, til þess að grafa þeim grafir sem dáið hafa úr koleru, og svona mætti margt upp telja. Hvað er nú það, sem Bolschev- ikkar óska eftir af Rússlandi, og hvað er það, sem Rússland, með svo yfirgnæfandi meirihluta, setur sig á móti? Rað er tæplega nokkur maður í Rússlandi, sem nú hugsar um stór- yrði hinna bolschevisku kenninga, sem eru alveg samhljóða kenning- um socialista. Eigi að síður eru ekki til heitari óvinir Bolschevikka en ýmsir flokkar socialista. Rað, sem á veltur, er ekki kenningar, heldur framkoma og framkvæmdir Bolschevikka, á móti þeim gera allir uppreist, sem enn þá eiga mannlegar eðlishvatir í brjósti sínu. Bolschevikkar vilja fyrst og fremst ná undir sig völdum — hvað sem það kostar. Til þess að ná völdun- um, og halda þeim föstum, hafa þeir ekki látið hina verstu glæpi hindra sig, glæpi sem eru svo al- kunnir, að fremjendur þeirra geta ekki borið á móti þeim. Til þess að ná í völdin eyðilögðu þeir her- inn, sviku Rússland, sviku banda- menn og tóku fúslega á móti pen- ingum frá Pjóðverjum. Til þess að halda völdunum eru þeir neyddir til að koma á og viðhalda harðstjórn. Árangurinn er staðreyndur, Bolsche- vikkar hafa safnað að sér öllum þeim er engu höfðu að tapa, þeim, sem Iögbrot Bolschevikka gagnvart fósturjörð sinni, voru smámunir í samanburði við þær vændir um vald og vinning sem liggur fyrir þeim. Pað hefir oft verið lögð fyrir mig spurning, sem virðist létt að svara: Hvernig geta Bolschevikkar viðhald- ið yfirráðum sínum? Hvernig stend- ur á því að ný stjórnarbylting ekki steypir þessari ofríkisstjórn? Svarið við þessum spurningum er ekki eins einfalt og útlítur við fyrstu hugsun. Áhangendur Bolschevikka eru bundnir þeim sameiginlegum lög- brota og glæpaböndum. Allir átefnu- lausir og siðlausir menn sem þyrst- ir eftir ránum og gróða eru fast bundnir stjórninni. þeir halda sér dauðahaldi í völdin, því þeir vita að hver önnur stjórn myndi varpa þeim í fangelsi eða hengja þá. Reir eru vopnaðir og hafa góða aðhlynn- ingu, þeir hafa í hendi sinni ríkis- vélina og hið opinbera fé og þeir njóta álits sem valdhafar. Á móti þeitn eru engir samstæðir kraftar, svo barátta þeirra við óvini sína veldur þeim engrar áhyggju. Hversvegna eru ekki til neinir samstæðir kraftar með föstu skipu- lagi? Hinir bestu menn í Rússlandi hafa orðið fyrir þungri reynslu. Alt sitt líf hafa þeir unnið að því að færa þjóðinni frelsi og mentun, til þess að styrkja og göfga Rússland. En þegar þeim fanst tíminn kominrt til vinsamlegrar samvinnu, Rússlandi til heilla, fundu allir þeir, er unnið höfðu fyrir fólkið, að móti þeim stóð dýrslegur óvinur, sem einung- is hafði 'eina tilfinning — hatur, ósk um að auðmýkja og móðga þá, sem andlega eða siðferðislega voru þeim æðri, og kúga þá, sem voru þeirn ríkari. Bolschevikkar eru fæstir rússnesks þjóðernis og jafnvel þeir fáu sem eru fæddir Rússar afneita Rússlandi. Peir eru allra þjóða menn, og mark- mið þeirra er ekki Jbylting í Rúss- landi heldur þjóðfélagsleg umbylting í Evrópu, í löndum, þar sem þeir ekki þurfa að sýna eins mikinn hrottaskap en geta beitt sömu regl- um með betri árangri. Petta er það sem Lenin allaf og alstaðar hefir kent og yfirlýst og fyrir honum vakir, og er aðalatriðið, að hafa sem lengst úrræði og tæki- færi til þess að geta haldið uppi undirróðri til þjóðfélagslegrar bylt- ingar í Evrópd. Eins og þýskir er- indrekar flóðu yfir Evrópu fyrir stríð- ið eins er nu með erindreka Bol- schevikka. Ressir menn eru ekki Rússar, — Bolschevikkar hafa fáa rússneska umboðsmenn í Evrópu, þvíþeireru of fáfróðir og óþroskaðir til þess að lýðmergð Evrópu vilji hlýða á þá. Erindrekar Bolschevikka í hverju landi eru þess lands menn, en þeir hafa fordæmið frá Rússlandi og rússneska peninga; í hlutlausum löndum flóir af rússnesku fé. For- dæmið er vald, bygt á lögbrotum, vald er fylgir þeirri stefnuskrá er lengst gengur af öllum stefnuskrám socialista, og sem getur haldið sér lengi og þvingað fólkið til hlýðni. Rússland eitt er ekki nógu sterkt til þess að eyóileggja Bolschevikka En hverir sem helst vel samæfðir kraftar ættu að geta það. Kraftur þeirra er einkis virði á móti vold-

x

Fram

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.