Fram


Fram - 22.02.1919, Blaðsíða 4

Fram - 22.02.1919, Blaðsíða 4
32 FRAM Nr. 8 Kartöflur. Nokkrar tunnur af kartöflum koma með s.s. Ster- ling, þurfa að pantast nú þegar. Verslun Sig. Kristjánssonar. Nýkomið: Manchettskyrtur hv. og misl. Náttkjólar, Vasaklútar (með ísaum,) Rips- tau, Hvít Iéreft, Handklæði Húfur, Málbönd, Matskeiðar, Drengjaflibbar, Reyk- jarpípur, Skóreimar svartar og brúnar, Títuprjónar sv., Sólaleður o. fl. Sumarl. Guðmundsson. Lítil húseign á góðum stað í bænum óskast til .kaups. Semjið við Sophús Árnason. Vinnuvélar. F*ó enn sé langt eftir vetrarins eru menn þegar farnir að búa sig undir vorið og sumarið, þykir þeim sem rétt er, ekki ráð nema í tíma sé tekið. Svo er að sjá, á öllu útliti, að mikið verði um atvinnu hér á Siglu- firði í vor og sumar. Fregnir hafa komið um, að minsta kosti sumir af þeim Norðmönnum sem hér ráku síldveiði fyrir stríðið^ komi hingað í sumar til þess að reka þá atvinnu. Þó er ekki fulivíst enn þá í hve miklum stíl síldveiði verður stund- uð, ræður þar um verð á síldinni og ýmsar ráðstafanir í sambandi við hina væntanlegu friðargjörð. Strax er farið að brydda á því, að kaupgjald verði nokkuð hátt næsta sumar. Bændur bjóða kaupafólki góð boð, og það gera sjávarútvegs- menn einnig. Er það að vísu gott fyrir vinnulýðinn að hann fái hátt kaup, en á hinn bóginn er það af- ar óheppilegt, er tveir aðalframleið- endur, bændur og útvegsmenn, standa á öndverðum meið. F*ar af leiðir, að framleiðsla hvorutveggja verður dýrari til afnota í landinu og heggst með því nokkurt skarð í hið háa kaup verkalýðsins er þarf að kaupa bæði land og sjávarafurðir. Eftir því sem tímar líða og bæði landbúnaður og sjávarútvegur eykst, er fyrirsjáanlegt, að verkafólkið verð- ur of fátt. Eru þá ekki nema tvö ráð fyrir hendi ef skortur verður á vinnukrafti. Annað er það, að fá út- lent fólk til vinnu, og er það ráðið mjög varhugavert á marga lund, og hitt er, að nota svo mjög, sem hægt er, alskonar vinnuvélar þar sem þeim verður komið við, og finna upp ný- ar til ýmsra verka sem nú eru ein- göngu unnin af manna höndum. Hvað landbúnaðinn áhrærir þá eru ýmiskonar vélar er að honum lúta óðum að ryðja sér til rúms, og skilningur manna á nytsemi þeirra að þroskast, má búast við að því fleygi fram á næstu árum. En hvað sjávarútveginn snertir er minna um handhægar vélar, og má þó eflaust koma þar að vélakrafti sem við aðra vinnu. Að þessu sinni vil eg að eins benda á, að ef til væri handhæg vél til þess að kverka síld myndi það spara mjög mikinn vinnukraft. Setjum svo, að hver vél ynni á við tvo menn og ef til er tekið að þurfi Ó00* manns til þess að kverka og salta síld á Siglufirði, og kverk- unin sé helmingur af verkinu, þá sparast 150 manns, sem gætu færst yfir á annað starfsvið. Gæti vélin afkastað meiru þá yrði sparnaðurinn enn meiri. Hér er starf fyrir hug- vitsmenn að gefa sig við, og Al- þingi ætti að heita þeim mönnum verðlaunum, sem finna upp nýar vélar til fólksparnaðar, jafnvel veita efnilegum mönnum fé til utanfarar til þess að mentast í þessa átt. Ennfremur þyrfti að finna upp vél er slægi botn í síldartunnur. Beyk- irar eru fremur fáir, fæstir lærðir, en allir afardýrir. F’ó verksparnaðurinn yrði ekki í stórum stíl í fyrstu þá mætti búast við endurbótum á vél- unum, svo hefir það gengið með allar vélar, og yfir höfuð að tala öll áhöld, að þau hafa tekið framförum; en það er allajafna erfiðast að fá fyrstu hugmyndina, þroskinn kemur af sjálfu sér við reynsluna. Aðalatvinnuvegir landsins þurfa að aukast og blómgast, um það eru ekki deildar skoðanir. En til þess þarf meiri vinnukraft en nú er til í landinu, og það eru vélarnar sem eiga að fylla upp það er til vantar. F’ó eg ekki hafi tekið fram hér nema kverkunarvél og tilsláttarvél, þá er auðvitað að fleiri véla tegunda þarfnast, og má þar til nefna fiski- flatningsvél og fiskþyottsvél, og sjálfsagt margar fleiri. H. J. Listamannastyrkur. Styrknum úr landssjóði til skálda og listamanna hefir nú verið úthlut- að á þann hátt sem hér segir: Einar H. Kvaran 2400 kr. Einar Jónsson 1500 Guðm. Guðmundsson 1500 — Jóh. Sigurjónsson 1000 — Guðm. Friðjónsson 1000 — Brynj. Pórðarson 1000 — Valdimar Briem 800 — Rikharður Jónsson 800 — Jakob Thorarensen 600 — Nína myndhöggvari 600 — Arngr. Ólafsson málari 600 — Ásgr. Jónsson 500 — Kjarval málari 500 — Sig. Heiðdal 500 — Hjálmar myndskeri 400 — Ben. P. Bröndal 300 — Samtíningur. F*að er mælt að Wilson forseti muni hafa farið frá París 15. febr. og halda rakleitt heim til Bandaríkjanna. Taft, fyrv. forseti mun skipa sæti hans á friðarfundinum. — Búist er við að bráðabirgða-friðarsamningar verði undirskrifaðir í öndverðum júnímán- uði. F*að er sagt, að Wilhjálmur fyr- verandi keisari vinni frá morgni til kvelds að því að saga brenni í eld- inn í Amerongenhöll. Er hann hljóð- ur og talar ekki orð við neinn mann. Keisarafrúin hefir óskað eftir því að vera flutt heim til Potsdam og fá að deyja þar. Hergagnaforðabúr Pjóðverja hjá Zuatrecht, sem er milli Ghent og Brússel, sprakk í ioft upp 22. jan. Misti þar fjöldi manns lífið og flýði fólk undan í allar áttir. Járnbrautin milli Ghent og Brússel ónýttist á stóru svæði. Kosning til þjóðfundarins er ný- afstaðin í Pýskalandi. Kosnir voru 421 fulltrúi. Par af hlutu meirihluta — jafnaðarmenn 164 sæti, demo- kratar 64, óháðir jafnaðarmenn 24, aljDýðuflokkurinn 23, afturhaldsflokk- urinn 34 og miðflokkurinn 88. Pað er búist við að tveir fyrstu flokk- arnir muni slá sér saman og verða í meirihluta. Næstu viku verður kaffi og export selt á 1,10. Púðursykur 0,63 pr. Ví kg. Sætsaft 0,65 pelinn. versl. Bergen. Nýkomið: Stúfasirz og Laukur. S. A. Blöndal. Silkisokkar bómullarsokkar hvítir og hárnet margir litir ódýrast í versl. Bergen. Súputeningar á aðeins 5 aura í verslun Sig. Kristjánssonar. Kartöflur væntanlegar með »Sterling.« Pantið þær í tíma. Sig. Jakobsson. Kaupið Rauðmaga með því sparast viðbit. Hann fæst í versl. Bergen. Manchettskyrtur hvítar og mislitar Flibbar og slaufur fást í versluninqi Aalesund. Góð vasaúr með 2ja ára ábyrgð fást hjá Stefáni Kristjánssyni. Haframél er ódýrast í versluninni Aalesund. Sætsaft og Limonaði nýkomið Stefán Kristjánsson. Útlán bóka í Lestrarfélagi Siglufjarðar getur ekki farið fram á morgun, vegna hátíðar halds í barnaskólanum. tiannes Jónasson. Vanur mótoristi getur fengið pláss á mótorbát í sumar. Hátt kaup! Upp- lýsingar gefur Sig. Finnbogason. Ofnsverta og Blámi fæst best í verslun Sig. Kristjánssonar.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.