Fram


Fram - 27.09.1919, Blaðsíða 2

Fram - 27.09.1919, Blaðsíða 2
164 FRAM Nr. 40 Auglýsing. Héreftir verða lyf í hand- kaupum aðeins látin úti á tímabilinu frá kl. 1 —3 síð- dcgis og einungis gegn borgun út í hönd. Viðtalstími minn við sjúklinga hér heima er einnig frá kl. 1—3 síðdegis. Guðm. T. Hallgrímsson. en aö hálfu úr ríkissjóði og vera sem hér segir: 1. í þeim umdæm- um, þar sem fólkstai er 300 eða minna, 250 kr. — 2. í uind., sem hafa fleiri en 300 manns, 250 kr. að viðbættum 10 kr. fyrir hverja fulia 5 tugi manna, sem fram yfir eru 300, þó svo, að launin fari al- drei fram úr 1000 kr. — 3. í kaup- staðaumd., þar sem eru tvær eða fleiii yfirsetukonur, skal deila íbúa- tölu jafnt milli þeirra og því næst skal reikna þeim laun æ sama hátt og öðrum yfirsetukonum, þó'aldrei yfir 1000 kr. — Laun ailra yfirsetu- kvenna skulu hækka fimta hvert ár um 50 kr. uns launabótin nemur 100 kr. og hata þær þá náð hámarki lauua sinna. — Eftiriaun greiði sömu aðiijar og launin greiða, í sama hlutfalli. — Jafnfraint er þóknun fyr- ir yfii setu ákveðin 7 kr. og kr. 2,50 fyrir hvern dag, sem yfirsetukona dveiur hjá sængurkonu, nema þann dag, er hún tekur á móti barninu, en 1 kr. fyrir hverja vitjun í kaup- stað eða kauptúni, þar sem yfirs.k. byr. — Lögin öðlast gildi 1. jan. 1020. — í greinargerðinni segir: »Launakjör yfirs.kvenna eru orðin alveg óviðunandi. Horfir til hinna mestu vandræða, því að skortur er mikílí víða um iand á yfirsetukon- um og öldungis víst, að hann muni verða enn meiri, ef ekki er bót á ráðin. Neíndin vill þvi gera nokkra tilraun til að bæta kjör þessara starfsmanna ríkisins og héraðanna, enda eru þeir engu síður nauðsyn- legir en hinir aðrir, sem nú er ver- ið að bæta iyrir til þess að ríkinu haldist á góóum starískröftum.« Fratnkvæmd skógræktar.— Svohlj. þingsál.till. fra. landbún.nefnd n. d.: »N. d. Alþ. ályktar að skora á landsstjórnina að láta rannsaka allar framkvæmdir í skógræktunar- málum landsins undanfarin 5 — 10 ár, og komi það í Ijós, að forusta þeirra mála sé óviðunandi og ó- heppileg, að stjórnin skifti þá um framkvæmdarstjórn þeirra efíir þvj sem nauðsynlegt þykir.« Loftskeytastöð í Grímsey — Samvinnunefnd samgöngumála er hlynt því, að loftskeytastöð verði reist í Grímsey, en teiur jafnframt sjálfsagt eða óhjákvæmilegt, að önn- ur loftsk.stöð verði reist noróanl., sem þessi væntanl. stöð í Grímsey gæti haft samband við. Ensk-íslensk orÖabók eftir G. T. Zoéga óskast til kaups. A. v. á. Erl. símfregnir —00— Kliöfn 19.-9. »Gull eftir Einar H. Kvaran er komin út hjá Gyl- dendal í danskri þýðingu. 20. -9. Fulltrúi Bolsjevikka í Lond- on kveður Lloyd Georgé standa í bréfaviðskiftum við Rússastjórn, en L. G. harðneitar því. Búlguruin er gert að greiða 2J/4 miljarð franka í skaðabætur. 2L-9.- Framkomin skjöl sýna .að á ráðherrafundi Austurríkis 7.7. ’14 var ákveðið að hefja ófriðinn, en Tisza einn lagðist á móti. 23. -9. Lenin er að koma á Bol- sjevikkastjórn í Konstantínópel. F-rá Berlín fréttist að uppljóstur í »Rundschau« ætli að haía víðtæk- , ar pólitiskar afleiðingar. Wiison forseti ætlar að koma til Norðurálfu. Verkfallið í Khöfn breiðist út. 24. -9. Motóingjafélag er myndað á Pýskalandi. Ameríski hershöfðinginn Pershing mun bjóða sig fram við forseta- kosningu Bandaríkjanna vegna þess að hann er óánægður með hið fyr- irhugaða Alþjóðabandalag. Frá London er símað, að mál- sókn verði hafin á hendur Vilhjálmi keisara jafnskjótt sem allir Banda- nienn hafi samþykt friðarsamningana. Innl. sfmfregnir. 21. -9. kom sprunga í Reykjanes- vitann af jarðskjálftakipp, en samt stendur vitinn og er kveykt á hon- um enn. »ísland« er komið til Rvíkur. Enskur botnvörpungur stiandaði við Öndverðarnes, tók út aftur og sökk, en mannbjörg varð. »Lagarfoss« fer frá Rvík 30. þ.m. til Ameríku. Alþingi slitið í dag kl. 2. Víkan. —00 — Tíðin. Bleytukafald og illviðrí hér á hverjum degi, og alstaðar þar sem frétst hefur til af landinu, versta tíð. Skipaferðir. -Sterling var hér á ferð um síðustu helgi, vestur um land og suður. — »Geir,« björgunarskipið, kom Wngað frá Akureyri á þriðjudag, á leið til Rvíkur; með skipinu tók sér far héð- an kaupm. Páll S. Dalmar snögga ferð til Rvíkur. — Síðustu síldveiðaskipin hafa farið héðan þessa dagana. I nótt fóru héðan til Rvíkur - Esther, »Geir goði,« »Gissur hvíti,« *Pórir og »Högiji.« Frú Kristjana Bessadóttir, fór héðan til Rvíkur með »Gullfoss« síð- ast, til lækninga. 2 ný apótek hafa verið sett á stoín sunnanlands. Annað í Rvík af Stefáni Thorarensen frá Akureyri, og hitt á Eyr- arbakka, af dönskum manni Pedersen að nafni. Einar Kristjánsson, sem undanfarin ár hefur verið hér hjá Guðm. lækni, er nýlega farinn héðan suður á Eyrarbakka sem aðstoðarmaður í lyfjabúðinni. AfBorgarfirði eystra er skrifað 11. þ. m. að þá hafi þar heilan mánuð verið versta tíð, snjóað ofan í mið fjöll og kalsarigning í bygð. Misvitur er Einar okkar! Einar Arnórsson berst fyrir þvi á Alþingi að hætt verði að prenta umræður þing- manna, svo að þjóðin fái ekki að vita um framferði fulltrúa sinna á þingi, teiur prentun þingtíðinda eins ag að undan- förnu svo kostnaðarmikla, aö þjóðin fái élgi undir risið. En — aftur á móti mun sanii Einar eigi ófús að snara út álíka upphæð fyrir að gera út »sendiherra« til Danal Listi yíir gjafir til Berklahælis og Ljós- lækningastofnunar Norðurlands, safnað hér í Siglufirði af frú Indu Tynes. —oo— Helgi Hafliðason 100,00 Einar V. Hermannsson 10.00 G. Hannesson og kona 50.00 Njáll Hallgrímsson 10.00 Björg Jónsdóttir 10.00 Guðný Vilhjálmsdóttir 1.00 Ólöf Barðadóttir 5.00 Friðb. Níelsson 100.00* Vilhelniína Vilhelmsdóttir 5.00 Asta Vilhelmsdóttir 1.00 Jakob Benediktsson 5.00 Petra og Anna Sæm.dætur 1.00 Solveig Björnsdóttir 1.00 Halldóra Bjarnadóttir 1.00 Halldóra Pálsdóttir 5.00 Vilhelmína Norðfjörð 1.00 Guðfinna Pálsdóttir 5.00 Sigríður Jónsdóttir 5.00 Puríður Jónasdóttir 2.00 Póra Helgadóttir 2.00 Baldvina Baldvinsdóttir 2.00 Kristín Björnsdóttir 1.00 Ólína Björnsdóttir 2.00 Sigríður Porláksdóttir 2.00 N. N. 2.00 S. B. Kristjánsson 20.00 Sigríður Friðfinnsdóttir 10.00 Anna Vilhjálmsdóttir 10.00 Guðrún Sigurðardóttir 5.00 Ingibjörg Jónsdóttir 5.00 Jónas Jónasson 5.00 Jónína Johansen 5.00 'Guðrún Jónasdóttir 5.00 H. Söbstad 10.00 Jón Guðmundsson 10.00 Petrína Sigurðardóttir 10.00 Guðný Pálsdóttir 5.00 N. N. 10.00 Auður Frímannsdóttir 10.00 Páll og Hólmfr. í Lindarbr. 10.00 Sólrún 5.00 Sigríður 5.00 Valgerður Landmark 5.00 Steinþóra Barðadóttir 5.00 Hans 2.00 Halldór Jónasson og kona 50.00 G. 50.00 G. Fr Guðm. 5.00* Porm. Eyólfsson 25.00 O. O. 25.00 Hingað og þangað. -00 — Frakkar og Bandaríkjamenn. Löngu áður en heimsstyrjöldinni laust á, var vinátta góð og einlæg milli Frakka og Bandaríkjamanna. Átti sú vinátta sér eigi aðeins rætur í fornum endurminning- um frá dögum þeirra Washingtons forseta og Lafayette. en hún bygðist einnig á mjög svipuðum pólitískum skoðunum beggja þessára þjóða og á einlægri aðdáun Am- eríkumanna á frönsku sálaratgerfi ogfrönsk- um listum. Og þegar Ameríka brá brand- inum og óð fram á vígvöllinn, þá var það, ef til vill, engu síður gert vegna Frakk- lands og Belgíu en vegna Englands. Þessi vináttubönd hafa Bandarikjamenn treyst enn betur meðan á styrjöldinni stóð, ekki eingöngu með herafla og fjárframlögum heldur og með því að standa við hlið Frökkum á margan hátt og rétta þeim hjálparhönd. Á Frakklandi er æðimargt ’’) Stjarnan þýðir, að þessar gjafir eru aðeins ætlaðar berklahælinu. fornlegt og úrelt og alstaðar þar sem am- erískar nefndir, er á Frakklandi hafa starf- að, hafa orðið þess varar, þá hafa þær kent Frökkum hagkvæmari vinnubrögð í ótal greiuum, alt frá því að leggja nýtísku járnbrautir og til þess að stofnsetja og reka barnahæli og heilsuhæli h-andaberkla- sjúkum, En til þess að franskur æskúlýður eigi kost á að kynna sér háttu Ameríku- manna sér ti^gagns og nytsemdar og kenna síðan löndum sínum er heim kemur, þá hafa Frakkar ásett sér að senda á ári herju 5 þús. ungra manna, karla og kvehna, til Ameríku, er eiga að stunda nám á amerískum háskölum, og voru þegar 230 ungar stúlkur frakkneskar farnar vestur á öndverðu þessu ári. Jafnframt því ætla Ameríkumenn að senda álíka stóran hóp frá sér til að stunda náin á Frakklandi, einkum fagrar listir og byggingarlist. Bú- ast báðar þjóðirnar við góðum og miklum árangri af þessari samvinnu. Flughætta. Þokan er ein af hættum þeina, sem á- vait vofa yfir flugmönnunum og komust þeir margir í hann krappan af þeirri á- stæðu á styrjaldarárunum auk ótal annara mannrauna, sem þeir lentu í. Þokan er versti óvinur sjómannsins, en hún er þó margfalt hættulegri flugmanninum, því að hann hefir ekkert við að styðjast, sem hann geti áttað sig á, og getur ekki einu sinniýeða hvað síst, gripið til þess úrræð- is að stöðva vélina og bíða þangað til að þokunni léttir. — í styrjöldinni var enskur flugmaður á ertirlitsferð meðfram tilteknum hluta af strönd Englands. Skall þá alt í einu yfir hann niðdiinm þokaog átti hann ekki annars úrkosti en að halda áfram fluginu eitthvað út í bláinn, en þá átti hann á hættu að eyða öllu bensíninu og hrapa svo tii jarðar. Hann varð ein- hvernveginn; hvað sem tautaði, að gera sér Ijóst hvar hann væri staddur og hvort hann svifi yfir láði eða legi. Lækkaði hann því flugið með mestu varkárni alt þang- að til hann heyrði sjávarnið og taldi sig því vera einhverstaðar yfir sjónum. Þá rauf þokuna skyndilega og sá hann þá fyrst í hvaða háska hann var staddur. Vélin fór með afskaplegum hraða, 100 kílómetra á klukkustund, og stefndi beint á himingnæfandi sjávarhamra, svo að með sama hraða og sömu stefnu hefði hún eftir fáeinar sekúndur rekist á klettana og mölvast mélinu smærra. Ekkert fát kom samt á flugmanninn þótt hann væri svona nauðulega staddur og fékk hann snúið stýrinu með eldsnöru viðbragði, en ekki átti hann þá nema 1 meter að hamra- veggnum og vélin Iagðist alveg á hliðina að heita mátti. I þessum stellingum þaut hann meðfram ströndinni, þokunni létti og tókst honum þá að sveifla sér upp yfir hamrana og leita lendingar. s Flaggsápan er sáputegund, sem framleidd er af Hinum íslensku efnaverksmiðjum í Reykjavík. Sápa þessi er að verða mjög útbreidd hér á landi og er að öllu leyti laus við sýru og eit- urefni, útrýmir algerlega sóda, hreins- unarefni (skurepulver) og öðrum slíkum áður notuðum hreinsunar- efnum. Ein af stærstu nýlenduvöruversl- unum Reykjavíkur, segir svo í bréfi til verksmiðjunnar: »Eftir að hafa reynt sýnishorn það af sápu, sem þér senduð mér, er mér Ijúft að votta, að sápan reyndist alveg ágætlega, og tel eg engan efa á því að eftirspurn eftir henni verði mjög mikil.« Hér í Siglufirði fæst Flaggsáp- an hjá S. A. Blöndal.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.