Fram - 27.09.1919, Blaðsíða 3
Nr. 40
FRAM
165
Auglýsingaverð.
Sökum aukins kostnaðar á öllum sviðum,
hækkar verð auglýsinga í blaðinu frá 1. okt. n.k.
úr kr. 0.50 upp í kr. 0.80 pr. céntimeter.
Afsláttar textinn helst óbreyttur fyrst um sinn.
Stjórn Pren tsmiðjufélags Siglufjarðar.
Múskat st. og óst., Carry, Capers, Pipar, Sinnep, Ger-
duft, Eggjaduft, Tómatsósa, Hjartarsalt, Kardimommu-
duft, Möndludropar, Vanilledropar og Njálstöflur, sem
eru afbragðsgóðar við hósta og hæsi, fæst hjá
Stefáni.
Odýrar vörur.
Fernis 3,00 pr. kg.
og
Saumur
4” 10.00, 3” 5.00, 2V, 5.10
pakkinn í verslun
Jens Eyjólfssonar.
Kaffibætir
ódýrastur í verslun
Stefáns Kristjánssonar.
Ofnsverta, Skósverta
og Fitusverta
best og ódýrust hjá
Stefáni.
Takið eftir!
Vetrarkápur handa kvenfólki nýkomnar í verslun
Péturs Ásgrímssonar.
Prímus hausar
„ pinnar
„ nátar
„ pakning
ódýrast í
„Bergen.li
Fjármark mitt er: Vaglskora
fr. hægra, blaðstýft aftan vinstra.
Kristján Rögnvaldsson
Kvíabekk, Ólafsfirði.
Jeg undirrituð hefi ákveðið að
taka að injer unglingsstúlkur að
Spil
ódýrust hjá Stefáni.
Ritstjóri og afgreiðslum. Sophus A. Blöndal
Siglufjarðarprentsiniðja.
segja til við útsaum í vetur.
Pórunn Sigurðardóttir.
Borgið ,Fram‘
66
hugsa um 'hin horfnu skjöl, og reyna að hugsa upp ráð til þess
að fá þau aftur.
Áreynslán við að koma bréfum og skjölum kardínálans í lag,
hafði hrest hann bæði andlega og líkamlega. Hugsanirnar voru
skýrari og taugarnar styrkari en meðan hann ráfaði aðgerðalaus
á götunum.
Ástæðurnar voru ekki verri nú en þær höfðu vérið um morg-
uninn og það var enn þá engin þörf á að hræða félagana með
því að segja þeim frá hvernig málinu væri varið. Pað yrði ein-
ungis til þess að þeir sneru reiði sinni að honum, sem hafði
nóg að bera án þess.
Nei, það var betra að láta þá ekkert vita fyrst um sinn. Ivan
hafði ekki mist alla von um að skjölin væru enn á sínum stað,
og að honum myndi hepnast að fá frú Demidoff til þess, að
afhenda honum ljósastikurnar, þegar hún fengi þær frá lögregl-
unni,
Að því er snerti kardínálann þá vissi Valenski, að hann leit
aldrei í blað þegar hann hafði gefið frá sér embættisstörf sín.
Nafn hans hafði heldur ekki verið nefnt að þessu, og-----------
Hér beindust hugsanir- Ivans í nýa átt. Hvers vegna hafði
frú Demidoff haldið nafni kardínálans leyndu? Var það aðeins
vegna þess, sem var mjög eðlilegt, að hún vildi ekki að hann
fengi að vita að hún hafði brugðist því trausti er hann bar til
hennar? Eða var einhver önnur ástæða fyrir því að hún vildi
ekki að kardínálinn fengi að vita hvað skeð hafði. Ivan fölnaði
við hugsunina. Var ein eða önnur leynileg ástæða fyrir hinni
miklu æsingu er hún hafði verið i', hún frú Demidoff, sem var
svo heimsvön, og köld og róleg jafnan.
Var hún búin að komast að leyndarmálinu, og ætlaði hún
að afla sér sjálfri heiðurs og hagnaðar með því? Ætlaði hún
hvað sem það kostaði að ná í skjölin aftur, til þess sjálf að geta
krafist launanna fyrir þau. Var æsing hennar komin af ótta fyrir
að missa þessa dýrmætu sönnun fyrir tilveru samsærisins?
Alt þetta var mögulegt. Ivan sá það Ijóst — hversu mikið
sem hann reyndi að svæfa ótta sinn með þeirri fölsku ályktun
að alt gæti enn þá verið í röð og reglu.
63
eyðileggja alt á síðasta augnabliki, en þeir möguleikar voru svo
litlir, að hann var í raun og veru hér um bil viss um að ekkert
það kæmi fyrir. Eftir tvo daga hefði hann skjölin á sínu valdi,
og gæti afheht þau í réttar hendur.
En nú var alt breytt. Hin hættulegu skjöl voru á þessu
augnabliki í höndum þjófa eða hylmara, sem myndu reyna til að
gera sér sem mest úr þýfinu. Leyndarmálið er snerti Ijósastik-
urnar myndi fljótt komast upp, listverkasalarnir þektu alt of vel
til alskonar leynihólfa.
Ivan skalf vió hugsunina um hve gjörsamlega hann og fé-
lagar hans voru á valdi þessara bófa. Myndu skjölin verða not-
uð til fjárkrafa, til ákæru. eða til hvers?
þjónninn hafði komið inn og mint Ivan á að mál væri að
fara af sfað ef hann vildi ná Kassa-Oderberg hraðlestinni, en hann
hafði svarað óþolinmóðlega, að liann hefði tekið aðra ákvörðun,
og ætlaði sér ekki að leggja af stað þennan morguninn,
Pegar þlónninn var farinn greip hann aftur blaðið, og las
greinina um þjófnaðinn aftur og aftur, þangað til hann fékk verk
í gagnaugun, og bókstafirnir hoppuðu fyrir augum hans. Hann
var máttlaus og veikur af hræðslu.
— Lögreglan hefir furidið slóð að rekja, tautaði hann við
sjálfan sig. — Hvaða slóð er það — og livað skeður ef hið
stolna finst?
Þá inyndi koffortið verða opnað, innihald þess borið saman
við lýsingu frú Demidoff og henni svo afhent það. Og hún
myndi verða himinliíandi glöð yfir að geta afhent Valenski Ijósa-
stiknrnar aftur og vera laus við alla ábyrgð. En áður en svo
kæmi myndi þær ganga milli þjófanna, lögregluþjónanna og toll-
þjónanua, og hver sem vera skyldi næti komið við leynifjöðrina,
og þá — —?
Valenski reyndi að telja sjálfum sér trú um að til þess væru
litlar líkur. Leynihólfin væru vel falin, og fjaðrirnar svo stífar, að
þær létu ekki undan nema fast væri þrýst á þær.
Þó var hann of órólegur til þess að geta verið um kyrt.
Hann hugsaði sér að á kaffihúsunum gæti hann íengið að heyra
\
I