Fram - 17.01.1920, Page 1
^vít±±±±±±±±±±±*oZ
Nýkomið:
Gardinutau, léreft,
flónel og silki.
Páll S. Dalmar.
Qfí&fapppfafippfipfí
*±te±±±±±±±sk±±±&
FRAM\
kemurút 52sinnum áári. Verð 4 kr.
Gjalddagi l.júlí. Uppsögn sé skrif-
leg, og korni fyrir áraniót, því aðeins
gild að hlutaðeigandi sé skuldtaus
|&
ú'i
við blaðið. ff'
ú
t3f?flf?fZf?f3f3f1f3f3f7f3fK
IV. ár. Siglufirði 17. jan. 1920. 3. blað.
Bæjarstjórnarkosningin
Nokkur orð til athugunar.
Með lögum frá 30. nóvember 1918
var Siglufjarðarverslunarstaður tek-
inn í tölu kaupstaða landsins. Sam-
kvæmt þessum lögum voru svo
hinir fyrstu bæjarfulltrúar kosnir 6.
júni s. 1. ár eins og lögin ákváðu,
6 að tölu.
í upphafi er því gert ráð fyrirað
bæjarfélaginu nægi 6 fulltrúar auk
lögreglustjóra, en reynslan, sem er
ólýgnust, hefir orðið sú, að þó 6.
júní væru kosnir þeir menn, sem
reyndir voru að skýrleik og dugn-
aði, eru þeir samt of fáir, og því
er nú svo komið að sótt hefurver-
ið um samþykki stjórnarráðsins til að
bæta tveimur fulltrúum við og fer
kosning þeirra fram í dag.
Um tvo lista verður kosið A-lista
og B-lista og fylgja öðrum þeirra
að eins sérstakir menn.
A-listinn er ekki flokkslisti því
hann er borinn fram og studdur af
öllum stéttum bæjarins, ekki með
einhliða flokkshagsmuni fyrir aug-
um, heldur hina sameiginlegu hug-
sjón alira bæjarbúa æðri sem lægri
og allra hvar sem er, þá að gera
sveitina sína sem lífvænlegasta og
ánægjulegasta fyrir alla. Pað er gæfa
þessa bæjarfélags sem hvers ann-
ars að halda sem lengst svo mikilli
þjóðfélagseiningu og sanngirni gagn-
vart hver öðrum, að hið opinbera
fulltrúaval megi ætíð gerast með
það eitt fyrir augum, hver líklegast-
ur sé til að vinna með stöðu sinni
mest atment gagn og hverjum best
megi trúa til að taka allar ástæður
hver sem í hlut á, til greina, með
fulíu drenglyndi og sanngirni.
Á B-listanum, sem er annar list-
inn við þessar kosningar eru þessi
fulltrúaefni: Hannes Jónasson kaup-
maður og frú Guðrún Björnsdóttir.
Á listi þessi að vera flokkslisti þ.e.
listi verkamanna eða þess hluta
þeirra, sem telja bæði siálfum sér
og öðrum trú um, að við slík tæki-
færi sem þetta sé það lífsspursmál
fyrir þá og þeirra niðja að bæjar-
búar séu andstæðir hver öðruin og
ósammála. Að B-listinn er fram-
kominn væri skiljanlegt frá flokks-
sjónarmiði verkamanna ef á honum
stæðu þeirra stéttar og starfsbræð-
ur, en fjærri fer að svo sé. Hannes
er kaupmaður bæði í orði og verki,
enda í Kaupniannafélaginu og á
fundum hinn eindrægnasti um stefnu
þess og málefni og áberandi félags-
maður, auk þess er hann fastráð-
ið árshjú hjá Goos stórkaupmanni
og verður því sem hver annarvand-
aður og trúr þjónn í fjarveru hús-
bónda síns að koma fram gagnvart
verkamönnum sem stórkaupmaður-
inn sjálfur í öllu því sem að hon-
um snýr sem kaupmanni eða vinnu-
veitanda. Frú Guðrún er, á bænda
vísu, dóttir eins af »höfðingjunum«
nú kona Þormóðs Eyólfssonar kaup-
manns og honum að allra sögn
mjög' samrýnd og sammála, en Þor-
móður hefir aldrei verið annað en
kaupmaður í húð og hár. Andinn
má því hafa komið yfir frúna mjög
nýlega sé hún nú orðin heilluð af
verkamannahugsjónum.
Nei! Skoði verkamenn kaupmenn
og aðra vinnuveitendur bæjar-
ins, þar á meðal Goos — Hannes
sem pólítískan flokk andstæðan sér,
— sem til ailrar hamingu er enn þá
bara ímyndun — þá ættu þeir að
sjá að öll fulltrúaefnin eru úr
þeim flokki, öll af sania sauða-
húsinu.
þeir sem kjósa A-listann í dag
eiga því láni að fagna að styðja
með því tvo af okkar allra nýtustu
borgurum til opinberra starfa. Jón
Guðmundsson er til margra ára
jafnt af verkamönnum sem öðrum
að góðu einu reyndur í stjórn
þessa sveitarfélags; er margs að
minnast frá þeim tíma svo sem hans
sérstöku gætni í fjármálum sveitar-
innar, einnigframsýni hans ogáhuga
‘í Ijósamáiinu, sem allur bærinn
geldur nú fyrir að fylgja ekki betur
á sínum tíma o. fi.
Ole Tynes er tiitölulega ungur
borgari hér en þó þekkja allir hans
framúrskarandi starfsáhuga, dugnað
og ósérplægni hvort setn hann vinn-
ur fyrir sig eða aðra; opinber starfs-
maður bæjarins he|ir Tynes einnig
verið nú um nokkurn tíma og kom-
ið þar mjög vel fram fyrir bæjar-
ins hönd. Að þekkingu stendur
hann því nær ýmsum stærri málum
bæjarins en þeir sem aldrei hafa
komið því nálægt. Tynes var til
skamms tíma fátækur verkamaður
og því myndi enginn betur þekkja
eða skilja almenn verkamannakjör
og kröfur en hann.
Hannes Jónasson þjónar nú ekki
tveimur herrum sem þó er talið
flestum nóg, heldur fjórutn, þ.e. stór-
kaupmanninum húsbónda sínum,
Kaupmannafélaginu, Verkamannafé-
laginu ogkaupmanninum sjálfum sér.
Sýnist hann þvf hafa nóg þó ekki
sé á hann bætt, hversu duglegur
og trúr sem hann kann að vera, en
um það segir nú sitt hver. Frú
Guðrún er óreynd, hefur aidrei að
sveitar eða bæjarmáium komið á
æfi sinni, en hætt er við að reynsl-
an yrði hér sem annarstaðar þar
sem konur hafa komist í sveitar
eða bæjarstjórn, að hún hefði harla
lítil áhrif og íengi fljótt nóg af
dýrðinni.
Pið konur, sem hafið kosningar-
rétt, látið ekki blekkja Jykkur því
sannleikurinn er og hanrt sann-
anlegur hvenær sein þið viljið, að
Guðrúnu er ekki ætlað að hljóta
hnossið þó hún sé á lista með
Hannesi til þess að tryggja kosn-
ingu hans. Notið ykkar ungu pólí-
tísku réttindi með gætni en lánið
þau ekki út sem ómerkiiega hluti.
Enginn karlmaður óskar nú eftir konu
inn í bæjarstjórnina, þvert á móti,
og munu þeir því flestir eða allir
stryka yfrir nafn Guðrúnar svo húVi
geti als ekki komið til greina.
Annars hvað sem menn segja
um hæfilegleika Hannesar til bæjar-
stjórnar er hálf óviðfeldið að hugsa
sér hann sem fulltrúa bæjarins, mann
sem vitanl. er öðrum háður sem
hjú og ekki sjálfráður að sínum
tíma né verkum. Hver ætti fyrsta
veðrétt í honum, bærinn eða Goos,
ef báðir þyrftu hans á samatíma?
Það er vitanl. að Blomkvist gamli
hefir snúið Hannesi sem hverju
öðru hjúi enda haft rétt ti! þess.
Heiðruðu kjósendur sem allir
viljið bænum það besta, athugið
nú rólega og hlutdrægnislaust hver
þessara fjögra fulltrúaefna hvort
frú Guðrún með vinnumanni, stór-
kaupm. eða Jón Guðmundsson og
Tynes eru iíklegri til áræðis og
framkvæmda í t. d. hinum stærri
inálum bæjarins, svo sem hafnar-
máli, bryggjumáli, ljósamáli, spít-
alamáli, húsbyggingamáli, vega- og
holræsagjörð o. fl. o. fl. Gætið
þess að eins og það er skylda
fulltrúanna, hver sein þá kýs, að
vinna fyrir alt bæjarfélagið hlut-
drægnislaust, eins er það skylda
kjósendanna að veija fulltrúana
eingöngu nieð tilliti til starfshæfi-
legleika og starfsaðstöðu.
Kjósið því allir A-listann.
Siglfirskur kjósandi.
Liðna árið.
—oo—
Niðurl.
Þess verður að geta, að fyrir
forgöngu Flugfjelags íslatids var
fengin hingað í sumar flugvje! og
danskur flugmaður, Capt. Faber, til
að sýna flug. Gekk í miklu stíma-
braki að fá vjelina flutta hing-
að með skipum, en tókst þó að
lokum. Hóf þessi fyrsta flugvjei, er
hjer hefir sjest, sig í fyrsta sinni
til flngs 3. sept. síðari hluta dags.
Var svo Faber og vjelin á flugi
næstu daga yíir Reykjavík og grend-
inni, skrapp austur í Árnessýslu og
til Vestmannaeyja. Verður þess von-
andi skamt að bíða að við njótum
þessara hraðfleygu samgöngutækja.
Mér er ókunnugt um samgöngu-
bætur á landi, en eitthvað hefir ver-
ið unnið að vegnm og flutninga-
brautum, þó minna hafi verið en
áður. Hækkun verkalauna eða verð-
fall peninganna rýrir notagiidi fjár-
veitinganna til þeirra geypilega móts
við það, er áður var.
Eins og áður er getið hefir all-
mikið losnað um verslunarböndin.
Innflutningsnefndin hætti störfum
snemma á árinu og Útflutnings-
nefndin hefir engiti afskifti haft af
öðru en útflutningi hrossa.
Síðari hluta ársins mun Lands-
stjórnin aðeins hafa haft einokun á
kolum og salti, en þó veitt undan-
þágur fyrir hvorttveggja. Eigi að
síður hefir verslunin átt við ýmsa
örðugleika að stríða á marga lund.
Stórfeld verkföll erlendis hafa gert
henni hinn mesta óleik og vand-
sjeð er að stórum hafi betra verið,
hvað útlendan varning áhrærir, en
á styrjaldar árunum þegar á alt er
litið þótt meira hafa verið olnboga-
rými. Sumar vörutegundir hafa veiið
af skornum skamti á stundum, t. d.
tóbak og sykur, og verðiag á út-
lendri vöru hefir verið óbreytí eða
hærra, nema á salti og kolum.
íslenskar afuiðir hefa verið í ali-
háu vejði og þó líkiega einkuin í
innanl.viðskiftum. Uil og mör voru
í svipuðu verði og árið áður, en
gærur, kjöt og fiskur í miklu hærra