Fram


Fram - 17.01.1920, Blaðsíða 2

Fram - 17.01.1920, Blaðsíða 2
10 FRAM Nr. 3 verði: Síldarverð var nokkuð lægra og mikið enn óselt af síldaraflanum og söluhorfur hinar verstu. Kenna menn það bæði samtökum útlendra síldarkaupenda og ljelegri verkun síldarinnar. Ríkisstjórnin tók sjer á þessu ári vald til einkasölu á hross- um til Danmerkur og voru seldar þangað nokkur þúsundir hesta fyrir c. 400 til 600 krónur hver. Lagði þingið blessun sína á það síðar með því að samþykkja lög, er heim- ila stjórn, að taka í sínar hendur alla sölu á hrossum til útlanda, og útflutning þeirra, en allhart var þetta tiltæki stjórnarinnar dæmt af sum- um. Ping kom saman 1. júlí eins og venja hefir verið. Snemma á þing- tímanum, lýsti stjórnin því yfir að hún mundi leggja niður völd, en þar eð eigi náðist samkomulag með- al þingfl, um myndun nýrrar stjórn- ar og enginn einn flokkur hafði nægilegt þingríki til þess, situr hún við völd þar til þing kemur saman í febr. Eitt af aðalverkum þingsins var að semja og samþykkja frumvarp til stjórnarskrárfyrir konungsríkið ís- land. Af merkum lögum frá þinginu má nefna lög um ríkisborgararjett, með 5 ára búsetu sem skilyrði fyrir ríkisborgararjetti, Iög um hæstarjett, laun embættismanna, lög um skip- un barnakennara og laun þeirra. Má vænta þess að með launalögum þessum sje að mestu kveðin niður sú óánægja er almenn var orðin meðal embættis og sýslunarmanna með launakjörin og eigi að ástæðu- lausu. Rá verður og að geta laga um aðflutningsgj. af salti og kolum og útflutningsjgöld af síld. Pykja allar þessar lagasetningar heldur harðbýlar í garð sjávarútvegsins, enda er víst auðvelt að finna því stað. Hinu má og heldur eigi gleyma, að skattamálin eru jafnan erfið og viðkvæm mál, og er gildi peninga rýrnar jafn afskaplega á skömmum tíma eins og núástríðs- árunum eykst þetta hvorttveggja að miklum mun. Seint á þingtímanum kom út álit Fossanefndarinnar í tvennu lagi, meiri og minni hluta. Hafði nefnd- in klofnað snemma í febr. út af á- greiningi um eignarrjett á rennandi vatni. Heldur meiri hlutinn fram eignarrjetti ríkisins eins og kunnugt er orðið, en minni hlutinn eignar rjetti landeigenda og þeirra er heim- ildir leiða frá honum, Nefndin er sammála um eignarrjett ríkisins á fallvötnum í afrjettum og almenn- ingum. Pað liggur í augum uppi að virkjun íslenskra fallvatna verður nú fyrst um sinn eitthvert stærsta og vandasamasta mál okkar unga ríkis, Eftir þinglausnir fóru fram þing- rof og var kosið að nýju hinn 15, nóv. Varð allmikil breyting á skipun þingsins við kosningarnar. Heima- stjórnarmenn töpuðu nokkrum þing- sætum og eru nú sjálfstæðismenn, »Pversum« og »Langsum«, sterkastir í þinginu, en þó eigi einfærir um að mynda stjórn. Veruðr ekkert um það sagt með vissu hvernig flokkarnir bræða sig saman um það mál, en líklegast er að þessir tveir flokkar, er nú voru nefndir, geri bandalag með sjer um myndun Stjórnarinnar. Af vísindaritum, er út hafa komið á árinu, verður að nefna Verslunar- einokuu Dana á íslandi, eítir Jón J. Aðils heiðursdoktor við háskóla íslands, mikið rit og merkilegt, og Nýall, heiinspekisrit eftir doktor Helga Pjetursson, nýstárleg bók í meira Iagi, rituð á undurfögru máli, Tajsvert hefir og komið útaískáld- ritum, en ekkert þeirra virðist sjer- staklega tilkomumikið. Af öðrum tíðindum er gersthafa í islenskum listaheimi, má geta þess að byrjað var aftur á Listaverka- safnhúsi Einars Jónssonar, sem hætt var við 1916. Verður það væntanl. fullgert í vor og þar með lokið hrakningi þeim, er verk hins ágæta listamanns hafa orðið að sæta okk- ur til vanvirðu. Pá var og hin fyrsta almenna listasýning hjer á landi opnuð í Reykjavík 31. ágúst, Einn af merkusíu viðburðum ársins er, að Radiumstofnunin tók til starfa. Hefir fraingangur þess máls orðið syo skjótur að undrun sætir, þrátt fyrir ýmsa örðugleika þessara erf- iðu tíma, en Oddfellowar hafa löng- um sýnt það að þeim málum var vel borgið, er þeir hafa tekið að sjer. Hjer koinu í sumar danskir knatt- spyrnumenn úr *Akademisk Boid- klubs« og þreyttu íþrótt sína við landann. Báru íþróttamenn vorir lægra hlut, en stóðu sig þó betur en við var búist, því hjer var við einvalalið að etja. Flokkur danskra kvikmyndara, undir forustu O. Sommerfelt, dvaldi hjer í sumar um þriggja mánaða skeið við að »filma« »Sögu Borg- arættarinnar« eftir Ounnar Gunnars- son. Var höfundurinn með í förinni. Ferðaðist flokkurinn talsvert um landið og Ijet að sögnum hið besta yfir dvölinni. Af löndum vorum, er dvelja lang- vistum erlendis, komu hingað tón- skáldið próf. Sveinbjörn Sveinbjörns- son, Pjetur Jónsson söngvari, Jó- hannes Jósefsson glímukappi með konu og börnum og máske fleiri, því »röm er sú taug, er rekka dreg- ur föðurhúsa til.« A þessu ári voru og haldnir lög- fræðinga, lækna- og guðfræðinga- fundir fyrir Norðurlönd og fóru hjeðan fulltrúar á alla þessa fundi. Einnig fóru af vorri hendi fulltrúar á fundi Norræna stúdentasambands- ins er haldinn var í Noregi, Pá var og biskupi vorum boðið til Dan- merkur og þaðan til Svíþjóðar meA tilmælum um að halda þar nokkra fyrirlestra. Var honum tekið þar hið besta. Af ýmsu, sem hjer hefir verið tal- ið, er það Ijóst að fullveldi vort þó ungt sje, hefir þegar breytt af- stöðu okkar út á við, og að ná- grannar vorir telja okkur fremur en áður menn með mönnum. Ætti það vissulega að skerpa ábyrgðartilfinn- ingu vora og vera oss hvöt til þess að verða meiri menn og betri. Við eigum nú á næstu tímum að ráða fram úr viðfangsmiklum verkefnum. Framtíð okkar og vel- ferð er undir því komin hvernig þeim verður skipað, og á okkur hvílir ábyrgðin, hvort vel tekst eða ifla, því »svo liggur hver sem hann hefir um sig búið.« Oleymum því eigi að fullveldisbarátta vor var þjóð- ernisbarátta og treystum því að: »Sá guð, sem gaf oss landið og lífsins kostaval, hann lifir í því verki, sem fólkið gera skal.« St. Sv. Vikan. —oo— T/Öin: Fyrri part vikunnar óslitinn hríðarhamur, á sunnudagmn og mánudag- inn var versta hríðin sem komið hefur á vetrinum með norðaustan stórviðri og frosti talsverðu. I gær og fyrradag bjart og gott veður, og var frostlaust orðið í gær. Afarmikil snjóþynglsi eru hér, eink- um á láglendi, úr fjöllum hefur rifið jafn- óðum. Bæjarstjórnarkosningin byrj- ar kl. 1 í dag. — Á hádegi á fimtudag höfðu tveir listar verið afhentir oddvita kjörstjórnar, A- og B-listi. Fleiri koma því ekki til greina við Jrosninguna, því þá var frestur útrunninn. Á A-listanum eru: Jón Guðmundsson verslunarstj. og Ole O. Tynes útgerðarmaður og er sá listi studdur af Kaupm. og Versl- unafmannafélaginu auk fjölda annara, af öllnm stéttum. Á B-listanurn eru: Hannes Jónasson kaupmaður og Guðrún Björnsdóttir frú. Er sá listi aðallega studduraf Verkarnanna- félaginu. Töluverður undirbúningur er af hálfu stuðningsmanna beggja listanna, einkum hefur þó borið mikið á fonnælendum B-listans. Er töluverð óeining orðin í því liði, og jafnvel fullyrt, að sjáif f,ulltrúaefn- in séu mjög ósátt út af sætaskipuninni, munu bæði hafa kosið efra sætið á list- anum. Sjöstjarnan mótorskip frá Akur- eyri, er hér í dag, fer næstu daga beina leið til Reykjavikur. S.s. ,/sland1 kom til Reykjavíkur í gær. Kirkjan. Messað á morgun kl. 5. Samkomuhús. —oo— Pað er einkennileg ráðstöfun hjá stjórn þessa bæjarfélags eða hrepps- félags, þegar þessir samningar, er hér um ræðir, gengu í gildi að fast- leigja eina samkomuhúsið sem til er í bænum, svo hartnær ómögu- legt er að fá hús þetta til neins, nema fyrst að knékrjúpa manni þeim, er hefir það á leigu. Ekki verður það þó sagt með sanni, að þetta sé nein nauðsynjastofnun er leigt hefir húsið, né fyrirtæki það sé á nokkurn hátt bænum til hagsmuna og —- því síður sóma. Eg hygg það sé eigi fjarri sanni, að óþarfari stofnun hinni yngri og yngstu kyn- slóð hafi hér aldrei upp risið. Pað fara margir aurar í bíóferðir barna og ungiinga frá allra fátækustu heirnilunum, sem engan eyri mega missa frá daglegu viðurværi. Og margar þúsundic króna hafa Sigl- firðingar sótt ofan í budduna til þess að kasta þeim í hítina á Bíó, Börnin eru eigi gömul þegar þau fara að biðja um að lofa sér á Bíó, og þau ganga fast eftir því litlu angarnir, að þau fái aurana, því sú freisting liggur jaeim þungt á hjarta. En hvað hafa Bíóin svo að bjóða börnunum? ja, — það getur bæði verið gott og ilt — siðferðisbæt- andi og siðferðisspillandi. Venju- legastar myndir, sem hér eru sýnd- ar, eru af því tæi, sem kvikmynda- félögin taka til að sýna skríl í stór- borgunum. Slíkar myndir hafa ekk- ert til síns ágætis annað en það að æsa skemtana og nautnalöngunina. Pað eru tilfengnir sérstakir menn sem 'búa til »beinagrind« myndar- innar, eða uppistöðu — prógramm- ið. Svo er myndin sniðin eftir þessu. Má nærri geta hve nauðaíítið er í slíkt varið til andlegrar nautnar. Siíkir menn sem þessir, er hug- myndina eiga til fjölda skrílmyuda á Bfóunum, eru auðvitað fyrst og fremst slungnir á þá vísu, að vita hvað »fólkið« er gjárífast í. En guð hjálpi þeim sem halda að þarna séu skáld á ferðinni — eða að þarna sé verið að sýna fræg listaverk, þótt slíkt standi kannske stóru höfða- letri skrifað á götuauglýsingunum. Nei, þeir menn hafa aldrei fundið ylinn af hinum himneska eldi — aldrei stigið fæti sínum í »lundinn he!ga.« Og þótt margir haldi því fram að bíómyndir séu menntandi — og það geta þær verið að vísu — þá mun hitt sönnu nær, að eng- in menntun sé íalskari né lýgnari en sú er þangað er sótt. Tökum dænii: okkur er sýnd mynd sem á að gjörast austur í heimi t. d. Kína eða Japan — og sem á að sýna okkur háttu og siðu, menningu og búning t. d. japan. — Pað er ekki langt síðan við sáum ámóta mynd hérna á Bíó. — Við höfum aldrei koniið til Japan, en við höfum haft þaðan sannar fréttir um ýmsa þjóðháttu og — um fram alt — við höfum séð þaðan sannar myndir. En þegar við förum að horfa á kvik- myndina, hnykkir okkur við. Eru þetta Japanar? Að vísu er búning- urinn eigi ólíkur. En eftir að maður hefir horft á myndina stundarkorn, sér í gegnum svikin. Petta eru þá ekkert annað — eftir alt skrumið — en lélegir kvikmyndaloddarar — »sminkaðir« svo að haugarnir jafn- vel sjást á myndinni — og svo ilia grímaðir að menn hljóta að taka eftir því, ef menn annars taka eftir nokkru. Og það eru lítil líkindi til að þessir loddarar hafi nokkurn tíma til Japan komið, og eru kannske eftir alt saman ekkert kunnugri þar en við, neina síður væri. Og pálm- arnir og jurtalífið — alt saman falskt — gelgjulegar garðjurtir, vestrænar stælingar norðan úr Evrcpu, þegar best lætur, — eða þá beinlínis fram- leiddar með brögðum Ijósmynda- listarinnar. Eða »Fjalla-Eyvindur.« Er það ekki dásamlegt sýnishorn íslensks þjóðbúnings og íslenskrar náttúru, sem sænskir kvikmynda- menn sýna þar? Náttúran íslenska orðin að kollóttum. snjóþöktum hæðadrögum norður á Finnmörk. íslenski búningurinn hrærigrautur sænsks og norsks selbúnings, sem enginn maður botnar í, og íslensku bæirnir afmyndaðir finskir ,gammar.‘ Nei það er alveg áreiðanlegt að falsk- ari fróðleiks getur enginn maður aflað sér, en með því að sækja ó-

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.