Fram - 25.08.1920, Síða 2
132
FRAM
Nr. 34
Framanrituð grein stóð nylega í út-
lendu blaði og er alleinkennileg og
eftirtektarverð, enda þótt hún sé
rituð í hálfgerðu spaugi. Að vísu
verður hún væntanlega ekki heim-
færð upp á ástandið hér á landi í
þessum efnum enn sem komið er
— og þó er farið að verða full-
strembið að lesa alt geipið um
knattsparkið og hástökkin og reip-
dráttinn og kapphlaupin og »metin«
í Reykjavíkur dagblöðunum.
Tunnubotnar og tunnutappar.
Pantanir afgreiddar á síldartunnum, tunnuboínuni, tunnustðfum,
tunnutöppum og tunnugjörðum frá verksmiðju okkar.
Fyrsia flokks efrti og smíði.
Biðjið um tilboð.
Símnefni: Espholin Co., Talsími
»Enco<
Akureyri
15.
Alþjóða-
kaupstefnan
í Frankfurt am Main.
—oo—
Athygli íslenskra kaupmanna og
annara skal hérmeð vakin á alþjóða-
kaupstefnunni sem haldin verður í
Frankfurt a. Main dagana 3.—11.
október n. k.
Augnamið kaupstefnu þessarar
er að greiða fyrir viðskiftum milli
ríkja um allan heim og sérstaklega
að efla viðskifti Rýskalands við
aðrar þjóðir,
Framleiðendum úr hvaða landi
sem er, er heimilt að senda til
kaupstefnunnar sýnishorn af vörum
sínum og væri æskilegt að einhverjir
hérlendir menn yrðu til þess að
senda þangað sýnishorn af íslensk-
um afurðum.
Kaupstefnan er háð í 29 aðal-
deildum, og nákvæmar upplýsingar
um alt er að henni lýtur hafa ver-
ið prentaðar á 9 tungumálum og
auk þess á alþjóða-hjálparmáiinu
Esperanto; kaupstefnan sendir fús-
lega upplýsingar þeim er um þær
biðja.
Utanáskriftin er
Messamt Esperanto Werbestelle
Frankfurt a. Main.
Ress skal getið að kaupsteína
þessi er hin þriðja í röðinni, nú
eftir stríðið, og að þær tvær, sem
eru um garð gengnar, hafa tekist
mætavel, og er mikið látið yfir góð-
um árangri; sérstaklega hefir gefist
vel að nota Esperanto til auglýs-
inga út á við sem er mjög eðlilegt
þar sem Esperanto útbreiðist nú
óðfluga og mesti fjöldi stórra fyrir-
tækja víðsvegar um heim notar það
nú.
Hvammstanga 22. júlí 1920.
Björn P. Blöndal.
Ný bók um áburð.
—00—
í síðasta blaði vakti jeg athygli
fólks á Prestafjelagsritinu. Nú vil
jeg benda mönnuin á annað glæ-
nýtt rit um algjörlega ólíkt efni, en
báðar eru bækurnar bestu bækur,
hvor í sinni röð. Petta er bók Um
áburð, samin af forseta Búnaðar-
fjelags íslands, Sig. Sigurðssyni og
kostar 9 kr. i bandi en 6 kr. heft
og er 132 blaðsíður. öllum búnað-
Taða.
2000 kg. af ágætri töðu eru til sölu.
Upplýsingar gefur
Friðrik Hermannsson
Siglufirði.
17. ágúst.
Frakkar draga saman her í Elsa$s-
LotHringen.
Bolsjevikkar semja við Pjóðverja
um endurnýjun fjármálasambands
milli Rússa og Pjóðverja.
Bandalag er stofnað í Mið-Evrópu
til þess að vinna gegn Bolsjevikka-
stefnunni.
Franskir jafnaðarmenn hóta alls-
herjar verkfalli ef til styrjaldar dreg-
ur á ný.
Erlendar sendiherrasveitir flýja frá
Warschau, allar nema sendisveit ítala
og Dana.
Ekki fréttist enn að friðarsamn-
ingar séu byrjaðir i Minsk milli Pól-
verja og Rússa, en frá Warschau
er símað að Pólv. hafi gert gagn-
áhlaup tneð góðum árangri.
Vikan.
—oo—
Tíðin: Undanfarið hlýttenfrem-
ur óstilt tíðarfar, rigningar tíðar og
vestan stormar öðru hvoru til hafs-
ins. Á suðurlandi eru sífeldar rign-
ingar.
»Beskytteren«- fór til Akureyr-
ar í gærmorgun, með honum fóru
bæjarfógetinn og héraðslæknirinn
snögga ferð til Akureyrar.
»Fálkinn« er einnig hér um
slóðir, kom hingað inn um helgina.
Sigurður E. Birkis söng hér,
í annað sinn, sunnudaginn 15. þ.
m. og nú fyrir fullu húsi. Voru
menn mjög hrifnir af söng Sigurð-
ar og vona margir að fá að heyra
hann ennþá einu sinni í sumar.
Forsætisráðherrann er á ferð
hér Norðanlands, landveg. Ráðherr-
ann er nú á Akureyri.
Meðal aðkomumanna síðastl.
viku: Hjalti Jónsson skipstjóri, Jón
arfjelögum landsins gefst kostur á
því að fá bókina með 20°/0 afslætti
ef 10 eintök eru pöntuð eða fleiri;
sje borgun send fyrirfram, greiðist
ekkert burðargjald. Petta eraðalefni
bókarinnar:
fnngangur . . . bls. 3—11
Búpeningsáburður » 13—85
Salernisáburður . » 85—93
Safnhaugaáburður . » 93—98
Pörungaáburður . » 98—100
Jurtaáburður . . » 100—105
Tilbúinn áburður . » 105—125
Ýmsar áburðartilraunir » 125—132
Bókin er mjög nauðsynieg fyrir
alla þá, sem vilja auka grasrækt
sína, en það er okkur öllum Sigl-
firðingum eitt hið mesta nauðsynja-
mál. Jeg tek við pöntunum á bók-
inni ef vill; annars geta menn sent
þær beina leið til bókaverzlunar
Ársæls Árnasonar í Reykjavík Pant-
ið bókina sem fyrst, því upplagið
kvað vera fremur lítið; og ekki þarf
mikla viðbót í grasrækt til þess að
borga bókina, eptir heyverðinu,
sem nú er.
B. Porsteinsson.
Erl. símfregnir.
-oo-
Síldin. Ennþá veiddist töluvert
síðastliðna viku, en minna en áður
vegna óstöðugrar veðráttu, -varð
marga daga ekkert átt við hringnóta-
veiði. Reknetaskipin veiða ágætlega.
í gærdag, mánudag, tóku nokkur
skip síld á Grímseyjarsundi, þrátt
fyrir slæmt veður, og sögðu þar
afarmikið síldarmagn, eins mun enn-
þá mikil síld á Skagafirði og hér
út af Siglufirði, en ekki hægt und-
anfarna daga að ná henni vegna
vestanáttarinnar. Prátt fyrir það þótt
síld megi heita hér um allan sjó,
líður bráðlega að vertíðariokum,
menn eru að verða uppiskroppa
með tunnur og salt en markaðs-
horfur ekki slíkar að menn hætti
sér í að flytja inn nýjar tunnur að
þessu sinni. Frá ísafirði hafa menn
flutt hingað nokkur þúsund tunnur
iS.>og veiða í þær héðan, þar er sögð
^mjög lítil síld ennþá. Sagt er að
alls muni á landinu saltaðar 120
þúsund tunnur,
Fyrir utan landhelgi er í sum-
ar töluvert veitt og saltað, gerð út
skip til þess bæði frá Noregi og
Svíjjjóð, og eru sagðar farnar út
nær 20 þúsund tunnur af þeirri veiði.
Einn íslendingur Pétur stórkaupm.
Thorsteinssen í Reykjavík hefur
einnig látið tvo botnvörpunga sína
»Ingólf Arnarson« og »Porstein Ing-
ólfsson« salta úti á hafi veiði sína,
En síldina sendi Thorsteinssen héð-
an með Mótorskonnortu sinni, Hauk,
Kreyns-vindlar
afbragðs teg. i miklu úrvali í versl.
. Stefáns Kristjánssonar.
Seldir mjög ódýrt í kassatali.
Athugið þetta reykingamenn!
Pórarinsson fræðslumálastjóri, Björn
Sigfússon dannebrogsmaðurá Korns-
á og sonur hans Jón læknir, báðir
með konur sínar, Pórh. Pétursson
frá Löggildingarstofunni.
Andatrúin í Reykjavik. Að til-
hlutun sálarransóknarfélagsins er
nýkominn til Reykjavíkur frægur
enskur miðill, Peters að nafni. Peters
þessi er einnig skygn, og hefur hann
vakið mikla aðdáun meðal andatrúar-
fólks. Fundirí tilraunafélaginuerutíð-
ir og aðsóknin gríðarmikil, hefur and-
artrúarhreyfingin syðra, að sögn al-
drei verið magnaðri en nú,
Pjófafélag. Nýlega hafa verið
teknir höndum 5 unglingspilíar í
Reykjavík, allir þó fermdir og eru
þeir meira og minna viðriðnir ýms-
an þjófnað og innbrot, sem framin
hafa verið þar undanfarið. Hefur
verið stólið bæði vörum og pening-
um á hinuin og þessum stöðum
og mun þýfið þegar nema nær 10
þús. króna. Er það ætlun manna
að félagar þessir hafi starfað síðan
snemma á síðastl. vetri, og grunur
er á að enn séu fleiri viðriðnir fé-
lagsskap þennan.
Kíghósti og Inflúenza geng-
ur hér. Kíghóstinn má heita vægur
og ekkert barn dáið. Inflúenzan er
einnig væg og útbreiðist hægt.
»Verðandi« heitir mótorkútter
sem hér er kominn er þeir kaup-
mennirnir Helgi Hafliðason og Sör-
en Goos og skipstjóri Jón Sigurðs-
son keyptu í Svíþjóð síðastl. vetur
og var ætlun þeirra að halda skip-
inu út á fisk við Faxaflóa. Verðandi
er myndarlegt skip nær 100 smálestir
á stærð, með 100 hesta Bolinder-
vél og vel útbúinn. í vor og sum-
ar hefur hann verið í flutningaferð-
um milli landa, kom nú með timb-
urfarm t)(l Blönduóss. Verðandi á
heimilisfang í Sigluf.oger fyrsta skip-
ið sem skrásett er héðan, hann hef-
ur merkið S.F. 71.
Útflutt síld. Síðastl. viku hafa
þessi skip farið áleiðis með síldar-
farma .s. »Jo« með 3500 tnr.
Seglskipið »William« með 750 og
»Stanley með 1040, M.s. »Haukur«
með 3500 tnr. M.k. »Maríe« með
640 M.k. »Blæjan« 502 S.k »Inge-
borg« 1608 og S.k. »Johanne 2326.
Sterling á að vera hér á föstud.
B/aðið. Vegna inflúenzu í prent-
urunum varð þessi dráttur á út-
komu blaðsins; næsta blað kemur
á laugardag, og eru menn beðnir að
koma auglýsingum fyrir hádegi á
föstudag.