Fram


Fram - 19.03.1921, Blaðsíða 4

Fram - 19.03.1921, Blaðsíða 4
FRAM Nr. 11 Det Bergenske Dampskibsselskab. E.s. »Sirius« leggur af stað frá Kristianíu þ. 24. apríl og frá Berg- en 4. mai, til Islands. »Sirius« er nýtísku farþegaskip og hefir áður gengið á milli Bergen og Newcastle. « »B. D. S.« hefir nú á ný tekið upp sínar reglulegu ferðir, eins og það hafði fyrir stríðið, á milli Bergen, Pýskalands, Frakklands, Belgíu, Hollands, Englands og Ameríku; og er nú hægt að senda vörur héðan og fá vörur sendar frá öllum þessum löndum með skipum B. D. S., gegnum Bergen. Einnig er hægt að senda vörur, t. d. fisk, með skipum B. D. S. til Spánar, Ítalíu og Portúgal. Ferðaáætlunin verður auglýst í »Fram« strax og hún kemur. Siglufirði, 17. mars 1921. Afgreiðsla Bergenske Dampskibsselskab. O. Tynes. & Kosning 1 manns í niðurjöfnunarnefnd Siglufjarðarkaupstaðar (í stað Jóns Guð- mundssonar) fer fram í húsi Guðlaugs Sigurðssonar veitingamans þriðjudaginn 29. þ. m. kl. 1 síðdegis. — Listar séu afhentir formanni kjörstjórnar fyrir hádegi 2 sólahringum á undan kosningu, þó helst fyrir kl. 6 laugardaginn 26. þ. m. Kjörstjórnin. Samkvæmt 2. gr. í Reglugjörð um skipun slökkviliðs og brunamála í Siglufjarðarkaupstað er fyr- irskipað að hverju húsi skuli fylgja: einn krókstjaki hæfilega sterkur minst 5. metra Iangur. Ennfrémur stígi, er sé svo langur að hann nái upp í glugga á efsta íbúðarherbergi húss- ins og tvær skjólur. Þessir hlutir skulu geymdir á til- teknum stað erséaðgengi- legur fyrir slökkviliðið. Fyrir því áminnast allir húseigendurí kaupstaðnum að viðlögðum sektum sam- kvæmt nefndri reglugjörð og lögum um brunamál, um að útvega þessa hluti tafarlaust, þar sem þeir eru ekki þegar til áður. Skrifstofu Siglufj.kaupstaðar 18. niarz ’21 G. Hannesson. Purkuð Epli, Sveskjur, þurk. Apricos, Maccaroni þurk. Ferskjur, Soya þurk. Bláber, Eng. Sauce, fæst hjá Páli S. Dalmar. Ritstj. og afgreiðslum. Sophus A. Blöndal. Siglufjarðarprentsmiðja. 208 að róa til fiskjar að gamni sínu um það leyti, sem eg var dóm- feldur. Var þá ekki um annað tíðræddara en mál mitt og hafð Carden látið þess getið, að hann hefði kynst mér i Woolwich. En þennan sama dag kom Pétur Croal til hans og sagði honum að maður nokkur leyndist í auða húsinu, sem vel gæti verið strokufanginn. En með því að hann væri ekki alveg viss um þetta og hefði hins vegar fengið borgun fyrir að færa þessum einbúa mat, þá þætti sér vænt um ef Carden vildi reyna að lítaj á þennan mann, til þess að Pétur gæti fengið uppljóstrarlaunin ef þetta skyldi reynast vera Rivington. Væri það ekki hann, þá væri engu til spilt og hann gæti þá haldið áfram að færa hon- um mat og fá sína borgun fyrir það. »En þetta kom mér nú í talsverða klípu,« sagði Carden enn fremur. »Eg vissi að þér voruð Arthúr Rivington og mig grun- aði, að eitthvað hafði komið fyrir, sem hefði knúið yður til að leita betra fylgsnis. En eg vissi líka, að Múríel iét sér ant um yður vegna ungfrú Chilmark og að hún var sannfærð um sak- leysi yðar. En nú hefi eg — já, eg hefi mínar ástæður til að þægj- ast Múríel og eg þóttist vita að hún mundi taka sér það mjög nærri ef eg stuðlaði til þess, að þér yrðuð tekinn fastur aftur. Pess vegna fór eg beina leið til hennar og sagði henni, hvar komið væri og að hér væri ekki um neitt að villast, en þér vær- uð maðurinn, sem menn hugðu að væri kominn á leið til Ameríku og nú vill hún gjarnan leggja yður lið.« »Ouð blessi hana, segi eg enn og aftur — en hvað er um Pétur Croal?« sagði eg, því að þaðan vissi eg að hættan mundi stafa. »Hann kemur til mín á morgun til að hnýsast eftir, hvers eg hafi orðið var,« svaraði Carden. »Ef eg á að gera Múríel til geðs, þá verð eg að Ijúga að honum og segja, að eg hafi ekki kann- ast við yður.« Meðan hann var að skýra mér frá þessu, langaði mig alt af 209 til að sjá betur framan í hann til þess að geta gert mér ein- hverja hugmynd um, hvort hann tæki mig trúanlegan eða ætlaði að liðsinna mér að eins vegna ungfrú Múríel. Hann átti auðvitað talsvert á hættu með því að hjálpa mér, því það gat rek- ið sig illa á stöðu hans sem liðsforingja. Pað var því ekki nema sjálfsagt að segja honum alt eins og var áður en hann hæfist handa, enda þráði eg mjög að eignast einhvern trúnaðarmann, sem léti sér verulega ant um málstað minn. Pað var að vísu rnikið varið í alla þá velvild og umönnun, sem ungfrú Múríel sýndi mér í orði og verki, en mér gat þó ekki dulist það, að hún gerði það vegna vinkonu sinnar og að hún hefði ekki skift sér neitt af mér hefði hún ekki þekt Janet, En eg þráði meira en velvild — eg þráði ærlega tiltrú einhvers ærlegs manns. »Eg vildi ógjarnan verða til þess, að þér breyttuð þvert á móti sannfæringu yðar hvað mig snertir,« sagði eg, »en þérget- ið nú áttað yður betur á þessu þegar eg segi yður, hvernig flótti minn úr Winchester fangelsinu atvikaðist og ef þér viljið svo taka að yður málstað minn að því loknu, þá eruð þér að minsta kosti einskis dulinn og getið farið hreint og beint að öllu.« Og nú sagði eg honum upp alla sögu og leyndi hann engu nema hinu rétta nafni á sendimanni Sir Gideons Marske — það fanst mér sá maður eiga fyllilega skilið af mér fyrir hjálpsemi sína. Eg kallaði því Herzog alt af Barrables lækni ogfipaðist það aldrei meðan á sögunni stóð. En Ralph Carden virtist ekki gefa neinn sérlegan gaum að honum. Hann beindi allri athygli sinni að Roger Marske og afskiftum þeirra íeðga af mótlæti mínu. »Pér hafið sannfært mig, Rivington, sem eger lifandi maður, og eg skal nú vera jafneinlægur við yður,« sagði hann og þreif- aði eftir hönd minni í myrkrinu. »Eg kom hingað að eins fyrir tilmæli Múríel, en nú skal eg gera það sem í mínu valdi stend- ur til að hjálpa yður, bæði vegna yðar sjalfs og þessarar ágætu stúlku, sem yður er heitbundin. En hvað eigum við nú til bragðs

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.