Fram


Fram - 21.05.1921, Blaðsíða 3

Fram - 21.05.1921, Blaðsíða 3
Nr. 20 FRAM 73 Uppboð verður haldið laugardaginn 28. maí n. k. á ýmsum lausafjármunum til- heyrandi dánarbúi borfinns Jónssonar við hús Gunnlaugs Porfinnssonar Siglufirði og þar selt: sængurföt, fatnaður, bækur o. fl. smávegis tilheyr- andi dánarbúinu. Uppboðsskilmálar á skrifstofunríi. Uppboðið byrjar kl. 1 e. h. Skriístofu Siglufjarðarkaupstaðar 14. maí 1021. G. Hannesson. Lagarfoss leggur af stað frá Kaupmannahöfn 3. júlí n. k. til austur og norðurlands. Afgreiðsla Eimskipafélagsins Siglufirði. LJ LJ LLi I..VE GETANA" ARGARINE (cV Umboð og smásala. S. A. B/öndal. sérstökum lögum verið veittur íslenskur ri kisborgararréttu r. 3 m. Sk. »Vega« kom hingað í gær- fnorgun, frá Setubal í Portúgal með salt- farm til verzlunar Sn. Jónssonar. Vegavar 38 daga á leiðinni, sem má heita dágóð ferð, af þeim tíma var hún aðeins 20 daga upp undir Látrabjarg en 18 daga þaðan og hingað. ís varð skipið vart við nær 40 kvartmílnr norður og vestur af Horni en ekki var það nema hrafl. Seyðisfjarðarveikin. har liggur nú um 300 manns, en enginn hefur þar dáið enn sem komið er, og margt af fólki því er fyrst lagðist aftur komið á fætur. Samgöngur eru bannaðar við bæinn, Kirkjan. Messað á morgnn kl. 1 e. h. Perming. t Dánarfregnir. Hólmfríður Finnsdóttir kona Sigurðar Sveinssonar sjómanns í*ndaðist í gærmorgun að heirnili sínu hér í Siglufirði, eftir stutta legu. ’gðust þau hjón bæði í lungna- t*vlgu fyrir skömmu og varð það hennar bani, en maður hennarligg- ur ennþá þungt haldinn, en þó á batavegi. Upprunnin var Hólmfríð- ur heitin úr Ólafsf. og dvaldi þar lengst af. Fyrir nokkrum fluttu þau hjón hingað til Siglufjarðar, bjuggu jafnan við fremur erfið kjör eins og svo margur nú á þessum erfiðleika tímum og verður nú róðurinn þyngri fyrir Sigurð í ellinni, einan og las- burða, því að kona hans var hon- um ávalt hin ástúðlegasta og besta stoð. Valdimar Thorarensen málaflutningsmaður á Akureyri, er nýlega látinn í Kaupm.höfn. Hann sigldi fyrir rúmum mánuði í þeim erindum að leita sérjækninga en átti ekki afturkvæmt. Rúsínur Sveskjur Dósamjólk Purmjólk Mysuostur Margarine Brent Kaffi Kaffibætir Kex Cacao Sæt Saft Melís Stangasápa Eldspítur Buksnaefni Fataefni karlm Kjólatau margar tegundir Tvisttau Flónel^^ Lasting blá og svört *** Kvenskyrtur Svuntur Silki svart og bleikt, slétt Bakkadúkar Blúndur Skósverta Ofnsverta Handklæðaefni Vasaspeglar og margt fleira fæst í Litlu búðinni. Hingað og þangað. Konur fá kosningarrétt. Með hinum nýju grundvallarlögum Svía frá 27. jan. s. 1. hafa konur þar í landi fengið alm. kosningarrétt. Skaðabótakröfur. Þýzka stjórnin hefir nú fengið kröfu frá skaðabótanefndinni um 180 iniljarða gull- marka herkostnaðar greiðslu. Sjaldgæfur viðburður. Amerískur læknir skar sig sjálfan upp nýlega og tók botnlangann burtu. Pykir þetta merkil. viðburður, en kvað þó ekki vera eins dæmi. Ágæt Kryddsíld st. 25 aura, fæst í Litlu búðinni. íbúðarhús mitt ásamt skúr er til solu. Even Johansen. Ritstjóri: Sophus A. Blöndal. Afgreiðslum.: Sophus Árnason Siglufjarðarprentsmiðja. 8 • alefli á gagnaugað. Hann stundi við þungt og féll aftur á bak °g sá eg strax á því, hvernig hann datt, að hann þurfti ekki 'ueira með. Eg flýtti mér nú að láta hvern hlut, sem eg hafði úkið, á sinn stað aftur og hugsaði sem svo, að ef eg léti a!t óhreyft, þá mundi þessum tveimur mönnum, sem eg hafði séð, Verða kent um morðið og klifraði eg svo yfir veggsvalirnar og slapp burtu, og þar sem eg aldrei hefi heyrt minst á þetta íram- ar, þá býst eg við, að svona hafi farið. Lessir tveir menn hafa þó víst aldrei náðst, því það hlyti eg að hafa heyrt, en þeir hafa kannske orðið að flýja til ineginlandsins, en nú er ekki óhugs- snlegt, að þetta kunni að berast þeim til eyrna og að þeir frétti, að þeir hafa ekki orðið valdir að dauða þessa þriðja manns, held- hr hafi eg orðið til þessa að stytta honum aldur, Meira hefi eg Svo ekki fram að færa nema það, að eftir því sem mig minnir, þá voru stafirnir H. M. grafnir á silfurvindlakassann og nú hefi eg lokið máli mínu, herra fangavörður.« Hér endaði játningin, en svo bætti blaðið við frá sjáfu sér: »f*að liggur nú nærri að setja þessa játningu í samband við h'ð dularfulla morð, er framið var f husi herra Morningtons í ^undúnum, Sleekestræti nr 6, hinn 20 nóvember fyrir tuttugu og Iveimur árum. Lá nótt hvarf eigandinn ásamt Cecil Braithwaite Vini sínum úr húsinu og hefir ekki spurst til þeirra síðan, í húsinu fanst myrtur maður og líkurnar voru svo miklar á hend- Ur þessum tveim mönnurn. að varðhaldsskipun var gefin út á þá hvar sem þeir næðust. En undir eins og ofanrituð játning var ham komin, var sú skipun kölluð aftur og mun nú fólk þeirra g'- 'a alt, sem í þess valdi stendur, til þess að hafa upp á flótta- n önnunum og skýra þeim frá, að þeir séu ósekir.« Þannig hljóðaði þessi grein, er virtist draga svo mjög at- 1 S1' kofabúans að sér og var svo að sjá, sem hann tæki nú • ''verja íkvörðun, er hann hafði lesið hana. Hann stakk blað- lllu 1 vasa sinn, gekk til mannsins, sem soínaður var, laut ofan 5 . svofelda játningu. »Klukkati átta fer eg til annars heims,« sagði hann. >Eg hefi lifað samfeldu glæpalífi alt frá æsku, en prestur- inn segir, að eg megi enn miskunar njóta ef eg kannist við alt og iðrast þess. Pað skil eg nú ekki vel, en það ktmur ekki því við, er mér býr í brjósti og eg skal nú segja frá satt og rétt. Pað bar við í nóvembermánuði fyrir eitthvað tuttugu árum að mig minnir. Eg var þá í óaldarflokki einum, sem setti sér það að aðal markmiði að ræna hús |:>egar eigendurnir voru fjarverandi. Við gáfum okkar lítið við stórglæpum, því að þetta borgaði sig betur, einkum í þeim hlutum borgarinnar, sem heldra fólkið átti heima í. Pá var það einu sinni að næturlagi og í kolamyrkri að eg og félagi ininn einn áttum að ná í silfurmuni nokk'a, sem áttu að geymast einn sólarhring í húsi nálægt Park Lane í Lon- don. Tveir þjónar voru hjá fjölskyldunni, en ekki átti nema ann- ar þeirra að vera í húsinu þessa nótt og það var einmitt hann, sem hafði sagt okkur frá þessu gegn því að fá helminginn af silfrinu þegar búið væri að bræða það. Hann átti að láta standa opinn glugga og þegar við værum svo koinnir inn, áttum við að dúnka dálítið í hausinn á honum og binda hann til þess að alt væri sem líklegast. En þegar við komum á götuhornið, mættum við honum og beið hann þar eftir okkur til þess að segjaokkur að silfurmuniinir hefðu verið fluttir á annan stað og væri þetta því ónýtisferð. Meðan við vorum að spjalla um þetta, heyrðum við að lögregluþjónn kom þrammandi hinu megin götunnar og og voru þá þjónninn og félagi minn ekki lengi að taka til fót- anna, en eg lét myrkrið skýla mér og þrýsti inér upp að múrn- um, sem eg stóð við, enda hélt lögregluþjónninn leiðar sinnar án þess að koma auga á mig. Meðan eg beið þess, að hann fjarlægðist betur, tók eg eftir ljósi í glugga á neðstu hæð hússins, sem þar var beint á móti. Ekki veit eg hvað til þess kom, en eg stóð þarna grafkyr og starði á þennan glugga löngu eftir að lögregluþjónninn varhorf-

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.