Fram


Fram - 21.05.1921, Blaðsíða 2

Fram - 21.05.1921, Blaðsíða 2
82 FRAM Ni. 20 Síldarfrum varpið samþykt sem lög frá aiþingi, en með miklum breytingum. Svohljóðandi símskeyti barst oss í dag frá fréttaritará blaðsins í Rvík: Síldveiðafrumvarpið samþ. í gær í þessu formi: Ríkisstjórninni heim- ilað að hafa á hendi sölu allrar síldar sem verkuð er til útflutnings hér á landi. Stjórnin getur skipað einn mann eða íleiri ti! að sjá um sölu og út- flutning síldar fyrir sína hönd og sett með reglugjörðum nánari fyr- irmæli um afhending síldar til út- flutnings, og annast annað sem að þessu lýtur, þar á meðal ákveða sektir fyrir brot. Ríkisstjóinin af- hendir eigendum söluverð síldar þeirrar er hún selur jafnóðum og það greiðist, þó ska! draga frá sölu- verðinu allan þann kostnað sem ríkisstjórnin hefur vegna útflutnings og sölu síldarinnar. Lögin öðlast gildi strax. Pirtgi siitið kl. 1 / dag. Það lítur út fyrir að í síðasta blaði hafi máske of snemma og með helst ti! gleiðu letri verið til- kynt að frumvarp þetta væri dauða- dæmt. Pá um skeið leit svo út fyrir að málið mundi verða svæft, en því hefir verið fast framfylgt af meðhaldsmönnum þess, sem að lokum hafa náð ofanskráðum á- rangri. Eins og menn sjá er í raun- inni lítið eða ekkert orðið eftir af ákvæðum frumvarpsins, í þess upp- runalegu mynd, þar sem eingöngu er orðjjð að ræða um heimild til handa ríkisstjórninni, um að hún megi taka í sínar hendur sölu síld- arinnar, virðist henni þess við þurfa, og verður maður að treysta því að til slíks verði ekki gripið þótt einhver lítill hluti framleiðenda ís- lenskrar síldar kynni að krefjast einkasölu. Til þessarar heimildar um afskifti ríkisstjórnarinnar af síld- arsölunni mun vart horfið án þess mikill meiri hluti allra þeirra er salta og selja síld æski þess. Væri svo almennur áhugi fyrir samsölu, gætu þeir hinir sömu eins vel geng- ið í sölufélag, af frjálsum vilja, sem óneitanlega væri skemtilegri aðferð. Alt veiðibann og misrétti sem í frunivarpinu fólst í fyrstu, er úr sögunni. Síldveiðar Norðmanna hér við land í sumar. Peir ætla sér að verka síld- ina umborð. Tiaugesunds Dagblad« hefir átt tal við ýmsa útgerðarmenn í Hauga- sundi og þar nærlendis um það, hvort hin nýju þvingunarlög íslend- inga muni hafa nokkur áhrif á til- högun síldarútvegsins við strendur fslands. Allir útgerðarmennirnir voru á einu máli um það, að þessi þving- unarákvæði væru óhæfa ein (utillate- lige) og mundu gera útveginum mjög erfitt fyrir, en annars mundu mjög fáir hugsa til snyrpinótaveiða við ísland þetta árið eins og síidar- markaðinum væri nú komið. Mundu því lög þessi eða ákvæði ekki hafa mikla þýðingu fyrst um sinn, enda þótt þau kæmu bráðiega til fram- kvæmdar, en þau mundu segja til sín þegar fram í sækti. Svo er ráð fyrir gert, að ekki muni nema 4—5 skipfrá Haugasundi stunda síldveiðar við ísland í sumar og eitthvað 4 frá öðrum stöðum þar í grend og munu flest skipa þess- ara hafa útbúnað til þess að verka síldina umborð. Vér höfum átt kost á að sjá sendi- bréf til kaupmanns hér í bænum frá mjög ábyggilegum síldarútgerðar- manni sem heima á nálægt Alasundi í Noregi; segir hann að mjög fáir munu hugsa til þess að salta í landi hér á íslandi að þessu sinni, vegna þess að hver tunna söltuð í landi muni verða að minsta kosti 7 kr. dýrari en síldartunna söltuð fyrir ut- an landhelgi, og megi hann fullyrða að 50—60 leiðangrar verði gjörðir út til þess að veiða og salta útifyrir. Símfregnir frá Reykjavík í gærdag. Erlendar: Kolaverkfallið enska óbreytt. Miklar viðsjár verið með Eng- lendingum og Frökkum út af Efri- Slesíu, en nú útlit fyrir að deilan jafnist friðsamlega. índverska skáldið Tagore kemur til Kaupm.hafnar á morgun. Innlendar: Frá Alþingi: Samvinnunéfnd peningamála bor- ið fram tillögu um að heimila ríK- isstjórninni að taka ábyrgð á skuld- um þeim er tslenskir botnvörpu- eigendur skulda 1 Englandi cirka 200 þúsund krónur af hverju skipi. (Till. þessi samþ. í morgun 22,:5.) — Stofnun ríkisvtðbanka íslands afgreitt sem lög. — Sarnþ. heimild handa ríkisstjórninni að láta fram- kvæma rannsókn til uudirbúnings virkjunar Sogsfossanna. Samþykt heimild handa ríkisstjórninni til að taka gjaldeyrislán erlendis (5 milj,?) Samþykt að halda Landsverzlun áfram. Ný rit. Framh. Næsti kafli hljóðat um b I ö n d - u n s t e y p u e f n a, er höf. segir að sé engan veginn vandalaus og mjög mikið ttndir því komið, að hún sé vel og vandlega af hendi leyst. Sjálft verkið sé töluvert erfitt og sýnir höf. fram á, hversu það megi vinna setrt léttast og hagan- legast. Pá segii hann það ekki skifta minna máli, »að styrkleiki steypunn- ar og gæði eru að miklu leyti und- ir biönduuinni komin. Sandkornin loða hvergi saman rtema sements- blanda sé í milli þeirra, maiarstein- arnir hvergi nena sand- og sem- entsblanda sé milli þeirra. Ef blönd- unin er ófullkomin, íer ætíð svo, að sumstaðar er óþarflega mikið sem- ent í steypunni, en anuarstaðar of- lítið og þar verður þá steypan bæði veik og opin fyrir vatni. Hrönglist steypugjótið meira saman á einum stal en öðrum, verðm steypan hol- ótt og óþétt, því þar vantar þá ineira eða minna af sandi og sementi til þess að fylla milli steinanna. Oóð blöndun er á við töluverða viðbót af sementi.« Pá drepur höf. á blöndunarvélar, er gangi fyrir mótorafli, en aðallega ræðir hann um blöndun með hand- afli og lýsir þeirri aðferð mjög ná- kvæmlega sem og ahöldutn þeim, er til hennar þarf og mismuninum á því, hvort einn maður fæst'við verkið eða fleiri. Áhöldin telur hann vera: skóflur, mál fyrir sementið, mál fyrir sand og möl, blöndunarpall, flutningstæki og vatnsílát (tunnu) og er nánar getið um hvert áhald út af fyrir sig. Loks segir hann að »vegna þess, hve mikið er undir góðri blöndun lcomið, verður sífelt að hafa strang- ar gætur á því, að verkið sé ætíð samvizkusamlega unnið og vatnið hvorki of né van. Flestum hættir við að bleyta steypuna helzt til mik- ið, meðfram vegna þess, að mok- unin gengur þá léttar. Pá er ekki lítið komið undir því, að engin ó- hreinindi komist í blöuduna (for af skóm, mold) ogað óhrein steypuefni (mulningur) séu vel þvegin og hrein« ......»Við steypuvinnuna verður að haga svo verkum og vinnuafli, að aðfærsia steypuefna, blöndun og fráfærsla blötföunnar standist sem bezt á. svo enginn þurfi eftir öðr- um að bíða. Regar vinnu er hætt, eru öll áhöld, sem komið hafa í sementsklöndu, vandlega hreisuð (þvegin og skafin) svo steypan harðni eklci á þeim. Er þá afartorvelt að ná henni af.« Pá kemur kafli um f y 11 i n g s t e y p u m ó t a, er ræðir um flutn- ing steypublöndunar og fylling móts- ins og því uánar lýst. Einkum er ítarlega farið út í seinna atriðið og þar greinilega sagt fyrir um hvert handtak, að heita má. Segir höf., að verkið við fylling mótsins fari injög eftir því, hve blaut blandan sé og þurfi að vera mjög vandlega af hendi leyst, eigi steypan ekki að verða stórgölluð, enda engum trúandi fyr- ir því öðrum en bezta manninum, sem völ sé á. Skýrir hann svo ná- kvæmlega frá meðferð rakrar, deigr- ar og blautrar blöndu, hverrar teg- undarinnar út af fyrir sig. Næsti kafli er um s t o r k n u n steyp-unnar og meðferð á henni með ín hún harðn- a r og hvert atr ði rætt fyrir sig, storknunin sjáif og meðferð rakrar steypu og deigrar og blautrar. Storknunin segir höf. að byrji venjul. eftir 2—8 klst. og sé lokið eftir 5 til 12, en þó komi þar ýmisl. til greina, svo sem hitiogkuldi, vatns- megn steypunnar, raki í lofti og votviðrí. Harðni hún svo örast fyrstu dagana og jafn’ramt vaxi burðarþol hennar og haidi áfram að vaxa árum saman og baini því góð steypa með aldrinum. T. d. geti burðarþol steypu verið 160 kg. eftir 7 daga, eftir 28 daga 227, eftir 3 mánuði 311 og eftir 4 ár 441. Ekki megi trufla storknuniua og þurfi þvi að koma steypunni sem fyrst í mót- in eftir að lokið er við blöndunina og síðan halda steypunni vel rakri fyrstu 3—4 dagana að minsta kosti, en helzt í 10— 20 daga. Ressari v ö t n u n steypunnar er svo nánar lýst þar sem talað er um meðferð deigrar og blautrar steypu. Loks er kafli um breytingar á rúmtaki steypu, vatns- þéttleika hennar og hlý- i n d i, en í þessu hefti »Sindra« er að eins byrjunin á þeim kafla og kemur svo framhaldið síðar. Skal hér þvi.staðar numið að sinni að skýra frá ritgerð þessari, en af þessu stutta yfirliti, sem hér er gert, mega menn sjá hveaf- arfróðleg og ítarleg ritgerðin muni verða og algerlega ómissandi leiðar- vísir hverjum þeim, sem eitthvað ætlar sér að fást við steinsteypu og ekki er því leiknari í listinni, enda segir ritstjórinn á öðrum stað í þessu hefti um þessa ritgerð próf- O. H.: »Fátt er okkur meiri nauð- syn á að vita en einmitt það, er ritgerð hans fjallar um ogvar hægt að fá betri mann til þess að skýra þetta fyrir íslendingum? Hver hefir hugsað það betur frant og aftur, út í yztu æsar,í heidur en Guðm. Hannesson?« Framh. * Vikan. T í ð i n: Skammgóður vermir reyndust hlýindin um síðustu helgi. Hefur verið hríðarveður flesta daga vikunnar og fest töluvert af snjó. Skipaferðir. »Síríus« skip Berg- enska félagsins kom hér á Hvítasunnndag, er það gott skip og góð þægindi fyrir 54 farþega á 1. og 2. farrými. Einnig er þar innréttað 3. farrými er tekur 40 farþega. Loftskeytatæki eru á skipinu. Bergenska félagið er hið eina félag sem lætur skip sín sigla eftír fastri áætþin hér við land, á þessu ári. Með »Síríus« kom hingað frá útlöndum Halldór Jónasson kaupmaður, frá Reykjavík var fjöldi farþega, meðal þeirra hingað: Ása Sigurðardóttir, verzl- unarmennirnir Haraidur Björnsson og Sigurjón Sigurjónsson, bryggjuformaður Þorl. Jóhannesson. Með skipinu tók sér far héðan til Nor- egs Ole Tynes útgerðarmaður og til Reyðar- fjarðar fóru Pétur Bóasson kaupmaður með konu sinni og barni, höfðu þa i hjón dval- ið hér um tíma í kynnisför. »V i 11 e m o e s« fá>‘ frá Rví c í dag á- leiðis hingað norður. vertíar væntanlegur hér um miðja næstu viku. iSterling» fer frá Rvík á morgun. Ifýr ríkisboi ii • ri. Oie Tynes út- geiöarmanni ýiér í Sigiuíirö. hefur með

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.