Fram


Fram - 01.10.1921, Blaðsíða 2

Fram - 01.10.1921, Blaðsíða 2
128 FRAM N.r, 3? Barnaskólinn verður settur föstudaginn 14. október kl. 1 síðd. Öll börn eiga að sækja skólann í vetur og koma þegar hann er settur, nema aðrar ráðstafanir hafi verið gerðar um fræðslu þeírra í samráði við skólanefndina. Siglufirði 26. septeinber ’21. Guðm. Skarphéðinsson. Símfregnir. Rvík. í dag. Politikken flytur nýlega grein um símskeyti sem fyrir skömmu var sent frá Stockhólm til eins af frönsku blöðunum og hljóðar um að í ráð- herratíð Einars Arnórssonar hafi hann ásamt Guðbrandi Jónssyni doktor verið í samningamakki við Pjóðverja um 10 miljóna króna rík- islán, og hafi þeir ætlað Pjóðverjum ýmiskonar fríðindi á móti t. d. áttu þeir að fá leyfi til þess, hér að setja upp flotastöð, og yfirgrípsmikil um- ráð yfir náttúruauðæfum landsins. íslendingar áttu að heimta fullkomið sjálfstæði, og (krefjast) að fá þýzkan prins fyrir konung. Ef Danir ætluðu uð malda í móinn, lofuðu Pjóðverjar að fara með her á hendur þeim. Hefur talsvert veður orðið út af fregn þessari, og alment kallað »Landráðahvellurinn«. Hefur E. A. skrifað mótmælagrein í Morgunbl. og telur allt þetta tilhæfulausan upp- spuna, þau einu viðskifti sem hann hafi átt við Pjóðverja í stjórnartíð sinni hafi verið þau að biðja þá um að hlífa íslenskum skipum í kaf- bátahernaðinum. Dönsk blöð hafa tekið fregninni rólega og leggja ekki trúnað á hana og blaðamaður sá hinn sænski er skeyti þétta sendi, finst ekki. Eitt- hvað hefurjóni Dúasyni verið bland- að í inál þetta og er hann að afsaka sig í dönskum blöðum Danski sálarffæðingurinn Leh- mann er nýlátinn. Annars engin markverð tíðindi síðustu daga. Tíðarfar ágætt syðra. Erlingur var vátrygður og bíða eigendurnir vonandi eigi stórtjón. Pað slys vildi til að stýrimaðurinn Jón Guðmundsson héðan úr Siglu- firði dó voveiflega. Rétt áður en skipið kastaðist á land, gekk Jón undir þiljur og heyrðu skipverjar í sama mund skoti hleypt af, og þeg- ar að var komið var hann örendur með skot gegnum höfuðið, vita menn ógjörla hvernig slysið hefir viljað til, 10 mínútum síðar voru hinir sipverjar heilu og höldnu á landi. En ærið hroðaleg hefur sú stund verið meðan skipið kastað- ist til og frá í brimgarðinum og hver maður hélt sér dauðahaldi þar til skipið festist svo að menn freistuðu að stökkva á land. Svo var veðrið og sjórótið mikið að menn þar eystra muna ekki slíkt síðan fyrir aldamót. Skipshöfnin er á Húsavík, og byrjuðu sjópróf í gærdag, að þeim loknum, verða mennirnir fluttir hingað við fyrstu hentugfeika. Lík Jóns heitins Guð- mundssonar mun verða jarðað á Húsavík. Jón heitinn Guðmundsson var ætt- aður úr Fljótum en dvaldi mörg undanfarin ár hér í Sigluíirði og átti hér heimilisfang. Hann hafði numið gullsmíði í æsku og stundaði það jafnau milli þess er hann fékst við sjómensku. Jón var einhleypur maður og á besta aldri. Hann varð fyrir því óláni fyrir rúinu ári síðan að lenda í húsbruna í Reykjavík og missa þar svo að segja aleigu sínaog bjargaðist sjálfur með nauminduni úr eldinum, og sögðu kunnugir að Jón hefði aldrei verið samur maður frá þeim degi.Jón heitiim var fálátur maður hversdagslega, en vinur vina sinna, og drengur hinn besti. Vikan. Tíðin. Hið versta tíðarfar. Kraparign- ingar og kuidi. Miðvikudagsnóttina inátti hér heita stórhríð, var um morguninn al- hvítt niður í sjó og stórbrim, skaða gerði þó veðrið engan, hér í Siglufirði, enda var veðurhæðin ekkert afskapleg hér í firð- inum. S k i p a k a tt p . Siglfirðingar hafa nú á skömmum tíma keypt3 vélaskip. Hið fyrsta keyptu þeir, Steinþór P. Árdal verzkinar- stjóri, Stefán Jónsson sjómaður og Oarðar Arngrímsson, var það »Erlingur« sá sem nú er strandaður á Tjörnesi. Vonandi bogna þremenningarnir ekki þótt svona óheppilega vildi til, og fá sér nýtt skip. Annað skipið er >>Eleanor < norskur kúttari hefur hann keypt Páil S. Dalmar kaupmaður. Priðia skipið keypti Helgi Hafliðasson kaupmaður, einnig norskt skíp »Stathav« að nafni. Öll eru skipin um og yfir 30 smálestir að stærð. S í 1 d i n. Pað er nú orðið fremur lítið sem hér ljggur eftir af síld og mun hún öll fara í þessum mánuði. Utlit með að verð hækki nokkuð aftur er mjög ískyggi- legt og ekki annað sjáanlegt en töluvert tap muni verða á megni þeírrar síldarsem í iandi hefur verið söltuð í sumar. Fregn sú um verð á ísl, síld sem birtist hér í blað- inu fyrir skeinstu og var höfð eftir fregn frá Reykjavík, hefir víst verið á litlum rökum bygð, eins og vér einnig bjuggumst við. Híð raunverulega verð er þessa dag- ana og hefur verið nú um tíma, 35 og 36 danskir aurar fyrir kílóið í erlendri höfn og eru það þá31— 32 króur 90 kílóa tunna. Verður þá ekki mikið eftir þegar tollur flutningsgjald og annar kostnaður er dreg- inn frá. Skipaferðir. S.s. »Island« kom hér i fyrradag á leið vestur og stiður um land til útlanda. Með skipinu var fjöldi farþega og mun hafa bæst hér við um 60. Meðal þeirra: Kaupmennirnif S. Goos og frú hans Friðþjófur Thorsteinsson A. Godtfreðsen og Hclgi Hafliðasson, símastjóri Ottó Jörgensen, tveir hinir síðasttöldu snögga ferð ti! Rvíkur. Frú Kristín Njarðvík, Guð- laugur Sigurðsson skósmiður með fjölskyldu sína, ætlar að dvelja í Rvik í vetur. »Sterling< kom hér í dag á leið vesíur um land, fóreinnig fjöldi farþega með honum meðal þeirra: Halldór Guðmundsson út- gerðarmaður. »Regía« mótorskip, kom hingað i vik- unni frá Rvík, tekur hér síld, Björgunarskipið »Geir« kvað koma til Eyjafjarðar í dag, ætlar »Geir« að reyna að ná vít mótorskonortunni »Rig- mor« sem strandaði þar í vikunni. Meðal aðkomumanna eru hér kaupmaður Rögnvaldur Snorrason Akur- eyri og frú hans, Konsúll Karl Nikulásson og Brynjólfnr Eiríksson símaverkfræðingur. Kirkjan Messað á morgun kk 1 síðd. Druknun Nýlega fórst mótorbátur frá Val- þjófsdal viö Önundarfjörð. Formaður bátsins og eigandi var Krlstján Eyj- ólfsson, bróðir jens Eyjólfssonar kaupmanns hér. Auk Kristjáns, voru 3 menn á bátnum og druknuðu allir. Kristján heitnn var viðurkendur dugnaðar og vaskleikainaður. A flra unir og ,sp ort‘. Framli. í þessa 5 máhuði stóðu þeim til boða alls konar réttir bæði úr dýraríkinu og jurtaríkinu og þeir gátu fengið þá á hvaða tírna sem var. Þegar tilraununum var lokið korn það í Ijós að hinir ungu menn neyttu nú ekki nema 3/4 hluta þeirrar fæðu, sem þeir áður liötðu talið sig þurfa og enn fremur, að þeir létu sér nú nægja sjötta partinn af því kjöti og fiski, sem þeir áður höfðu vanið sig á. Þol þeirra og úthald varreynt á vissum tímum í leikfimissölunum með þeim furðulega árangri að það hafði aukist um helming, hjá sumum auðvitað meira og sumum minna, en til jafnaðar varð útkonian þessi. Að eins einum af þessum níu hafði ekki aukist þol eða kraftar og er það mjög þýðingarinikið atriði þegar þess er gætt, að það sannaðist á hann, að hann hafði ekki haldið loforð sitt um að breyía mataræði, neytti jafnmikillar fæðu sérstakiega kjötmatar, eins og hann hafði verið vanur og á sarna hátt. Eins og gefur að skilja, iðkuðu hinir ungu tnenn engar auka-æfingar eða sport. Allar þessháttar æfingar (training) voru útilokaðar, svo að ofangreindur árangur var eingöngu að þakka breytingu á mataræði. Þeir rosknir menn, sem nú lifa, hljóta að liafa veitt þremur fyrir- brigðum eftirtekt, sem míkið hefir borið á og sett hafa merki sitt á seinustu mannsaldrana, en þetta þrent er: 1. fólks-straumurinn úr sveitunum til borganna, 2. atiknar kröt’ur allra stétta til þæginda lífsins — ineiri inatur og fleiri skemtanir á degi hverjum og 3. hinn ákaflegi og skyndilegi vöxtur, sem sport- þörfin og sportæfingarnar hafa tekið. Aður bjuggu 4(5 hluti landsbúa upp til sveita, en nú er það ekki fuliur helmingur þeirra, sem þar hefst við. Á Þýzkalandi hefir óhóf í mat farið sívaxandi, einkum eftir franskþýzka stríðið svo að t. d. kjötneyzla jókst þar um helming á árunum 1873—1913. Um miðja sein- ustu öld var talíð að 1 kíló afkaffi kæmi á mann, en 1913 voru þau orðin 5—6! Fyrir hundrað árnm voru ætluð á mann 80 kíló mjöls, en nú — fyrir ófriðinn mikla — helmingi meira og alt eftir þessu. Drengjaföt húðvæn, margskonar áteiknaðir dúk- ar. o. fl. selt nú með 10—15% afslætti í versl. Stefáns B. Kristjánssonar. Nýkomið: Olíukápur og buxur, Olíuregnkápur á drengi og fullorðna, Verðið mun lægra en áður. Stefán B. Kristjánsson. Eldavél sama sem ný, afbragðs verkfæri er til sals. A. v. á. Þeir sem sulda verziun undirritaðs, og ekki hafa greitt skuldir sínar eða samið um þær íyrir 10. október n. k. eru hérmeð látnir vita að eftir þann tima, veröa skuldirnar afhentar til innhemtu með lögsókn. Sig. Kristjánsson. Strausykur ódýrastur í verzl: Sig. Kristjánssonar. Kensla. Fáist nægir þátttakendur, veitir Jón frá Ystabæ börnum og ungl- ingum kenslu í 3—4mánuðiákom- andi vetri. Nánari upplýsingar hér. aðlútandi gefur Jón. Ritstjóri: SophusA.BIöndal. Afgreiðsltun.: Sophus Árnason. Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.