Plógur - 01.11.1906, Síða 1

Plógur - 01.11.1906, Síða 1
PLOGUR LANBBIJNÁÐÁRIiLÁÐ „Bóndi er bústólpi**. „Bú er landstólpi“. VIII. á rg- Reykjavík, nóvember 1906. M 11. Slátrunarlní s, —o— Hvað líður slátrunarhúsmál- inu? Þannig spyrja margir. Ekki getur Plógur neitt frætt lesendur sina nm það mál. En heyrst hefir, að undirtektir bænda séu víða lakari en við mátti búást. Kaupmennirnir, sem liafa atvinnu af því að kaupa og selja fé, reyna að sundra þessum félagsskap, sum- ir að minsta kosti. Þeir vita auðvitað manna bezt, hve drjúg fjárverzlun þeirra er. — Enda getur hver sæmilega reiknings- glöggur maður séð, hve miklu það nemur, sem þessir milliliðir milli bænda og kaupstaðarbúa fá fyrir ómak sitt. Eg, sem þessar línur rita, keypti í haust 20 dilka í einum hóp fyrir 10 aura pd. í lifandi vigt. Þetta var nokkuð meira, en kaupmenn í Borgarnesi gáfu fyfir pundið i jafnþungum kindum. Dilkarnir voru allir að meðallali 75 pd. á þyngd., fyrir þá borgaði eg því 150 kr. eða 7 kr. 50 a. lyrir hvern þeirra. Dilkarnir lögðu sig þetta: 590 pd. kjöt, 20 aura pd. == 118 kr., 65 pd. mör á 25 a. pd. 16 kr. 25 a., gærur 120 pd. á 42 au. — 50 kr. 40 a. oginn- matur á 70 a. = 14 kr. Sam- tals 198 kr. 65 a. Hagnaður rúmar 48 kr. eða nálega 2 kr. 50 a. á hverju lambi. Svona dilka keyptu Reykja- vikurkaupmenn hér frá 7 kr. 50 a. til 8 kr. Og svo seldu þeir kjötið á 24—26 a. pd., sum- ir meir, sem fyrst keyptu dilka. Fyrir gærur fengu þeir 45 a. (pd.). Kostnaður hefir lag'st á hverja kind, en ekki meiri en sem svarar því, sem þeir fengu meir fyrir hvert kjötpund, ílest- ir, en eg hefi reikuað. Óhætt mun að gera ráð fyrir, að þeir hafi grætt 2 krónur á hverjum meðaldilk. En hvuð hafa þeir grætt á fullorðnu fé? Um það vil eg' ekkert fullyrða. En hitl er víst, að minna en 2 kr. á hverri kind er það ekki, sem þessir milliliðir fá fyrir starfa sinn. Ef gert er ráð fyrir því, að Reykjavik þurfi 25 þúsund fjár, ungt og gamalt (eftir því er áður hefir ílutzttil Rvíkur, ætti hún að þurfa alt að 30 þús).

x

Plógur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.