Plógur - 01.11.1906, Blaðsíða 7

Plógur - 01.11.1906, Blaðsíða 7
PLÓGUR. 87 ekki geta sint þess konar störf- um vegna áðurtaldra kringurn- stæða, ætti að útvega sér trú- an, vanan og glöggan fjármann til vetrarhirðingar. Þar sem svo er háttað með beit og landslag, að beitarhúsa þarf við, er á- ríðandi, að fjármaður sé viss og einbeittur að rata í hríðum og dimmu veðri, og að hann hafi heilsu og þrek til að standa úti yfir fé, hvernig sem viðrar. Er tilvinnandi að hlynna að slíkum mönnum fram yfir hin hjúin með kindafóðrum eða einhverri annari ivilnun, stundi þeir verk sitt með dygð og dugnaði. Á öllum útbeitarjörð- um, eins þó þar sé ekki hald- ið upp á beitarhús, er áriðandi, að fjármenn sé gæddir þessum hæfileikum eigi fjárhirðingin að vera í góðu lagi. 5. Á flestum heimilum er nauðsynlegt að hafa unglings- dreng til ýmra smávika, sem oft koma fyrir, og fullorðnir leysa hvorki betur né íljótar af hendi en laglegir unglingar. Til þessa ætti maður að velja þæg- an og geðgóðan ungling, sem sé léttur upp á fótinn og lið- ugur til smávika. Sé einhvers þess vant hjá unglingum, ætti húsbændur að láta sér vera ant um að venja þá á það sem fvrst. 6. Á þeim jörðum þar sem votengi er mikið en heyskapur langt sóttur og aðrir fleiri er- viðleikar, sem hér eru ekki taldir, er áríðandi að hafa dug- leg og heilsugóð hjú, sem sé vön stritvinnu og þoli hana vel, hafa þau þá heldur færri og gjalda þeim betur. En á hægum jörðum, þar sem hey- skapur er þurr og nærtækur, getur orðið alt eins notagott, að hjúin sé handhæg og not- invirk, en þótt þau þá sé gömul og heilsutæp. 7. Þar sem svo er ástatt, að húsmóðir ekki getur sjálf ver- ið snemma á fótum á morgna, sökum náttúrufars, barna-um- sjónar eða annara kringum- stæða, er nauðsynlegt að hafa duglegan og ráðsettan kvenn- mann, er hafi á liendi öll þau morgunverk, er húsmóðirin vanalega annast um, svo sem búverk á sumrum og að sjá hjúunum fyrir fæði og öðru, er þau með þurfa, þegar þau þurfa snemma til vinnu hvort heldur er vetur eða sumar. Það er skaðleg óregla, þegar hjú þurfa að bíða á morgna eftir fæði eða öðru, sem þau þurfa með, og leiðir einatt til áhugaleysis á því er gjöra skal á daginn. 8. Það ætla eg sé góð búregla verði henni við komið, að hafa fleira af vinnukonum en vinnu- mönnum einkum um sláttinn, og sér í lagi þar sem votengi er. Þykist eg hafa veitt þvi eftirtekt, að verkdrýgra muni

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.