Plógur - 01.11.1906, Side 2

Plógur - 01.11.1906, Side 2
82 PLÖGUR. Þá nemur þessi verzlunarhag- ur milliliðanna um 50 þus. kr. Hvernig lízt nú þeim á, sem enga trú hafa á slátrunarhúsi. Þess ber að gæta, að hér er einungis talað um milliliði þessarar fjárverzlunar í Reykja- vík; Hafnarfjörður, Keflavík, Eyrarbakki, Stokkseyri, Akranes Borgarnes og jafnvel Stykkis- hólmur, auk þurrabúðarmanna í sjóplássunum í Gullbringu- sýslu, kaupa fé af þeim bænd- um, sem ættu að ná til slátr- unarhúss í Reykjavík, ef það kæmist á. Má telja það vist, að í haust hafi allir þessir staðir, sem eg hefi nefnt, keypt 50—60 þús. fjár. Og telja má víst, að það séu um 100 þús. kr., sem þannig hefir runnið frá bændum í vasa milliliða nú i haust. Þessum krónum hefði betur verið varið til þess að koma á fót slátrunarhúsi. Og trú min er sú, að slátrunarhús fyrir Suðurland yrði einhver nytsamasta stofnun bæði fyrir bændur og kaupstaðabúa. Bændum er ekki enn orðið þetta málefni Ijóst. Það þyrfti í hverri sýslu hér sunnanlands að útvega hæfa menn til þess að skýra mál þetta í vetur á almennum fundum fyrir bænd- um. Hér er um stórvægilegt velferðarmál að ræða, sem bændur inega ekki fella með tortryggni og samtakaleysi. Sumir af helztu bændunum hér í Borgarfirði eru sagðir að standa mjög á móti þessum fé- lagsskap, t. d. bændur, sem vanir eru að kaupa fé fyrir kaupmenn. — En ótrúlegur gunguskapur er það af bænd- um, að vilja ekki vera með í nytsömum félagsskap, þótt einn eða tveir sérgóðir eða þröng- sýnir bændur — og segjum skynsamir og velmetnir, — vilji pukra fyrir sig. Plógur tekur á móti ritgerð- um um þetta málefni, hvort heldur þær eru með eða móti slátrunarhúsi. Gæti það máske orðið til þpss, að skýra málið betur. En ádeilugreinar ílytur Plógur ekki. 8amtal. —o— (Niðurl.). Gunnar: Viðvor- um, Haraldur minn, að tala um búskapinn í sumar i Plóg. Mig minnir að við ekki vær- um búnir að tala alt, sem við þurftum að tala, til þess að skilja vel hver annan. Haraldur: Það getur satt verið, en enn sem komið er hefi eg ekki breytt skoðun minni á málinu. Eg er algert á móti fráfærum; er margbúinn að leggja það niður fyrir mér, livert betra sé alinent, og nið- urstaðan hefir alt af orðið sú sama, að ábatameira sé, að láta

x

Plógur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.