Plógur - 01.11.1906, Side 5

Plógur - 01.11.1906, Side 5
PLÖGUR. 85 Fóðurbætir. Þótt Pló gur hafi áður minst á fóðurbæti og gert Ijósa grein íyrir þvi, að dýrara sé að gefa kúnni útlent fóður en innlent, þá er enn þörf á að tala um fóðurbæti og fóðrun búpenings frá ýmsum hliðum. Útlendan fóðurbæti þeltkja fáir bændur nema að nafninu. Þeir kunna fæstir að gefa hann kúm eða öðrum skepnum, sem von er til. Og enn er ófengin reynsla fyrir notagildi liinna ýmsu tegunda; rúgmjöl er það einkum, sem nokkuð alment befir til þessa tíma verið haft til fóðurs fyrir kýr, en þeir eru næsta fáir, sem sag't geta með vissu bve mikið livert pund af mjöli heíir sparað annað fóður; eða með öðrum orðum, hve mikið kýr yfirleitt borga bvert pund af mjöli með mjólk og smjöri. Ekld er víst, að hinar ýmsu fóðurbætistegundir reynist jafn- góðar til fóðurs bér á landi og í öðrum löndum, en bitt getur einnig svo farið, að það reyn- ist hjá oss eins vel eða jafnvel betur. Ytarleg reynsla 'í þessu þarf að fara fram á kostnað jiess opinbera ef vel á að vera. Danir segja, að klíð (úrsigti) sé jafngott til fóðurs fyrir kýr og bygg, en nú er úrsigtið oft svikið og ilt að þekkja það. En miklum mun er það ódýr- ara en bygg. Mais er gott fóður fyrir kýr, ef gefið er mikið af honum, þá mjólka þær vel, en kost- lítil þykir þá mjólkin, Bezt þykir að gefa kúm samhliða mais og baframjöl, 1 pd af mais og 1 pd. af haframjöli. Þá verður mjólkin bezt. Plógur óskar eftir smápistl- um frá bændum um not þau, er þeir þykast hafa at fóður- bætiskaupum þetta ár. — Gott að sem flestir veittu því ná- kvæma eftirtekt bve mikið t. d. má ætla af góðri töða á móti 1 pd. af maís. Hjúaval. Heill og sæll, Plógur! Eg' hefi lengi ætlað að senda þér nokkrar línur. En tíminn er afskamtaður. Máltækið segir, að oft sé það ’gott, sem gamlir kveða’, og þetta mun satt vera. En mér finst vér gleyma þessu oft, einkum á þessum framfara- timum. Að oss berast nú slik undur af andlegri framleiðslu, að vér náum ekki að melta helminginn af því. En þó held eg' að vér hefðum mjög gott af því, að kynna oss við og við skoðanir og tillögur feðra vorra, um velferðarmál þjóðarinnar,

x

Plógur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.