Plógur - 01.11.1906, Síða 6

Plógur - 01.11.1906, Síða 6
86 PLÓGUR. þótt þeir séu horfnir af sjónar- sviði lifsins. Búnaðarritið »Höldur«, sem prentað er á Akureyri 1861, flytur meðal annars langa og vel samda grein: »Um Búnað- og verkaskipun á lands- og sveitajörðuma, eftir Halldór Þorgri msson, norðlenzkan bónda; Jón heitinn Sig'urðsson á Gautlöndum kallar hann »merkisbónda«, í skýringu, er hann setur aftan við ritgerð- ina, og kveður hana hafa það mest til síns ágætis »að öll hin búnaðarlega kenning í henni er alveg bygð á eigin reynslu þess manns, sem hafði vit og vilja á að veita reynslunni eftir- tekt«. Fyrsti kaíli ritgerðar þessarar er um hjúaval, og þótt margt sé nú breytt með landbúskap- inn frá þeim tíma, og ekki sé nú eins auðvelt að »velja« hjú eins og þá, sakir vinnufólks- eklunnar, sem nú er, þá vil eg þó taka upp úr nefndri ritgerð noklcur atriði, sem hann álítur nauðsynleg við hjúaval: »1. Hver húsbóndi ætti jafn- an að hafa það hugfasl að velja sér helzt þau hjú, sem eru þekt að guðhræðslu, skynsemi, ráðvendni og dygð; sé heimilið stórt og margt af uppvaxandi unglingum, eru slíkir kostir ó- missandi á hverju hjúi, og ætti að metast meira en hverjir lík- amlegir hæfileikar, því einatt sannast það sem skáldið segii" »Langtum betur en lærdóms- ment ljós eftirdæmin geta kent«. Margföld reynsla sannar og, að vinna þeirra hjúa, sem gædd eru þessum kostum, er nú voru taldir, verður langtum drýgd og blessunar-auðugri heldur en hinna, sem, ef til vill, afkasta meiru, án þess þó að hafa dygð og ráðvendni fyrir augna- mið. Kunni þvi, eins og vænta má, brestur að finnast á þessu hjá sumum hjúum, ætti hver húsbóndi að leitast við að inn- ræta þeim það sem fyrst, og' mun reynslan sanna hvorum- tveggja, að því ómaki er vel varið, sem til þess er varið. 2. Þar næst ætti hver hús- bóndi að velja sér þau hjú, sem eru vanin við iðni, sparsemi og þrifnað, og helzt úr þeim vistum og af þeim heimilum, þar sem regla og stjórnsemi heíir verið við höfð í öllum búnaðarháttum. 3. Þeim húsbændum, sem vegna náttúrufars, heilsulasleika eður embættisanna ekki geta sjálfir gengið að vinnu með hjúum sínum, er ómissandi að hafa duglegan, ráðsettan og umsjónarsaman mann, til að sjá um og ganga fyrir verkum; er tilvinnandi að gjalda þeim mönnurn alt að tvígildu kaupi, er þeir gæíist vel. 4. Þeir húsbændur. sem ekki eru lagaðir til fjárhirðingar eða

x

Plógur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.