Alþýðublaðið - 04.03.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.03.1927, Blaðsíða 3
ALPYÐUBLAÐIÐ 3 Ef pér viljið góðan vindii fyrir lágí verð, pá foiðjið um Marsmann's Maravll & Snpremb, EI Arte, 0©feil©sa9 Klmg, Scott, Epoka, Marsoaanii, ein stjarna. un. Kjörum Ijósmæðra, er inna skulu af hendi ábyrgðarmikið starf, bæði hvað móður og ,barn snertir, hefir nýlega verið lýst í „Vísi“ í grein eftir Guðmund Thoroddsen prófessor. Engin er hér kensla í meðferð ungbarna. Bækur um slíkt hafa til skamms tíma verið ófáanlegar. Nú er að vísu komin út góð bók eftir D. Sch. Th. lækni, „Barnið", en fátæklingar munu lítið fé hafa aflögum til bókakaupa. Má og vera, að tæki skorti til að hag- nýta sér pau ráð, sem þar eru gefin. Þrátt fyrir vandkvæði þau, sem hér eru talin, fer barnadauði smá- minkandi, en hann ætti að minka enn meira. Börnin þurfa að verða hraustari, ekki eins kvillasöm, þola veðurbrigði án þess að fá kvef, vera laus við angur af lús og fló o. m. fl„ og leiðin, sem aðrar þjóðir hafa fundið greiðasta til þess að bæta úr bölinu, er þessi: 1. Að lögbjóða kenslu í með- ferð ungbarna í efstu bekkjum barnaskólanna. 2. Námskeið fyrir ungar stúlkur, sem að giftingu eru komnar, eða ungar mæður. Slik námskeið gætu auðveldlega samrýmst við hús- stjórnarnámskeið. 1 menningar- löndunum eru slík námskcið tal- in sjálfsögð. 3. Útgáfa . smárita. 4. Leiðbeiningastöðvar fyrir mæður. Eiga þær upptök sín að rekja til franska fæðingarlæknis- ins Budin, er sá, að til vand- ræða horfði fyrir frönsku þjóð- inni með hinum sífækkandi fæð- ingum og mikla bamadauða. Síð- an hafa þær hlotið það mikla við- urkenningu, að nú er svo ’komið, að í flestum menningarlöndum eru slíkar stöðvar álitnar sjálf- sagðar í stærri bæjum. Starf stöðvanna er í því falið, að læknir skoðar börnin, dæm- ir um heilsufar þeirra og 'fram- farir, og gefur móðurinni eða fóstrunni ráð viðvíkjandi matar- æði og hirðingu. Hefir hann hjúkrunarkonu sér til aðstoðar, sem einnig hefir það hlutverk að koma á heimilin og veita leið- beinjngar um, hvernig hagkvæm- ast verði um barnið búið, o. þ. u. 1. Læknastofnanir eru þetta ekki að öðru leyti en því, er snertir vanþrif og léttari meltingarkvilla. Sé um sjúkdóm að ræða, er vís- að á lækningarstofur, — ókeyp- is lækningarstofu, séu slíkar stof- ur fyrir hendi, að öðrum kosti til læknis. Oft eru mjólkur- og lýsis-gjafir í sambandi við stof- ur þessar. Fyrir 8 árum setti hjúkrunarfé- lagið „Líkn“ á stofn hjálparstöð fyrir berklaveika, sem þegar hefir unnið ómetanlegt gagn. Nú hefir sama líknarfélag í hyggju að opna stöð fyrir fátækar mæður, þar sem þær geta fengið ókeypis ráðlegg- ingar og ef til vill mjólk eða lýsi, ef þörf er á. Þessi barnavernd „Líknar“ verð- ur opnuð næst konfandi miðviku- dag og hefir aðsetur í Thorvald- sensstræti 4 og verður framvegis opin á miðvikudögum kl. 2—3 e. h. Hefi ég undirrituð forstöðu hennar. Reykjavík, 3. marz 1927. Katrln Thoroddsen. Samnmgur verkakvenna við atvinnurekendur í Hafnarfirði. 1. gr. Almennur vinnudagur reiknast frá kl. 7 árdegis til kl. 7 síðdegis, og skal einn klukkutími dreginn frá til matar. Auk þess skal tvisvar fjórðungur stundar gefinn frí til kaffidrykkju, sem þó ekki dregst frá vinnutímanum. Helgidagar reiknast helgidagar þjóðkirkjunnar, svo og sumardag- urinn fyrsti, en engín vinna skal framkvæmd frá kl. 12 aðfaranótt til kl. 7 árdegis annars stórhá- tíðanna, jóladag, nýársdag, páska- dag og hvítasunnudag. Föstudag- urinn langi skal einnig friðhelgur frá kl. 12 aðfaranótt til kl. 4 árd. á laugardagsmorgun fyrir páska. 19. júní sé einnig frídagur kvenna. 2. gr. Tímakaup full-verkfærra kvenna skal vera, sem hér grein- ir: Fyrir dagvinnu kr. 70 — sjötíu — aurar fyrir kl.stund. Fyrir helgidaga- og nætur-vinnu eftir kl. 10 að kvöldi til kl. 7 aÖ morgni kr. 1,14 — ein og fjórtán —. Fyrir kvöldvinnu frá kl. 7 til kl. 10 kr. 0,88. Fyrir fiskþvott greiðist: Kr. 1,85 fyrir að þvo 100 af þorski, stór- fiski 18 þuml. og yfir, kr. 1,85 fyrir að þvo 100 af löngu, kr. 1,05 fyrir að þvo 100 af smáfiskí undir 18 þuml., kr. 1,25 fyrir að þvo 100 af stórufsa, kr. 1,00 fyrir að þvo 100 af smáufsa, kr. 1,05 fyrir að þvo 100 af ýsu, kr. 0,60 fyrir að þvo 100 af labradorfiski. Vinnuveitendur leggi til fisk- bursta. Vinnuveitendui' skuldbindi sig til að láta konur úr verkakvenna- félaginu „Framtíðin“ og aðrar konur, sem búsetu höfðu í Hafn- arfirði við síðasta manntal, sitja fyrir allri \dnnu, meðan þeirra er 'kostur j tæka tið. Undanþágu frá þessu getur kaupgjaldsnefnd veitt, þegar sérstakar ástæður eru fyr- ir hendi. Verði einhver aðili sekur um að sinna ekki aðvörun kaupgjalds- nefndar um, aÖ hann hafi tekið utanbæjarkonur í vinnu, sætir hann sektum samkvæmt samningi. Samningur þessi gíldir frá og með 25. febrúar 1927 til 1. jan- úar 1928 og skal uppsegjanlegur fyrir 1. nóv. ár hvert, en sé hon- um ekki sagt upp af öðrum hvor- um aðila, gildir hann alt komandi ár. Sá samningsaðili, sem segir upp samningi, hefir skyldu til að boða til fundar um kaupgjald fyr- ir næsta ár eigi síðar en 1. dez- ember-mánaðar. Brot á samningi þessum vaTÖ- ar sektum frá 50 kr. til 500 kr., og skal af sektarfé, ef nokkurt verður, stofnaður slysatrygging- arsjóður fyrir verkamenn og verkakonur í Hafnarfirði. Samningur þessi er gerður í tveimur samhljóða frumritum, og heldur hvor aðili sínu. Hafnarfirði, 24. febr. 1927. Þórður & Ingólfur Flygenring Ingólfur Flygenring. Einar Porgilsson. pr. pr. SF. Akurgerði Pórarinn Egilson. Fiskveiðafélagið Höfrungur hf. Gudtn. Helgason. pr. Hellyer Bros. Ltd. Geir Zoega. F. h. Fiskverkunarstöð G. Zoega Loftur Bjarnason. Verzlun Böðvarssona Ólafur Bödvarsson. Fyrir hönd verkakvennafélagsins „Framtíðin". Hrefna Jónsdóttir. Sigrídur Erlendsdóttir. Steinunn ólafsdóttir. Hann sagði af sér! Nýlega er afstaðin bæjarstjórn- arkosning á Siglufirði, svo sem kunnugt er. Að kjósa þurfti þrjá fulltrúa, kom af því, að séra Bjarni Þorsteinsson hafði sagt af sér bæjarfulltrúastörfum. Hann skrifaði bæjarstjórninni bréf, sem mun að mörgu leyti vera einstætt í sinni röð, en því miður er það ekki komið hingað, svo að það verði birt. Ástæður þær, er séra Bjami færði fyrir því, aÖ hann gæti ekki lengur verið í bæjarstjóm, voru þær, að hann fengi nú engu að ráða, og að „bolsa“-stefnan væri að sigra. Það er af, sem áður var, þegar séra Bjarni réð svo að segja öllu einn. Siglfirðingar hafa nú fengið á sumum sviðum nóg af þeirri ráðsmensku og munu hafa harm- að það lítið, þótt klerkur hætti að starfa í bæjarstjórn, og það því fremur, sem kosinn var góð- ur. Alþýðuflokksmaður í staðinn. Og að því leyti er séra Bjarni eftirbreytnisverður fyrir íhaldið, að hann sagði af sér. Það ættu sem fíestir íhaldsmenn að gera, og kjósendurnir þá auðvitað að kjósa Alþýðuflokksmann í stað- inn eins og Siglfirðingar. X. Um ^agÍMM €*§[ iregÍMM* Næturlæknir i er f nótt Maggi Magnús, Hvg'. 30, sími 410. Þenna dag árið 1798 fæddist Sigurður Breiðfjörð skáld. 714 ár • eru í idag frá vígi Hrafns Svein- bjarnarsonar á Eyri (Rafnseyri), hins ágætasta manns, er Þorvald- ur Vatnsfirðingur sveik og nídd- ist á. Ekki vissi ' Magnús Guðmundsson ráðherra svo mikið um starfshætti enska þingsins sem það, að það stend- ur yfir alt árið, að frá dregnu hálfs mánaðar sumarleyfi, fyrr en Héðinn Valdimarsson þurftl að upplýsa hann um það á þing- fundi, þegar tilrætt varð um af- greiðslu og undirbúning stjórnar- frumvarpa. Velsæmispostuli íslenzkrar blaðamensku, sem svo þykist vera, Kristján Alberts- son, þóttist í síðasta blaði sínu þurfa að segja einhverja ólrægð- arsögu um Alþýðublaðió. Varð honum þá lítið fyrir að búa til sögu af því, að það hefði logið því upp á Kristján Bergsson, for- seta Fiskifélagsins, að hann heíði kallað eitt af höfuðstaðarblöðun- um sorpblað. Síðan hafi Kr. B. sent Alþbl. leiðréttingu, þar sem hann hafi neitað þvi að hafa nefnt blaðið þessu nafni, en Alþbl. ekkS fengist til að birta leiðréttingu hans. Hvorugt er satt. Alþbl. mun liafa átt þau ein viðskifti við Kr. Bergsson, að það taldi óhæfu, að' hann ávarpaði sjómenn í sorp- blaðinu „Stormi", þar eð hann væri forseti Fiskifélagsins. Það

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.