Alþýðublaðið - 26.07.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.07.1935, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGINN 26. JOLI 1935. ALÞÍÐUBLAÐIÐ TJTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÓRN: Aðalstræti 8. AFGREIÐSLA: Hafnarstræti 16. SlMAR: 4900—4906. ( 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjóm (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima) 4904: F. R.Valdemarsson(heima). 4905: Ritstjóm. 4906: Afgreiðsla. STEINDÖRSPRENT H.F. Fleiri sildarverk- smiðjnr. UM það er ekki deilt lengur, að giftusamlega hafi tekist er rikið gekk inn á pá braut að reisa >og starfrækja síldarverk- smiðjur. Framtak einstaklinganna og frjáls samkepni var þar kom- áð í þriot og hagnýting síidarinnar alls ekki eftir kröfum tímanna. Alt virðist því benda í þá átt að halda beri áfrani á þessari braut. Þau auðæfi, sem þjóðin á í hinum auðugu síidarmiðum, virðast ekki fullnytjuö enn og sölumöguleikar fyrir síldarafurðir virðast vera miklir. Það getur því naumast orkað tvímælis, að enn þarf að auka við síldarverksmiðjur ríkisins, og það fyrir næstu síld- arvertíð. Þegar það mál kemur til at- hugunar varðar það inikiu að ekki gleymist, að síldarverksmiðju á ekki að reisa vegna útgerðar- ma'nna einna, ekki heldur vegna þeirra manna einna, sem við síld- ina vinna á sjó eða landi, heldur fyrst og fremst vegna þjóðarinn- ar sem heildar. Síldarverksmiðju á að reisa og starfrækja með það fyrir augum, að hún verði eðli- legur og nauðsynlegur liður í at- vinnulifi þjóðarinnar, hún á að vera -reist iog starfrækt með full- um skilningi á því, að srfívarút- vegur, landbúnaður og iðnaður eru atvinnuvegir, sem verða að styðja hver annan. Við byggingu sjávarþorpa vorra og bæja hafa til þessa aðeins tvö sjónarmið komið til greina, lega staðarins gagnvart fiskimiðum og hafnar- skilyrði. Þetta tvent ber að sjálf- sögðu að hafa í huga þegar reist er síldarverksmiðja eða aðrar framkvæmdir gerðar, sem stuðla að þvi að mynda kaupstaði, en auk þess ber vandlega að gæta þess, hvar kaupstaðurinn kemur að beztum notum sem markaðs- staður fyrir landbúnaðinn, og einnig hitt, hver skilyrði eru fyrir hendi til iðnaðar. Það er sem sé Ijóst, að að því verður að stefna, að skapa landbúnaði okkar sem bezta markaðsaðstöðu við sjóinn, og þess vegna verður eftir því sem auðið er að haga bygðinni við sjóinn eftir þörfum landbún- aðarins. Þá ber hitt engu síður að at- huga, hvar bezt er aðstaða til iðnaðar, því að því ber að stefna^ að iðnaður vaxi upp í hverju þorpi Iandsins samhliða sjávar- útveginum, bæði til þess að full- nægja atviunuþörf þeirra mörgu manna, sem naumast geta vegna aldurs eða af öðrum ástæðum stundað sjávarútveg, og hins veg- ar til þess, að bæta úr atvinnu- þörfinni þá tíma árs, sem sjór er ekki stundaður. Að lokum þetta: Alt, sem gert er að tilhlutun þess o.pinbera fyr- ir atvinnulífið, á að framkvænna eftir nákvæmri rannsókn á því, hvað þjóðarheildinni hentar bezt. ALÞYÐUBLAÐIÐ Bjorgon togaran^„Lincolnshire“. Eftir Einar M. Einarsson, skipherra. Meðan björgun togarans „Lin- oolnshire“ stóð yfir, birtust í Morgunblaðinu með nokkuð jöfnu millibili ósannar og fólskulegar greinar um björgunarstarfið. — Meðal annara ósanninda í þess- urn greinum var því haldið fram, að capt. Doúst væri enskur kaf- ari og að hann einn ynni alt sem unnið var. Ekki var laust við, að þeim fjórum íslenzku köfurum og öðrum, sem unnu að björguninni dag og nótt, þætti lítið gert úr verkum sínum eftir skrifum Morgunblaðsins. Ein fregn blaðsins til lesenda sinna var sú, að „Ægir“ væri búinn að missa við björgunina einhver ósköp af akkerum, dæl- ur og fleira, og var björgunar- starfið ekki nærri hálfnað, þegar „Moggi“ færði lesendum sínum þessar fregnir með morgunkaff- inu. Sannleikurinn við þessar fregnir blaðsins er sá, að capt. Doust vann ekkert að björgun togarans undir yfirborði sjávar. Enn fremur tapaðist ekki nema aðeins eitt eldgamalt akkeri, sem Idatt í sundur af ryði. Dælur og annan útbúnað, sem Morgunblað- ið taldi tapaðan, notuðum við á- fram við björgunina tvo mánuði eftir það, og reyndist hann ágæt- lega. Hinn 18. þ. m. er að sjá sem gleði Morgunblaðsritstjóranna hafi náð hámarki sínu af því að togarinn var sokkinn. Skrifa þeir þá langa grein. Eins og að vanda (ætur hjá því blaði byrjar hún á tómum ósannindum, sem þeir fyrir heimsku sakir hrekja þó síð- iar í greininni. Á ég þar við með- al annars, að þeir segja að togar- inn hafi verið þéttaður inni á Gufunesfjöru, en segja þó síðar í greininni, að honum hafi verið fleytt á prömmum. Allir vita, nema ritstjórar Morgunblaðsins, að þéttum skipum þarf ekki að fleyta á prömmum. Þá segir Morgunblaðið, að ég hafi á miðvikudagsmorgun fengiÖ dráttarbátinn Magna. Yfir þessi ó- sannindi ritstjóranna hefi ég eng- in orð, sem sæma sér á prenti. Sannleikurinn er sá, að Skipaút- gerd ríkisins, eilaust í samráði við capt. Doust, samdi við hafn- arskrifstofuna laugard. 14. þ. m. um að fá Magna til þess að fara inn að Linoolnshire strax eftir helgina, enda fór hann inneftir strax á mánudagsnnorgun og var þar til miðvikudags, að farið var af stað með togarann. Þá segja ritstjórarnir rangt frá ýmsum smáatriðum, og þykir mér rétt að leiðrétta sum þeirra hér. Þeir segja, að dæla hafi bilað, ao sex roenn hafi verið í togaranum er hann sökk og skipshöfn Magna hafi bjargað þeim, sem fóru í sjóinn. Ef skýra skal rétt frá þess- um atburðum, voru þeir þannig: Engin dæla bilaði, heldur sökk togarinn með afturendann, ásamt prömmunum, þar til vírinn á milli prammanna slitnaði. Dælan, sem Morgunblaðið sagði að hefði bil- íið, var í gangi þar til að hún fór í kaf. Átta menn voru í togaran- Iuiá, í stað sex. Skipshöfn Magna, sem Morgunblaðið talar um, voru tveir rnenn á þilfari, sem að sönnu eru báðir bráðduglegir, enda höfðu þeir nóg að gera á Magna. Enn fremur var þar einn vélamaður og hafnsögumaðurinn, sem liafði stjórn bátsins á hendi. Þar eð enginn þessara manna mátti missa sig frá sínu starfi í ofangreindu tilfelli, var það fyrst og fremst bátur Magna, með tveim mönnum frá Ægi og tveim mönnum frá landi, sem bjargaði nókkrum mönnunum, enda var hann hafður við togarann til ör- yggis, ef ieitthvað kæmi fyrir, þótt mennirnir hefðu verið útbúnir með björgunarbelti. Annan stærri bát höfðum við aftan í Magna, sem notaður hafði verið við köf- un, og fór ég ásamt tveim mönn- lum( í hann og náðum við fjórum mönnum í þann- bát. Viðtal Morgunblaðsins við capt. Doust. Þá birtir Morgunblaði viðtal við capt. Doust. Lesendur blaðs- ; ins halda eflaust, að þetta við- tal hafi átt sér stað og lái ég þeim það alls ekki, sem ekki þekkja fréttaburð blaðsins því betur. Mér er sagt, að capt. Doust hafi beðið Skipaútgerð Ríkisins fyrirgefningar, á því sem Morgunblaðið hafi þóttst hafa eftir sér umræddan dag, og Iiafi hann tekið það skýrt fram, að hann hafi ekki gefið blaðinu neinar upplýsing- ar. Eftir þessu hlýtur Morgun- blaðið að hafa talað við alt ann- an rnami en capt. Doust, eða misskilið svo mjög hina erlendu tungu. 1 umtalaðri grein Morgunblaðs- ins, en þó sérstaklega í sunnu- dagsblaði þess, er ekki hægt að sjá annað en að ég hafi tekið tog- arann alveg fyrirskipunarlaust og ætlað að fara með hann • til Reykjavíkur, eða eitthvað annað, jafnvel út á veiðar. Ég get full- vissað ritstjóra Morgunblaðsins og aðra um það, að við á „Ægi“ urðum að hlýða gefnum skipun- úm um að sækja togarann. Þarf enginn að efast um, að það var gert í fullu samráði við capt. Doust, enda lagði hann svo mikla áherzlu á, að togaranum yrði komið sem fyrst til Reykja- víkur, að hann fór þess margoft á leit, að unnið yrði við hann sunnudaginn fyrir þennan stór- straum. Capt. Doust fylgdist líka vel með starfinu, sem bezt sést á því, að hann gaf upplýsingar mn það hér í bænum á þriðju- dagskvöld, að togarinn væri orð- inn réttur og útlit væri fyrir að alt gengi ágætlega. Þar sem capt. Doust sá að alt gekk vel og að togarinn var réttur á þriðjudags- kvöld, vissi hann vel, eftir allar æfingarnar við björgun togarans, að næsta flóð yrði notað til þess að fleyta honum burtu, ef engin óhöpp kæmu fyrir og veður leyfði. Nú reyndist veðrið gott aðfaranótt miðvikudags og nokk- uð fram yfir flóð á miðvikudags- miorgun, og var því sízt ástæða til fyrir capt. Doust að halda, að ekkert yrði gert þessa nótt, þar eð hann vissi, að búið var að vinna hvíldarlaust við togarann frá því á mánudagsmorgun. Þegar ég talaði við capt. Doust á sutinudagskvöld og sagði hon- um, að við færum inn í togar- ann snemma á mánudag og spurði, hvort hann ætlaði að verða með, sem hann neitaði, vissi ég ekki um aðrar hindranir fyrir því að mega koma með togarann til Reykjavíkur en þær, að höfn- in óskaði eftir tryggingu. Capt. Doust fullvissaði mig hins vegar um það, að tryggingin skyldi vera í lagjj í tæka tíð, og bað mig ein- ungis að leggja alla áherzlu á, að korna togaranum sem fyrst til Rey k javíkur. Haf ns ögumað urin n, sem hafði stjórn Magna á hendi, kom frá Rvík á þriðjudagskvöld og fullvissaði mig um, að trygg- ingarspursmálinu væri borgið og ekkert væri því til fyrirstöðu frá hafnarinnar hálfu, að togarinn mætti koma til Reykjavíkur. Enda efast ég ekki um, að Morgun- blaðsritstjórunum er nú ljóst, að hafnarskrifstofan hafði trygging- una með höndum áður en togar- •inn sökk. Að lokum vil ég gefa Morgun- blaðsritstjórunum þau ráð, að ef gleði þeirra nær hámarki sínu yfir því, sem illa fer, fari bezt á því, að þeir haldi því innan sinna bæjardyra, eða að minsta kosti leiti sér þannig upplýsinga, áður en þeir skrifa um það, að ekki sé hægt að hrekja hverja setningu. E. M. Einarsson Lansn blikksniia- deiinonar og rang- færsinr Mgbi. Á miðvikuaaginn er skýrt frá því í Mgbl., að samkomulag hafi náðst í blikksmiðadeilunni og .n. - samið hafi verið upp á sömu kjör og áður. 1 greininni ,er urn þetta fjallar, .stendur eftir farandi klausa: „I gær komust á sanmingar í deilunni á þeim grundvelli, að greitt verður sama kaup og áður.“ Blaðið gerir auðsjáanlega lítið ur þeirri fyrirhöfn, sem hið unga og fámenna félag blikksmiða hefir haft fyrir því að bæta'kjör meðlima sinna. -Ég get ekki látið hjá líða, að gefa þeim lesendum Morgunblaðsins, er kynnu að taka þessi skrif alvarlega, skýr- ingu á því, hvernig kjör og kaup blikksmiða voru áður en deilan hófst. Það er að vísu rétt, að útkomas á vikukaupi 3—4 manna yerður sú sama, en þeir höfðu kr, 1,40 um tímann með 10 tíma vinnu á dag alla virka daga vikúnnar. En kaup hinna var mjög mismun- andi, frá kr. 0,80 upp í kr. 1,20 urn tímann. Viku sumarfri með hálfum launum var áður gefið á sumum verkstæðunum, þó ekki ölium. Strax eftir að félagið var slofnað var gert uppkast að samn- mgstilboði til verkstæðiseigenda. Þar fórum við fram á, að kjör okkar og kaup yrðu bætt þannig, að fullgildir verkmenn (en það teljast allir núverandi félags- menn) fengju kr. 1,50 um tímann og að vinnutíminn yrði 10 tímar 5 daga vikunnar, en 6 tímar á laugardögum, eða unnið til kl. 1. Eftir þann tíma yrði greitt eftir- vinnukaup, sem farið var fram á að yrði kr. 2,00 um tímann. Einnig var farið fram á 6 daga sumarfrí með fullu kaupi. Þetta voru aðalkröfur félagsins, og eins og samningurinn, sem undirskrifaður var á mánudags- kvöld, ber með sér, hafa verk- stæðiseigendur gengið að þeim breytingarlaust. Það má heita mikil bót fyrir okkur, að hafa fengið hið fá- menna félag viðurkent, og að allir félagsmenn skuli nú hafa sömu kjör og kaup. Eftir þessar ofan greindar upp- lýsingar trúi ég ekki öðru en að almenningi komi það einkennilega fyrir sjónir, hvernig Miorgunblaðið hefir skýrt frá lausn deilunnar. Ég hefi þá skoðun, að það sé mjög óviðeigandi að ræða mikið um deilur eftir að sættir eru bomnar á, en þegar farið er jafn Efltng fþróttalífsins erc nauHsyai fyrir framtíð þjóðarimiar Síðasta Allsherjarmót í. S. í. sannaði okkur Islendingum það áþreifanlega, að öll stóru orðin um fræknleik okkar í íþróttum hafa verið meiningarlaust gort út í loftið, sem við ekkert hefir haft að styðjast. I öllum iþróttum stóðum við óralangt að baki öll- um öðrum þjóðum og meira að segja að afturför er bersýnileg. Þetta hlýtur fyrst og fremst að stafa af áhugaleysi íþrótta- manna, eða réttara sagt unga fólksins í landinu, en auðvitað hjálpar ýmislegt fleira til þess að gera ástandið svona bölvað og þá meðal annars vanræksla sú, sem íþróttalífinu er sýnd af stjórnar- völdunum, en sú vanræksla hefir alla tíð verið landlæg hér. Það er áreiðanlegt, að Islend- ingar eru ekki meiri vesalmenni en aðrar þjóðir, þó að þeir séu víst ekki að neinu hraustari, og það ætti því að vera hægur vandi fyrir okkur að ná þeirri kunnáttu í hinum ýmsu íþróttum, sem gæti sett okkur á bekk með öðrum þjóðum' í þessu efni. Þetta er ekki svo lítið áberandi, þar sem þess er gætt, aö íþróttir eru mikil auglýsing, eða réttara sagt, að fræknir, drengilegir í- þróttamenn, er sigla til framandi landa, eru lifandi auglýsing fyrir þjóð sína, um líf hennar og til- veru, um atvinnu hennar og af- urðir. Það má t. d. fullyrða það, að afbragðs iþróttamaður, sem skarar langt fram úr öðrum, vek- ur jafnvel meiri athygli á þjóð sinni en frægur vísindamaður, og það kemur ekki þessu máli við hvort það sé tilhlýðilegt, svona er paþ. Það er því skylda hins opinbera að styðja íþróttahreyfinguna af ráðum og dáð, en það er líka og ekld síður skylda íþróttamanna að legja mikla stund á íþróttir sínar og sýna alvöru í því, sem þeir taka sér fyrir henduir í þessu máli, en það er áreiðanlegt að það hafa þeir ekki gert, það sýna úrslitin á allsherjarmótinu og það sýnir utanför Vals m. a. Við Is- lendingar höfum dáðst að þýzku knaítspyrnumönnunum, sem hér hafa verið undanfarið. Það er líka sagt að þeir verði skilyrðislaust að hlýða þjálfara sínum í einu og öllu, hvað viðkemur íþrótt þeirra, það er sagt að hann skamti ofan í þá matinn daginn sem þeir eiga að keppa, að þeir verði að leggja sig til hvíldar rétt áður en kappleikur á að hefjast og helzt að sofa eina stund. Hvort sem þetta er satt eða ekki, þá eK þe ta sjálfsögð regla, og Þjóðverj- arnir sldlja það, hve áríðandi það er fyrir þá að sýna góða frammi- stöðu, þeir vita á hve miklu það ríður fyrir þá einmitt nú, þegar þeir eiga svo mikla andúð víðast- hvar erlendis. Þeir hafa líka sýnt það hér, að þeir eru afburða í- þróttamenn. En Islendingar hafa það frjáls- ara, og óvíst er að hægt væri að halda saman liði hér ef svona rangt með málið eins og Morgun- blaðið gerir á miðvikudaginn, þá álit ég ekld nema rétt að leið- rétta það. Guðm. Jóhannsson. strangt ætti að vera, og er það þó nauðsynlegt. Islendingar eru svo litlir alvörumenn. Úrvalsliðið, sem kepti við Þjóðverja síðastlið- inn sunnudag, sýndi frábæran l'eik, en þó var liðið götótt, auð- séð var, að í liðinu voru margir, sem ekki iðka íþrótt sína af al- vöru og kostgæfni. Hér er eitt dæmi: Kl. 6V2 var bíll að fara úr Hveragerði á sunnudaginn, það var síðasti áætlunarbíllinn það kvöld. Þegar bíllinn var að leggja af stað kom maður hlaupandi að honum og bað um far til Reykja- víkur. Bílstjórinn neitaði því og sagði, sem satt var, að bíllinn væri troðfullur. Maðurinn kvað pað afar slæmt, pvl að hann cettt að keppa á íþróttavellinum um kvöldið kl. S1/2 eða eftir 2 stundir. Þegar farþegarnir í bílnum heyrðu þetta, kváðust þeir skyldu rýma til og þrengja að sér, svoj að maðurinn gæti komist með. Maðurinn fór þá í bílinn, en þá kom í Ijós, að hann var með konuna sína, og hann hélt á henni 1alla letðina til Reykjavíkur. Auðvitað átti þessi maður alls ekki skilið að farþegarnir hjálp- uðu honum til að verða sér ekki til skammar. En . hvernig halda menn að þessi maður hafi verið í fótunum um kvöldið? Hann kom til bæjarins tæprnn klukku- tíma áður en leikurinn átti að hefjast, og hafði því engan tíma til að hvíla sig undir þrekraunina, enda var hann einhver lélegasti maðurinn á vellinum og gat sjaldan haldið boltanum, þó hann fengi hann, og eitt biaðið sagði, að eitt sinn hefðu fæturnir á hon- um orðið eins og máttiausir, er hann komst í skotfæri, svo að hann tapaði knettinum. Svona menn eiga ekki að fást við íþróttaiðkanir; þeir sví'kja alla, sem treysta þeim, og ekki sízt félaga sína, sem keppa með þeim. Nú er knattspyrnuflokkur í þann veginn að fara til Þýzka- lands. Allir treysta þeim, sem taka þátt! í þeirri för, til að taka á öllu sínu og verða þjóð sinni til sóma, og það er trygging fyrir því, að svo megi takast að Guð- mundur Ólafsson, þjálfari K. R., sem er einhver bezti áhugamaður- inn í iþróttum, sem við eigum, verður þjálfari liðsins og leik- foringi. Hann verður að eins að vera nógu strmgur. Síðan þetta var skrifað hefir 5Ú ákvörðun verið tekin, að Guðrn. Ólafsson fer ekki með knattspyrnumönnunum til Þýzka- lands, heldur Friðþjófur Thor- steinsson. Mun þessi breyting ekki mælast vel fyrir meðal knatt- spyrnumanna. K. I. O. G. T. BARNASTÚKAN ÆSKAN Nr. 1, fer skemtiferð austur í Ölfus næstkomandi sunnudag kl. 9 árd. ef veður leyfir. — Áskriftarlisti liggur frammi í Bókhlöðunni, Lækjargötu 2, til kl. 12 á laugardag. Ódýrt far. Gæslumenn. Frá og með deginum í dag verðum við til viðtals í Mjólkur- félagshúsinu, herbergi nr. 15, kl. 11—12 og 4—5 alla virka daga. Stjómin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.