Alþýðublaðið - 04.08.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.08.1935, Blaðsíða 3
SUNNUDAGINN 4. ÁGÚST 1935. ALÞTÐDBLAÐIP ALÞÍÐUBLAÐIÐ TTTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÖRN: Aðalstræti 8. AFGREIDSLA: Hafnarstræti 16. SlMAR: 4900—4906. 4900: Afgreiasla. auglýsingar. 4901: Ritstjóm (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjáhnss. (heima) 4904: F. R. Vaidemarsson (heima) 4905: Ritstjóm. 4906: Afgreiðsla. STEINDÓRSPRENT H.F. Afgreiðsla aílra fólksflutningsbíla á einum stað. SJÍIPUILAGNÍNG sú, sem fram hefír farið á fólksflutningum með bílum, liefir ]>egar sýnt góð- an árangur. Fargjölct hafa á all- mörgum leiðum lækkað, ferðir orðið tíðari og reglubutidnari. En prátt fyrir þetta skortir mik- ið á um pað, að pessi mál séu kornjih, í pað horf, sem pau purfa og eiga að komast í. Hvað Reykjavík snertir er pað til stórra ópæginda, að bílar peir, sem annast fólksflutninga frá borginni, fara ekki allir frá ein- um og sama stað. Hér parf að koma, og pað sem allra fyrst, ein allsherjar bílastöð, er kæmi til með að hafa svipaða pýðingu fyrir Reykjavík eins ög járnbraut- arstöðvar hafa fyrir erlendar borgir. Bezti staðurinn fyrir slíka stöð myn-di sennilega vera í Austurbænum, um pað bil sem vegir skiljast til Hafnarfjarðar og Suðurlandsundirlendis. Par' yrði að reisa allstóran skála, og yrðu pá allir áætlunarbílar, sem koma til borgarinnar eða fara paðan, iað keyra í gegnum hann, og ætti hver áætlunarleið sinn ákveðna afgreiðslustað í skálanum, og væri par rækilega auglýst um alla tilhögun ferðarinnar, viðkomu- staði, gististaði, kostnað o. fl. Með pessu fyrirkomulagi yrði með öllu bætt úr peim ópægind- um, sem af pví leiða að ferð- irnar á sömu áætlunarleið eru í mörgum tilfellum á fleiri en ejnni hendi. Þannig er pað t. d. með Akureyrarferðir. Menn heyra dag eftir dag auglýst í útvarpi, að pessi og pessi stöð hafi fastar ferðir pessa og pessa daga. En niðurstaðan verður nú samt sem áður sú, að ef einhver ætlar að bregða sér til Akureyrar, pá man hann aldrei hvaða stöð pað er, sem hefir ferðir einmitt pann dag- inn. Væri hins vegar komin ein allsherjar stöð fyrir alla fólks-i flutningsbíla, væri vandinn sá einn að muna, að bílar fara til Akureyrar frá pessari stöð kl. 8 á hverjum morgni, og pangað mætti snúa sér með alt, sem að ferðinni lýtur. Það er í raun og veru ástæðu- laust að fjölyrða um petta mál, pað er augljóst, að að pessu ráði verður horfið fyr eða seinna, og pví fyr pví betra. Skátablaðið, 1. tölubl. 1. árg., er nýkomið út. Er þetta vandað blað og fjölskrúðugt. Ritstjóri blaðsins er Jón Oddgeir Jónsson en meðritstjórar eru Frank Michel- sen og Ástvald Love. Efni þessa fyrsta tölublaðs er: Mynd á forsíðu frá Hvítárvatni; Ávarp frá A. V. Tulinius; Lærið að kasta björgunarlínu; Örin, skátasaga frá Nýja-Sjálandi,' Óli B. Guðmundsson íslenzkaði; Samkeppni skáta 1 stundvísi; Landsmótið 1935; Úr heimi skáta Auðvaldið skipuleggur sam~ tök sín gagn verkalýðnum. Eftir Pétur G. Guðmundsson. Nýlega var frá pví sagt í Al- pýðublaðinu, að í Alpýðusam- bandi íslands væru nú 72 félög með samtals 10 700 meðlimum. Þessi er pá orðinn árangurinn af baráttu Alpýðuflokksins fyrir samtakastarfsemi verkalýðsins, og munu margir líta svo á, að hana sé eftir atvikum mikill og góður. En pegar litið er yfir leiðina frá pessum áfangastað verður pó ljóst, að pað er aðeins stuttur spölur, sem farinn er, en löng leið eftir ófarin að pví marki, að verkalýðurinn sé allur skipu- lagður, að hann, sem meiri hluti pjóðarinnar, hafi meirihlutavald um stjórn allra pjóðmálanna. Og pað má jafnvel gera ráð fyrir, að pessi ófarna leið verði sízt greiðfarnari en sú, sem far- in er. Verkalýðurinn má vera við pví búinn, að par verði við enn meiri erfiðleika að etja en Al- pýðuflokkurinn hefir haft af að segja hingað til, Atvinnurekendur eru nú farnir að sjá pað, og hafa nokkrum sinnum preifað á pví, að Alpýðu- sambandið á í ölliun pumlum við einstaka hópa atvinnurekenda, jafnvel pótt peir séu nokkuð fjöl- mennir og fésterkir. Þeir eru farn- ir að skilja pað, að ef peir eiga að geta haldið valdi sínu yfir verkalýðnum áfram, haldið hon- um til hlýðni við sig, haldið hon- um niðri við sultarmarkið og dregið arðinn af striti hans að meiri hluta í sína pyngju, pá verði peir, atvinnurekendurnir, að taka höndum saman allir, nota samtakaaðferðina og beita afli samtakanna leynt tog ljóst, og beita par bæði harðfylgi og kænsku. Þeir eru fyrir nokkru farnir að sjá og skilja, að stjórn- málastarfsemin er ekki einhlít bardagaaðferð. Sá tími er liðinn hjá, og kemur kannske ekki aft- ur, að hægt sé að vernda hags- muni peningapursins og prengja kosti verkamannsins með laga- setning og lagaframkvæmd ein- vörðungu. Það er engin ágizkun petta, að atvinnurekendur og gróðabrallar- ar hafa tekið upp nýja baráttu- aðferð, til hliðar við stjórnmála- sviðið. Það er pegar komið í ljiós í verki, svo ekki verður um vilst. Þeir hafa undanfarin missiri verið að skipuleggja samtök sín í heildarfélagsskap, sem nefnist Vinnuveitend\afélag íslands. Það hefir farið hægt af stað, starfið lot-ið mest að pví að treysta innra skipulag sem bezt. En nú er pví verki svo langt komið, að Vinnuveitendafélagið telur sig nógu öflugt til pess að láta til sín taka út á við. Verkalýðurinn má ekki ganga pess dulinn, að stofnun vinnu- veitendafélags er stórviðburður í atvinnulífi pjóðarinnar. Þetta fé-' lag hefir afi peirra hluta, sem gera skal, í ríkum mæli. Það Munar ekkert um að leggja af mörkum 100 púsund krónur, og pó meira væri, til pess að koma vilja sínum fram, ef nokkuð pyk- ir við liggja. Það hefir reirt með- limi sína römmum viðjum með sektarákvæðum og öðrum viður- lögum, sem binda vilja peirra og hendur og svínbeygja pá til blindrar hlýðni við skipanir fé- lagsstjórnarinnar. Vinnuveitenda- félagið getur, hvenær sem pví póknast, svarað kröfum verka- lýðsins með verkbanni, ekki að eins í -peirri atvinnugnein, par sem deila hefir risið, heldur í mörgum eða öllum atvinnugrein- um, ef pví býður svo við að horfa. Ef t. d. verkafólk í klæð- skeraiðninni ákveður að gera kröfur til klæðskerameistaranna um svipuð kjör og verkafólk í mörgum iðngreinum öðrum á við að búa, pá má pað vera við pví búið, að par verði ekki klæðskera- meisturum að mæta, heldur stjórn Vinnuveitiendafélags íslands. Þetta er nefnt sem dæmi. En að pví hlýtur að reka bráðlega, að einstökum samtakahópum verkalýðsins verður algerlega um rnegn að koma fram nokkrum kröfum á hendur atvinnurekenda upp á sitt eindæmi. Það kemur að pví fyr en varir, að pegar verklýðsfélag í einhverri atvinnu- grein unir ekki kjörum sínum og vill fá pau bætt, pá hefir pað um prjá kiosti að velja: 1. Að sætta sig auðmjúklega við ókjörin. 2. Að leggja út í deilu við at- vinnurekendur j atvinnugrein- inni, og tapa. 3. Að fela Alpýðusambandi ís- lands málið fyrir sína hönd, sem allsherjaraðila verkalýðs- ins gegn allsherjaraðila at- vinnurekenda, Vinnuveitenda- félagi Islands. 1 rauninni má segja, að petta sé hin eðlilega frampróun stétta- baráttunnar. Þessi nýja baráttuaðferð auð- valdsins gegn verkalýðnum, að beita harðfylgi meö allsherjarsam- tökum, er eðlileg, samkvæmt stefnu pess. Hún felur ekki fán- ann undir úlpunni, og er að pví leyti ekki ámælisverð. En samhliða pessari óduldu og augljósu skipulagningu samtaka sinna hefir auðvaldið tekið upp aðra aðferð, sem er meira dulin að sér. Það er líka samtakaað- ferð, ósköp hógvær, með ljóm- andi hvítasunnuandlit, og kallast Lands&amband iðnaðarmanna. Þetta Landssamband er auð- vitað alveg ópólitísk stofnun, par sem hún fæst eingöngu við iðn- aðarmál. Það ættu svo sem allir að geta skilið, að atvinnumál snerta ekki pjóðmál, sem öðru nafni eru nefnd pólitík(!). Og til sönnunar pví, að hér sé ekki umi sérhagsmuni atvinnurekenda að ræða, lýsa forsprakkar pessa fyr- irtækis hátíðlega yfir pví, að öll- um félögum iðnaðarmanna sé par heimil þátttaka(!), Ef við viljum vita deili á manni af sjójj, pá verður okkur víst oftast fyrir að líta fyrst á höf- uðið. í En hvernig er svo höfuðið á pessu Landssambandi iðnaðar- manna? Eitthvert mark ætti að vera takandi á pví. Helzti frömuður pessa sam- bands og forseti pess er alpekt- ur og eldheitur Sjálfstæðisflokks- maður. Af 5 mönnum, sem stjórnina skipa, eru aðeins 2 iðnaðarmenn, báðir með öflugustu atvinnurek- endum hvor í sinni iðngrein, og að minsta kosti annar svarinn fjandmaður verklýðssamtakanna. Er nú pessi skepna — eftir á- sjónunni að dæma — ekki næsta líkleg til að vera hliðhollari at- vinnurekendum en verkalýðnum? Við skulum nú samt segja, að petta séu ekki einhlít kenninierki. Uppruni sambandsins og starf- starfsemi pess beri pví veiga- meira vitni. Voru pað kannske iðnverka- menn, sem viidu koma á fót pessu Landssambandi iðnaðar- manna og hafa pað eins og pað er? Því fer fjærri. Það woru at- vinnurekendur og nnenn, sem aldrei hafa komið nærri iðnað- inum nær undantekningarlaust, sem tóku upp á pessu og sniðu sambandinu stakkinn. Félög iðn- verkamanna voru ekki kölluð til samvinnu um pað, engra ráða spurð. En pegar búið var að tryggja pað, að atvinnurekendur gátu haft töglin og hagldirnar í pessu sam- bandi, og pegar vitað var að fé- lög iðnverkamanna vildu ekkert með petta hafa — vildu ekki rugla ráðum sínum saman við ráð atvinnurekenda á pessum vettvangi —, pá fyrst ér farið að bjóða iðnverkamönnum að vera með, — mjög æskilegt að fá páf í hópinn til að vera samá- byrga um allar gerðir meirihlut- ans par. Reyndar var sá varnagli sleginn, að fulltrúar sveinafélaga í iðnaði fengju ekki að hafa at- kvæðisrétt á „iðnpingi“ sam- bandsins, pó að peim væri boð- in par seta og málfrelsi, nenia peir uppfyltu viss skilyrði, sem fyrirfram var vitað að peir myndu ekki geta uppfylt, Eðlileg iog snið- ug varúðarráðstöfun petta. Og hvað er svo um fram- kvæmdirnar? Hefir petta sam- band kannske unnið að pví að skipuleggja og styrkja samtök verkalýðsins í iðnaðinum, svo iðnaðurinn geti orðið peim pað, sem hann fyrst og fremst áx að vera, sæmilegt lífsuppeldi? Ég skal ekki fortaka að pað hafi áttt sér stað. En ef svo er, pá hefir Landssambandið farið undarlega dult með pá starfsemi. Ég hefi ekki orðið hennarsvar, og enginn, sem ég hefi spurt. Yfirleitt hefir pess ekki orðið vart, að Landssambandið hafi neitt gert út á við, sem teljandi sé, síðan pað var stofnað, par til nú í vor, á aðalfundi pess, svonefndu iðnpingi á Akureyri, að_,pað afgreiðir um 40 mál, sem „snerta iðnað og iðjustarfsemi í landinu“. Af pessum 40 málum eru nokk- ur lagafrumvörp, par á meðal nýtt frumvarp til laga um iðju og iðnað, samid að tilhlutun stjórn- ar Landssambandsins, og jafn- framt pví var sampykt áskorun til alpingis að sampykkja petta frumv. nú í haust. Endurbætur á iðnlöggjöf lands- ins eru stórnauðsynlegar, og end- urskoðun peirra laga eða ný lög um pau efni geta orðið mjög af- drifarík fyrfr jðnaðarmálin og velfarnað peirra manna, sem að iðnaði starfa. Nú er mér ekki kunnugt um efni eða orðalag pessa frumvarps sambandsstjórnarinnar og get pví vitanlega hvorki lofað pað né lastað. En mér verður að spyrja: Hvers vegna er algerlega gengið framhjá félögum iðnverkamanna við samning slíks frumvarps? Hvers vegna eru pau algerlega hundsuð í máli, sem snertir pau jafnmikið og petta? Eða á mað- ur að líta svo á, að petta sé hlutur, sem peim komi ekkert við? ; Mér kæmi ekki á óvart pó að svör við pessum spurningum mætti lesa út úr frumvarpinu sjálfu, pegar pað kemur fram í dagsbirtuna. Við sjáum til. Iðnaður hér á landi efr í hröð- um vexti. Allar horfur eru á pví að ekki sé langt pangað til að iðnaðarmannastéttin er orðin fjöl- mennasta atvinnustétt í landinu. I Reykjavík lifir nú hartnær i/2 ! hluti bæjarbúa á iðnaði. Það segir sig sjálft, að pað er ekki smáræðisatriði fyrir at- vinnurekendur að vera nógu fljót- ir til að hagræða sinum áhuga- ‘málum, i iðnaðinum og nota tæki- færið meðan iðnverkamenn eru enn andvaralitlir urn málið. En petta verður að gera með klók- indum. Það parf að tefja fyrfr samtökum iðnverkamanna með pví að lokka pá inn í aamábyrgð með Landssambandinu, bjóða peim til setu á „iðnpingi“, leiða huga peirra frá nauðsyn eigin Knattspyrnumennirnirfaraáleiðis til Dýzkalands nœstkomandi mið- vikudag. URVALSLIÐIÐ, SEM FER TIL ÞÝZKALANDS KNATTSPYRNUMENN úr öllum knattspyrnufélög- unum hér í bænum fara áleiðis til Þýzkalands til að keppa þar í knattspyrnu í f jórum borgum. Leggur flokkurinn af stað héðan 7. þ. m. Fyrst fara knattspyrnumennimir til Hamborgar, og tskur þar á móti peim Wiedeke ritari Norræna télagsins í Þýzkalandi og verður hann síðan með peim meðan peir dvelja í Þýzkalandi. Frá Hamborg verður farið til Liibeck, par sem aðalmóttakan á sér stað, enda er þar aðalstöð Norræna félagsins pýzka. Þaðan verður farið um Berlín og Leipzig til Dresden. Þangað verður komið að kvöldi dags 16. ágúst. Fyrsti kappleikjir verður í Dresden daginn par á eftir, senni- lega kl. 4—5, pýzkjir tími. Verð- ur honum útvarpað. Frá Dresden verður farið á skipum upp eftir Elben-fljótinu og verða þar skoðaðir ýmsir merkisstaðir í hinu svo nefnda Saxneska Sviss, og um kveldið verður farið frá Bad Scandau með eimlest til Dresden um kvöldið. 1 Dresden verður dvalið í prjá daga og farið paðan til Berlínar 21- ágúst verður kept í Berlín. Verður par sem annars staðar kept við úrvalslið úr þeim lands- hluta, en í pessu tilfelli er það Prússland. I Berlín verður ýmislegt skoð- að pessa prjá daga, sem par verð- ur staðið við. Farið verður til Potsdam og skoðaðar hinar sögu- frægu hallir. Sömuleiðis verður skoðaður hinn stóri flugvöllur. Tempelhof-feldt, sem er rétt hjá Berlin. Þá verður og athugaður undirbúningur, sem hafður befir verið fyrir Olympisku leikana, sem fyjirhugaðir eru næsta ár. Frá Berlín verður farið með næturhraðlest til Mains í Rínar- héruðunum og komið pangað snemma morguns 24 ágúst. Þá verður farið með skipi eftir Rín- arfljótinu, fram hjá mörgum frægum og fögrum stöðum og komið til Bonn og farið með nýju ríkisbílabrautinni til Köln. Um kvöldið verður haldið á- samtaka, smeygja lagafrumvörp- um, sem sambandsstjórnin sem- Ur’ ibn í alþingi, með svo litl- um fyrirvara, að iðnverkamenn fái ekki ráðrúm til að átta sig á efni þeirra, koma allri yfirstjórn iðnaðarmálanna í hendur Lands- samhandinu með pví að gera það að ráðunaut pings og stjórnar um iðnaðarmál. Og til frekari á- réttingar purfti líka að gera poð, sem „iðnpingið“ gerði, pegar pað sampykti að ljúga pví að öðrurn pjóðum, að Landssambandið sé hinn „aut'0riseraði“ allsherjarað- ili iðnmálanna hér á landi. Pétur G. Guðmundsaon. . áfram til Oberhausen, sem er mikil iðnaðarborg. 25. ágúst verður kept I Oher- hausen, og má geta pess, að par verður i marki Jurissen, sá er bezt lék hér. 1 Oberhausen verða sfeoðuð ýms f ramleiðsl ufyrir tæki. 27! ágúst verður farið til Ham- borgar og komið par laust eftir hádegi sama dag. Næsta dag verður 4. og síðasti kappleikurinn í utanförinni háð- ur. I Hamborg verður mönnum sýnd borgin og höfnin ásamt ýmsu fieiru. 31. ágúst verður lagt af stað heimleiðis til íslands aftur með Dettifossi. Forstjóri Norræna félagsins, Funkenberg, Koch fulltrúi Knatt- spyrnusambandsins, og dr. Er- bach munu sjá um móttökurnar í hinum ýmsu borgum Þýzkalands. Lofsamleg um« mæli þýzkra ténlistafræð~ inga um Jén Leifs og tén~ smiðar taans. Eins og menn muna stóðu í fyrra miklar deilur í Þýzkalandi um tónskáldið Hindemith, sem af mörgum er talinn snjallastur af yngri tónskáldum pýzkum, en hef- ir unnið sér pað til „saka“, auk pess að hann fer nýjar brautir í tónverkum sínum, að hann er af Gyðingaættum, og er pví ofsótt- ur af nazistum og bannað að leika verk hans í öllu Þýzkalaudi. Þær ofsóknir náðu hámarki sínu með pví, að frægasti hljómsweit- arstjóri Þjóðverja, Furtwangler, varð að hröklast úr stöðu sinni sem stjórnatidi „Philharmonisches Orchester" í Berlíu fyrir pað, að hann hafði skrifað varnargrein fyrir Hindemith í blöðin. I sambandi við pessi tvö tón- skáld eru eftirtektarverð ummæli, sem nýlega hafa borist hingað um Jón Leifs, par sem honum er annars vegar líkt við Hinde- mith af pektum tónlistarfræðingi pýzkum, en Furtwangler sjálfur hefir hins vegar haft hin Iofsam- legustu 'ummæli um Jón Leifs. 1 ummælum um Jón Leifs tón- skáld, dagsettum í Berlín p. 9, 9. júlí 1935, kemst þýzki tón- listarrithöfundurinn Dr. Zeitschel pannig að orði: „Islenzka tónskáldið Jön Leifs er efalaust eitt hið merkilegasta og próttmestia í hópi hinna nýrri tónskálda. Tónskáldskapur hans er að vísu nokkuð ósamhljóma (atonal), en pað er langt frá pví, að hann sé af þeirri ástæðu sam- inn af minni gáfu eða ósnjallari Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.