Alþýðublaðið - 25.08.1935, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.08.1935, Blaðsíða 2
SUNNUDAGINN 25. ÁGUST 1935 ALÞYÐUBLAÐIÐ Nftari Hite eða Stalias? Þýzki njósnarinn Franz Glienke segir frá æfintýrnm sínum. v. NÆSTU vikur líður mér alveg hræðilega. Nú er sá tími lið- inn, sem GPU hafði ákveðið að ég yrði í Þýzkalandi, og nú átti ég að vera kominn til Moskva. Ég kemst eftir margs konar heilabrot að þeirri niðurstöðu, áð dr. Braschwitz hafi fengið einhverjar illar bifur á mér og ákveð því að gera fífldjarfa tilraun. Ég heim- sæki nazistanjósnarforingjanin í héraðinu, Kassel, og skýri hon- um frá því, að Rússi nokkur hafi heimsótt mig og ég hafi ástæðu til að halda, að dr. Braschwitz sé leynilegur umboðsmaður fyrir Rússa og þess vegna vilji hann ekki að ég komist til Rússlands. Kassel er næstum dottinn af stólnum við að heyra sögu mína. Hann bitur saman tönnunum og segir: — Glienke, í pólitík eru allir hlutir mögulegir. Ég ætla að koma sögu þinni til réttra hlut- aðeigenda. Við munum rannsaka málið í k.yrþey. Þá hefi ég lagt þessa gildru fyrir doktorinn. Um leið hefi ég komið í veg fyrir það, að ég verði tekinn fastur næstu daga, það gefur mér frest. En ég er þó enn ekkert nær takmarkinu. 1 huganum rifja ég upp samtal mitt við félaga Meier um að snúa málunum inn á hið hernaðarpóli- tiska. Hvers vegna þá ekki að fara beint til ríkisvarnarliðsins? Samstundis ákveð ég því að fara enn einu sinni til Berlínar. Ég geng lengi fram og aftur fyrir framan byggingu ríkisvarn- arliðsins í Wilhelmsstrasse. Að síðustu tek ég þó ákvörðun og fer inn. Vogun vinnur og vogun tap- ar. Nokkur orð við dyravörðinn nægja til að nafn mitt er skrifað á lista og eftir stutta stund fæ ég kort og einn hermannanna fylgir mér til deildarinnar fyrir gagnnjósnir í Bendlerstrasse. Eftir aðeins nokkurra mínútna bið er mér fylgt inn til foringj- ans. Kafteinn Touzet stendur með stórum bókstöfúm á dyrum hans. Foringinn er klæddur venjuleg- um borgarabúningi, hann er í mjög slitnum skrifstofujakka. í stuttu máli skýri ég honum frá# hinni pólitísku fortíð minni, frá ferð minni til Rússlands fyrir leynilögregluna og hinni einkenni- legu framkomu dr. Braschwitz gagnvart mér. Ég skýri honum frá því að frestur sá, sem ég hafði fengið til að vera kominn aftur til Rússlands, sé bráðum á enda, og ef ég ekki fari nú, þá verði ég rekinn úr flokknum fyr- ir að fara ekki eftir fyrirskipun- um flokksins, og ég bæti því við, að það sé ekki svo létt að ná sambandi við Komintern, að það borgi sig að slíta því af hand- vömm einni saman. Touzet skilur málið undir eins. Eftir langa umhugsun segir hann: — Þetta er alt saman mjög gott, en ég held þó ekki að þér getið orðið okkur að neinu liði. Þér getið ekki aflað okkur nema pólitískra frétta, og þess þurfum við ekki með. Það er annað, sem okkur vanhagar meira um núna. — Hvað er það? gríp ég fram í fyrir honum. — Ja, til dæmis: Upp á síð- kastið lrafa Rússar og Frakkar nálgast mjög mikið hvorir aðra. Ef þér getið sagt okkur hvort nokkuð verði úr þessu, eða hvort upp úr þessu sé nú að slitna, þá myndum við verða yður þakk- VAR Pranz Glienke njósnari fyrir Nazista? Eða var hann njósnari fyrir rússnesku leynilögregluna ? Hvaða svar gefa lesendurnir við þessum spurningum, eftir að þeir hafa lésið eigin frásögn Glienkes um hið æfintýraríka líf sitt? Frásögn Glienkes byrjar á götuvígum Hamborgar 1918. Skýrt er frá dvöl hans í útlendingahersveitinm í Afríku. En þaðan fer hann með lesandann inn í innstu fylgsni hinnar pólitísku þýsku leynilögreglu og hinnar rússnesku GPU. Greinar Glienkes, sem birtast hér í blaðinu gefa einstætt tækifæri til að kynnast hinum myrkustu skúmaskotum .. Evrópu nútímans. látir. En um þetta vita aðeins örfáir menn, og ég býst ekki við, að þér getið fengið neitt upp úr þeim. — En það er þó margt annað, sem nauðsynlegt er að fá að vita um, held ég áfram. — Auðvitað eru öll lönd fíkin í að fá að vita um her nágranna- landsins, nýjungar í hergögnum o. s. frv. En til þess að ná þeim upplýsingum, verður sá maður, sem það gerir, að vera hermað- ur og helzt foringi í hernum. En þér skuluð koma aftur á morg- un, þá skal ég vera búinn að tul$ við einhvern af yfirmönnum mín- um. Næsta morgun hringi ég til Touzet, en fæ afsvar. Þá sný ég mér aftur þangað, sem ég kom. Ég fer í Prins Albrechtsstrasse og spyr eftir dr. Braschwitz. Ef þér bara vissuð, . . . hugsa ég, og svo skýri ég honum mjög ákveð- ið frá því, að það liggi við borð, að ég verði rekinn úr kommún- istaflokknum. Hann byrjar aftur að tala um það, hvernig bezt verði komið á beinu sambandi við Moskva, og hann stingur upp á því, að ég fari einu sinni á viku frá Moskva til Leningrad og hitti þýzka nazista, sem koma þangað á skipum. Þó að þessi tillaga sé ekki- í samræmi við áætlanir GPU, gríp ég þetta tækifæri eins og síðasta hálmstráið. En svo segir dr. Braschwitz: — Eftir fáa daga kem ég til Hamborgar, þá skuluð þér hringja til mín. En upphringingar mínar í Ham- borg verða árangurslausar. Braschwitz er að visu í •Hamborg, en það er ómögulegt að fá að tala við hann. Þegar hann er far- inn frá Hamborg segir Abraham mér að Tunze álíti þessa leið nú alveg ófæra. Öllu er lokið. Það er ekki hægt að koma plani GPU í framkvæmd. Ég á nú einskis annars úrkosta en að reyna að komast með leynd til útlanda og senda þaðan skýrslu til Moskva. En hvernig á ég að klófesta , peninga til þess að gera þetta? Ferðir mínar til Berlínar hafa eyðilagt fjárhags- afkomu mína, sem ekki var neitt sérstaklega heilsugóð áður. Alt, sem ég get við mig losað, er komið til veðlánarans. Ot úrþess- um vandræðum bjargar Tunze mér algerlega. Hann verður mjög undrandi þegai; ég hitti hann á leið minni frá Abraham. — Þetta er ákaflega merkilegt, segir hann hvað eftir annað. Það hefir foringinn ekki látið mig vita um. Glienke, nú skal ég segja yður eitt, þér skuluð koma til mþi í fyrra málið. Ég hefi gott mál fyrir yður til að glíma við. Nú er það augnablik komið, sem ég. hefi lengi kviðið fyrir. , — Þekkið þér þennan og þenn- an? Vitið þér hvar þessi eða. þessi heldur sig núna? Það er Tunze, sem næsta dag rífur margar myndir út úr skúffu sinni og hellir yfir mig öllum þessum spurningum. Tunze hefir (ipp á síðkastið lækkað í (tigninni. Hann er ekki lengur yfirmaður deildarinnar, sem sér um njósnir gegn social-demokrötum ogkom- múnistum. Hann brýtur nú aðeins heilann um sprengjutilræði, sem hann þykist hafa fengið að vita um að sé í undirbúningi. En hin- ir venjulegu njósnarar hans geta ekkert hjálpað honum, og þess vegna vill hann að ég hjálpi hon- um. Hann spyr mig um ýmsa fé- laga. Hvar er Barstedt, hvar er Schmidt, hvar er Stendal? Og hann býður mér 150 mörk fyrir upplýsingar um Barstedt. Eftdr að hafa talað við Tunze sé ég að nú er ekki annað fyrir mig að gera en að hrökkva eð'4 stökkva. Annaðhvort verð ég að gerast svikari eða að flýja. En hvernig á ég að fara að því að flýja, mig vantar peninga. Ég held fund með konu minni, bara að ég hefði nú vegabréf! Áður hafði ég um tíma búið í Blankenese. Þar er sjálfstæð vegabréfaskrifstofa. Hálfhræddur spyr ég á skrifstofunni hvort ég þurfi vegabréf til þriggja daga skemtifarar til Kaupmannahafnar. — Já, segir embætttismaðurinn. En ef þér hafið mynd og útsvars- kvittun, þá getið þér fengið það undir eins. í flýti næ ég í þetta hvort- tveggja og fæ vegabréfið, en ég verð að skrifa undir yfirlýsingu, sem síðan er send til ríkislögregl- [unnar í Altona. Þá er nú það versta búið. Ég leigi mér eitt herbergi í bænum handa konu minni. Síðan pakkal ég niður og er tilbúinn að leggja af stað. Daginn áður hefi ég skrifað Tunze, sagt honum að ég sé í þann veginn að ná sambandi við kommúnistana í Hamborg, en að pg sé í mikilli hættu og ég þurfi að fá peninga. Tafarlaust fæ ég send 20 mörk, en á póstávísun- unni stendur: „Sent frá ríkislög- reglunnd í Hamborg.“ Smart, hugsa ég með mér. Þeir eru að vefja um mig net sitt. Til Stokkhólms kostar ferðin 50 mörk. Svo skrifa ég dr. Brasch- witz og bið um peninga. Jafn- framt reyni ég að fullvissa hann um, að ég muni ná sambandi við stjórn kommúnista í Berlín. Hvort Braschwitz sendir mér peninga eða ekki, fæ ég aldrei að vita, því að alt í einu ryðjaist fjórir S.-S.-menn inn til okkar, rannsaka alt og taka mig fastan. Lögreglustjórinn í Altona hefir fengið grun á mér af því að ég undirritaði yfirlýsinguna á vega- bréfaskrifstofunni. Fyrst næsta dag fæ ég lögregl- |una í Altona til að setja mig í samband við Tunze í Hamborg. Eftir hálftíma opnast dyrnar að klefa mínum, Tunze er kominn til að sækja mig. — Glienke, Glienke, segir hann, hvaða heimsku hafið þér nú gert, hvað ætlið þér að gera við vega- bréf ? — Herra Tunze, svara ég, þér vitið vel, að ef mér mistekst þetta, þá er ég búinn að vera. i Ég fer. með Tunze til Café Mön- ke á Reberbahn. Hann biður mig að hjálpa sér í mjög alvarlegu máli að hans áliti. Einn af þefur- um hans hefir sagt honum, að ákveðið hafi verið að fremja sprengjutilræði 17. október. Þeg- ar ég svara að þetta sé hin mesta vitleysa, svarar Tunze gremju- lega: Nei, nei, Glienke. Sá maður, sem sagt hefir mér frá þessu, er margreyndur að nákvæmni og sannsögli. Kona mín verður mjög glöð er hún heimtir mig frá helju eftir aðeins tveggja daga burtveru. Fangelsun mín hefir vakið mikla þthygli í hinum litla bæ, og það hefir verið breitt út, að ég hafi verið tekinn fastur fyrir ósæmi- legt líferni. Tíminn er dýrmætur. I flýti sel ég fyrir sama og ekkert öll eldhúsáhöld okkar. Um nóttina læðumst við með annan húsbúnað burtu. Ég hugsa mikið um sögu Tun- ze. Annaðhvort er hún búin til til að reyna mig, eða hún er rétt, og ef svo er, verð ég að aðvara, félaga mína. Þrátt fyrir hið á- kveðna bann GPU næ ég sam- bandi við miðstjórn kommúnista í Hamborg. Segi þeim frá hætt- unni og nefni nöfn þeirra manna, . sem tafarlaust verði handteknir, er þeir sjást. Þegar þeir spyrja mig hvernig ég hafi farið að því að fá vitneskju um þetta, bið ! ég þá að senda skýrslu mína til I Moskvá. Um nóttina ætla ég að 1 yíirgefa Þýzkaland. | Næsti dagur er sunnudagur. Áður en ég fer af aðaljárnbraut- arstöðinni, skrifa ég Tunze bréf og segi honum, að ég hafi fengið 1 skipun um að fara strax úr landi.; 1 Það á að verja mig, ef ég verð j tekinn fastur á landamærunum. j En alt fer annars vel. Um Sass- j nitz-Trelleborg kemst ég heilu og ; höldnu til Svíþjóðar. I (Næst: Fyrsta morðtilraunin í , Stokkhólmi.) Guðmundur Guðfinnsson héraðslæknir á Fáskrúðsfirði er á leið til Reykjavíkur með Skelj- ungi alvarlega veikur og ætlar að leita lækninga hér. í. S. I. f. E. E. Heistaramótið heldur áfram í dag kl. 2 ir afram síðd. á íþróttavellinum. Fer þá fram kepni í: 200 metra hlaupi. Kúluvarpi. Langstökki. 1500 metra hlaupi. Stangarstökki. 10,000 metra hlaupi. 400 metra hlaupi. 110 metra grindahlaupi. Hástökki. Fimtarþraut. DANZLEIKUR íþróttamanna hefst í Iðnó kl. 9% í kvöld. Hljómsveit Aage Lorange. Stjórn Ármanns. Iogóltnr Jónsson cand. juris fyrv. bæjarstjóri. Allskonar lögfræðisstörf, mál- færzla, innheimta, samninga- gerðir, kaup og sala fasteigna. Bankastræti 7 (næstu hæð yfir Hljóðfærahúsinu). Sími 3656. Viðtalstími kl. 5—7 sd. Bwkjavlk - Iveragerði. Fastar fertir alla daga vikunnar Frá Keykjavík kl. 10 f. h. nema mánud. og þriðjud. kl. 1 e. h. og laugardaga kl. 5 e. h. Frá Hveragerði kl. 5 e. h. nema sunnuduga 1 1. 6 e. h. og mánu- daga og þriöjudaga kl. 7 f. h. Afgreiðsla j Keykjavík lijá Símoid Jóussyni, Laugaveg 33, búðiuni, sími 3221. Jón Guðlaugsson. XMAAÚGLY5INGAK ALÞÝOURÍÁtSIvJ M 30 íbúð. Mig vantar 2—3 herbergi og eldhús 1. okt. með öllum þæg- indum helst nálægt miðbænum. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, blaðamaður, Hverfisgötu 16. — Sími 4903 eða 4905. TILWNNINGAR^K Við hreinsum fiðrið úr sæng- urfötum yðar frá morgni til kvölds. Fiðurhreinsun islands. Sími 4520. Til Akoreyrar. Á tveimur dögum: Á einum degi: Alla þriðjudaga, fimtudaga, iaugar- daga Hraðferðir um Borgarnes, alla þriðjudaga og föstudaga. Frá Akureyri áframhaldandi ferðir: Til Austi'jarða. Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð íslands. Sími 1540. Bifreiðastöð Ak ureyrar. Til Aknreyrar Alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. fá Akereyri Aila mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Afgreiðsla á Akureyri er á bifreiðastóð Oddeyrar. BifreiðastðD Steindórs, Reykjavík. — Sími 1580. Að vörun. Útsvör. Dráttarvextir. Dráttarvextir falla á annan hluta þessa árs útsvara um næstu mánaðamót. Ræjarráðið hefir ákveðið, að þeir sem greiða útsvör 1935 að fullu íyrir mánaða- mótin 1. september, losni við að greiða dráttarvexti, sem fallnir eru á þau. Bæjargjaldkeri Reykjavíkur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.