Alþýðublaðið - 27.08.1935, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.08.1935, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGINN 27. AG. 1935. ALÞYÐUBLAÐIÐ l Til Aknreyrar Á tveimur dögum: Alla þriðjudaga, fimtudaga, laugar- daga Á einum degi: Hraðferðir um Borgarnes, alla þriðjudaga og föstudaga. Frá Akureyri áframhaldandi ferðir: Til Austf jarða. Afgreiðsla í Reykjavík Bifreiðastöð Islands. Sími 1540. Bifreiðastöð Akureyrar. Tíl Aknreyrar Alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Frð Akureyri Alla mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Afgreiðsla á Akureyri er á bifreiðastóð Oddeyrar. Bffreiðastöð Steindórs, Reykjavík. — Sími 1580. ískyggilegar horfur um fjárhag og innanlandsfrið Frakkiands á komandi vetri. PARIS í ágúst. FB. - RAKKAR búa sig undir ein- ! hvern erfiðasta vetur, f jár- hagslega og stjórnmálalega tal- að, um langt skeið. Margir telja, að enn erfiðari dagar séu fram- undan, en þá er frankinn féll I haustið 1926. Horfurnar eru svona slæmar meðfram vegna þess, að e f viðreisnaráform stjórnarinnar hepnast ekki, ef þjóðin sannfærist um, að ríkis- stjórnin sé á skakkri leið, er afar hætt við, að til mikilla og alvarlegra óeirða komi, eins og fyrir ári síðan á Place de la Concorde, er margir menn létu lífið. En ef til óeirða kæmi í vetur út af mishepnuðum við- reisnaráformum gætu afleiðing- arnar efiaust orðið enn alvar- legri og hættulegri. Laval-stjórnin hefir farið öðru yísi að í viðreisnaráformum sín- um en Roosevelt forseti hefir gert í' Bandaríkjunum. Roosevelt befir eins og kunn- ugt er notað öll þau vopn -og gögn, sem hann hefir getað, til þess að reisa við með aðstoð nýrra og gamalla ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja og lagt fram ó- hemju fé úr ríkissjóði til viðreisn- arframkvæmdanna. En Laval hefir farið öðru vísi að. Hann og hans stjórn hefir farið þá leið að spara, lækka út- gjöld, m. a. laun starfsmanna rik- isins, og það hefir vakið gremju og valdið óeirðum, sbr. óeirðirnar í Toulon og víðar fyrir skemsíu. Roosevelt feldi dollarinn í iverði og festi gengi hans, en frakk- neska stjórnin vill hvað sem tautar halda frankanum í gull- gildi. Roosevelt lækkaði dollar- inn í verði vegna þess, að hann vildi með því hækka verö á landbúnaðarframleiðslu og iðnað- arframleiðslu, sem hafði lækkað vegna of-framleiðslu og rýrnunar markaða erlendis. í Frakklandi er sá munurinn, að verðið er hátt vegna þess, hve frankinn er hár í hlutfalli við gjaldmiðil þeirra þjóða, sem hafa lækkað gjaldmiðil sinn í verði. Hveiti og flestar landbúnaðaraf- urðir eru seldar helmingi hærra verði í Frakklandi, þar sem háir tollmúrar hafa verið reistir til þess að draga úr eða komia; í veg fyrir innflutning frá þjóðum, er hafa gjaldmiðil sinn í lægra verði en Frakkar. En þessi hækkun toll- múranna hefir haft þær afleið- ingar fyrir Frakka, að aðrar þjóð- ir hafa gert svipaðar ráðstafanir og þeir, til þess að koma í veg fyrir innflutning frá Frakklandi. Sparnaður eða gengislækkun? Vandamálin hafa því horft öðru vísi við fyrir frakknesku stjórn- ina en þá brezku og amerísku. Bæði í Bretlandi og Bandarikj- unum hafði verð lækkað eins mikið og það gat lækkað, en í Frakklandi hélzt verðlag hátt. Harðar atrennur voru gerðar til þess að knýja frakknesku stjórn- ina til þess að lækka frankann í veröi, verðfesta hann í lægra gullgildi. Spákaupmenn í ýmr:um löndutn áttu og sök á „árásunum á frankann“, eins og frakkneska stjórnin kallaði starfsemi þessa til þess að fá frankann lækk- aðan, Stjórnin hélt því fram m. a., að afleiðingin af verðlækkun frankans myndi verða, að kaup- magn hans innanlands myndi minka, með háskalegum afleið- ingum, vegna þess, að það myndi bitna á verkalýðnum. Um þetta- alt eru uppi ýmsar skoðanir, en stefna ríkisstjórnar- innar hefir sigrað til þessa. En það vérður ekki skorið úr því fyrr ien í vetur, hversu haldgóður sig- ur hennar verður. (Uniíed Press. Úr fréttabréfi frá Ricard. D. Mc- Millan.) Kúlukassar frá 0,20 Dúkkur frá 0,50 Bílar frá 1,50 Garðkönnur frá 0,35 Glerkúlur á 0,25 Stell frá 1,50 Boltar frá 0,85 Myndabækur frá 0,35 Litakassar frá 0,25 Vagnar frá 0,85 Skip frá 1,50 Spil, ýmiskonar frá 1,00 K. Einarsson & Björnsson. Bankastræti 11. uuuuuummuuu Sparið peninga! Forðist ó- þægindi! Vanti yður rúður í glugga, þá hringið í síima 1736, og verða þær fljótt látnar í. jVINNA ÓSKAU®-™ Ungur reglusamur verzlunar- maður óskar eftir fastri at- vinnu. Hlutaðeigandi gæti lagt fram eða lánað 3000 ltrónur gegn góðri tryggingu. Tilboð merkt: „Þagmælska" leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir föstu- dagskvöld. Eins mánaðar kettlingur, svartur með hvíta bringu og hvítt nef, hefir tapast. Þeir, er kynnu að verða varir við hann eru vinsamlega beðnir að skila honum á Hverfisgötu 107. Ein- ar ísaksson. MINNISBLAÐ frá Fasteigna- sölunni í Aðalstræti 8. Hús og aðrar fasteignir jafnan til sölu, t. d.: l.Steinsteypuhús, 3 íbúðir, góð eignarlóð, væg útborgun. 2. Járnvarið timburhús á stórri eignarlóð. TJtborgun 3—4 þús. kr., góð greiðslukjör. Vel arð- berandi me ðsanngjörnum leigu- mála. 3. Hálft steinsteypuhús (neðri hæð) , á þægilegum stað, neðantil í austurbænum. 4. Nýtt snoturt hús innan við bæinn, erfðafestublettur. Sólríkt o. m. fleiru, sem oflangt væri upp að telja. Hús tekin í umboðssölu. Þeir, sem kynnu að vilja fela mér sölu á eignum til afhend- ingar í haust geri mér aðvart sem fyrst. - Annast eignaskifti. Skrifstofan opin kl. 11—12 og 5—7 og endranær eftir sam- komulagi. Dragið ekki til morg- uns að spyrjast fyrir, ef þér getið gert það í dag. Símar 4180 og 3518. HELGI SVEINSSON. Kaupakoriu vantar á gott heimili í Fljótshlíðinni. Upplýs- ingar í síma 4906. Steinhús til soiu á góðum stað í bænum með ó- bygðri eignarlóð. Húsið gefur af sér 13%, Góð áhvílandi lán. Útborgun kr. 3500—5500. Til- boð merkt: „Góð eign“. sendist afgreiðslu blaðsins. FRAMKÖLLUN, KOPDERING og STÆKKANIIÍ. Vandlátir amatörar skifta við Ljósmyndastofu Sigurðar Guðmundssonar, Lækjargötu. Verðlækkun, nýjar kartöflur á 15 kr. karfun, 50 kg. Drffandf, Laagavegi 63, Sfmi 2393. BERTA RUCK : í stolnum flíknm. Pyrsti kapítnli. BRÚÐKAUPSMORGUNN. — Góðan daginn, hrópaði Júlía Ackroyd glaðlega, góðan daginn, tilvonandi frú. — Ó, ó, hvað segirðu? Ó, ó. — En hvað þú geispar hræðiiega! Vaknaðu, Sally! Veðrið er svo dásamlegt. Og þetta er brúðkaupsdagurinn þinn. Sjáðu! Græna gluggatjaldið þaut upp. Geislandi sólskin vordagsins birti herbergið, sem Sally Travers ætlaði að yfirgefa í dag. Það skreytti ferðakistuna hennar, sem stóð á gólfinu full af föggum hennar. Það ljómaði tvö stúlkuand- litin, hið syfjaða á koddanum, og hiö brosandi, sem borfði niður á járnrúmið. — Svona, Sally, vaknaðu nú! < — Það getur ekki verið, ó, ó, að klukkan sé orðin átta. — Klukkuna vantar tuttugu mínútujr í átta, en mig langar til að sjá þig borða morgunverð í síðasta sinn, og mig langar til þð hjálpa þér til að klæðast brúðarskartinu, áður en ég fer í Verzlun- ina. Hérna er ég með morgunverðinn þi:nn á bakka, en þú færð auðvitað gómsætan mjajt í lestinni með honum. Manstu ekki eftir því, að það er brúðkaupsdagurinn þinn í dag? ( — Hvað? — Brúðkaupsdagur. Klukkur. Orgelspil. Hringur. Blóm. Sand- ringham. Svona, skilurðu nú? t — Ó, vina mín. Nú, jæja, það hlaut að koma að því. Enn einu sinni heyrðist þunglyndislegur geispi frá koddanunr. — Júlía, á ég að segja þér eitt? Ég er alls ekki viss um, að ég sé að gera rétt. Nú, þegar alveg er komið að þessu, — langur geispi, — finst mér alls ekki svo gaman að því að eiga að gifta mig. — Hvaða þva'ður etr í þér! Þú v-eizt vel, að þér þykir ákáílega vænt um Sandringham. Þú veizt, að þið verðið mjög hamingjusöm. — Hvernig á ég að vita það? spurði unga stúlkan, sem áriti að giftast, þunglyndislega, um leið og hún settist upp í rúminu og strauk þykt, rauðgult hárið frá hraustlegu andlitinu. — Hjónaí- bandið er eins og happdrætti, eins og ég heyrði einhvern segja einu sinni. Hvernig get ég vitað, að mitt hjónaband verði vinn- ingur? Og þegar maður er giftur er maður giftur. Maður getur ekki slitið hjónabandinu svona fyrjrhafnafrlaust, eða er það? Maður getur ekki komið til mannsins síns og sagt við hann: Fyrirgeföu, en ég held að ég geti fengið betri stöðu, eins og 'ung stúlka, sem vinnur í verzlun, getur. Maður getur yfirleitt ekki gert neitt til að bæta kjör sín, þegar maður er giftur. — Vertu ekki að þessu þvaðri. Þú munt aldrei æskja þess írð hætta við það, greip unga stúlkan, sem ekki átti að giftast, fiug- hreystandi framí í fyrir henni. — Ég veit svo sem vel, hvað það er, sem gengur að þér, vina mín. Það er brúðkaupsskjálftinn, eins og það er kallað. Ég hefi oft heyrt, að fólk 5ái hann rétt áður en það á að giftast. Þegar giftingumi er lokið er hann horfinn. Þ^ munt áreiðanlega minnast þessa dags alt af sem þess fegursta og gleðiríkasta í lífi þinu. Borðaðu nú matinn þinn. Frú Dairch hefir áreiðanlega gert alt, sem hún hefir getað, til að gera honn sem allra ljúffengastan. Drektu kaffið meðan það er heitt, á meðan skal ég ná í fötin þín, sjáðu, hérna er hatturinn. Og unga stúlkan, sem ekki átti að giftast, dró haltinn upp úr geysistórri hattaöskju, sem hafði sta'ðið undir rúminu. Þetta var geysistór hvítur silkihattur, skreyttur með hvítum vængjum, sem gerðu hann líkastan flugvél. Hermelíngerfi skreytti kollinn og úti í annari hliðinni hékk fagur fjóluvöndur. Hann var að öllu leyti þannig, a'ð Júlía Ackroyd hefði ekki, hvað sem( í boði hefði verið, viljað sstja hann á sitt dökka og netta höfuð. Én í augum hinnar rauðhærðu Sally var hanm full- komnunin ein úr hattaheiminum. Og um leið og hún sá hann, hviarf í einu vetfangi sú tilfinning hennar, sem Júlíia haífði fyrir stuttu síðan kallað brúðkaupsskjálfta. Þegar skáldsöguhöfundarnir lýsa brúður, sleppa þeir því venju- lega að lýsa hræðslunni og óttanum, sem grípur þær og fær 'þær oft til að óska þess heitt og innilega, að þær væru lausar við alt saman. Þetta kemur fyrir hjá fjölda mörgum stúlkum, já, jafnvel hjá þeim, sem þykir þó fjarska vænt um piltinn. En þessi tilfinning hverfur mjög fljótt, og þegar Sally sá hatt- inn, hvarf hún gersamlega. Hún starði á þennan brúðarhatt bros- andi út undir eyru. En svo fór hún að borða morgunverðinn, sem vinstúlka hennar hafði fært henni. Ög svo, svo byrjaði hin langa og mikla athöfn, þegar hún fór að færa sig í brúðarskartið. Ungfrú Travers hafði valið sem brúðardragt sína hví'tan kjól, faldaðan með snúrum og hermelíngerfi. Þegar hún loksins vajr; búin að klæða sig eftir öllum kúnstarinnar reglum, var hún bara orðin fín, en þó nokkuð áberandi. En erfiðlega gekk það að koma hári hennar, viltu og rauðu, i fagran og stiltan hnút í hnakkanum. — Nú ætti ég að geta kept við milljónerastelpurnar í Höfðri- borg, eða hvað heldur þú, Ju? Júha Ackroyd brosti vingjarnlega til hennar. 1 tæp tvö ár höfðu þessar tvær ungu stúlkur unnið h'lið við h;llíð í sömu búðinni í Oxford Street, og þær höfðu búið 'saman i lítilfjörlegu gistihúlsi í Bloomsbury. Og Júlía, sem var dóttir sjóliðsforingja og ekki svo lítið tepru- leg. hafði lært að venjast alþýðumáli Sally Travers, sem hún hafði lært í alþýðuhverfum iLundúna og leiðinlegu þvaðri henna'r um alla heima og geima. Og nú ætlaði Sally að yfirgefa hana. . Þessi Sandringham, sem ætlaði að sækja kærustu sína eftir eiriri tiöiá, ætlaði að fará með hana til Chiaring Cross járnbrautar- stöðvarinnar, frá litlu kirkjunni á götuhornijnu, og þaðan til hafn- arinnar í Southamptón, en þar ætluöu þau að taka skip og fara ti) hinnar gullnu Suður-Afríku. •' Hinn ungi Sidney Sandriingham var í Quantock-kvartettinum, en í honum voru eingöngu mandolin- og gítar-spilarar, og þa.ð vja'r í r'áði, að kvartettinn hans fengi góða vinnW í 'Höfðaborg. Hann ætlaði að taka hina ungu konu sína með sér, og Júlíia Varð því að verða eftir ein og yfirgefin. Faðir hennar hafði látist án 'þess að láta henni eftir einn einasta eyri. Hún hafði mist alla ættingja sína. Og nú á'.ti hún einnig að missa eiinu vinstúlkuna, er hún hafði eignast um dagana. ' f Hún rétti Sally fallegan blómvönd, sem var gjöf frá stavrfs- stúlkunumi í kniplingadeild firmans Pink & Voyie, þar sem stúlk- urnar unnu bá .ar. — Þegar ég er búin að hjálpa þér i rúskinnsskóna, Saily, ’þá

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.