Alþýðublaðið - 08.09.1935, Síða 3

Alþýðublaðið - 08.09.1935, Síða 3
SUNNUDAGINN 8. SEPT. 1935. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ TJTGEF ANDI: - ALÞÝÐUFLGKKURINN RITSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÓRN: Aðalstræti 8. AFGREIÐSLA: Hafnarstræti 16. SlMAR: 4900—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjóm (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima) 4904: F. R. Valdemarsson (heima). 4905: Ritstjóm. 4906: Afgreiðsla. STEINDÖRSPRENT H.F. Sjðlfstæðisfiokkirin pp bændsm. ALDREI hefir verið hafin eins svívirðileg árás á hag íslenzkra bænda, eins og mjóllt- urverkfall Sjálfstæðismanna, sögðu menn fyrir nokkrum mánuðum síðan, og það með réttu. En Sjálfstæðismenn hafa nú að minsta kosti náð sínu fyrra meti á þessu sviði og sennilega farið langt fram úr því. I'ormaður og framkvæmdar- stjóri Sjálfstæðisflokksins stuðla að „kjötverkfalli“. Nú, þegar bændur eru í þann veginn að senda helstu fram- leiðsluvöru sína, kjötið, á mark- aðinn, stofna Sjálfstæðismenn félag með það fyrir augum að vinna að því að útiloka kjöt frá samvinnufélögum bænda af Reykjavíkurmarkaðinum. Félagslögin ganga frá Ólafi Thórs til Sigurðar KJristjánsson- ar og sjá, þeir eru þeim sam- þykkir. Ennþá gefur Sjálfstæðisflokk inn bændum ,landsins gjafir, vissulega munu þeir kunna að launa þær sem vert er. Vinnubrögðin. Sjálfstæðismenn hafa farið um allar sveitir landsins og flutt bændum þann boðskap, að þéir væru með afurðasölumálunum sýnilega verið stórfeldar, þótt hins vegar sé heilbrigðisástandið mjög slæmt, sé það t. d. borið saman við Islendinga. Dánartal- an er enn afar-há og barnadauð- inn mikill, þótt hvortveggja þess- ar tölur lækki nú hraðfara. Töl- ur Þ. Þ. hafa annars eitthvað raskast í framsetningun^i um þetta^efni. Barnadauði getur ekki verið talinn 19,1 af þúsundi sé með bamadauðia áttvið það sama, sem átt er við með því orði í alþjóðlegum skýrslum (þ. e. börn á fyrsta ári). Þetta á þá senni- lega að vera 19,1 af hundraði og er það afarhá tiala. Meira en fjórum sinnum hærri en samsvar- andi tala á Islandi, enda standa Islendingar í þessu efni svo að segja fremstir allra þjóða. En þótt tölurnar séu háar, þá skiftir þó mestu máli, hversu framfar- irnar eru greinilegar. Hafa bolsevikar Rússlands reist sér stórfeldan bautastein með breytingum þeim, sem þeir hafa komið á í þessum efnum. Þegar nú þess er gætt, hve hér er um mikilsvert og hug- næmt efni rætt, þá verður naum- ast fyrirgefin sú truflun, sem les- andinn verður fyrir af hinni ró- mantisku glýj|u í jaugunum á Þör- bergi'. Hann er sendur á vegum ferðaskrifstofunnar til sjúkra- hússins. Tveir læknar taka á móti ferðamönnunum með alúð og vingjarnlegu viðmóti. Þetta verð- Knattspyrnumennirnir komnir heim. „Ferðin var engic slgurfOr, en hún var lærdómsrík fyrir ísl. knattspvrnumeun.“ Viðtul við Jón Magnússon. Knattspyknumennirn- IR, sem fóru til Þýzka- lands, komu heim í gær með Dettifossi. Alþýðublaðið hitti Jón Magnússon, sem setti tvö af þremur mörkum Islendinga, að máli og bað hann að skýra dálítið frá förinni „Förin varð skemtiför fyrir okkur, en engin sigurför, og þó er mér óhætt að fullyrða, að aílir myndu hafa óskað að skemtunin hefði verið minni, en sigurinn meiri, eða öllu heldur ósigurinn minni," segir Jón Magnússon. „Okkur var alls staðar tekið með kostum og kynjum, helzt eins og við værum nazistaforingjar frá tunglinu, eða einhvers staðar þaðan, sem enn er ekki kunnugt um að nazisminn hafi náð til. (mjólkur- og kjötlögunum), Ólafur Thórs hefir meira að segja látið sér um munn fara, að hann væri hinn raunverulegi höfundur mjólkurlaganna. Þessu er heimskum mönnum ætlað að trúa, því Ólafur veit vel að bændur kunna að meta þær hagsbætur, sem þeir hljóta. vegna afurðasölulaganna. En hann rennir einnig grun í það, að þeir heimsku séu í miklum minnihluta meðal bænda og þess vegna verður að gera alt sem auðið er, bak við tjöld- in, til þess að spilla fyrir árangri laganna, því ef þau reynast illa þá má alt af kenna rauðu flokk- unum það. Af þessum orsökum eru verk- færin sett í hreyfingu til þess að kenna mönnum að hætta að kaupa mjólk og kjöt. Guðrún í Ási og Ragnhildur í Háteig eiga að sjá um mjólkina. Valdi- mar Hersir og Arnljótur Kollu- dóms eiga að sjá um kjötið, úti í sveitinni er svo svarið fyrir verkfærin, en árangurlaust, því allir sjá og skilja nú orðið að Sjálfstæðisflokkurinn berst I gegn hagsmunum bænda. Allir, sem við hittum, gterðu alt, sem í þteirra valdi stóð, til að gera okkur förina sem óglteym- ■ anlegasta. Við vorum á sífeld- um ferðalögum, ekki einungis milli þeirra staða, sem við kept- um á, heldur einnig og miklu oft- ar um þá staði, sem við dvöld- um á, og hefðum, í raun og veru þó miklu fremur átt að nota þann tíma til að hvíla okkur undir órrusturnar, því að við vorum í stríði, stríði fyrir okkar þjóð. og það er tekki garnan að kom aeim með sliðruorðið á bakinu. Eina sárabótin er sú, að Þjóðverjar eru einhver herskáasta þjóð í knattspyrnu, sem nú er 'uppi. Og þó er ég sannfærður um að við hefðum unnið sigur í Hamborg, hefðum- við kept á malarvelli. Þar vorum við all-sæmilegir, þó að ég segi sjálfur frá.“ Keptir þú í öllum leikunum? „Nei, ég kepti aðeins í tveim- ur og hálfum. Ég kepti í seinni þálfleiknumi í Berlísn og báða leik- ina í Oberhausen og Hamborg, þó m-eiddist ég lítils háttar þegar 15 mínútur voru eftir af síðari hálfleiknum í Hamborg og varð að ganga úr leik.“ Hvar var sterkasta liðið, sem lék á móti ykkur? „Tvímælalaust í Dresden. Það var þrælsamæft lið. Og okkur JÓN MAGNÚSSON. KNATTSPYRNUMENNIRNIR 1 í LEIPZIG. Við ininnismerkið um sigurinn yfir Napoleon 1813. var sagt að þeir þar hefðu æft stöðugt í langan tíma eingöngu undir komu oiíkar. Annars voru allir, sem kieptu gegn okkur, ein- vala menn. Þeir voru frábærir 1 leikni, fljótir, snarir og ótrú- lega vissir með boltann.1' Háfið þið lært á ferðinni? „Já, ég skil ekki í öðru. En það liggur í hinum mismunandi skilyrðum, hve munurinn var mikitl á okkur og þeim, stem við keptum á móti. Þeir geta æft atlan ársins hring, en við aðeins í fjóra mánuði eða svo. Þeir hafa ágætum, sérstaklega mentuðum þjálfurum á að skipa, það höf- um við ekki, þó að ég sé hins vegar ekki á neinn hátt að á- fellast okkar þjálfara. Þjóðverjíar standa þjóða fremst í þessari í- þrótt. Það, sem hamlaði okkur, var auðvitað fyrst og fremst það, sem ég hefi talið upp, en einnig breytt loftslag, afskaplegur hiti, grasvöllurinn og mismunurinn á stærð vallanna, sem við keptum á, og sem við höfum vanist, og svo voru ferðalögin of mikil og veizluhöldin of löng og ströng. Það vil ég þó takja skýrt fram, að ég er ekki á neinn hátt að áfellast þá, sem veittu okkur, ef einhverja er hægt að áfellast þá er það þá, sem stjórnuðu för- inni. Við áttum auðvitað að öllu leyti að vera undir stöðugri þjálf- un. Að þessu sleptu var mjög góð regla hjá þeim, sem voru læppendur, og tandar okkar mega ekki álíta, að við höfum verið óregtusamir. Við, sem kieptum, vorum stakir reglumenn alla ferðina. En við vorum oft þxieytt- ir af of miklum ferðalögum og umstangi, eins og ég hefi þegar tekið fram.“ Hvað álitur þú að íslenzkir knattspyrnumenn þurfi nú helzt til að geta staðið Þjóðverjum á sporði i knattspyrnuíþróttinni ? „Við þurfum stöðugri ogstrang- ari þjálfun en við höfum hafí. Við þurfum grasvöll, við þurf- um meiri ábyrgðartilfinningu sem íþróttamenn, við þurfum reglu- samara tíf. Það virðist vera mikið atriði í menningarviðleitni hverrar þjóð- ar, að eiga sem bezta afreks- menn í íþróttum. Á þetta hiefir viljað skorta hér hjá okkur, en svo búið má ekki standa lengur." Og hvað sáuð þið svo í þriðja ríkinu? „Við sáum, eða öllu heldur, okkur var sýnt það fallegasta og bezta. Við sáum sífeldar hergöng- ur og göngur, sífeldar myndir af Adolf Hitler, siem við sáum þó aldrei öðruvísi. Við sáum ein- kennisbúninga og húfur, en ekki frelsi. Við sáum upprétta hand- leggi og útréttar hendur í ítveðju- skyni, en við sáum ekki menn- ingarstarfsemi verkalýðsins." Var það með samþykki liðsins, að hrópað var húrra fyrir „ríki Adolfs Hitlers" eins og átti sér stað á einurn stað? Nei, ekki fyrirfram samþykki. Við vissum ekki fyrri til en Gísli Sigurbjörnsson sagði á þýzku, að við skyldum hrópa húrra fyrir ríki • þessa manns og í fátinu gerðum við það. Það hiafði orðið að samkomu- lagi áður en við fórum, að við skyldum eklá sýna neinn póli- tiskan lit á framkomu okkar á ferðalaginu. Og þetta var brot á því. Við vildum sýna fulla kurt- edsi, hylla Þýzkaland og þjóðina, en iekki ríki Adolfs Hitlers, sem verkalýðurinn þýzki á enga hlut- deild í. Annars v-ar engin pólitísk agi- tasjón höfð í fnammi við okkur beinlínis. Við mættum alts stað- ar hinni mestu kurteisi og fram- úrskarandi vináttu. Það var lík.a fyrir öllu. Annað kom okkur ekki við á ferðalagi okkar. Við vorum þó auðvitað forvitnir og athug- uðum alt eins og við gótum." RÚLLUGARDÍNUR. Beztar og ódýrastar. Helgi Sigurðsson, Grettisgötu 21. Sími 3930. iiiiiiuiiiiiiiiiiiiitiiiiiimiiiiii)iiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiimiiiiitiiiiiiiitiiiiiiiiiniui]mm>' Útvegnm saltkjöt í heilum, hálfum og fjórðungstunnum. Ilpplýsingstr i búðiœni. Pöntunarfélag verkamanna Skólavörðustíg 12. Sími 2108. I lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllUIII ur höfundinum tilefni til þess að filósófera yfir þeim geysimun, sem sé á kurteisi Rússa og ann- ara manna. Rússar eru ástúðleg- ir af einlægni, aðrar þjóðir af undirhyggju. Þetta er að mis- bjóða dómgreind hvers manns. Og höfundurinn saninfærist jafn- framt urn það, af komu sinni í sjúkrahúsið og af því, sem hann segist hafa séð og heyrt annars staðar, að læknar allir í Rúss- landi standi öllum öðrum læknum ofar að siðferði í starfi sínu. Hugur þeirra er þrunginn af ást- úðlegri umhyggjusemi, rétt eins og sjúklingarnir og þjónustufólk- ið væri börnin þeirra. Hins vegar er svo að sjá, sem það sé yfir- leitt fögnuður lækna í öðrum löndum er drepsóttir sækja menn heim. Höf. talar í samhandi við lækna utan Rússlands unx „hagn- að af að viðhalda sjúkdómum og bjóða sóttirnar velkomnar“. Þetta skraf er ekki hentugt til þess að vekja traust á öruggleika i athugana og ályktana höfundar- ^ ins. Annars vekur frásögn Þórbergs nxikla forvitni um ýmsar stofn- anir, sem hann segir frá. Ekki á þetta sízt við um „menningar- garðiana“ — þessi leinkennilegu. alþýðlegu fyrirtæki, sem virðast sameina á svo viðfeldinn og að- laðandi hátt skemtanir og fróð- lexk. Og um barnagarðana ier pað að segja, að meðal annara ráð- stafana, sem við koma börnum, sanna þeir orð Þórbergs um að „bolsevikar leggja tvímæ.lalaust alúðarroeiri rækt við barnaupp- eldi en nokkur önnur þjöð“. Er sú rækt töluvert annars eðlis en sú, er frá var skýrt í blaði hér í bænum nýlega um uppeldisað- ferðir á barnahæli í Reykjavík. Forstöðukona hælisins var int eft- ir því, hvaða stefnur í uppeldis- málum hún einkum aðhyltist. Hún kvað sér bezt hafa reynst þær uppeldisaðferðir, ier tengdar væru við trúarbrögðin. Nánari skýring á þessu leiddi í ijós, að þessar uppeldisaðferðir í tengslum við trúarbrögðin væru í því fólgnar, að segja börnunum, að ljóti karl- inn tæki þau ef þau væri óþekk. Mjög eftirtektarverður er kafl- jinn í bókinni um „uppeldissafn- [iÖ“ *) og í sambandi við það um afstöðu ríkisins til mæðra og meðferðar ungbarna. Hins vegar *) Höf. segír að safn þelta í Mosjlxva sé í höll gamalli, er hafi verið eign frægrar danzkonu rússneskrar, að nafni Asjedora Dunkan. Þetta er að sjálfsögðu hin nafnkenda, gáfaða kona, Ise- dora Duncan, sem ékki var rúss- nesk, heldur amerísk, en bolse- víkar fengu til Rússlands til þess að leiðbeina sér um það efni, hvernig danz yrði að nýju gerð- ur að list og það list alþjóðar. er ekki rnikið að græða á kafl- anum um skólana. Maður, sem færi í gegnum Austurbæjarskól- þnn hérna í Reykjavík, gæti lýst honum á ekki ósvipaðan hátt og Þórbergur lýsir rússnesku skól- unum, að öðru leyti en því, að útbúnaður er að sjálfsögðu meiri þar eystra. Helzt kynni það að bera á milli* að samkvæmt lýs- ingu Þórbergs virðist handavinna fjölbreyttari. En sennilega er mismunurinn djúptækari. Meðal annars er þess að vænta, að á- hrifa hinna nýrri rússnesku sál- arfræðinga gæti verulega í kenslu- aðferðunum. Kaflinn í bókinni um dómstóla og réttarfar er eftirtiektarverðast- ur alls þess, sem þar er skýrt frá. Enda eru engar fréttir frá Rússiandi, sem segja frá eins djúpu rofi frá fyrri tíðar hugs- unarhætti eins og endurskipun Rússa á réttarfari. Bæði það, sem Þ. Þ. segir frá, og aðrar frásagn- ir bera því vitni, að í þiessum lefn- um er hugsað frá rótum og engin hiiðsjón höfð af eldri hiefð í rétt- arfari önnur en sú, að varast víti hennar. Nú stendur svo á, að þrír lögfræðingar íslenzkir hafa verið til þess valdir að endurskoða refsilöggjöf vora. Vierður fróðlegt að komast að því, hvort þeir hafa gert sér nokkurt far unx að læra af hinum djörfu Rússum og kynt sér styrkleika og veilur þeirra hugmynda, sem þeir hafa reynt að gera að veruleika í þjóðlífinu. Þetta er að verða nokkuð langt mál og vei-ður því ekki viðkomið að skýrá frekar frá einstökum atriðum, er Þórberg- ur ræðir í bók sinni. Sjálfsagt er fyrir alla að lesa hana, en hér er aðeins bent á, fyrir hverju menn skuli sérstaklega vera á verði við lesturxnn. Þeg- ar hefir verið drepið á það, að það er hin rómantíska glýja í augunum á höfundinum. Þessi sjónartruflun er svo alvarleg, að hann getur sameinað á samri stundu hrifningu sína yfir því, sem eru algjörar andstæður. Má taka þar til dæmis frásögu hans um kaupgreiðslur. Frá því er skýrt, að kaup manna sé mjög misjafnt. Og um kennara er t. d. sú meginregla höfð, að því meiri mentun, sem þeir búa yfir, þess hærra er kaupið. Síð- ar í bókinni segir svo: „Þegar ég spurði Zikov hvort Stalin hefði ekki hærra kaup en algengur verkamaður, svaraði hann steinhissa: — Nei! Hvers- vegna ætti hann að hafa það?“ Já, hvers vegna ætti hann að hafa það? Þeirr-i spurningu geta menn fljótlega svarað í gamla heimin- um. En í ríki socialismans læt- ur hún álíka einkennilega í eyr- um eins og ef spurt væri: Hvers vegna er Stalin ekki lengri en Georg Bretakonungur?" Nú verður það ráðgáta les- andanum, hvers vegna Zikov þurfti að verða svona steinhissa, þegar honum var sennilega ekki ókunnugra um það en Þórbergi, að hinir endurfæddu menn, sem eiga sjötta hluta heimskringl- unnar, eru ekki allir ánægðir með að hafa sömu laun. Og enn örðugra verður að ráða þessa gátu þegar maður heyrir, að í þessu landi, þar sem menn hafa mismunandi laun,þá skuli spurn ingin um þáð, hvort einn mað- ur hafi meiri laun en annar, láta yfirleitt eins bjálfalega í eyrum manna eins og hin, hvers vegna Stalin sé ekki lengri en Georg Bretakonungur. Ég hefi enga trú á, að Rússar séu svona illa gefnir menn. Hitt er töluvert líklegra að glýjan hafi vilt Þ. Þ. sýn. Þetta rómantíska villuljós skýrist nokkuð af árás Þ. Þ. á hina klassisku rómantíkara þessa lands — Jónas og Bjarna. Hann deilir á þá harðlega fyrir dálæti þeirra á fortíðinni og sérstaklega söguöld íslands. — Heldur hann því fram, að þeir ljúgi dáðum og dygðum á land og þjóð, sem hvorttveggja hafi verið ómerkilegt og lítilsiglt til forna. Sem dæmi þess eru tekin kvæðin „Þú nafnkunna landið“ Frh. á 4. siðu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.