Alþýðublaðið - 04.10.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.10.1935, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGINN 4. OKT. 1935. AL-ÞÝÐUBLAÐIÐ AL^ÝÐUBLAÐIÐ OTGEFANDI: AJLÞfÐUFLOKKURINN RITSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÖRN: Aðalstræti 8. AFGREIÐSLA: Hafnarstræti 16. SlMAR: 4000—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjóm (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima) 4904: F. R. Valdemarsson (heima). 4905: Ritstjóm. 4906: Afgreiðsla. STEINDÓRSPRBNT H.F. Éprjðju. I ÐJA, félag verkafólks í verk- smiðjum, hefir nú unnið fullan sigur í deilunni við h.f. Svan. Málsefnin voru þau að fram- kvæmdarstjóri Svans H. J. Hólmjárn, hafði sagt upp tveim- ur stúlkum, sem unnu í verk- smiðjunni, með svo að segja engum fyrirvara, en samningar þeir, sem hann hafði gert við Iðju skuldbundu hann til að segja ekki verkafólki upp með skemri fyrirvara en þremur mánuðum. Iðja krafðist þess, að þeim stúlkum, sem þannig voru' reknar úr vinnu, yrði greitt þriggja mánaða kaup, og sá H. J. Hólmjám þann kost vænst- an að ganga umsvifalaust að þeim kostum. Aukið öryggi. Það er alkunna, að verkafólk í verksmiðjum hefir til þessa staðið nær öllu varnarlaust gegn árásum atvinnurekenda, þeir háu herrar, hafa getað sagt því að hypja sig burt úr vinnunni án alls fyrirvara, þegar þeim hefir þóknast. Þanhig er þessu einnig háttað með verzlunar- fólk. Deilan við Svan sýnir að það er á valdi verkalýðsins sjálfs hvort hann býr áfram við slíkt öryggisleysi, eða stendur saman í skipulagsbundnum félögum, sem tryggja honum rétt og öryggi gagnvart atvinnurekend- um. Hjá því getur ekki farið að þetta sé öllum verkalýð ljóst, og hver og einn einasti maður, karl eða kona, sem í verksmiðj- um vinna gangi í Iðju þegar á næstu dögum, og að verkalýður- inn, sem við verzlun vinnur fari að þeirra dæmi og myndi öflugt verkalýðsfélag, sem gerist liður í allsherjar samtökum íslenzks verkalýðs. Fræðsluhringar. r AGÓÐUM íslenzkum sveita- bæjum var það siður til skamms tima, að beimilisfólkið safnaðist saman- á kvöldvökunni og las einn upphátt fyrir alla. Efni þess, siern lesið var, varð síðan umræðuefni heimilisfólks- ins næstu daga á eftir, og skap- aðist þannig sérstæð og merki- leg menningarstarfsemi í flestum íslenzkum sveitabaðstofum. Með breyttum atvinnuháttum hefir þessi góði siður að mestu lagst niður, en nú á síðustu tím- um er hann að rísa upp í ným mynd, þar sem eru fræðsluhring- arnir eða leshringarnir, eins og það er kallað. Starfsemi þessi hefir náð mik- illi útbreiðslu um Öll Norðurlönd og verið mjög merkur þáttur í menningarbaráttu Norðurlanda- þjóðanna. Þessum þjóðum er fullljóst, að skólarnir einir geta aldrei orðið pjóðunum sá menningargjafi, sem þörf krefur; hver rnaður verður að læra meðan hann lifir; að því stuðlaði baðstofufræðslan hér á landi, og að því stuðlar fræðslu- hringastarfsemin. Nokkrir áhugamenn hafa nú beitt sér fyrir því, að taka hús- næði á leigu fyrir þessa starf- semi hér í bænum, og verður nú hafist handa með að koma á fót myndarlegri fræðsluhringastarf- semi hér nú næstu daga. Slikt starf á að koma í stað kvöld- vökunnar á sveitaheimiiunum; pað er fyrir alla, unga og gamla, og þó öllu fremur fyrir þá eldri, því hinir njóta margir sikóla- vistar. anna á áhrifum mismunandi langrar dagsbirtu á ýmiskonar jurtagróður. Þetta hefir geisi- mikla þýðingu fyrir Sovétríkin, sem ná frá heimskautalöndunum og suðlur undir hitabelti. Svo að eitt dæmi sé tekið, er það þann- ig um kartöflur, að þær vaxia mjög seint og illa meðan dagar eru langir og nætur stuttar eins og er í norðlægum löndum á sumrum. En á hinum sömu breiddargráðum má flýta vextinum '0g margfalda uppskeruna með þvi að útibyrgja birtuna hæfi- lega frá kartöfluCkrunum. Þess- ar tilraunir hafa nú leitt í ljós, hvaða kartöfluafbrigði hæfa bezt hverri breiddargráðu og hvenær réttast er að sá til þeirra. Eng- inn ikann að gizka á, hvaða þýð- ingu þessi fróðleikur getur meðal annars haft fyrir fcartöflurækt á Islandi. En hvað hafa kunmáttu- menn vorir annars af þessum fróðleik að segja? Enn er að geta um gróðurhús, þar sem jurtir eru ræktaðar í heitum gusti, hæfilega skömtuð- um, til þess að komast að þvi, hvort jurtirnar hafi skilyrði til að þrífast á eyðimörkum- Mið* Asíiu. Hér er sérfræðingur í júrta- erfðafræði, sem hefir framleitt fjölda kynfastra blendinga með nýrri aðferð, sem hann er sífelt að fullkomna. Einn er kynblend- ingur hreðku og kálhöfuðs, sem að vísu hefir ekkert verziunar- gildi, en af aðferðum þessa vis- indamanns telur Huxley, að mik- ils megi vænta í framtíðinni. Á stofnuninni er verið að gera tilraunir með að sá hrísgrjónum úr flugvél. Þar fara og fram ná- kvæmar rannsóknir á því, hvernig jurtum bregður við, er þær eru gróðursettar í vatnsósa jarðveg. Kiort eru, gerð yfir hinar svo- nefndu litbeygjur, örsmáar agnir í frumúkjörnunum, sem bera hina arfgengu leiginleika frá einni kyn- slóð til annarar. Stofnunin gerir í sífellu út leiðangra grasafræðinga til að rannsaka gróður Rússlands og nærliggjandi landa. Fyrir fá- um áruin síðan var Afghanistan þannig gagnkannað, og var ár- angurinn skráður í tvö þykk bindi, sem hafa mjög mi'kið vis- indalegt gildi, og ekki síður fyrir landafræði en grasafræði. Nýlega er fundin jurt nokkur innan sjálfra Sovétrikjannia, sem líklegt er, að borgi hundraðfalt allan kostnað við þessar land- könnunarferðir. Huxley handlék þessa jurt á Gróðuriðnaðarstofn- uninni. Það er lítið körfublóm, sem kallað er Soorzonera og er frá Túrkestan. Ibúarnir þar nota safann úr jurtinni sem lím, og er útlit fytir, að hana megi rækta og nota til gúmmífram- {dið'slu í stórium stíl. Er augljóst, hverja þýðingu þetta getur haft fýrir Sovétríkin, þegar þess er gætt, að gúmmí er hið eina þýð- ATV'NNULEYSIÐ. SJálfstæðisflokknriDn boðar bjartsýni. Atvinnnleysið er melra en nokkrn sinnl áðnr og fátækratramfœrlð eykst mjðg. Linuveiðarinn Ármann frá Reýkjavík lagði á land í Kefla- jvík í dag 96 tunnur af síld, sem skipyerjar höfðu sjálfir saltað í skipinu. I gær kom Goðafoss til Kefla- víkur og tók 150 smálestir fisld- mjöls frá Fiskimjölsverksmiðjium Elíasar Þorsteinssonar. PÉTUR HALLDÓRSSON nú- verandi borgarstjóri erkunn- ur fyrir annað af afskiftum sínum af opinberum máium en bjart- sýni og stórhug. En svo undar- lega bar við á bæjarstjórnarfundi í gærkveldi, að hann boðaði bjart- sýni og taldi menn alveg færa til þess að taka núverandi ástandi með gleði og engri örvílnan. Auðvitað er það ekki nema hrósvert, þegar miklir menn, sem falin hafa verið mannaforráð, telja kjark í rnenn á erfiðleika- tímum, en þegar menn gera það til að geta svikist um skylduverk sín, er öðru máli að gegna. Þá fara eggjunarorð þeirra að verða görótt '0g gljáinn fellur af þeim. Þetta var líka tilgangur Péturs Halldórssonar í gærkveldi á bæj- arstjórnarfundinum. Hainn taldi á- standið vel viðunandi, til að getia fengið afsökun fyrir þeirri á- kvörðun sinni, að fjölga ekki í atvinnubótavinnunni þrátt fyrir hið gífurlega atvinnuleysi. Pétur Halldórsson sagði m. a., að hann teldi ekki rétt að fjölga meir í atvinnubótavinnunni en orðið væri (150 manns), fyr en þá ef til vill síðar í haust, því að nú væru svo margir í atvinnubóta- vinnunni, að hægt væri að láta hana ná til allra þeirra, sem nú væru skrásettir og hefðu fyrir þremur börnum og fleirum að sjá. Ólafur Friðriksson talaði gegn firrum borgarstjóra. Sagði hann það frábæra firru og ömurlegan vott um menningarástaindið með- al bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins, þegar forystumaður þeirra, borgarstjórinn, héldi því beinlín- is fram, að aðrir þyrftu ekki að lifa af verkamönnum siem væru atvinnulausir en þeir, sem ættu þrjú börn eða fleiri. Hann sýndi Alþýðublaðið vill skora á alla lesendur sína, að gera það, sem þeim er auðið til þess að efla fræðsluhringastarfsemina. líka fram á þaö, að stóryrði borg- arstjóra um ástandið og tilraun hans til að draga úr því að þörfi væri fyrir auknar atvinnubætur, væru hin argasta firra og fásinna. Hann sýndi fram á það, að fá- tækraframfæri yrði meira á þessu ári eri í fyrra og sýndi það meðal annars hið versnandi ástand, enda vissu allir hvernig sumaratvinnian hefði fariði í kumar, og þyrfti ekki annara vitna við. 1. október í fyrra hafði fá- tæikraframfærið til innansveitar- manna numið 550 þús. kr., en nú fyrsta október nemur það 758 þúsundum króna. Á sama tíma í fyrra nam alt fátækraframfærið bæði til innan- og utan-sveitar- manna 703 þús. kr., en nú, 1. akt., nam það 993 þús. kr. eða 290 þús. kr. meira. Sýnir þetta sanna mynd af ástaindinu. Og nú er útlit fyrir að fátækrafram- færið muni nema um 30% af áætluð'um heildartekjum bæjarins. Litil atvinnubótavinna þýðir aukið fátækraframfæri, mikil atvinnu- bótavinna þýðir minna fátækra- framfæri. ólafur Friðriksson sýndi fram á það, hvernig hægt væri að bæta við í atvinnubótavinin- una, svo að í henni ynnu 300 manns frá 10. þ. m. og fleiri síðar. Á bæjarstjórnarfundinum lögðu fulltrúar Alþýðuflokksiris fram svohljóðandi tillögur: Bæjarstjórn samþýkkiraðfjölga í atvinnubótavinnunni frá næsta fimtudegi upp í 300 manns og halda þeirri tölu, svo og 8 stunda vinnutíma fyrst um sinn til mán- aðamóta, október—nóvember. — Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að stofnsetja nú þegar mötuneyti (almenningseldhús) og verði at- vinnulausu verkafólki látinn þar i té ófceypis matur eftir ávísiun fátækrafulltrúa, skólahjúkrunar- kvenna og heimilisráðunauts bæj- arins, en öðrum gefinn kostur á að kaupa þar fæði við kostnaðar- verði. Ekki treystist íhaldið til að samþykkja þessar tillögur, en samþykti að vísa þeim til bæjar- ráðs. Um 1700 tiMMF aí síld komn á land í gær i Seflavik, Sandgerði og Hafnarfirði. KEFLAVÍK, 3/10. (FÚ.) IGÆRKVELDI fóru allir bát- ar út til veiða, og var veiði mjög misjöfn. Margir bátar fengu enga sild, en aðrir góða veiði. Þessir bátar fcomu til Keflavík- ur með síld í dag: Jón Guð- mundsson með 33 tunnur, Baldur 48, Bjarni Ólafsson 26, Freyja frá Njarðvilkum 48, Glaður frá Vest- mannaeyjum 18, Öðlingur 17, Lag- arfoss 15, Bragi 15, Stakkur 52, Arnbjörn Ólafsson 37, Kári frá Akureyri 55, Kári frá Gerðum 77, Herjólfur frá Vestmannaeyjum 100, og Höfrungur 130 tunnur. SJdio velnr nndan Sandserði. Síldina fengu bátarnir 16—20 sj'ómílur vestur af Sandgerði. Sjó- menn segja mikla síld hafa vaðið í gærkveldi og í morgun á þess- um slóðum, og var mikið af hval i síldartorfunum. Nú er bezta veður og allir bát- ar farnir á veiðar. ingarmiikla hráefni, sem þau skortir. Huxley minnist á, hverjum erf- iðleikum það sé bundið í auð- valdsrJkjunum, að atvinnuvegum- um nýtist niðurstöður vísindanna. Hér sé að vísu miikið um að , kenna fáfræði, hleypidómum og tregðu manna við að veita við- töku nýjum hugmyndum, en mestu ráði fjárhagslegar ástæð- ur, svo sem hve kostnaðarsamt það sé að sannprófa niðurstöð- urnar i hinu praktiska lífi og sýna fram á, að þær séu í raiun og veru arðberandi. í sikipulögðu rilki, eins og Rússlandi, sé ált þetta ólíkt auðveldaria, enda er þar öllu fyrirkomið á þann hátt, að vísindin komi að sem skjót- ustu og beinustu gagni. 1 land- búnaðarmálunum er fyrirfeomu- lagið þannig, að tilraunastöðvar víðs vegar um Sovétríkin standa í loeinu sambandi við Gróðuriðn- aðarstofnunina. Hver tilrauna- stöð stendur aftur í sambandi við öll samyrkjubú í sínum lands- hluta. Nærri öll samyrkjubú reka síðan litla gróðrarstöð, þar sem unt er að gera ýmis konar gróð- urathuganir. Ef nú. Gróðuriðnað- arstofnunin hefir eitthvert af- brigði hveitis, rúgs eða bómull- ar, sem þörf er á að fá gerðar praktiskar tilraunir með, dreifir hún því út meðal viðeigandi til- raunastöðva, sem aftur dreifa þvi út meðal hundraða samyrkjubúa. Þannig er afbrigðið þaulprófað, ekki á fáum ekrum lands og á einum stað, heldur á þúsundum ékra víðs vegar og við alls konar ólíkustu skilyrði. III. Mikið væri fyrir það gefandi, að mönnum lærðist að Lta á Rússland sem land af þessum heimi, merkiliegt land, sem nú er ef til vill öllum löndum framar nytsamt til mikils fróðleiks og um mjóg margt til eftirbreytni, þó að sumt kunni að mega miða til viðvörunar. Hin trúarlega afstaða til rússneskra fyrirbiigða, sem nú tíðkast svo mjög, skiftir mönnum yfirleitt í tvo flokka, þá, sem eru „með“ Rússlandi, og þá, sem eru „á móti“ því, með viðeigandi heimsik- legum sikyldum til að gera ann- aðhvort að syngja öllu rússnesku l'Of eða færa það í bann. Annar er flokkur hinnar blindu aðdáim- ar, en hinn flokkur hins blinda haturs, og eru báðir jafn uppá- takanlegir fyrir heilbrigða skyn- seini, sem er sjónin fyrir öllu. Slílk trúarafstaða til jafn veraldlegra hluta kann að sæma óf orbetranlegum upp- alningum hinna óvísindalegu ikapítalistisku þjóðfélaga, en er hins vegar næsta ó- samboðin væntanlegum meðlim- um hinna vísindalegu þjóðfélaga, sem koma skulu. Ekkl skal dreg- lið í efa, að sendifarir hinna trú- uðu til Sovétnkjanna séu sendi- mönnunum sjálfum til mikillar trúarlegrar uppbyggingar og lyft- ingar, en fyrir aðra svara þær naumast kostnaði. 4 Það halelúja, sem sungið er eftir ferðimar, er ökki þeim mun lærdómsríkara en það halelúja, sem kyrjað var áð- ur en lagt var af stað. Hvernig væri, með tilliti til gjaldeyris- vandræðanna, að hætta í bili við þessar pllagrímsferðir héðan úr landi og senda í þess stað til Sovétrílkjanna þó að ekki væri nema einu sinni á ári einn valinn sérfróðan mann, ekki í |meina iend- urfæðingarferð til þess að gína þar yfir öllu og verða jafnnær um all- an veraldlegan fróðleik, heldur til að kynna sér sem rækilegast allar nýjungar, sein varða hans sér- fræðigrein? Ef sá, er þetta ritar, mætti velja fyrsta sérfræðinginn, myndi hann senda Klemenz Krist- jánsson á Sámsstöðum til Gróð- uriðnaðarstofnunarinnar í Lenin- \grad, í vísu trausti þess, að hann flytti þaðan hingað til landsins margan nytsaman fróðleik, án þess að yfirfallast sér til sálar- tjóns af trúarlegum grillum um það, hvort hann væri á hinn eina sáluhjálplega hátt „með eða móti Rússlandi". Er þessari uppá- stungu um sendiför Klemenzar Kristjánssonar til Leningrad hér iTnjeðj í fylstu alvöru beint til Bún- aðarfélags íslands. — a. 270 tn. matjessaltaðar t Sandgerði i gær. SANDGERÐI, 3/10. (FÚ.) Þessir bátar lögðu síld á land í Sandgerði í dag: Gylfi 97 tunn- ur, Ægir frá Gerðum 67 tunnur, Muninn 14, Óðinn 19, og Ámi Árnason 74 tunnur. Síldin var mestöll matjessöltuð. 700 tannnr komn á land í Hafcaifirði i gær. HAFNARFIRÐI, 3/10. (FÚ.) I dag feomu 7 skip til Hafnar- fjarðar með rúmar 700 tunnur síldar. Síldina veiddu þau í Mið- nessjó, djúpt. Er síldin talin mjög góð, og þegar fréttaritari útvarpsins í Hafnarfirði talaði við fréttastofuna kl. 18,30 í kvöld, var verið að salta hana og talið að söltunin myndi standa langt fram á nótt. Hefir eins mikil síld ekki borist á land í Hafnarfirði í manna minnum. Skipin, sem komu með síldina, voru: Jón Þor- láksson með 72 tunnur, Huginn þriðji með um 100 tunnur, Grótta með um 140, Sæbrimnir með 160, Auðbjörn með 70, og Gunnbjöiw með 100 tunnur. Engin siðkdómshætta fir snndlangnnaffl. Undanfarið hefir sá orðrómur gengið í bænum, að mikil sjúk- dómshætta stafaði frá sund- laugunum. Hafa sögur gengið um það, að menn sýkist þar bæði af augnveiki og jafnvel samræðissjúkdómum. IJt af þessu hafa simdkenn- ararnir í laugunum beðið blaðið fyrir eftirfarandi: „Vegna orðróms þess sem nú gengur um kynferðissjúkdóma- hættu í sundlaugunum hér í Reykjavík, viljum við undirrit- aðir sundkennarar hérmeð leyfa okkur að birta eftirfarandi vottorð: Eftir beiðni hr. sundkennara Jóns Pálssonar votta ég, að mér er ekki kunnugt um að sýking af kynsjúkdómi hafi nokkurntíma átt sér stað í sundlaugunum hér, enda alment talið að slík sýking geti varla átt sér stað úr vatni. Rvík 27. sept. 1935. Hannes Guðmundsson. Eftir ósk skal ég taka fram, að ég hef aldrei haft undir hönd- um sjúklinga með kynsjúkdóm, sem rakið gæti sýkingu sína til sundlauganna við Rvík og tel ég lítil líkindi til, að fólk geti smit- ast þar við sundiðkanir. Einnig mun slíkum sjúklingum yfirleitt vera ráðlagt að nota þær ekki meðan þeir eru á smitunarstigi. Rvík. 27. sept. 1935. M. Júl. Magnús, læknir. Reykjavík 2. okt. 1935. Jón Pálsson. Ölafur Pálsson. Efni i fe^mlnsarkjftla og samkvæmiskjóla nýkomið. Saumastoían, Lækjargötu 4.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.