Alþýðublaðið - 30.10.1935, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGINN 30. OKT. 1935
ALÞÍÐUBLAÐIÐ
Tilkynnlng.
Ég imdiritaður, sem hefs usmið að myndaiim-
römmun í 15 ár, hér í bæmirn, hefi opnað eigin vinmi-
stofu á Laugaveg 17 (bakhúsinu).
Hefi fengið smekklegt úrval af nýtísku ramma-
listum. - Vönduð vinna. Fljót afgreiðsia. Smíða einnig
blindramma.
FKIÐEIK GUÐJÖNSSON.
Sleðanofkiin.
Áthygli skal vakin á því, að óheimilt er samkvæmt
lögreglusamþyktinni, að renna sér á sleðum á götum
bæjarins og varðar sektum er út af er brugðið. Verður
þessu ákvæði hér eftir stranglega framfylgt, þar.sem
þéssi sleðanotkun er mjög hættuleg umferðinni.
Skv. 19. gr. lögreglusamþyktarinnar mega for-
eldrar og aðrir hlutaðeigendur búast við að sæta sekt-
um, éf þeir í þessu efni hafa ekki tilhlýðilegt eftirlit
með börnum, sem eru á þeirra vegum.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 29. október 1935.
Gilsfav 4. Jónasson
settur.
Samkvæmt lögum um atvinnuleysisskýrslur fer
fram skráning atvinnulausra sjómanna, verkamanna,
verkakvenna, iðnaðarmanna- og kvenna í K.E.-húsinu
(uppi á lofti) við. Vonarstræti 31. okt., 1. og 2. nóv.
n. k., kl. 10 árdegis til kl. 8 að kveldi.
Þeir, sem láta skrásetja sig, eru beðnir að vera
viðbúnir að gefa nákvæmar upplýsingar um heimilis-
ástæður sínar, eignir og skuldir, atvinnudaga og tekjur
á síðasta ársfjórðungi, hve marga daga þeir hafi verið
atvinnulausir á síðasta ársfjórðungi vegna sjúkdóms,
hvar þeir hafi haft vinnu, hvenæ.r þeir hafi hætt vinnu
og af hvaða ástæðum, hvenær þeir hafi flutt til bæj-
arins og hvaðan.
Ennfremur verður spurt um aldur, hjúskaparrétt,
ómagafjölda, styrki, opinber gjöld, húsaleigu og um
það í hvaða verkalýðsfélagi menn séu. Loks verður
spurt um tekjur manna af eignum mánaðarlega og um
tekjur konu og barna.
Borgarstjórinn í Reykjavík, 29. okt. 1935.
PÉTUR HALLBÓESSON.
Kaupið Atþýðnbiaðið!
í mörg ár hefir Glímufélagið
Ármann æft 2 og 3 flokka maninia
í islenz!kri glímu á vetrum, og
hefir glímumönnunum verið skift
í flokka eftir aldri, en oft ekki
tökið það tillit til hinna óvönu,
sem skyldi. Reynsla félagsins er
því sú, að pessi flokkaskipun er
ekki heppileg, sérstaklega í 1. fl.,
þar sem fullorðnir menn æfa, vill
verða alt of mi'kill munur á
mönnum. Byrjendum hættir viÖ
að fá harðar byltur, er oft verða
til þess að hræða þá beinlínis frá
glímunni. Til þess að bæta úr
þessu hefir félagið ákveðið að
breyta til og hafa byrjendur og
litt vana menn sér í flokki, þar
sem sérstök áherzla verður lögð
á að kenna mönnum hin ýmsu
brögð og varnir, góða framkomu,
og léttar og mjúkar hreyfingar.
Glíma er o'kkar þjóðariþrótt.
sem þvi miður til þessa hefir ver-
ið af alt of fáuin iðkuð, og er
það okkur íslendingum skaði og
skömm, að kunna ekki að meta
Og hagnýta okkur jafn-fagra og
holla íþrótt, sem glíman er.
Glímukensla hjá Ármann hefir frá
því fyrsta miðað að þvi, að draga
úr þeirri hættu á meiðslum, sem
ávalt hefir verið svo mikil við
glítmuna, og hefir það tekist svo
vel, að mjög er orðið sjaldgæft að
glímumeim hljóti meiðsl. Fjöl-
hæfni glimumannanna hefir auk-
ist, og hefir ýmislegt verið gert
til þess að gera glímuna aðgengi-
legri og vinsæla meðal almenn-
ings, og með þessari nýbreytni
sinni um æfingaraðferðir hygst
félagið marka nýtt tímamót í
sögu glimunnar, tímamót, er gerir
íslenzku glímuna að almennings-
íþrótt, er lyftir þjóðinni til frægð-
ar og frama sem vel þjálfaðri
og hraustri þjóð.
Glímuæfingar verða eins og að
tundanförnu í fimleikasal Mienta-
skólans, fyrir 1. fl. eða æfða menn
á mánud. og fimtudögum kl. 8
—9 síðd., kennari Porsteinn Krist-
jánsson, og 2. fl. á miðvikud.
og laugard. á sama tíma, kennari
Jörg-en Porbergsson.
Að síðustu skal mönnum ráð-
lagt að byrja æfingar sem fyrst
,og fylgjast vel með.
ip.
AbessÍE&itsmeim b|n$n$
ast vlð »ð Stfflir hæSss
séka í fyrræd.«fj»
OSLO, 28. okt. FB.
Frá Addis Abeba bárust þær
fregnir í morgun, að allir her-
foringjar Abesssiníumanna
hefði fengið fyrirskipanir um
þxað, að vera við því búnir, að
ítalir byrjuðu stórfelda sókn í
dag í tilefni af 13 ára afmæli
fascistasgöngunnar til Róma-
borgar. (NRP.).
LIFTRYGGINGAR
MEÐ
DAGLEGRI IÐGJALDSGREIÐSLU
tlFfRYGfilNGABEILD
SJÓVÍTRYGGINGMFÉLAGS ÍSLANDS H.F.
Til leiöbeiðingar.
Islendingar hafa að vonum litla
reynslu um hótelrékstur. Til
skamms tíma höfum við ekki átt
neitt hótel, sem svipar til þess.
sem algengt er í öðrum löndum.
Péir, sem aldir eru upp í fá-
sinninu hér heima og lítt eða ékki
hafa ferðast um önnur lönd, gera
sér ékki grein fytir því, að ekki
verði að staðaldri komist af með
sönru hljómsveitina á hóteli.
Það er staðreynd um öll lönd,
að hótel án bljómsveitar fullnæg-
ir ékki kröfum tímanna, ekki held-
ur hér á landi, og hæfilega tið
skifti hljómsveita á hóteli ieru
jafn-nauðsynleg og sjálfsögð eins
og til dæmis hæfilega tíð skifting
eða endurnýjun dúka á veitinga-
borðunum.
Þessu er svona farið og getur
ékki öðruvísi oððið.
Væri reynt að rísa gegn þessari
kröfu hótelgesta, eða að hafa
hljómsveitir, sem þeir væru óá-
nægðir með, yrði engum sæmileg-
um liótelrékstri við komið, hvorki
hér á landi né annars staðar.
Þrátt fýrir það, þó þessu sé
svona farið, þá hefir Hótel Borg
gengið lengra en aðrar stofnanir
hér á landi í að hlynna að því,
að innlendir ménn gætu haft at-
vinnu af hljómleikum.
Reykjavík, 23. október 1935.
Jóhannes Jósefsson.
Sesselja siðstakknr
orj fielri ssognr.
Freysteinn Gunnarsson
þýddi. Utgefandi: Isa-
foldarprentsmiðja h. f.
Þessi vinsæla bók er nú kom-
in út í armað sinn. Fyrir þá,
sem ekki hafa lesið „Sessu síð-
stakk“ — eins og fyrri útgáfan
var kölluð — er þessi bók hin
ákjósanlegasta til skemtilest-
urs, bæði fyri unga og gamla,
og fyrir hina er hún kærkom-
inn kunningi, sem flestir munu
vilja hafa hjá sér til langframa.
Sögurnar gerast í Noregi, en
flest er þar svo svipað og er hjá
okkur Islendingum, að væri
nokkrum staðarnöfnum og ein-
stökum atriðum breytt, mundi
enginn efast um að þetta væru
sveitasögur frá íslandi.
Enda þótt öllum, sem lesa
þessa bók, hljóti að þykja hún
skemtileg vegna hinnar skýru
og látlausu frásagnar um siði
og háttu síðustu kynslóðar, þá
mun hún verða einna mest dáð
af börnum og unglingum. Ég
er svo viss um það, að allir
munu fylgjast með Sesselju litlu
með samúð og eftirvæntingu frá
því er hún í byrjun sögunnar
fer fyrir mömmu sína til næsta
bæjar og þar til er hún — vegna
samvizkusemi sinnar og ráð-
vendni — verður selráðskona
hjá þeirri konu, er henni fanst
vera fyrirmynd annara kvenna.
Gaman er líka að fylgjast með
leikbræðrum hennar, hvernig á-
setningur þeirra að hafa hana
að skotspæni breytist í einlæga
vináttu. Þá er líka gaman að
sjá, hvernig höfundurinn gerir
hundinn Kjóa,, kúna Ljóma-
lind og geitina Vaninhyrnu að
söguhetjum.
I sögunni ,,Veiðiferðin“ kynn-
ist maður grobbnum karli, sem
kemst í hann krappan. Hugð-
næm er sagan um Mörtu litlu.
„Þegar Óli seldi kvöldbænina"
er saga, sem mörgum börnum
mun finnast smeliin. Sagan um
Rebba er „spennapdi". Síðasta,
sagan, „Biskupmessan“, segir
frá dreng, sem hugsar meir um
að læra en fólk heldur og er því
ekki síður lærdómsmaður en
vinnumaður.
Nafn þýðandans er tryggine
fyrir því, að málið á bókinni sé
gott. Állur ytri frágangur er
smekklegur og góðru. Bók þessi
ætti vel heima .sem „lesbókar-
fiokkur" í barnaskólum.
Helgi Elíasson.
6öðar ðranonr aí
siiangaklaki.
I haust var í fyrsta sinni í
mannaminnum vart við urmul
af smásilungi í Skaftá í Skafta-
fellssýslu. — Gerði Bjarni Run-
ólfsson á Hólmi fyrir þrem ár-
um klakstöð við lind, sem renn-
ur í Skaftá og hefir hann klak-
ið þar út 100—300 þúsund sil-
ungaseiðum á ári. Eru nú elstu
seiðin þriggja ára gömul og
ættu að hafa sömu stærð og
smásilungur þessi. Annars er í
Skaftá miklu vænni göngusil-
ungur, 4—10 kg. að þyngd. —
Hefir til skamms tíma mjög lít-
ið verið veitt í þessari veiðiá, og
telur Ólafur Sigurðsson frá
Hellulandi, sem er heimildar-
maður þessarar fréttar, að sil-
ungurinn hafi af þeim ástæðum
kynbæzt af sjálfu sér. Venju-
lega er svo — segir hann —
þegar gengið er nærri veiði í ám
þá verður stærri silungurinn
fyrst upprættur, þar eð smásil-
ungurinn á hægra með að
smjúga net og fela sig. Verð-
ur því smásilungurinn til þess
að auka kynið og smækkar þá
stofninn og rýrnar.
Aldursrannsóknir hefir Bjarni
Runólfsson á Hólmi reynt að
gera á hreistri smásilungsins og
komist að þeirri niðurstöðu, að
hann muni vera á þriðja ári, og
þykir það styrkja þá skoðun að
smásilungagangan sé árangur
klaksins.(FIJ.).
Skólastarf á
Isafirði.
ÍSAFIRÐI, 23/10. (FÚ.)
Skólarnir á Isafírði, barniaskól-
inn, húsmæðraskólinn og gagn-
fræðaskólinn, voru ' settir 15. þ.
m. Barnaskólann sækja um 400
börn. ! húsmæðraskólanum eru
18 nemendur þetta námskeið skól-
ans, sem stendur til 1. febrúar,
en ])á hefst annað námskeið, sem
stendur til 1. júní n. 'k.
t Gagnfræðaskólinn starfar i 3
deildum auk framhaldsdéildar og
vinnudéildar. Nemendur ieru 111.
Framhaldsdeildi n er einkum ætl-
uð þeim, sem lokið hafa námi í
ársdeildum skólans og búa sig
úndir framhaldsnám í íMentaskól-
um. Vinnudeild er ætluð atvinnu-
•
lausum piltum 14—18 ára. I þeirrj
deild eru nú 33 nemendur, er
hafa 15 stunda kenslu á viku.
Kenslan skiftist þan;nig: 3 stund-
ir íslenzka, 3 st. neikningur, 1
st. félagsfræði, 2 st. leikfimi og
6 st. hagnýtt nám. Nemendum er
tvískift við hagnýtt nám, og er
öðrum flokknum kend smíði fyrst
um sinn, einkum málmsmíði úr
eir, messing eða járnþynnum, en
hinum flokknum er kent: Grund-
vallaratriði í siglingafræði, um-
ferðaœglur á sjó, um áttavita og
fleira, sem sérhverjum sjómanni
-er nauðsynlegt að vita. Þessir
nemendur fá eínnig all-ítarlega
fræðslu um byggingu og með-
ferð mótora. Kenslan er bæði
bó'kleg og verkleg. Aflatregða er
nú á ísafírði og lítið róið.
ímm fiflrLÍ ;"sdM
Sparið peninga! Forðist ó-
þægindi! Vanti yður rúður í
glugga, þá hringið í síma 1736,
og verða þær fljótt látnar í.
PEKÓ í pottinn
gerir folæíagran
þvottiim.
Skósmíðavinuustofa mín er á
Laugaveg 24. Jón Ragnar.
Tek að mér allar raflagnir og
breytingar á lögnum. Jón Ólafs-
son rafvirki. Verkstæði Týsgötu
3. Sími 1705.
Munlð sírna 1074, Fiskbúðin
Hverfisgötu 37. Ávalt nýr fisk-
ur. Sólberg Eiríksson.
Næsta og síðasta námskeið
fyrir jól að sníða og taka mál
byrjar 4. nóvember. Nánari
upplýsingar á Saumastofu Ólín-
ar og Bjargar Miðstræti 4.
-----------!----------------
Ffaff - hCjlsaumur.
Guðrún Pálsdóttir,
Vesturbraut 3. — Hafnarfirði.
Barnavagnar og kerrur tekn-
ar til viðgerðar. Verksmiðjan
Vagninn, Laufásveg 4.
II a 11 u & a n Hstastof-'
íki Laeigsiveyi 19.
Breytir karl-
mannahöttum
eftir nýjustu
týzku í fallega
kvenhatta og
litaðir eftir ósk-
um á sama stað.
SÍMI 1904.
É.s. Lyria
fer héðan fimtudaginn 31. þ.
m. kl. 6 síðd. til Bergen um
Vestmannaeyjar og Thörshavn.
Flutningi veitt móttaka til
hádegis á fimtudag.
Farseðlar sækist fyrir sama
tíma.
Nic. Bjarnason & Smith.
Nokkur ný og vönduð eikar-
skrifborð til sölu á kr. 125.00.
Góðir greiðsluskilmálar. Einnig
alls konar húsgögn smíðuð eftir
pöntun.
Upplýsingar á Grettisgötu 69
frá kl. 2—7.
LðpMkfr
mesta úrvalið á
VATNSSTlG 3.
Húsgagnaverzlun
Reykjavílíur.
Delecious epli - Vínber
Drífandi
Laugav. 63, simi 2393.