Alþýðublaðið - 06.12.1935, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGINN 6, DEZ. 1935.
GAMLA BlÖ
zouzou
„HIN SVAETA VENUS“.
Afar skrautleg og
fjörug óperettukvik-
mynd í 10 þáttum.
Aðalhlutverkið leikur
hin fima og líkams-
fagra
Josephine Baker
í FLUGVÉL
Frh. af 1. síðu.
sterlingspundum, og er knúin
áfram með 10 hestafla bifreið-
arhreyfli," ó§-<-g^nr farið upp í
75 mílur enskar aTllukkustund. «
Á leiðinni yfir Ermarsund not-
aði Appelby ekki full tvö gallon
af benzíni.
Gerir hann sér von um,að með
smíði þessarar vélar sé fundin
upp hin handhæga einkaflugvél,
sem geti orðið ódýrari í kaup-
um og rekstri en jafnvel bifreið.
Góður, ódýr
reyktur lax.
Soðið hangikjöt.
Soðin svið.
Islenzk egg, 16 aura.
Ostar og rjómabússmjör
frá Akureyri.
Kjðtbúð
Reyhjavíknr,
Vesturgötu 16.
Sími 4769,
ENGAR FRAMKVÆMDIR
Frh. af 1. siðu.
iin eftir þeirri reynslu, sem síðasta
ár héfði leitt í ljós.
Hann sagði, að vísu væri gert
ráð fyrir því, að útsvör hækk-
uðu um tiu prósont, en þessi
hækkumværi gerð af brýnni nauð-
syn. Það hefði sýnt sig, að fá-
tæikraframfærið færi fram úr á-
ætluin, og nú væri gert ráð fyrir
að hadika framlagið til atvinnu-
bóta um 100 þúsiund krónur, án
þess þó að framlagið hækkaði í
raun og veru, því að á síðustu
fjárhagsáætlun hefði verið gert
ráð fyrir 100 þúsuind kr. lán-
töku til atvinnubóta, ien nú væri
að eiius sá munur, að ákveðið væri
að Leggja þetta á skattþegnania.
Bn hann bætti við að síðustu,
að ekkert væri að seg ja við því,
þó að byrðamar væm lagðar
á þá, sem breiðust hefðu bökiu,
ástandið væri slæmt, og þess
vegna væri ekki rangt að leggja
útsvörin á þá, sem gætu greitt
þau.
Menn furðaði á þessari ræðu
Péturs Halldórssonar, því að ann-
ars befir alt af verið von úr
þeirri átt.
.. . .. * "
B eytingatillðgur Al-
pýðoffiokksins.
Þessi ræða Péturs Halldórsson-
ar var annars nauða óiruerkileg.
Hún stóð að eins í tæpar tíu
mínútur, og hann þrástagaðist svo
að segja alt af á því sama, að
fjárhagsáætlunin væri miðuð við
þá reynslu, sem síðasta ár hefðj
gefið.
Og ekki var að spyrja að nýjum
leiðum og nýjum leiðum og nýj-
um úrræðum. Heldur að eins
sama hjakkið í sama faxinu.
Ólafur Friðriksson gaf þá yfir-
lýsingu fyrir Alþýðuflokkinn, aö
hann sæi ekki neina ástæðu til
að hafa miklar umræður um fjár-
hagsáætlunina á þessum fundi, en
flokkurimn mundi leggja sí nar
bneytingartillögur fram, áður en
fjárhagsáætlunin kæmi til annarar
umræðu og atkvæðagneiðslu.
Munu þær tillögur verða mið-
aðar við auknar framkvæmdir
bæjarins og nýjar leiðir í rekstri
hans. :' i !
Esja
fer héðan austur um land í
hringferð þriðjudaginn 10. þ. m.
kl. 9 síðdegis.
Vörumóttaka til hádegis á
mánudag.
ím kjðt
af vænu,
fullorðnu fé.
Kjötbúð
Reykjavíkur,
Vesturgötu 16.
Sími 4769.
I. O. G. T.
Skjaldbreiðarfundur
í kvöld kl. Sy2 e. h í Góð-
templarahúsinu, uppi. Mikils-
varðandi mál til umræðu. —
Fjölmennið!
Dagskrá Alþingis í dag.
Efri deild: Frv. til laga um
sameining Blönduósskauptúns í
eitt hreppsfélag. 3. umr. Frv. til
laga um alþýðutryggingar. Frh.
2. umr. Frv. til laga um lands-
smiðju. Frh. 2. umr. Frv. til laga
um breyt. á lögum um Kreppu-
lánasjóð. 3. umr. Frv. til laga
um breyt. á lögum um bæjar-
stjóm í Neskaupstað. 3. umr.
Frv. til laga um breyt. á lögum
um útflutningsgjald. Frh. 2.
umr. (Atkvgr.) Frv. til laga
um breyt. á lögum um lax- og
silungsveiði. 2. umr. Frv. til laga
um fávitahæli. 2. umr.
Sldpafréttir:
Gullfoss er í Kaupmannahöfn.
Goðafoss er á leið til Hull frá
Vestmannaeyjum. Dettifoss fór
frá Hull í gærkveldi áleiðis til
Vestmannaeyja. Brúarfoss er á
Patreksfirði. Lagarfoss er á
Borgarfirði eystra. Selfoss er á
leið til Vestmannaeyja frá
London. Drottningin kom til
Kaupmannahafnar kk 9% í
morgun. Island fór frá Kaup-
mannahöfn í gærmorgun. Elsja
og Súðin eru í Reykjavík.
Höfnin:
Bragi fór á veiðar í gærkveldi
Enskur togari kom í nótt með
veikan mann.
Isfisksala.
Sindri seldi í Grimsby í gær
785 vættir fyrir 1645 sterlings-
pund.
ÍLÞtÐBBUBI®
I Difi
Næturlæknir er Krístín Ólafs-
STRfÐIB
f ABESsINfU.
Frh. af 1. síðu.
Refsiráðstafanirnar
ná fullkomlega til-
gangi sínum, segir
Hoare.
LRP. 5/12. (FO.)
Sir Samuel Hoare flutti ræðu í
inieðri málstofu brezka þingsins í
dag, um refsiaðgerðimar. Hann
sagði, að þær næði fullkomlega
tilgangi sínum, enda væri vaikað
yfir framkvæmdinni, og ef nokk-
urs staðar kæmi í ljós smuga,
væri með sameiginlegu átaki
neyint að bæta úr því. Hann sagði,
að Þjóðabandalagsráðið væri í
grundvallaratiiðmn sammála um
olíusölubann til Italíu. Aðeins
væri nú eftir að rannsaka það,
hvort ríki, sem ekki eru í Þjóða-
bandalaginu, gætu gert þessa
ráðstöfun gagnslausa, með því að
vera utan samtakiannia.
Þá lagði hann mikla áherzlu
á það, að engin stjóm bæri atm-
ari fremur ábyrgð á hinum sam-
eiginliegu., ákvörðunum.
Þá bar hann harðlega á móti
því, að brezk olíufélög hefðu
reynt að nota sér kringumstæðr
umar rneð þvi, að selja Itölum
olíu.
Friðarumleitunun-
um verður haldið
áfram.
Hann ræddi einnig um drátt
þann sem verða myndi á fundum
18 manna nefodarinnar, og kvað
hann nauðsynlegan til þess, að
Frakkland gæti átt þar fulltrúa,
leins og því bæri. Drátturinn bæri
ekki vott um neina veiklun í af-
stöðu einstakra þjóða, en miðaði
öllu fremur að því, að herða á
viðleitni manna til þess að finna
nothæfan sáttagrundvöll. Hann
sagði, að svo mætti vera, að
Þjóðabandalagsríkin stæðu hér í
vonlausu verki, og að þáð reynd-
ist ógemingur, að samræma maik-
mið Þjóðabandalagsins, Italíu og
Abessiniu. Eigi að síður kvað
hann Bretland og Frakkland
mundu halda áfram að vinna að
friðsamlegri lausn deilxmnar, þann
tíma, sem ef ir væri fram að fund-
^num I Genf. i j
„Vér óskum engan veginn að
auðmýkja Italíu, eða gera hana
veikari. Þvert á móti kjósum vér
ekkert fremur en að sjá ítalíu
volduga og ánægða. Frakkland
kærir sig heldux ekkert um að
veikja aðstöðu Mussolini, eyði-
leggja stjóm fasista eða blanda
sér yfirleitt í innanlandsmál
ltala.“
Að lokum kvaðst hann einskis
óska fremur, en að friður mætti
komast á hið bráðasta, og refsi-
aðgerðunum þar með vera lokið.
Blóðugir bardagar
vestan við Makale.
LONDON, 5. dez. FB.
Af vígstöðvunum fréttist ekki
annað en það, að miklar orustur
hafi orðið milli ítala og Abessi-
níumanna við Debri, en það er
líti.1 borg vestur af Makale. Tii-
kynnir Badoglio áð Abessiníu-
menn hafi verið reknir á flótta.
Þá skýrir hann frá því, að bar-
ist hafi verið í Takessédalnum,
og hafi fjórir ítalir fallið, en um
mamnfall á hlið Abessinmmanna
er ekki getið. Loks tilkynnir hann,
að innfædd hersveit undir ít-
alskri stjórn sé komin til borgar
einnax suðvestur af Maikale.
dóttir Ingólfsstræti 14. Sími
2161.
Næturvörður er nú í nótt í
Reykjavíkur og Iðunnarapóteki.
Veðrið: Hiti 1 Reykjavík 3 st.
Yfirlit: Lægðir fyrir suðvestan
land á hreyfingu austur eftir.
Útlit: All-hvass austan. Víðast
úrkomulaus.
0TVARPIÐ:
15,00 Veðurfriegnir.
19,10 Veðuxfregnir.
19,20 Þingfréttir.
19,45 Fréttir.
20,15 Bækur og menn (Vilhj. Þ.
Gíslason).
20,30 Kvöldvaka: a) Þorstdnn
Jósiepsson rithöf.: „Glæpa-
maðurinn grái“; b) Ungfrú
Filipía Kristjánsdóttir:
Kvæði; c) Helgi Hjörvar:
Þættir um Snorra goða; d)
Eyjólfur Jónsson frá Herru:
Upplestur úr hinni nýju
skáldsögu hans: „Gunnar“.
—i Bnn fnemur harmoniku-
lög og sönglög.
Gestamót ungmennafélaga
verður haldið í Iðnó annað
kvöld kl. 9 síðdegis. Skúli Þor-
steinsson setur mótið, þá sýna
24 böm vikivaka, Jóhanna Jó-
hannsdóttir syngur einsöng,
Aðalsteinn Sigmundsson flytur
erindi, Stefán Jónsson les upp
og að lokum verður stiginn
danz.
M. A.-kvartettinn
syngur í Nýja Bíó í kvöld kl.
7,15. Söngvaramir em: Þorgeir
og Steindór Gestssynir frá Hæli,
Jakob Havsteen frá Húsavík og
Jón Jónsson frá Ljárskógum.
Ólafur talar, og Valtýr flettir
upp vísindunum.
Á eldhúsdaginn endaði ólafur
Thors eina ræðu sína á þessa
leið: „Islendingar! Stórtíðindi
em í nánd. Barist verður til úr-
slita. Og minnist þess, Sjálf-
stæðismenn, að líf einstaklings-
ins er minna virði en líf þjóð-
arinnar". Valtýr flettir síðan
upp vísindum sínum og ritar í
dagbókarblöðin á þessa leið:
„Svo segir í óprentuðu þjóð-
sagnasafni Ólafs Davíðssonar,
að gömul munnmæli hermi, að
næst þegar Islendingar lendi í
orustu í innanlandsstyrjöld
verði fyrsta orustan háð á Bola-
völlum“.
Eyjólfur Jóhamisson gefur eun
út ávisanir.
Eyjólfur Jóhannsson ritar í
Morgunblaðið og hvetur verzl-
unarmenn í Reykjavík til að
gæta hagsmuna sinna og vísar
þeim á að halda sér eingöngu
að hinu sameiginlega félagi
kaupmanna og verzlunarmanna.
Eyjólfur hefir áður gefið út
ávísanir, sem engin innstæða
var fyrir.
Glímufélagið Ármann
afhendir á sunnudaginn í K.
R.-húsinu verðlaun frá ýmsum
mótum í sumar, svo sem kapp-
róðrarmóti Ármanns, kappróðr-
armóti íslands, innanfélags-
sundmóti og innanfélagsmóti í
frjálsum íþróttum. Að verð-
launaafhendingu lokinni verður
sýnd íþróttakvikmynd l.S.I. og
síðan danzað, Nýja bandið leik-
ur, og er öllum íþróttamönnum
heimill aðgangur meðan hús-
rúm leyfir. Verðlaunaafhending-
in hefst stundvíslega kl. 9.
Vörubílstjóradeild
Dagsbrúnar heldur aðalfund
í Kaupþingssalnum á sunnudag-
inn kl. 2 «. h.
Ný skáldsaga.
Eyjólfur Jónsson frá Herru
er að leggja síðustu hönd á nýja
skáldsögu, sem kemur út eftir
hann um miðjan þennan mánuð.
Heitir hún „Gunnar“, og ætlar
Eyjólfur að lesa kafla úr þess-
ari nýju skáldsögu sinni í út-
varpið i kvöld.
Félag blikksmiða
heldur danzleik annað kvöld
i K. R.-húsinu. Nýja bandið
leikur gamla og nýja danza alla
nóttina.
Farþegar.
með Brúarfossi til Akureyrar í
gænkveldi: Hanna Jóhannesson.
Þórir Baldvinsson, Guðmundur
Hanniesson bæjarfógetí, Vilhjálm-
ur Skúlason, Torfi Hjartarson
sýslum. Finnbjörn Finnbjörnsson,
Hálfdáin Guðmundsson, aéra Páll
Sigurðssom.
Farþegar.
með Brúarfoss frá útlöndum:
J. Fenger, Thor Hallgrímsson,
Bruno Kress, Brynjolf Jörgen-
sen, Guðm. Guðmundsson, E.
Kellermann, Tage Walsted,
Robert Bender, Hanna Sigur-
björnsdóttir, frú Sita Adolph,
Eggert Guðmundsson, Bryn-
hildur Sörensen.
Farsóttir og manndauði
í Reykjavík vikuna 17.—23.
nóvember (í svigum tölur næstu
viku á undan): Hálsbólga 54 (41).
Kvefsótt 102 (65). Gigtsótt 2 (0).
Iðrakvef 20 (25). Kveflungna-
bólga 4 (4). Taksótt 1 (0). Skar-
latssótt 0 (1). Munnangur 6 (4)
Stingsótt 0 (2). Ristill 1 (0).
Þrimlasótt 1 (0). Mannslát 6 (4),
— Landlæknisskrifstofan (FB.)
NÍ JA BIO ■■
Babooaa.
Stórfengleg kvikmynd
tekin í flugleiðangri
yfir þvera Afríku und-
ir stjórn hjónanna:
Osu og
Martin Johnson.
Aukamynd:
Mickey Mouse i
ræningjaklóm.
Teiknimynd í 1 þ.
Hér skeður aldrei neitt
„ ... hafið fálmað yður áfram eins og
moldvarpa .. . hundrað árum á eftir
tímanum með tœkni yðar...“. GóS bók.
S. G. I.
Eldri daazarair.
laugardag 7. des. í Goodtempl-
arahúsinu. Áskriftarlisti í síma
3355, eftir kl. 1 á laugardag-
inn. — Aðgöngum. afhentir á
laugard. kl. 5—8. Sími 3355.
S. G. T. hljómsveit spilar.
Stjórnin.
Félag blikksmiða.
Félagið heldur danzleik laugardaginn 7. þ. m. (annað kvöld), kl.
9Va e. h. í K.R.-húsinu.
Aðgöngumiðar verða seldir í K.R.-húsinu eftir kl. 4 á laugardag.
Hin ágæta hljómsveit NYJA BANDIÐ leikur gamla og nýja
danza alla nóttina.
Nefndin.
...... 1 1 . .... ■UBtW.w.u.v. 111 1 ■ yó..
Pðntnnarfélag
verkamanna
heldur almennan meðlimafund, sunnudaginn 8. þ. m.
kl. 2 e. h. í K.R.-húsinu, niðri.
Dagskrá:
Viðskiftagjöldin og innflutningsleyfin.
Fundurinn er eingöngu fyrir félagsmenn.
Stjórnin.
Blðjið ætlð um
OSRAM Ijóskúlur
Þœr hafa fengiA lengstn reynsln á Islanal
og alt af ifkað betar og betor.