Alþýðublaðið - 15.12.1935, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 15.12.1935, Qupperneq 3
SUNNUDAGINN 15. DES. 1935 ALÞYÐUBLAÐIÐ BENZÍNSKATTURINN. Frh. af 1 .síðu. í a-lið 1. gr. laga nr. 84, 6. júlí 1932, gneiðist 4 aura gjald af birgðum til viðbótar. Gjaldið skal gixjiða hvort heldur benzínið er í vörzlum eiganda sjálfs eða ekki. Sérhver sá, er á eða hefir :um- ráð yfir 300 1. af benzíni eða meira þann dag, er lög þessi ganga í gildi, skal skyldur að tilkynna það innheimtumanni innan 10 daga. Skal hann skyldur til að aðstoða við að kanna birgð- ir hans og mæla, ef til 'kemur. Innheimtumaður getur krafist upplýsinga hjá benzíninnflytjend- um og benzínsölum um sölu sam- kv. verzlunarbókum til viðskifta- manina áður en lög þessi ganga í gildi. 1 ! Þeim tekjuauka, sem leiða kann af framangreindri hækk- un á innflutningsgjaldi af benzíni, skal varið til að greiða kostnað við lagningu akvega og malbikun þjóðvega, svo sem hér greinir: 1. Til Suðurlandsbrautar alt að 70.000 kr. 2. Til malbikunar á veginum frá Reykjavík að Elliðaám 50 þús. kr. 3. Til Hafnarfjarðarvegar 50.000 kr. 4. Til Holtavörðuheiðarveg- ar 40.000 kr. 5. Til Austf jarðavegar 20 þús. kr. 6. Til Geysisvegar 20.000 krónur. Endurgneiða skal innflutnings- gjald af benzíni, sem umfram er 4 áura á líter og notað er við akstur á efni til virkjunar Sogs- ins, eftir reglum, er fjármálaráð- herra setur. Að öðru leyti gilda ákvæði Iaga nr. 84, 6. júlí 1932, um innheimtu og endurgneiðslu inpflutnings- gjalds af benzíni samkv. lögum þessum." ' ' Það er augljóst, að nú, þegar hið margumtalaða einkaframtak getur á engan hátt séð verka- lýðnum fyrir sæmilegu lífsfram- færi, þá verður hið opinbera að auka fnemur en minka , framlög sín til veritlegra framkvæmda. 1 annan stað ber þess að geta, að sökum þverrandi utanrikis- verzlunar hljóta tekur ríkissjóðs af tollum að minka til mikillþ muna. Því er það, að að því ráði ier horfið, að hækka ýmsa skatta, sem undir venjulegum kringum- stæðum mundi ekki þykja æski- legt að hækka. Þannig er þessu háttað með benzínskattinn, en því má ékki gleyma, að þessi skattur og aðrar nýjar tekjuöflunarleið- ir, sem farið hefir verið , inn á á þessu þingi, eru aðeins.hugsað- ar til, eins árs og eru neyðarráð- stafanir, sem gripið er til vegna óvenjulega erfiðra ástæðna. Benzínskattinum verður varið til vegabóta á nokkrum helztu þjóðvegunum, og þannig unnið að teinu mesta nauðsynjamáli at- vinnuvieganna. Þá má og ekki gleyma þvi, að um leið og veg- imir batna, verður benzíneyðsla bílanna minni, og þannig verður hinum aukna skattí beinlínis var- ið til þess, að draga úr reksturs- kostnaði bílanna. Þá ber og að minna á það, að slkipulagning sú, sem fram hefir farið á bílaferðum um landið, hefir leitt til stórfeldra lækkana á fargjöldum og að fullvíst er, aö þrátt fyrir það þó benzínskatt- urinn hækki, verða fargjöld mun lægri en áður en stjórnarflokk- amir tóku að skipuleggja fólks- flutningana. í þessu sambandi er: vert að benda á það, að taka verður til alvarlegrar ihugunar, hvort ekki sé hægt að lækka verð á gúmmí og ef til vill fleiri vörum, sem til bíla þurfa, þannig að hægt verði að komast hjá þvi, að flutn- ingsgjöld hækki. Allar vagnstjórastöður og aðrar starfsmannastöður hjá félaginu eru lausar frá 1. janúar næstkomandi. Skriflegar umsóknir sendist stjórn félagsins fyrir 21. þ. m. Strætisvagnar Reykjavíkur h.f. Aðalklnbbnrinn heldm* danzlelk, nýjn danzana, í K. R.»húsinn I kvoid kl. 9,30. Aðgongnmiðar í K. R. kl. 4 í rag, St|órnin« Sleðaferðir barna. A eftirtöldum svæðum og götum er heimilt að renna sér á sleðum: AUSTURBÆR: 1. Arnarhóll. 2. Torgið fyrir vestan Bjarnaborg og milii Hverfisgötu og UindargÖtu. 3. Afleggjarinn af Barónsstíg, sunnan við Sundhöllina. 4. Njálsgötu frá Barónsstíg að Hringbraut. 5. Bragagata frá Laufásvegi að Sóleyjargötu. 6. Spítalastígur milli Öðinsgötu og Bergstaða- strætis. 7. Egilsgata frá Barónsstíg að Hringbraut. VESTURBÆR: 1. Biskupsstofutún, norðurhluti. 2. Vesturgata frá Seljavegi að Hringbraut. 3. Gatan frá Bráðræðisholti nr. 39 niður að sjó. Bifreiðaumferð um ofangreinda götu-hluta er jafn- framt bönnuð. UMnstjóriim i Revbjavíb, Mstav A. JAoasson, settur. 53 53 53 53 53 53 53 53 53 n 53 53 53 53 53 53 53 $3 53 13 13 13 13 £3 53 13 53 13 13 53 $3 13 53 53 $3 53 53 53 53 Þar sem miklir erfiðleikar eru á því nú, að afla erlends gjaldeyris, er sérstök ástæða til þess að nota innlendan vaming til gjafa um jólin. Eftirtaldar bækur eru góðar og gagnlegar jólagjafir: fslenzkir þjóðhættir (Margir hafa hug á, að eignast þessa bók, en eiga erfitt með að láta það eftir sér. Jólin eru þá gott tækifæri). Ljóðasafn Guðm. Guðmundsson. (Ljóðasafnið er í þremur bindum, bundið í mjúkt alskinn). Silja. Gullfalleg saga. Pæst í góðu bandi. Ljóð Einars H. Kvarans. Ljóðin eru bundin í mjúkt skinnband og gylt í sniðum. Bækur Einars Benediktssonar. Hvammar, Hafblik, Hrannir, Sögur og kvæði. (Þessar bækur hafa verið lengi ófáanlegar og mikið eftirspurðar. Er þvi gott tækifæri að gefa þær í jólagjöf). Danska orðabókin. Gefið unglingum bókina, þeir þurfa að nota hana allan námstímann. Sesselja Síðstakkur. er sérstaklega falleg unglingabók og er í laglegu bandi. Rauðskinna. Bræðurnir í Grashaga. Saga Eiríks Magnús- sonar. Dýraljóðin. Mataræði og þjóðþrif. Sjóferðasögumar. Scotland Yard. Grand Hotel. Munið eftir þessum bókum á morgun. Þær fást í öllum bókabúðum. Halló Jðlin 1935.« G & K leikföng em bezta jólagjöfin handa barni yðar Lítið í glugga Nýju leifangabúðarinnar, Hafnarstræti 11, (beint á mpti Edinborg). Höfum íslenzk jólatrésskraut. 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 53 Hentugar fólagjafir: Klæði, Prjónasilki og Satin í peysuföt, Vetrarsjöl, Peysufatafrakkar, Silkisvuntuefni og Slifsi, Silki í upphlutsskyrtur og svuntur, Golftreyjur, Peysur, Undirföt, Skúfasilki, Silkisokkar, Hosur, Ullarvetlingar, háir, Skinnhanskar, Corselette, Silkivasaklútar, Greiðslusloppar og efni í þá, Kjólaefni, margar teg., Kápuefni og Skinn, Alpahúfur, Telpukápur, Telpupeysur, Treflar, Skinnhanskar, karlm., j Drengjapeysur, Vasaklútakassar, Vasaklútamöppur, Krem, Ilmvötn, Púður, Handmáluð púðaborð og uppsettir púðar, Dúkar, margar stærðir. Svefntreyjur, Silkináttföt, Verzltan Amonda Arnasonar, Hverfisgötu 37.1 Pabbi! Mikið voða hefirðu rakað þig vel! Nú eru engir skeggbroddar, sem stinga. Já. Ég trúi því Gunna mín! Ég hefi líka notað Sjafnar-raksápu. Þegar ykkur vantar sápu eða aðrar hreinlætisvörur, þá spyrjið um: Sjafnar-handsápu Sjafnar-raksápu Sjafnar-krystalsápu Sjafnar-baðsápu Sjafnar-sólsápu Sjafnar-stangasápu Spyrjið um Sjafnar-sápu! Notið Sjafnar-sápu! Sjafnar-vörur eru vandaðar og ódýrar. Jólamatnr Slátnrfélagsiis ætti að vera á hvers manns borði um hátíðina. Fyrst og fremst hangikjötið, sem allir lofa, nýslátrað nautakjöt, alikálfakjöt og grísakjöt, frosið dilkakjöt, aligæs- ir, kjúklingar, endur og rjúpur — spikþræddar ef pantaðar eru í tíma. — Smjör og ostar frá Mjólkurbúi Flóamanna. Nýir ávextir og niðursoðnir. Nýorpin egg á 1,25 Yz kgr. eða 14 au. stk., Bökunaregg á 1,00 % kgr. eða 11 au. stk. Fátt er ljúffengara á kvöldborðið en gaffalbitar og egg. Áskurður á brauð og niðursuðuvörur í fjölbreyttu úrvali. Gjörið pantanir yðar tímanlega, það er öllum fyrir beztu. Matardeildin, Hafnarstræti 5, sími 1211. Kjötbúð Sólvalla, Sólvallagötu 9, sími 4879. Matarbúðin, Laugaveg 42, sími 3812. Kjötbúðin, Týsgötu 1, sími 4685. Kjötbúð Austurbæjar, Laugaveg 82, sími 1947.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.