Alþýðublaðið - 18.02.1936, Side 1

Alþýðublaðið - 18.02.1936, Side 1
D AGSBEÚN ARMENN! Greiðið atkvæði! RITSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON CfTGEFANDI: ALÞYÐUFLOKKURINN XVII. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGINN 18. tebr. 1936. 40. TÖLUBLAÐ Vinstri flokkarnir Dagsbrúnarmenn mótmæla upp sögn 75 manna i atvinnuböta- vinnunni og krefjast að i vinnu verði 350 manns. STJÓHN Dagsbrúnar hélt fund í gær og samþykti þar að mótmæla fækkuninni í at- vinnubótavinnunni, sem gerð hefir verið undanfarið, enda hefir atvinna ekki aukist að neinu leyti hér í bænum. Eru nú t. d. skráðir atvinpu- lausir 1125 vierkamenn í Vinnu- miðlunarskrifstofunni. Hefir þó vterið fækkað í atvinnubótaviinn- unni um 75 mainns síðast liðinn hálfan mánuð. Stjórn Dagsbrúnar sendi svo bæjarráði í gær eftirfarandi bréf: „Þar s-em atvinnuieysið hefir ekkert minkað frá þvi, sem það hefir orðið mest í vetur, teliu' stjórn „Dagsbrúnar" það með ðllu óverjandi að fækka í at- vtnnubótavinnunni. Fyiir því hiefir stjórn og at- vinnuleysisinefnd félagsins sam- þykt á sameiginlegum fundi 16. þ. m. að skora á bæjarstjórnina, að fjölga þegar í atvinnubóta- vinnunni upp í sömu tölu og var í janúarmánuði eða uppp í 350 manns. Áskoruu þessi styðst við maigítrekaðar óskir félagsfundá í „Dagsbrún“ um að fækiCa efcki í vinnumni, meðan önnur atvinna eykst ekki í bænum. Háttvirtri bæjarstjórn hlýtur að vera það ljóst, að afkoma og ástand þeiirra 1125 verkamannia. sem nú em skráðir atvinnulaus- Sr, heldur áfram að versna með hverjum degi, þrátt fyrir atvinnu- bótavtanuna, sem haldið er uppi, en verður fjölda hieimila með öllu óbærilegt, ef úr henni er dregið. í nafni V. M. F. „Dagsbrún" skomm vér því alvarlega á yður, að afturkalla þegar þá fækkun í atvinnubótavinnunni, sem þér haf- ið nú framkvæmt, og síðan fresta allril fækkun í henni, unz eitthvað úr rætist um aðra vinnu, og með þvi firra að nokkru þeim marg- þættu vandræðum, sem af stöðv- im eða úrdrætti atvinnubótavinn- unnar hlýtur að leiða. Verði1 mál þetta ekki leyst á þeilm grundvelli, sem yér förum hér frarn á, fyrir næsta bæjar- stjórnarfund, óskum vér eftir að bréf þetta verði tekið til umræðu og afgrieiðslu á næsta fundi yðar.“ Gnein eftir Guðm. Ó. Guð- mundsson, formainn Dagsbrúnar um atvinnuleysismálin kemur hér í blaðinu á morgun. 690 Dagsbrúnarmenn hafa greitt atkvæði. Á sunnudaginn og í gær greiddu um 200 Dagsbrúnar- Frh. á 4. síðu. Fer Litvinoff tii Tofcio? Sovétstjórnin gerir ýtrustu tilraunir til að afstýra ófriði í Austur-Asíu. BINKASKEYTI TIL ALPÝ ÐU BLAÐSINS. KAUPMANNAHÖFN i pvorgun. Ip KÁ TOKIO í Japan berast þær fréttir, að á meðal alvarlega rætt um þann mögu- leika, að sovétst jórnin í Moskva sendi sjálfan utanríkisráðherra sinn, titvinoff, þangað til þess að semja um lausn deilumál- anna í Austur-Asíu. Utanríkisráðherra japönsku stjórnarinnar hefir þó lýst því yfir, að enn sem komið sé, hafi hann enga opinbera tilkynningu fengið um slíka fyrirætlun sovótstjórnarinnar. STAMPBN ítalir^styðja yfir- gang Japana. BERLÍN, 17. febr. FÚ. Eitt aðalmálgagn Itala birtir grein um síðustu skærurnar á landamærum Manschukuo og Mongólíu, og telur að þær séu alls ekki upphaf að ófriði milli Japana og Rússa. En blaðið heldur því þó fram, að utan- ríkisstefna Japana í Austur- Asíu hljóti með tímanum að leiða til styrjaldar milli þessara tveggja stórvelda. Þá tekur blaðið mjög hart á því, að Rússar hafi aðstoðað Mongólíumenn méð þremur hemaðarflugvélum, og segir, að þetta sé í raun og veru hið sama og að segja Japan stríð á hend- ur. Slftir pðfastölliiii stjörnmhlasambaidi við flitler? EINKASKEYTl TIL ALÞÝÐU BLAÐSINS. KAUPM.HÖFN í morgun. SIMSKEYTI FRA BERLlN herma, að sterkur orðróm- ur gangi þar, þess efnis, að sendiherra páfastóisins, Mon- signore Orsenigo muni í mót- mælaskyni við ofsóknir Hitlers- stjórnarinnar gegn kaþólsku kirkjuimi, innan skamms hverfa á burt frá Berlín. Monsignore Orsenigo, sem Frh. á 4. aíðu. æsilegan signr á Spáni. Deir fenp hreinan pingmeirihluta Landið er í byltfngarástandi. Ihaldsstlórnin hefir neydst til að opna langelsln og afhenda verkamðnnnm alpýðuhúsin. HRAÐSKEYTI TIL ALÞYÐUBLAÐSINS. Kaupmannahöfn á hádegi í dag. A STANDIÐ eftir kosningarnar á Spáni er þannig, ■*■*■ að ófyrirsjáanlegir atburðir geta gerst þar á hverju augnabliki. Stjórnin reyndi í fyrstn að leyna árslitum kosniiiganna og stinga þeim undir stól. Þessi tilraun hennar hefir þó aigerlega mistekist. Það er þegar alveg víst, að vinstri flokkarnir hafa unnið glæsilegan sigur í kosningunum og fengið hreinan meirihluta í þinginu. Orðrómur gaus upp um það í gær, að verið væri að mynda byltiögastjórn og notaði stjórnin það sem átyllu til að lýsa alt landið í umsátursástand; en um leið sendi hún út yfirlýsingu þess efnis, að hún myndi segja af sér undir eins og kyrð væri komin á í land- inu. Jafnframt gerði forsætisráðherrann, Valladeras, boð eftir aðalforingjum jafnaðarmanna, Largo Caball- ero og Alvarez Delayo. Að þeim fundi loknum iét stjórnin þann boðskap út ganga, að allir pólitískir fangar yrðu látnir lausir, pólitískum flóttamönnum erlendis gefnar upp sakir og leyft að koma aftur heim tii Spánar, og verkalýðs- félögunum afhent öll alþýðuhúsin, sem stjórnin hafði tekið af þeim eftir borgarastyrjöldina haustið 1934. STAMPEN. Npdar Azaia stjóra? EINKASKEYTI TIL ALPÝÐUBL. KAUPM.HÖFN í morgun. Kosningaúrslitin á Spáni eru ekki enn fyllilega kunn. Þó er fullyrt, að vinstri flokkarnir hafi fengið 240—250 þingsæti, og þar með hreinan meirihluta í þinginu. Um skiftingu þessara þing- sæta milli vinstri flokkanna er þegar kunnugt, að jafnaðar- menn hafa fengið 100 sæti, og liinn róttæki vinstri flokkur Manuels Azaua 70. Hin skiftast á milli kommúnista, syndikaiista og annara vinstri flokksbrota. Hinn kaþólski fasistaflokkur Gii Robies, „Accion Popular“, fékk um 90 þingsæti, en stór- bændaflokkurinn, radikaliflokk- urinn svonefndi og allir aðrir í- haldsflokkar til samans um 100. I Katalóníu og Astúríu, þar sem borgarastyr jöldin var hörð- ust haustið 1934, hafa fasistar og íhaldsmenn beðið hinn herfi- legasta ósigui-. tjTti um heim er alment geng- ið út frá því, aö Azana, fyrver- andi forsætisráðherra vinstri flokkanna, verði innan skamms falið að mynda stjórn. Kosningarnar á sunnudaginn fóru tiltölulega friðsamlega fram, og miklu friðsamlegar en menn höfðu búizt við, eftir því, sem á undan var farið. Þó er frá ýmsum héruðum skýrt frá blóðugum götubar- dögum á kosningadaginn, og biðu nokkrir menn bana í þeim, en margir særðust. Þátttaka í kosningunum var mjög mikil. Tóku konur einnig mikinn þátt í þeim, og er álitið að mjög margar þeirra hafi kos- ið kaþólsku fasista- og íhalds- flokkana, enda þótt augljóst sé á kosningaúrslitunum, að ekki hafi verið eins mikil brögð að því eins og við síðustu kosn- ingar. Víst er um það, að kaþólsku klerkamir og jesúítamir höfðu sig mjög í frammi í kosninga- baráttunni og beittu óspart á- hrifum sínum til þess að fá kon- urnar til að greiða atkvæði með afturhaldinu. STAMPEN. Fasistaioringjarnir féllu. LONDON, 17. febr. FÚ. Prímo de Rivera, sonur fyr- verandi einræðisherra á Spáni, og Gil Robles, leiðtogi kaþólska fasistaflokksins, féllu báðir í kosningunum. Landstjórinn í Kataloníu, sem skipaður var af stjórninni í Madrid, hefir þegar látið af embætti sínu, og vinstri maður ér tekinn við störfum hans. Ýmsir leiðtogar vinstri manna, sem sit ja í fangelsi, síð- an í uppreisninni, í október 1934, hafa náð kosningu, með glæsilegum meirihluta. Lögreglan neitar að ráðastákröfugöngur Æsingar ern miklar víðs vegar um landið. Til dæmis gekk flokk- ur róttækra manna í dag til inn- anríkismálaráðuneytisiins í Madrid og söng alþjóðasöng jafnaðar- manna. Riddaralögregluliði vax þá boðið að ráðast á mannfjöldainn og dreifa honum. Fimm lögreglu- rnenn hlýddu skipuninni, en þá réðust hinir á þá og kváðust standa með hinum róttæku gegn lögreglunni. Vinstri merun kiefjast lausnar fyrir alla pólitíska fanga. Flokka- drættir eru miklir víðs veg'ar í landinu. I Madrid hafa sex menn særst í skærum við lögregltma í dag, og er sagt nú síðast, að einin þeirra sé dáinn. Eiinn lögreglumaður særðíst í Madrid, í viðuieign við hóp kröfugöngumanina. I Saraboga hafa verið miklar Frh. á 4. síðu. Skemmðarvefk á eoska herfiotai- om. Rafmagnsútbún- aðurinn eyðilagð1 ur á einu beiti- skipinu. Einkaskeyti til Alþýðubl. KAUPM.HÖFN í morgun. ENSKA flotastjómin til- kynnir að nýlega hafi komið í ljós, að skemmdar- verk hafi verið unnin um borð í beitiskipinu „Cumber- Iand“, sem hefir legið í Chat- ham við mynni Thames- fljótsins. 1 tilkynningu flotastjóm- arinnar stendur ennfremur: „Það er verið að ránnsaka þetta mál, en eins og stendur er ekki álitið rétt að láta neitt uppi um árangurinn af rannsókninni." „Eftir því, sem Daily Mail segir, hefir rafmagns- útbúnaður beitiskipsins að nokkru leyti verið eyðilagð- ur. Blaðið bætir því við, að þegar í desember hafi verið unnin lík skemmdarverk á omstuskipinu „Royal Oak“ og kafbátnum „Oberon.“ STAMPEN. Sófcn Ahessinínmanna hjá Nakale brotin á bak aft- nr eftir blóðnga tlánreign AbessinlimeniE halda iidan í snðnrátt. LONDON 17. febr. F0. ¥ TALIR telja sigf sam- kvæmt opinberum til- kynningum, hafa mmið sfcórsigra á norðurfíg- stöðvunum, í látláusum orustum, sem staðið iiaíi um Makale síðan 11. febr. Mussolini hefir nú sent Bado- glio samfagnaðarskeyti í tilefni af þessium sigri, og í italíu er sagt, að tíðindunum sé tekið með miklum fögnuði. italir telja sig hafa unnið þenna sigur með sam- einaðri sprengjuárás stórskotoliðs og lofthers. Þá segja þeir, að Abessiiniu- menn hafi gert vægðarlausa gagn- sókn á bersvæði, og hafi hún vierið brotin á bak aftur. itolir telja sig nú vera að reka le^ffar hins sigraða hers á flótta suiður eftir undir stöðugum loftárásum. Tilgangur ítala með þe ssu áhlaupi var sá, að íorða Mak aie úr hættu. Abiessiníumenn játa„ að þeir h(afi beðið mikinn ósigur,, ten telja þó ýkjur itala um hann einungis hlægilegar, vegna þess, að hem- aðarleg þýðing hans sé fnemur lítil. Ný loftárás á Dessie Þá tilkynna Abes&iníumenn, aö Italir hafi látið fhigvélar kastb riður 50 sprengikúlum í þvi ökyni, að hitta Rauða-Kross-hjúkrunab- stöð við Dessie. Enn fremur segja peir, að Itoir séu að vinna á á suðurvígs t ö öðvunum. Loks er frá þvi skýrt í abess- inskum tilkynningum, að ítalir hari gert svæsnar Loftárágir á ýmsar borgir á norðurvígstöðv- unum. Ein ítölsk flugvél hrap- aði þar með fimm menn innau- borðs. Abessiníumenn við- urkenna að peir hafi orðið fyrir miklu manntjóni. LONDON, 18/2. (FÚ.) Engin staðfesting befir fengist Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.