Alþýðublaðið - 18.02.1936, Side 2
t
ÞRIÐJUDAGINN 18. J3ebr. 1936.
John Wedin
sildarkaupmaður
bráðkvaddur.
STOKKHóLMI, 15. íebr. FB.
John Wedin síldarkaupmaður
varð skyndilega bráðkvaddur í
dag.
Hann hafði síldarstöð á Siglu-
firði og keypti síld o. s. frv.
árin 1906—1914 og lagði mikla
stund á að vekja áhuga samlanda
sinna fyrir Islandi og Islending-
um, sem og bróðir hans, Helge
Wedin, er til skamms tíma átti
sæti í stjórn félagsins Sverigé—
Island, iengi hefir gert.
Bók Alberts Engström „At
Hackefjall“, sem er kunnust og
mest lesin ferðabók frá Islandi á
sænsku, var tileinkuð John Wedin
af höfundinum, en peir ferðuðust
saman til Islands, og mun Wedin
hafa átt frumkvæði að íslands-
för Engströms.
Beattf afimtráll bættn-
leia veknr.
LONDON, 15. flebr. FO.
Beatty jarl, flotaforingi Eng-
lands, sem stjórnaði enska fiot-
anum í sjóorustunni miklu við
Þjóðwerja hjá Jótlandsskaga í
heknsstyrjöldinni árið 1916, er
hættulega veikur. Hann var kvef-
aður, er hann tók þátt í jarðarför
Jéorgs V. Bretakonungs, og
versnaði síðan, og hefir ekki vilj-
að batna.
130 börn munaðar-
laus á Grœnlandi
eftir inflúenzufar-
aldur.
KÁUPM.HÖFN 16. febr. F.Ú.
Eitt hundrað og þrjátíu böm
urðu munaðarlaus er inflúensu-
drepsóttinn gekk á Grænlandi í
haust og vetur. Hefir nú verið
safnað nægilega til þess að sjá
þeim fyrir sæmilegu uppeldi til
þroskaaldurs, með opinberum
samskotum og gjöfum frá kon-
ungi og drottningu, og frá
Grænlandsstjórninni dönsku.
7 ounn fétln i fistrfi-
nnnm i Venezuela i
LONDON, 15. febr. FÚ.
I Caracas í Venezuela er allt
með kyrrum kjörum í dag. Sjö
menn voru drepnir í óeirðunum
í gærdag, nokkur hús og búðir
voru rændar, og síðan brenaar.
Ellsworíh og Keny-
on komnir til Ástra-
iíu.
LONDON 17. febr. F.Ú.
Discovery H. kom til Mel-
boume , Ástralíu í dag, með þá
heimskautakönnuðinn Ells-
worth og Kenyon. Var þeim vel
fagnað, og þóttust menn hafa
heimt þá úr helju. í viðtali við
blaðamenn skýrði Ellsworth
frá líðan þeirra félaga, eftir að
flugvél þeirra varð flugfær, og
lét í Ijós að það væri enganveg-
inn ókleyft, að flytja hunda,
hundasleða og annan útbúnað,
á flúgvéíun yfir suðurheim-
skautalöndin og setja þetta nið-
ur, þar sem henta þætti, svo að
unt væri, að kynna sér alt þetta
mikla meginland og kortleggja
það, betur en hægt væri að gera
úr lofti.
alþyðublaðið
- wi ... **£■>»%
Noregnr teknr ekki pátt Enska stjórnin eys út fé
í neinskonar vígbúnaðl fyrír ankinn vígbúnað.
Norski flotinn fiarf hvorki ornstsi'-
skip né kafháta tii pess að verfa
landhel@isaaT segir foringi Aiþýðu-
flokksins, Osear Torp.
OSLO, 15. febr. FB.
MRÆÐUM um hásætisræð-
una og fjárlagafrumvarp
norsku Alþýðuflokksstjómar-
innar var haldið áfram í gær.
Ræður fluttu Lykke og ráðherr-
arnir Indrebö, Lie og Torp.
Hinn síðastnefndi gerði áð um-
talsefni landvarnastefnu ríkis-
stjórnarinnar og sagði, að Nor-
egur gæti ekki vígbúist til þess
að taka þátt í stríði.
„Vér verðum í öllu,“ sagði
hann, að „vinna fyrir friðinn,
en vér verðum að varðveita
hlutleysi landsins og koma í veg
fyrir, að vér verðum flæktir inn
í styrjaldir. Stefna vor verður
að vera í samræmi við þetta.
Flotinn á ekki að hafa annað
hlutverk með höndum en að
vemda landhelgina og koma í
veg fyrir, að hlutleysi Iandsins
sé skert. Þess vegna þurfum
vér ekki orustuskip og kafbáta.
Stærsta hlutverkið verður að
vemda þjóðina frá fjárhagsleg-
um erfiðleikum og sjá um, að
hún líði ekki fyrir það, ef styrj-
öld skellur á 1 Evrópu.“
1 dag var umræðunum hald-
ið áfram og var þingsályktun-
artillaga frá hægrimönnum
feld með 109 gegn 30 atkvæð-
Tapaða ilugvéiin
Irauska komin fram.
PARIS 17. febr. F.Ú.
Franska flugvélin, sem var á
leiðinni frá Suður-Ameríku síð-
ast þegar spurðist til hennar, og
menn óttuðust að hefði farist í
Atlantshafi, er nú kominn fram.
Hafði flugmaðurinn orðið að
nauðlenda á afskektum stað á
vesturströnd Afríku, en engan
sem í flugvélinni var sakaði, og
flugvélin skemdist ekki að mun.
um, en tillögu Broch-Dybwads
greiddi hann sjálfur einn at-
kvæði. (NRP.).
GerTlgúfflffli !og ge.vi-
benzio á pýzkalandí.
LONDON, 15. febr. FÚ.
Hitler hélt ræðu í dag í Ber-
lín við opnun bifreiðasýningar
sem þar fer fram.
1 ræðu sinni sagði hann, að
Þýzkaland væri nú búið að leysa
ráðgátuna um framleiðslu gervi-
benzíns, og sama máli gegndi
um framleiðslu gerfigúmmís, og
væri Þýzkaland orðið sjálfu sér
nóg í framleiðslu þessara hluta.
Daoir sigra Norðmean
í hsefaieiknm með 5:3
OSLO, 15. flebr. FB.
I hnefaleikakeppni milli Dana
Óg Norðmanna í Kupmanniahöfn
í gær unnu Danir sigur með
5 :3. (NRP.)
Esí (ólkÍO hrsrniBr nidnr af vosbúð og
skorti í atvinmaleysishémOanum á
Engiandi.
LONDON 17. febr. F.Ú.
REZKA stjórnln leggur til
að í fjárlögum fyrir næsta
ár verði útgjöld til hemaðar-
þarfa aukin um 8 miljónir ster-
lingspunda. Af þessari upphæð
er ráðgert að meira en helm-
ingur gangi til flotans.
Á þingi í dag gerðist það
einnig, að stjórnarandstæðing-
ar kröfðust þess, að bráðlega
fari fram umræður í þinginu
um álit það, sem gefið hefir
verið út af nefnd, sem ekipuð
var til þess að rannsaka hag og
ástand atvinnuleysissvæð&nna.
Attlee, leiðtogi verkamanna,
skýrði frá því að Aíþýðuflokk-
urinn myndi bera fram van-
traust á stjómina vegna að-
gjörðaleysis hennar í þessu
máli.
(Þetta nefndarálit er fyrir
nokkru komið út, og hefir vak-
ið geysimikla athygli. Meðal
annars hefir það komið í Ijós,
að manndauði á atvinnuleysis-
svæðunum er stórkostlega mik-
ið meiri en í nokkru öðru hér-
aði Englands.
Til marks um það má geta
þess, að dauði karlmanna yfir
18 ára aldur er 18% hærri en
hann er að meðaltali í öðrum
héruðum Englands. Dánartala !
kvenna yfir 18 ára aldur er
23% hærri, en að meðaltali í
öðrum héruðum Englands. Þó
er augljóst af þessu nefndar-
áhti, að atvinnuleysið bitnar
erm meir á bömum innan við 14
ára aldur, en á nokkrum öðrum
aldursflokki. Bamadauðinn inn-
án 14 ára aldurs á atvinnuleys-
issvæðunum er 30% meiri en að
meðaltali í öðrum hémðum
Englands).
Því lengur sem þér dragið að kaupa miða, því meiri
hætta er 4, að siúmer yðar verði selt öðrum.
ATHUGIÐ!. Ávísanir þær, sem gefnar eru út af
skrifstofu happdrættisins við greiðslu
vinninga, gilda ekki sem happdrættis-
miðar, heldur verða happdrættismiðar
látnir í skiftum fyrir þær.
Kaiipið áipýóablaOIð.
I- "í
SMÁAUGLÝSINGAR
ALÞÝÖUBLAÐSINS
FASTEIGNASALA
JÓSEFS M. THORLACIUS
er í Austurstræti 17. Sími 4825.
Sparið peninga! Forðist ó-
þægindi! Vanti yður rúður í
glugga, þá hringið í síma 1736,
og verða þær fljótt látnar í.
Ódýrar vörur.
Matskeiðar frá 0,20
Matgaflar frá 0,20
Teskeiðar frá 0,10
Vatnsglös frá 0,80
Vínglös frá 0,50
DesertdLskar frá 0,35
Asjettur, gler, frá 0,25
Ramakönmir frá 0,50
Sjálfblekungasett á 1,50
Litunarkassar, barna 0,35
Höfuðkambar, fílabein 1,25
Höfuðkambar, svartir 0,35
Hárgreiður frá 0,50
Handsápur frá 0,40
K. Einarsson
& BJðrnsson,
Bankastræti 11.
Farsóttartilfelli
voru á öllu landinu í janúar-
mánuði síðastliðnum samtals
1813, þar af í Reykjavík 849, á
Suðurlandi 319, á Vesturlandi
154, á Norðurlandi 384 og á
Austurlandi 107. Kvefsóttartil-
fellin voru flest eða 1221. Þar af
615 í Reykjavík, kverkabólgu-
tilfelli á öllu landinu 284 og iðra-
kvefstilfelli 133. Þar næst koma
kikhóstatilfeliin, 51 alls, 21 á
Vesturlandi, 21 á Norðurlandi
og 9 á Austurlandi. Bamaveik-
istilfelli vom 7, þar af 1 í
Reykjavík, 1 á Suðurlandi, 4 á
Vesturlandi og 1 á Norðurlandi.
Kveflungnabólgutilfelli voru 23
á öllu landinu, þar af 10 í Rvík.
SkarlatssóttartilfeUi voru 11,
þar af 9 í Reykjavík, en 2 á
Vesturlandi, Mænusóttartilfelli
voru 9 og öll á Norðurlandi. —
(Úr skýrslu landlæknis um far-
sóttir í janúarmánuði. — FB.).
EDGAR WALLACE:
Mjátrú og glæpir.
23
Svo kraup hún á kné og lagði eyrað við jörðina. Þá
lieyrði hún veikt suð. Hún leitaði aó einhvorju áhaldi,
en fann aðeins spýtukubh, sem hún fór að grafla með
í jörðina.
Brátt kom árangurinn í ljós. 6 þumlungum undir
yfirborðinu fann hún rörleiðslu, sem lá að runna-
þykni um 50 metra frá.
Hún læddist að runnanurn og reyndi að komast
inn í hann, án þess að gera hávaða. Hvað eftir ann-
að nam hún staðar og hlustaði, en ekkert hljóð heyrð-
ist. Alt í einu heyrði hún hljóð rétt við fætur sér.
Henni varð svo bilt við, að hún hafði nærri því hljóð-
að upp yfir sig. Þetta var hljóðmerki. Henni varð
skyndilega alt ljóst. Maðurinn í musterinu varð auð-
vitað að gefa merki, þegar félagi hans átti að tala.
Þessi skoðun reyndist rétt, því á næsta augnabliki
heyrði hún rödd. rótt hjá sér.
— Svo mælir undirheimaguðinn-----
Hún greip vasaljósið og beindi ljósinu í þá átt,
sem hljóðið kom úr. Maður lá þar á jörðunni méð
talrör við munninn.
Maðurinn bölvaði og stóð á fætur.
—- Er það Pluto, eða einhver umboðsmaður hans,
sem mér veitist sá heiður að tala við? spurði hún
háðslega.
— Ungfrú Bertram, sagði maðurinn og um leið
þekti hún hann.
— Ó, það er bryti prófessorsins, er ekki svo?
Hún beindi stöðugt að honum Ijósinu, meðan hann
burstaði moldina af hnjánum á sér. Maðurinn, sem
hér hafði verið staðinn að aliglæpsamlengu verki, vár
svo rólegur, að hún varð hrædd.
— Jæja, þá, það þarf þá víst akki að leika þemaaH
skrípaleik lengur þar sem þér hafið fundið mig hér,
ungfrú Bertram.
— Ég get ímyndað mér að þér vitið alt um þenna
gullna Hades.
— Þér eigið víst við það, að ég viti ait um yður,
svaraði hún. — Og svo framarlega sem lög og rétt-
ur eru til í landinu, þá skuluð þér strax á morgun . . .
— Tölum ekki um lög og rétt, sagði hann kulda-
lega. Það verður hvorugu okkar til nokkurs sóma,
og síst af öllu föður yðar.
— Hvað eigið þér við ?
— Ég á við það, að þér eigið að vera skynsöm
stúlka og láta sem yður hafi dreymt þetta, gleyma
því að þér hafið skygnst bak við leiktjöldin. Svo ætt-
uð þér líka að hlýða skipunum guðanna.
— Og giftast hinum útvalda? spurði hún og leit,
spyrjandi á hann.
— Já, giftast hinum útvalda, endurtók hann og
kinkaði kolli. Og sá útvaldi er ég.
Hún horfði á hann orðlaus af skelfingu.
— Það mun spara yður mikið ómak, og forða
föður yðar frá því, sem er verra, bætti hann við.
Þér neyðist til þes að vera skynsöm, ungfrú Bertram,
þar eð þér eruð sú eina, sem gtfið bjargað föður yðár
út úr þessu og hjálpað okkur út úr vandræðunum.
— Jafnvel þó að ég gæti, þá vildi ég ekki hjálpa
neinum ykkar, hrópaði hún. — Faðir mmn er sak-
laus af þeim glæpum, sem þið hafið drýgt.
— Það verðið þér að geta sannað, og þér munuð
fljótt komast að raun um, að yður mun veitast það
.erfítt, svaraði maðurinn.
— Ég gæti heldur ekki frelsað ykkur, þó ég vildi.
Það er maður kominn á slóðina ykkar, og hann gefst
ekki upp, fyrr en þið eruð komnir þangað, sem þið
eigið heima.
— Það er maður kominn á slóðina okkar, sagði
Tom Scatwell og brosti lymskulega — og hann gefst
ekki upp. — Peter Correlly.
Hún starði á hann: — Ég skil *kki? tauðtaði hún.
— Skiljið þér ekki hvað? Rosie er ekki svo blár
sem þér haldið.
— Rosie?
— Ég á við prófessorinn. Hann er ekki svo blár.
Hann er ótrúlega lélegur innbrotsþjófur, en þér hitt-
ið aldrei á ævi yðar mann, sem er jafnmikill mann-
þekkjari. Rosie sá, hvernig Correlly horfði á yður,
og vissi þegar í stað, hvað klukkan sló.
— Eruð þér frá yður! hrópaði hún blóðrjóð í
kinnum. — Nú fer ég aftur tii pabba.
— Bíðið augnablik, ungfrú Bertram. Hann lagði
hönd sína á arm hennar.
— Það skiftir engu máli, hvort Peter Correlly er
ástfanginn í yður, eða ekki. Það er algerlega einka-
mál hans, og ég skal jafna það við hann — þegar
við erum gift, því að hvort sem þér viljið éða ekki,
þá giftist þér mér — ef þér viljið ekki sjá föður
yðar fara í fangelsi fyrir morð. Það verður gest-
kvæmt i bankanum þann dag, sem það berst út, að
faðir yðar hafi eytt alt að einni miljón í þetta glæsi-
lega fyrirtæki — hafið þér skilið mig?
— Já, þetta er alt vel skiljanlegt, sagði hún og
gekk áleiðis til hússins.
Scatwell reyndi ekki að stöðva hana.
16. KAFLI.
Klukkan var eitt um nóttina, þegar Peter Corz’elly,
sem hafði verið hringdur upp í síma, hringdi dyra-
bjöllu Bertramshallarinnar. Unga stúlkan lauk sjálf
upp fyrir honum, og er hann hafði séð náfölt andlit
hennar og stirðnaða andlitsdrætti, vissi hann þegar,
að eitthvað óvenjulegt og alvarlegt hafði borið við.
Hún fylgdi honum ekki inn í borðstofuna, heldur
inn í lestrarsalinn, og er þau gengu gegnum for-
salinn, sá hann einn af frægustu læknum bor^tr-
irinar koma ztiður sti|^finn.
4