Alþýðublaðið - 18.02.1936, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGINN 18. febr. 1936.
iB GAMLA BlÖ M
Llfa oy elska.
Efnisrík og vel leikin mynd.
Aðalhlutverkin leika:
Clark Gable,
Joan Crawford,
Otto Kruger.
Aukamynd:
heimsmeiStarinn
I BILLARD.
HNEFALEIKURINN.
Frh. af 3. síðu.
öllu lieyti eins og siðuðum mönn-
um sæmir, er annað mál. Er þetta
ekki sagt um hina yngri áh-orf-
endur eingöngu, heldur mega og
þeir eldri taka það til sín. Kepp-
endur gáfu ekkert tilefni til hrópa
og kalla áhorfendanina. Keppp-
endurnir höguðu sér allir eins og
sönnum íþróttamönnum sæmir,
enda skal það tekið fram, að úr-
slitin ultu ekki á því að „slá út“.
lieldur aðallega á leikni og hraða,
Sturir kiepppendurnir eru prýði-
legir íþróttamenn, en aðrir miður,
enda munu þeir hafa fengið mjög
misjafna æfingu. Sérstaka aðdáun
vakti Ástráður J. Proppé fyrir
tígulegan leik, hraða og góða
„teknik“, og hið sama má segja
um Skúla Thoroddsen.
STRlÐIÐ.
Frh. af 1. síðu.
á því í abiessiniskum fréttum, að
Italir hafi unnið slíkan stórsigur
og þeir hafa tilkynt, sunnan við
Makale. En í abessiniskum frétt-
um hefir verið sagt frá því, að
orustur hafi átt sér stað í nánd
við Makale, og að Abessiníumenn
hafi beðiö mildð manntjón.
1 Róm voru allir minnisvarðar
og öll torg upplýst í gærkveidi,
og blysfarir farnar um borgina,
ttil þess að sýma fögnuð borgar-
búa yfir sigrinum við Makale. 1
dag eru fánar dregnir að hún á
öllum opinberum byggingum um
alla Italíu, og víða á öðrum bygg-
ingum og híbýlum manna.
Ras Kassa
í hættu?
OSLÖ, 17. janúar. FB.
Frá London er símað til „Sjö-
fartstidende", að samkvæmt
ítölskum ‘ tilkynningum hafi
75,000 ítalskir hermann tekið
þátt í hinni miklu orustu við
Makale.
ftalir segjast liafa unnið mik-
Inn sigur. Þeir hafa sótt fram,
að því er þeir segja, á 15 kíló-
meíra breiðu svæði, og tekið
f jallið Amba Aradam og dregið
þar ítalska fánann á stöng. —
Fjall þetta er 9000 feta hátt.
ítalir gera sér nú vonir um að
geta króað inni her Ras Kassa,
sem hefir gert þeim margar
skráveifur með því að ráðast
skyndilega á ítali og berjast við
þá í návígi.
Manntjón í liði ítala er 400
fallinna og særðra í liði þeirra
menn, segja þeir, hafa mist
margt manna og giska á, að tala
falinna og særðra í liði þeirra
sé um 10,000. (NRP.).
SIGUBINN Á SPÁNI.
Frh. af 1. síðu.
æsingar, en vinstri manni, sem
kosningu hlaut í gærdag, hefir
tekist að koma ró á 1 Iborginni.
Krðfugðngnr og
gðtubardagar
viða á SpánL
LONDON, 18 febrúar FB.
Frá Madrid var símað
snemma í morgun, að her-
iög væri gengin í giidi í
Saragossa, Valencia og
Alicante, en ráðstafanir
hafa verið gerðar til þess
að þau gengi í gildi þegar,
þar sem ástæða þykir til
vegna óeirða.
f fyrrnefndum borgum £Öfn-
uðust menn samaii og fóru í
kröfugöngur. Heimtuðu menn,
að þegar í stað væri látnir laus-
ir allir pólitískir fangar, er
fylgjandi væri vinstri flokkun-
um og settir hefði verið í fang-
elsi að fyrirskipan ríkisstjórn-
arinnar.
Kveikf í fangelsinu
í Valencia.
í Valencia urðu alvarlegar ó-
eirðir í nánd við fangelsi borg-
arinnar og var gerð árás á það,
kveikt í því og fangavörðurinn
drepinn.
Frá Cartagena herma og
fregnir að gerð hafi verið árás
á fangelsið þar og kveikt í því.
Rauði fáninn hefir verið dreg-
inn að hún á aðalbækistöð
verkalýðsfélaganna í Madrid.
En þar í borg er alt með tiltölu-
lega kyrrum kjörum.
Hótmælafnndlr
Atyýftufylkiniarinnar ð
Frakblandi fðrn frlOsam-
lega fram.
PARÍS, 17. febr. FÚ.
Vinstri flokkarnir í Frakk-
landi héldu fundi í gær víðsveg-
ar um land, til þess að mótmæla
árásinsi sem gerð var á Leon
Bíum síðastliðinn fimtudag.
Fóru allir fundir friðsamlega
fram, en auk aðalmótmælafund-
arins í París, voru fundir haldn-
ir í Lille, Rouen, Toulouse,
Marseille og Rénnes;
Tchatscheyski, eisn af
aðaiforingjnm ranða
hersiss i heimsðkn i
Paris.
PARÍS, 17. febr. FÚ.
Rússneski herforinginn
Tehatschevski, ásamt hermála-
ráðunaut sovétstjórnarinnar við
sendisveitina í London, lögðu
af stað frá París í gærkvöldi, á-
leiðis til Moskva.
Nokkrir embættismenn
frönsku stjómarinnar og
franska hersins fylgdu þeim á
járnbrautarstöðina.
Ókeypis skólabœk-
ur handa bðrnum.
PÁFINN OG HITLER.
Frh. af 1. síðu.
talinn er vera einn allra slyng-
asti stjórnmálamaður páfastóls-
ins, er jafnframt aldursforseti
í hópi hinna erlendu sendiherra
í Berlín. Það er skoðað sem al-
varlegt áfall fyrir Hitlersstjóm-
ina, ef orðrómurinn um brott-
för hans af þessum ástæðum
skyldi reynast réttur.
STAMPEN
Framvarpið boriðaft-
sir fram óbreytt«
Framvarp Alþýðuflokksins
um ókeypis skólabækur, sem
flutt var á síðasta þingi og felt
á síðasta degi þess, hefir nú
aftur verið borið fram sem
stjórnarfrumvarp á Alþingi
óbreytt, og er það til fyrstu um-
ræðu í neðri deild í dag.
ALÞÝÐUBLAÐI
DAGSBRÚN.
Frh. af 1. síðu.
menn atkvæði um styttingu
vinnudagsins í Dagsbrún og
hafa þá 600 manns greitt at-
kvæði.
Atkvæðagreiðslunni er að
verða lokið , en þáttakan í at-
kvæðagreiðslunni er enn alt of
lítil.
Greiðið atkvæði í dag Dags-
brúnarmenn. Takið afstöðu til
þessa stórmáls.
Ný ieiksýniwiit
Enð pér frfœArari?
effir Araolil O. Baeh
staðfært nppáReykjavlb.
Leikfélag Reykjavíkur hefir á
fimtudagskvöldið frumsýningu á
leikxitinu „Eruð þér frímúrari?“
eftir þýzku gamanleikahöfundana
Arnold & Each. Hefir leikritið
verið þýtt úr ensku og þýðandiinn
staðfært efni þess upp á Reykja-
víkurlífið.
Allir beztu gamanleikarar okk-
ar lieika í þessu leikriti, og þá
fyxst og fnemst Alfred Andrés-
son, Guninþórunn og Brynjólfur
og auk þeirra Indriði Waage,
Ragnar Kvaran, Marta Indriða-
dóttir, Þóra Borg o. fl., en ekki
miun þó formaður Leikfélagsins
leika í þessu leikriti.
Leikritið er ákafliega skemti-
legt, en efnislítið. Það er í þnem-
ur þáttum, og segja kunnugir, að
áhorfiendurnir hljóti að hlæja frá
uppphafi til enda.
Jónatan Hallvarðsson
lögneglufulltrúi hefir verið skip-
aður setudómari í togaranjósna-
málinu.
Þýzki sendikennarinn
við háskólann, dr. Iwan, flytur í
kvöld kl. 8,05 fyrirlestur í há-
skólanum um „Diie bayrische
Öberpfalz".
Frílælining.
Vilbelm Bernhöft taninlæknir
veitir ókeypis tannlæknishjálp á
þiiðjudögum kl. 2—3 í Kirkju-
stræti 10.
Embættisprófi í lögiun
luku nýlega: Bjarni Bjamason,
1. einkunn, 133 stig, Egill Sig-
urgeirsson, 1. eink., 1342/s stig,
Kristján Stieingrímsson, 1. eink.
1252/s stdg. Magnús V. Magnússon,
1. einkunn, 1242/3 stig.
Flöskuskeyti á rússnesku.
Út af frétt um flöskuskeyti,
sem Guðmundur Björnsson,
Lóni, Kelduhverfi, fann þann
24. f. m., upplýstist, að sýslu-
maðurinn í Þingeyjarsýslu hefir
sent ráðuneytinu skeytið og sést
að því hefir verið varpað fyrir
borð þann 17. okt. 1934 af skipi
að nafni Jermak,.sem þá var
statt norðaustur af Franz
Jósefslandi. Skeytið er m. a. á
rússnesku og er efni þess beiðni
um það, að þeim, er hafði varp-
að skeytinu fyrir borð, yrði gert
aðvart, ef það findist, og hefir
það nú verið gert. (FÚ.).
Útfluttar rjúpur.
Frá Sauðárkróki er nú búið
að flytja út. um 9000 rjúpur. Um
5000 frá Kristjáni Gíslasyni
kaupmanni og um 4000 frá
Kaupfélagi Skagfirðinga. (FTÍ).
Skátafélag
í tveim 6 manna flokkum var
stofnað á Þingeyri síðastliðinn
föstudag. Félagið heitir Útherj-
ar. Stofnandi var Gunnar And-
rew frá Isafirði. (FÚ.).
fi DAG
Næturlæknir er í nótt Gunn-
laugur Einarsson, Sóleyjargötu 5,
sími 4693.
Næturvörður er í jnótt í Lauga-
viegs- og Ingólfs-apóteki. >.
Veðrið: Hiti í Reykjavík — J
stig. Yfirlit: Djúp lægð um vest-
anverðar Bretlandseyjar á hægri
hreyfingu norður eftir. Otlit:
Minkandi inorðan átt. Bjartvið*ri.
OTVARPIÐ:
19,20 Hljómplötur: Létt lög.
19.45 Fréttir.
M20,15 Trúmálaerindi, II: Kirkju-
stefnur (séra Eiríkur Al-
t bertsson).
20.45 Hljómplötur: Sönglög.
21,05 Erindi: Efni og orka, II
(Björn Jónsson veðurfr.).
21,35 Hljómsveit útvarpsins (dr.
Miixa); a) P. Locaíelli: Sorg-
aróður; b) Mozart: 1. Ro-
manze; 2. Menuet (D-dúr).
'22,00 Uljómplötur: Endurtekin
lög (til kl. 22,30.
Höfnin:
Kolaskip kom í morgun til
Kol & Salt. Laxfoss fór í morg-
un til Borgarness. Fagranes
kom í morgtin frá Akranesi. —
Hafsteinn kom frá Englandi í
gær. Línuveiðarinn Sigríður fór
á veiðar í gær. Selfoss fór frá
Akranesi í gær og kom aftur
samdægurs. Þórólfur kom af
veiðum í gær með 100 tonn af
ufsa. Ölafur kom frá Englandi
í gær.
Ssfisksala.
Sindri seldi í gær í Grimsby,
1350 vættir, fyrir 632 sterlings-
pund. Otur seldi í gær í Grims-
by, 1419 vættir, fyrir 718 stpd.
Skipafréttir.
Gullfoss er í Leith. Goðafoss
fer til Hull og Hamborgar ann-
að kvöld. Brúarfoss er í Lon-
don. Lagarfoss er í Kaupmanna-
höfn. Selfoss fer til Leith og
Hamborgar í kvöld. — Island er
væntanlegt hingað í fyrramálið.
— Esja var á Þistilfirði kl. 2 í
gær.
F. U. J.
heldur fund á fimtud. í Hótel
Skjaldbreið kl. 8 !/2. Félagar f jöl-
menni og mæti stundvíslega.
Glímuæfing
vierður í K.-R.-húsinu í kvöld
kl. 91/2- Sig. Greipsson íþrótta-
kennari frá Haukadal mætir.
Glímumienn, fjölmennið!
55 daga í fönn.
Lamb, sem hafði verið 55 daga
í fönn, fanst 7. þ. m. í Barna-
borgarhrauni í Kolbieinsstaða-
hneppSl. —Það hafði fent í of-
viðrinu 14. des. fyrra ár og hafði
því lambið verið 55 daga í fönn
næringarlaust, þegar það falnst.
Það gat svolítið gengið eða
skjögrað, þegar það var tekið úr
fönnimni, en hrestist brátt við
góða hjúkrun. — Lambið var frá
Brúarhraunil (FÚ.)
Dagskrá
Alþingis í dag: Efri deild: Frv.
til 1. um breyting á 1. um bráða-
birgðatekjuöflun til ríkissjóðs, 1.
umr. — Neðri dieild: Frv. til 1.
um bráðabirgðabreyting nokkurra
laga, 1. umr.
U. M. F. Velvakandi.
Kvöldvakan, sem ákveðin var
í Kaupþingssalnum í kvöld, verð-
ur á Barónsstíg 25.
Hallgrímskirkja í Saurbæ.
Gjafir: Frá N. N. Sauðárkróki
5 kr.; frá hjónunum Neðri-Bakka
10 kr.; frá G. G. Rifi 5 kr. Alls
20 kr. Afhent af S. Á. Gíslasyni
cand. theol. Kærar þakkir. Einar
Thorlacius.
Iþróttablaðið
3.-4. töliublað, kom út í gær.
Blaðið er mjög fjölbreytt og læsi-
Iiegt. Það flytur meðal annars
grein með fjölda mynda um 30
ára afmæli Ármanns, grein um
skautafierðir fyr og nú, grein um
knattspyrnuna, um sikýrslu í-
þróttalæknis, Á skíðum eftir
Benedikt Jakobsson, Yfirlit yfir
helztu sundmót og sundafrek síð-
asta árs, um ensku meistara-
kieppnina í knattspyrnu, um
skjaldarglímuna og fjölda inn-
liendra og erLendra íþróttafrétta.
Dýraverndarinn
er nýkomin'n út og flytur þessar
greinar: Slátrun í Reykjavík og
flutningur sláturfjár þangað á bif-
reiðum. Slysið hjá Lögbergi. Frá
alþingi o. m. fl.
Nemendamót Verzlunarskólans.
Hið árlega nemendamót Verzl-
unarskóla Islands verður haldið á
morgun, miðvikudag, kl. 8/2 í
Iðnó.
Framhaldsnámskeið
í Esperanto.
byrjar fyrir fult og alt klukkan
8 í kvöld í Stýrimannaskólanum,
Þieir fimm nemendur, sem enn
þá geta komist á námskeiðið,
ættu ekki að láta þetta tækiíæri
til að nema alþjóðamálið ónotað.
Kenslugjaldið fyrir 28 tíma er
aðieins 10 krónur.
Karlakór Keykjavíkur.
Alt Heldelberg
i Iðnó í kvöld kl. 8.
Aðgöngumiðar seldir frá
kl. 1. — Pantanir sækist
fyrir kl. 3. — Aðgöngu-
miðasími: 3191.
NÍJA BIÖ
i obkar er
piparsveinn.
Bráðskemtileg sænsk tal-
og tón-skémtimynd.
Aðalhlutverkin leika:
Birgith Tengrot,
Olof Winnerstrand,
Allan Bohlin
og fegurðardrotning
Evrópu, danska leikkonan
ÁSA CLAUSEN.
Stúlka óskast I vist,
helzt eldri kvenmaður. A. v. á.
FORSTOFUSTOFA
tU leigu við miðbælnn. Mjög
ódýr leiga. Uppl. í síma 4800
og 4906.
NÝIK
KAUPENDUR
FÁ
ALPYBUBliASIB
ÓKEYPIS
tíl næstu
mánaðamóta.
♦
Kaupið bezta
fréttablaðið.
Hjartanlega þökkum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur
samúð við fráfall og jarðarför
Sigmundar Sæmundssonar vagnstjóra.
Sérstaklega þökkum við stjórn og starfsmönnum h.f. Strætis-
vagna Reykjavíkur.
Aðstandendur.
Urvals spaðkjöt.
• Okkar ágæta úrvals spaðkjöt alt af til sölu
í Vi, /2 og Vá tunnum.
Sambaod ísL samvlnnufélaga.
Sími 1080.
Jí&ca'Ti/
OSRAM Dekalumen ljóskúlur
Dekalumen = DLm. er Ijósmagn. Watt = W. /]
rafstraumsnotkunin. ,
Gasfyltar O S R A M ljóskúlur eru heimsþektar
f yrir litla straumnotkun f yrir hver ja 1 jóseiningu.