Alþýðublaðið - 12.03.1936, Blaðsíða 4
FIMTUDAGINN 12. MARZ 1936
ÓLAFUR
FRIÐRIKSSON:
/Slafur friðriksson,
sem telja verður ötulasta
baráttumann Alþýðusambands-
. ins frá, upphafi, mælti á þessa
leið:
„Fyrstu drögin að Alþýðu-
sambandinu vorú lögð á fundi,
. sem Dagsbrún hélt í byrjun
, nóvember 1915. Voru þá, eftir
tilíögu Ottós N. Þorlákssonar,
kosnir tveir menn til þess að
yinna að því, að. það kæmist
„samband og föst samvinna
milli íslenzkra verklýðsfélaga“,
og var vænst til að prentarafé-
lagið, bókbandssveinafélagið,
verkakvennafélagið Framsókn
, og hásetafélagið (síðar nefnt
sjómannafélagið) kysi hvert tvo
menn til þessarar samvinnu.
Kaus Dagsbrún Ottó N. Þor-
láksson og Ölaf Friðriksson.
Hin félögin kusu eða tilnefndu
menn eins og gert hafði verið
ráð fyrir, og hóf þessi nefnd
starf sitt, og var í lok mánað-
arins búin að halda 8 fundi. Ég
held að mér sé óhætt að segja,
að þessi nefnd hafi þegar í önd-
verðu skoðað sig sem Alþýðu-
samband Islands, því jafnframt
,því sem hún vann að því að
semja lög og stefnuskrá fyrir
sambandið, vann hún að undir-
búningi tveggja opinberra kosn-
, inga qg kom mönnum að við þær
•báðar. Var hin fyrri kosning
.. endurskoðenda bæ jarreikning-
, anna, og var þáttaka lítil. Fékk
Alþýðuflokkurinn, sem hafði
A-lista, 91 atkvæði, en hinir
104 atkv., og komst að sinn
maðurinn af hvorum lista (Pét-
_ ur Lárusson frá okkur). Þessi
kosning fór fram 11. dez. 1915.
Síðast í mánuðinum hófst svo
áróður í blaði okkar (sem þá
var ,,Dagsbrún“) fyrir bæjar-
. stjórnarkosningunum og í miðj-
um janúar var birtur listi verka-
, lýðssamtakanna og ætluðum við
að ná aftur í A-bókstafinn. En
það var þá ónýtt fyrir okkur
efsta nafnið á listanum, (Jón
Bach) af því það haf.ði fallið út
af kjörskrá. Við þetta varð töf
svo að okkar listi varð C-listinn.
Kosningin fór fram 22. janú-
ar og komum við þremur mönn-
um að: Jörundi Brynjólfssyni,
Ágústi Jósefssyni og Kristjáni
Guðmundssyni.
Fyrsta stjórn Alþýðusam-
bandsins var kosin 19. marz, og
er enginn þeirra, er þá var í
stjórninni, enn þá í henni, nema
Jón Baldvinsson.
Það, sem einkenndi Alþýðu-
sambandið frá öðrum slíkum
samtökum erlendis, var að það
hafði frá öndverðu pólitíska
stefnuskrá. Sú stefnuskrá var
eðlilega næsta ófullkomin. Þó
voru á henni nýmæli, sem voru
mikilvæg og höfðust þó fljótt
fram, þó Alþýðuflokkurinn væri
ekki mikils ráðandi, svo sem
sáttasemjarinn og veðurstof-
an, og takmörkun vinnutímans
á togurum.
Starf Alþýðusambandsins var
aðallega stjómmálalegs eðlis
fram að 1930, en frá því ári hef-
ir það eflst mjög, og er það
skoðun mín að það muni á
næstu tíu árum taka meiri
þroska en á undanförum 20 ár-
um.“
"JÓNÍNA
JÖNATANSDÖTTIR:
T ÓNINA JÓNATANSDÓTTIR,
• sem var einn af ötuliustu
stofnendum Alþýðusambandsins
siem fulltrúi V. K. F. Franxsókn-
ar, siem hún stjórnaði í 20 ár,
sagði:
„Ég get sagt þér í stuttu máli
' hvað það var, sem vakti fyrir
niér, ier ég vann að stofnun Al-
þýðusambandsins 1916.
Þegar við gengum til baráttu
fyrir verkakonurnar í Framsókn,
varð o'kkur undir eins ljóst, að !
framundan var mikið og erfitt
starf, og að það þurfti mikil átök ■
til þiess að hægt væri að komast
eitthvað áfram með þær ikröfur,
siem við höfðum farið fram á að
fá uppfyltar. Þetta leiddi til þess,
að við sáum nauðsynina á því að
komið væri á allsherjarsambandi
milli allra veiklýðsfélaganna til
þiess að þau gætu betur staðið
saman í haráttunni.
Mér varð líka ljóst, að með
þessu var hægt í framtíðinni að
samieina allan verkalýð, ekki ein-
ungis í ikaupgjaldsmálum, heldur
og leinnig í stjórnmálum.
Það sýndi sig líka þegar farið
var að semja stefnuskrána, að
hér voru engin smámál tekin ti)
meðferðar, því að á mörgum svið-
um þurfti umbóta við á kjörum
alþýðunnar.
Það hefir líka sýnt sig, að þau
mál, sem við tókum þá upp í
stefnuskrána, hafa verið sá grund-
völlur, sem bygt hefir verið á til
þiessa.
Að endingu vil ég svo biðja þig
að bera kveðju mína öllum göml-
um vinum mínum og samherjum,
og ég er þess fullviss, að Alþýðu-
samband íslands verður hinn
raunvierulegi stjórnandi Islands
að fáum árum liðnum.“
DAVÍÐ KRISTJÁNSSON,
HAFNARFIRÐI:
DAVÍÐ KRISTJÁNSSON i
Hafnarfirði var einn af stofn-
endum sambandsins fyrir Hlíf.
Hann segir m. a.:
„Um það bil, er Alþýðusam-
bandið var stofnað og nokkrum
árum áður risu upp víðsvegar í
kauptúnum landsins verkalýðsfé-
lög þótt veik og fámenn væru,
veik í trú á samtakamáttinn og
hrædd við að stöðva vinnu til
þess að koma fram kröfum um
hærri laun og aUkin réttindi.
Óttinn var venjulega tvöfaldur
annars vegar við þá, er stóðu ut-
an félaganna, og hins vegar við
verfcalýð sveita og nærliggjandi
bæja, og höfðum við Hafnfirðing-
ar lökki farið varhluta af nefndum
atriðum. Verð ég þó að segja,
að þá hefi ég haft mesta nautn
af að starfa aö velferðarmálum
verkalýðs. Þá var, þrátt fyrir fá-
mennið og óttann, eldlegur áhugi
þroskaðra <og óeigingjarnra manna
og innilegt þakklæti, er birtist hjá
verkalýðnum til allra, er hófp
baráttuna. Því var það, að ég tó'k
(þátt í að sambandið var stofnað,
í fulfu trausti þess, að það ýki
traust alls verkalýðs, myndaði
samræmi í kröfum félaga á milli
og veitti þeim lið í hvers fconar
baráttu til réttarbóta, að það efldi
þátttöku félaga í stjórn kauptúna,
sveita og bæjarfélaga og ríkis-
stjórnar, og ef til áhrifa á þingi
kæmi að fulltrúar stæðu óhlut-
drægir um verkalýðsmálin, þann-
ig, að fult jafnrétti væri um fjár-
framlög, atvinnustyrki og rétt-
indi.“ f
Hvað áleizt þú að ætti að vera
aðalhlutverk Alþýðusambandsins ?
„Auðvitað hugði ég hlutverkið
ótæmandi í svo stórfelduogmarg-
þættu menningai:- og mannúðar-
máli, séð frá sjónarmiði þróunar-
innar og viðhorf.'anna á hverjum
tíma.
En fyrstu o;g þýðingarm'estu
störfin taldi ég Jpau, er miðuðu að
því að auka trauast verkalýðsins á
samtakamætli oig gera þau sjálf-
stæð og sterk út á við í barátt-
unni við atvii anurekendur.
Því næst að byggja og bæta fé-
lögin inn á v ið, auka þekkingu
þeirra á félag sfræði og jafnrétti,
glæða bróðer nið og félagseðlið,
uppræta villi ,m.enskuna og rán-
dýrseðlið, se: m þróast svo vel í
samheppni, örbirgð og öfund,
bneyta öfund og kala til framleið-
enda og auðsafnara í fyrirlitningu
á heimildir þær, að menn hafi rétt
til að safna auði á annara bostnað
með kúgun, ofbeldi og þráfald-
lega til að loka fyrir lífsskilyrði
hundraða og þúsunda manna með
dutlungum einkaframtaksins, í
stað þiess að nota hæfileika slíkra
fnanna í þjónustu þjóðfélagslegra
framleiðslu. Eðli nefndrar villi-
miensku ríkir í öllum stéttum og
mönnum meira og minna. En
með félagslegu uppeldi ber að
uppræta slíkt, en nota hagfræði-
þekkinguna í þágu fjöldans, eftir
að framleiðslan færist á hendur
ríkis, bæja og sveita.
Að tendingu sfcora ég á öll verk-
lýðsfélög í landinu að vanda sem
bezt val á fulltrúum þeim, er þeir
senda á þing Alþýðusambands ís-
lands, því á því veltur eingöngu
hve styifc stoð sambandið verður
ylkkur í framtíðinni. Það gatur
orðið áhrifalaust með lítt hæfum
mönnum. Þar sem það á hinn
bóginn getur orðið sú þýðingar-
mesta stofnun í landinu, Ckki ein-
imgis fyrir verkalýðinn, heldur
alþjóð."
FINNUR JÖNSSON
ALÞINGISMAÐUR:
INNUR JÓNSSON alþingis-
maður sagði eftirfarandi um
Alþýðusambandið og verkalýðs-
samtökin á Vestfjörðum.
„Ég á bágt með að hugsa mér
Vestfirði án Alþýðusambandsins,
og ég get heldur ekki hugsað mér
Alþýðusambandið án Vestfjarða.
Elztu sambandsfélögin á Vestur-
landi eru verkalýðsfélagið Baldur
og Sjómannafélag ísfirðinga,
bæði á ísafirði. Hið fyrrnefnda
gókk í Alþýðusambandið árið
1917 og hið síðarnefnda árið 1921.
Bæði þessi félög hafa átt í átök-
um við atvinnurekendur, og árás-
irnar af hálfu atvinnurekenda á
Baldur voru um skeið svo hatram-
ar, að Baldur var gerður að
leynifélagi um tveggja ára bil.
Mun það vera eina verklýðsfé-
lagið á landinu, sem til þess befir
þurft að grípa.
Baldur og Sjómannafélag ís-
firðinga stofnuðu ýmist af eigin
ramlei'k eða með tilstyrk Alþýðu-
sambandsins önnur félög á Vest-
fjörðum, og mörg þeirra hafa átt í
kaupdeilum, sem eingöngu hafa
unnist fyrir stuðning Alþýðusam-
bandsins. Áhugi manna heima
fyrir er auðvitað lifsskilyrði
hverju félagi; en Alþýðusamband-
ið veitir öllum félögum styrk til
stórræða. Úrslitabaráttan er oftast
nær Alþýðusambandsins. Þess
vegna er erfitt að hugsa sér Vest-
firði án Alþýðusambandsins. —
Viestfirðingar skilja þetta manna
hezt. Þegar kommúnistar kiufu
sig út úr Alþýðuflokknum árið
1930, höfðu þeir á hendi stjórn
Verkalýðssambands Vestfjarða og
ritstjórn Skútuls. Var nú boðað
til fjórðungsþings, blaðið og
stjórn fjórðungssambandsins tekin
af fcommúnistunum og stofnað
Alþýðusamband Vestfirðingafjórð-
ungs. Síðan hefir sama og ekkert
á kommúnistunum borið, og eru
þieir með öllu áhrifalausir á Vest-
fjörðum, en þess vegna er Al-
þýðuflokkurinn og verkalýðssam-
tökin voldug og sterk þar vestra.
Nú er svo komið, að verkalýðs-
félög eru í hverju kauptúni og
hverjum stað, þar sem þeirra er
þörf, alla leið frá Sléttuhreppi á
Ströndum og suður í Flatey á
Bneiðafirði og auk þess eru Al-
þýðuflokksfélög mjög víða. Alls
eru 18 félög ^ Vestfjörðumj í Al-
þýðusambandinu. Yrði þess vegna
stórt skarð í Alþýðusambandið,
ef Vestfirðinga va*taði. Þess
vegna er erfitt að hugsa sér Al-
þýðusambandið án Vestfirðingá."
ERLINGUR
FRIÐJÓNSSON:
RLINGUR FRIÐJÓNSSON á
Akureyri, einn af elztu 'Og
neyndustu foringjum norðlenzks
veifcalýðs, sagði meðal ainnars um
samtökin á Norðurlandi og Al-
þýðusambandið:
„Áhrifa Alþýðusambands Is-
lands varð hér lítið vart fyr en
eftir 1930, en eftir að það fór að
hafa afskifti af kaupdeilum hér á
Norðurlandi, svo sem á Hvamms-
tanga og Blönduósi, varð bæði fé-
lögunum hér og atvinnunekendum
ljóst, að sigur félaganna í kaup-
dieilum lá á valdi Alþýðusam-
bandsins.
Atvinnurekendur hér hafa eng-
an ótta af þeim félagsskap, sem
ekki styðst við Albýðusambandið..
og venkafólkinu er það einnig
ljóst, að þýðingarlaust er fyrir
það að vera í félögum, sem ekki
gru í Alþýðusambandinu.
Hafa af þeim ástæðum komm-
únistafélögin, sem um tíma voru
fjölmenn hér á Norðurlandi, tap-
að verkafólkinu frá sér yfir ti)
þeirra félaga, sem í Alþýðusaim-
bandinu enu, og orðið máttlítil í
kaupdeilum af þessum ástæðum
og eru nú flest að lognast út af.
Af þessu er hægt að ráða skoð-
un mína á starfsemi Alþýðusam-
bands íslands til þessa.“
JÓNAS GUÐMUNDSSON
ALÞIN GISM AÐUR:
EG SPURÐI Jónas Guðmunds-
son alþingismann um sam-
tökin á Austfjörðum og áhrif Al-
þýðusambandsins þar. Hann svar-
aði:
„Á Austurlandi — í Sieyðisfjarð-
arkaupstað — mun eitt af Syrstu
vierklýðsfélögum landsins hafa
verið stofnað, og hefir verklýðs-
hreyfingin aldrei síðan fallið þar
niður að öllu leyti, þó stundum
hafi verið dauft yfir henni og
hún hafi átt við örðugleika að
stríða. Það er þó ekki fyr en eftir
1923 að veruleg festa og sikriður
kemst á alþýðuhreyfinguna á
Austfjörðum. Fram til þess tíma
höfðu félögin ekkert samband haft
með sér og ekki unnið saman,
hvorki að kaupgjaldsmálum né
stjórnmálum. Þau höfðu ekki tek-
lð þátt i bæjarstjórna- og hrepps-
nefnda-fcosningum inema þá í fé-
lagi við aðra stjórnmálaflokka.
En árið 1925 var stofnað til sam-
starfs milli félaganna og reynt að
koma á samræmi í kaupgjalds-
greiðslum, fá samninga um vinnu-
laun 'OSj kjör verkamanna, og þá
ekki síður reynt að koma á póli-
tísikum samtökum.
Nú eru verklýðsfélög á Seyðis-
firði, Norðfirði, Eskifirði, Fá-
skrúðsfirði, Reyðarfirði og Vopna-
firði oej auk þess hefir verið fé-
lag á Djúpavogi, en það mun nú
ekki starfa. Kaupgjald er nú orðið
mjög svipað á öllum þessum stöð-
um og alls staðar gætir áhrifa
félagsskaparins. Fjórðungssam-
bandið hefir lítið starfað undan-
farin ár, enda er þess nú síður
þörf, þar sem Alþýðusamband Is-
lands hefir nú orðið tvo fasta
starfsmenn, sem vinna að því að
styikja samheldni verklýðsfélag-
anna.
Á stjórnmálasviðinu á Austur-
landi hafa alþýðufélögin _ látið
mjög til sín taka.
Á Norðfirði hefir Alþýðuflokk-
urinn hreinan meirihluta í bæjar-
stjórn, 5 af 8 kosnum bæjarfull-
trúum, og þar hefir flokkurinn
beitt sér fyrir öllum framkvæmd-
um, sem gerðar hafa verið síðustu
árin. Svipað er á Seyðisfirði, að
þar er Alþýðuflokkurinn í hnein-
um meirihluta.
Á Es'kifirði fór flokkurinn í
mola, þegar kommúnistar klufu
sig út úr Alþýðuflokknum, og hef-
ir þar ríkt öngþveiti og ilt ástand
bæði í pólitík og atvinnumálum
Á Fáskrúðsfirði hefir Alþýðu-
flokkurinn hneinan meirihluta í
hreppsnefnd og hefir beitt sér
þar af alefli fyrir að koma á fót
aukinni útgerð.
Síðustu kosningar sýna það
glögglega, að Alþýðuflo'kkurinn á
vaxandi og örugt fylgi á Austur-
landi ,og þó alþýðuhneyfingin sé
enn þá aðallega bundin við kaup-
staðina og fcauptúnin, er enginn
efi á því, að hún mun á næstu
árum vinna mjög á í sveitunum
eystra, því bændum þar er alt af
að verða það betur og betur ljóst,
að það er einmitt Alþýðufldkkur-
inn ,sem bezt mun að trúa til að
teysa vandamál sveitanna, eins
og það mun sýna sig, að honum
mun takast að leysa vandamál
kaupstaða og kauptúna.
Á þessum tímamótum vil ég
fyrir hönd austfirzku alþýðufélag-
anna færa Alþýðusambandi ís-
lands kveðju austfirzkra verka-
manna og sjómanna og amnars
Alþýðuflukksfólks og þakka því
margvíslegan stuðning Austur-
landi til handa á umliðnum 20
árum og óska að það megi eflast
og aukast að félagatölu og þróttj
á næsta áfanganum.“
JÓN AXEL
PÉTURSSON:
JÖN AXEL PÉTURSSON,
framkvæmdastjóri Alþýðu-
sambandsins, sagði um hið dag-
lega starf Alþýðusambandsins.
„Hið daglega starf okkar í
Alþýðusambandinu er mjög
margþætt, eins og gefur að
skilja, því að barátta verka-
lýðsfélaganna er ekki lengur að-
eins um kaup, kjör ogsamninga,
heldur má segja, að með hverju
ári sem líður beinist hún jafn-
framt meira og meira að öðrum
verkefnum, er miða til hagsbóta
fyrir alþýðuna í landinu.
Starfsemi okkar er í megin-
þáttum þessi:
Að leiðbeina alþýðu manna
um stofnun alþýðufélaga, um
undirbúning að kaupsamning-
um, að veita aðstoð við að gera
þá, ýmist með samningaumleit-
unum, þegar bezt gengur og svo
með samúðarverkföllum, þegar
deilurnar harðna.
Auk þessa leita félögin æ
meir og meir til okkar um það
t. d., að fá lönd til ræktunar fyr-
ir meðlimi sína, fá óhagkvæm-
um leigumálum breytt, aðstoð
og leiðbeiningar um bygg-
ingu alþýðuhúsa og leiðbein-
ingar um stofnun byggingarfé-
laga, o. fl. o. fl.
Á síðari árum er það ekki ó-
títt, að einstök verklýðsfélög
spyrjist fyrir um atvinnuhorfur
yfirleitt og lýsi raunum atvinnu-
leysisins á sínu félagssvæði. Fé-
lögin æskja einnig mjög oft upp-
lýsinga um verðlag á nauðsynj-
um í Reykjavík, spyrja um sölu-
horfur og verðlag á íslenzkum
útflutningsafurðum, og það hef-
ir ekki ósjaldan komið fyrir, að
Alþýðusambandið hefir orðið til
þess að verkamenn hafa mynd-
að með sér pöntunarfélög, sem
mjög hafa bætt hag þeirra. —
Þess leiðinlega misskilnings hef-
ir gætt hjá nokkrum verklýðs-
félögum, upp á síðkastið, að
þau hafa haldið, að þau gætu
útilokað utanhreppsmenn, þó í
verklýðsfélagi væru, frá allri
vinnu í hreppnum, og það jafn-
vel við fyrirtæki, sem eru ríkis-
eign og þeirra, sem eru í eign
einstaklinga eða hreppsfélaga.
Þessi skoðun er mjög hættuleg,
enda góðar vonir um að hún
breytist með vaxandi skilningi á
samtökum alþýðunnar.
Það má segja, að með hverj-
um degi, sem líður vaxi verkefni
og vinna á skrifstofu Alþýðu-
sambandsins, og sá dráttur, sem
stundum kann að verða á því
að svara einstökum meðlimum
verklýðsfélaganna og félögun-
um, stafar eingöngu af því, að
eins og starfi sambandsins er
nú háttað, þá er þörf meiri
starfskrafta þar, en nú eru.
Ur þessu má þó bæta mjög
bráðlega, en hitt er þó öllu
nauðsynlegra, að auka erind-
rekstur sambandsins eins fljótt
og auðið er.
Munu þessi mál, og önnur
nauðsynjamál alþýðusamtak-
anna, verða rædd og afgreidd á
13. þingi Alþýðusambandsins,
sem haldið verður í haust.
Að endingu vil ég láta sér-
staklega ánægju mína í ljós
yfir því, hve ágæt samvimia og
fullkomin eining ríkir nú inn-
an Alþýðusambandsins og ein-
stakra féiaga þess. En það má
vitanlega þakka vaxandi skiln-
ingi verkalýðsins á hlutverki
Alþýðusambands Isiands.“
JÖN MAGNÚSSON:
JÓN MAGNÚSSON, formaður
Félags ungra jafnaðarmanna,
sagði:
Eins og stofnun Alþýðusam-
bands íslands markaði ný tíma-
mót í sögu álþýðuhneyfingar-
innar, markaði það sjálft einnig
leiðina, sem alþýðan íslenzka hef-
ir í hagsmunabaráttu sinni jafnan
fylgt síðan. Og þeir sigrar, sem
hún befir unnið til bættra liags-
muna og aukinnar menningar sér
til handa, eru ekki hvað slzt þvi
að þakka, hversu vel tókist í byrj-
un að marka baráttuleiðiiia þann-
ig, að' öll alþýða gæti fylkt sér
um hana.. Og það mun ósk allra,
að svo megi alt af verða.
Ungir jafnaðarmenn minnast í
dag 20 ára starfs Alþýðusam-
bands íslands. Með félagsskap
ungra jafnaðarmanna, sem stofn-
að var til 1927, bættist nýr þátt-
ur við alþýðusamtökin íslenzku.
1 fyrstu voru ungir jafnaðarmenn
félagslega óháðir Alþýðusam-
bandinu, en mjög bráðlega skip-
uðu þeir félögum sínum í raðir
þess og hafa notið að ýmsu leyti
forustu þiess og leiðsagnar síðan.
Viðskifti Alþýðusambandsins og
ungra jafnaðarmanna hafa ætíð
verið hin ánægjulegustu, og í dag
nota þeir tækifærið til þess að tjá
afmælisbarninu þakkir sínar fyrir
tveggja áratuga gifturíkt starf í
þágu jafnaðarstefnunnar á ís-
landi. Æskulýðurinn er jafnan ör
og ótrauður í hverri sókn gegn
rangsleitni og kúgun. Með þessa
eiginleika æskunnar heita ungir
jafnaðarmenn Alþýðusambandiniu
fulltingi sínu í baráttunni fyrir
uppbyggingu sósíalismans sem
grundvöll fyrir vefkalýðsyfirráð-
um á íslandi.
En þegar minst er 20 ára bar-
áttusögu Alþýðusambandsins og
maður lítur aftur í tímann, hljót-
um vér einnig að horfa fram á
leiðina, sem liggur út á baráttu-
svið komandi ára. Því þótt mikið
hafi áunnist til umbóta á kjörum
og menníngu íslenz'krar alþýðu,
þá skortir þó mikið á að takmarki
jafnaðarstefnunnar sé náð. Enn
búum við við það sama skipulag,
sem fyrir 20 árum hélt alþýðunní
niðri um kjör sín og afkomu. Og
þótt nú sé svo komið, að alþýðan
þurfi ekki að láta bjóða sér alt
hvað kaup snertir, þá er þjóð-
skipulagið, sem áður skamtaði
verkalýðnum lítið af allsnægtium,
svo að fram komið, að það hefir
ekki möguleika til þess að full-
nægja atvinnu og menningarþörf
fólksins. N'ú í dag er því rétt fyr-
ir alþýðuna að minnast þessa og
varast að sýna auðvaldsslkipulag-
inu miskunn í raunum þess, held-
ur hertygjast til sófcnar gegn því,
svo að þieir tímar megi renna upp,
að alþýðan íslenzka megi búa
frjáls á íslandi." .
—— !