Alþýðublaðið - 27.03.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.03.1936, Blaðsíða 3
r'ÖSTUDAGINN 27. MARZ . 1936 ALÞÍÐUBLAÐIÐ RITSTJÖRI: F. R. VAI.DEMARSSON RITSTJÖRN: Aðalstræti 8. AFGREIÐSLA: Hafnarstræti 16. SlMAR: 4900—4906. 4900: AfgreiSsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima) 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Ritstjóm. 4906: Afgreiðsla. | STEINDÓRSPRENT H.F. iháidið oi eiikasðleriar. C JÁLFST ÆÐISMENN flytja ^ frumvarp til laga um afnám einkasölu á bílum og raftækjum. M'orgunblaðið birlir þessa fregn í gær og virðist líta svo á, að hér sé um höfuðmál flokksins að ræða á þessu pingi, enda er það óefað svo. í þessu sambandi er vert að rifja upp fyrir sér belztu rökin, sem undir pá skoðun falla, að pessi verzlun, sem og reyndar öll önnur utanríkisverzlun, eigi að vera i höndurn ríkisins. Það er alkunna hvernig hin frjálsa samkeppni hrúgar inn á markaöiun fjölda tegunda af pessari verzlunarvöru, án tillits til pess hvað bezt hentar. Af pessu leiðir svo margháttaða örð- ugleifca með öflun varahluta og viðhald tækjanna. Á pessu ræður einkasala bót með pví að kaupa aðeins frá fáum pektum firmum, pannig að inn séu fluttar fáar úr- valstegundir. Þá er hitt ekki síður ljóst, að eins og nú standa sakir verðum við að beina innkaupum okkar tij ákveðinna Janda, sem sé peirra, er kaupa af okkur vörur. Þannig höfum Við t. d. 'Orðið að kaupa allmikið\f bílum og bilavörum frá ftalíu á síðustu tímum. Þetía er auðvelt að gera pegar pessi verzlun er öll á einni hendi, hins viegar mörgum erfiðleikum bund- ið, pegar verzlunin er í höndum margra einstaklinga. Viðskiftaá- stand nútímans Iknefst pess, að hægt sé að hafa fullkomið vald á utanríkisverzluninni, pannig að auðvelt sé að flytja viðskiftin frá einu landi til annars og að tak- marka innflutning hinna einstöku vörutegunda eftir pví, se\n með parf. Loks er pess að geta, að í frjálsri sölu er mjög erfitt að hafa hemil á verðálagningu, og að jafnan fer svo, að heildsalar og kaupmienn taka meira fé í sinn sjóð en heildinini er hag- kvæmt. Nú hljóta nnenn að spyrja, hverjum pað geti verið til góðs að afnema einkasölu á bílum og raftækjum. Enginn getur efast um svarið. Það er heildsölum, eihs og t. d. Páli frá Þverá og Jóhanni Ölafssyni, til góðs og engurn öðrum. Það eru hagsmun- ir pessara manna, sem sjálfstæð- ismenn á pingi eru að verja, enda er flokkurinn peirra flokkur, hann ier fi okkur stórkaupmanna og stórútgerðarmanna. Þietta mál er 'annars, auk pess að vera sönnun pess, hverra hag,s- muni íhaldið her fyrir brjósti, gptt dæmi um pað, hvað peir herrar, sem pví fylgja, eru hugsjóna- og hugkvæmd a! ausir. Almenningur gæti búist við pví frá peim sem minnihlutaflokki, að peir bæru fram fjölda mála til pess að sýna alpjóð pað svart á hvítu, hvað peir myndu gera, ef pieir færu með völdin. En á engu slíku bólar. Þvert á móti. For- ALÞYÐUBLAÐIÐ . . ____________________ i iroi Frlðriksson íaíar. Eftir Eirik MagKitissa>aB. OKEMMST er síðan hr. nátt- ^ úrufræðingur Arni Frið- riksson birti í „Náttúrufræð- ingnum“ smágrein um barna- sögurnar „Dýrín tala“, sem út' komu fyrri hluta vetrar, og ég með öðrum lagði hönd á að þýða. Einhyern næstu daga birti „Vísir“ mikinn hluta greinar- innar og taldi hana hið athyglis- verðasta, sem í því hefti rits- ins gæti að líta. Er létt að sjá, að endurprentunin og jafnframt „útlegging" blaðsins á „dómn- um“ hafi verið höf. vel að skapi, er litið er á starfsaðferð hans og tilgang, er hann skrifar nefnda grein. Mér er og sagt, að Morgunblaðið hafi gert höf. svipaðan greiða, og noti „kritik“ hans, eins og Vísir, sem rök gegn frumvarpi því um ríkis- útgáfu skólabóka, sem nú ligg- ur fyrir Alþingi. Það virðist annars ilt til raka gegn þessu frumvarpi, að gripið skuli vera til slíkra vandræðaráða því til hnekkis. Bók, sem að öllu leyti er gefin út sem „einkafyrir- tæki“, er gölluð. Þar af leiðir: Ekki má gefa skólabækur út pndir opinberu eftirliti. Það er ástæða til að óska hr. Á. F. til hamingju með aðstoð þessa og slíka „útleggingu“ á texta hans. Annars er dómurinn allur skrifaður í þeim tón og með þeim hætti, að bersýnilegt er, að vísindamaðurinn fer hér á stúfana af alt öðrum hvötum en vísindahvötum. Væri ástæða til þess að athuga það nánar, enda auðvelt þeim, er til þekkir, að sjá hvað veldur geðvonsku, úlfúð og ósanngirni vísinda- mannsins í þetta sinn. En grein- in gefur sérstakt tilefni til þess að athuga afstöðu hr. Á. Fr. sjálfs sem barnabókahöfundar. Mér er líka vel kunnugt um, að ýmsum þektum mönnum hrýs nú orðið hugur við vinnubrögð- um hans í þeim efnum. Það er heldur ekki að undra, því að það er þegar orðið Ijóst, að hr. Á. Fr. er hinn einstakasti klaufi um frásögn alla og þó einkum um mál og stíl. Er mjög ilt til þess að vita, því að enginn dregur í efa viljan hjá Á. Fr. til að auka sjálfur hinar fá- breyttu ísl. bamabókmentir. Það verða að teljast „ill örlög“ fyrir ísl. vísindamann, sem er sí-skrifandi um fræðigrein sína, að verða svo hræðilega úti um þekkingu og vald á sínu eigin móðurmáli, eins og raun ber vitni um að hr. Á. Fr. er. Skal nú vikið að því nánar. Ég fekk sem snöggvast að sjá handrit hr. Á. Fr. að um- ræddri ritsmíð hans. Það var athyglisvert plagg. Frágangur þess bar sorglegan vott um móðurmálsþekkingu vísinda- mannsins og vandvirkni hans í þeim efnum. Það væri sök sér, þó að honum mistækist að fylgja reglum um tvöfaldan samhljóða og z. 'í'msir taka það maðurinn, sem svo er kallaður, laumast burt með flokk sinn frá störfum við hin mikilvægustu mál — utanríkismálin, iengar tillögur koma fram frá flokknum um ný mál, aðieins tillögur um að rífa niður pjóðprifa löggjöf, aðieins þarátta í orði <og veíki gegn fram- faramálum, sem varða almenn- ingsheill (sbr. mjólkurmálið o. fl.), og barátta fyrir hag örfárra efnamanna. Þannig er íhaldið, hugsjóna- laust, dáðlaust og spilt. aldrei til greina, en eru þá held- ur ekki að baslá með þær í sumum orðum én ekki öðrum, þar sem þær eiga við. Og þó áð maður sjái sögnina að skilja (e-ð) stafsetta skylja, skýrir maður slíkt sem vélritunarvillu (eina slíka prentvillu hef ég rekist á í „Dýrin tala“, og þar eru því miður fleiri prentvillur). En þegar skylja kemur fyrir þrisvar á 3—4 vélrituðum síð- um og auk þess óskyljanleg(t) tvisvar, fer mann að gruna margt. Þegar maður; svo rekur augun í orð eins og kelling, systkyna og állsins verður grun- urinn að trú. En þegar svo ef. eint. af persónufornafninu hann er stafsett hanns tvisvar sinn- um á sömu síðu og sögnin þegja er stafsétt þeyja, verðúr trúin að sáraleiðinlegri staðreynd: Móðurmálsþekking hins „kurt- eisa“ ritdómara, vísindamanns- ins hr. Á. Fr„ og íslenzkar staf- setningareglur eiga harla slitr- ótta samleið. En ekki er rétt að byggja dóm um ritmennskuhæfileika hr. Á. Fr. á einu einasta hand- riti, sem auk þess er skrifað með það öryggi í huga, að enn sé eftir hreinsunareldur prent- ara og prófarkalesara. Þess gerist heldur engin þörf. Hið prentaða mál segir sína sögu og ekki glæsilegri. Hr, Á. Fr. hefir sent frá sér lítið hefti, „Síldin“, sem Les- bókaútgáfan hefir gefið út. Er það merkt Leshefti I. og mun ætlað barnaskólum til notkunar. Ég býst við, að fáir hafi séð þetta litla tveggja arka hefti, því að lítið mun því dreift enn — af skiljanlegum ástæðum. Enginn grunar höf. um fræði- legar villur snertandi síld, Golf- straum eða önnur „fyrirbrigði11. En hins vegar mun fleirum en mér vera lítt skiljanlegt, hvern- ig hægt er að ætlast til þess, að börri geti tileinkað sér fróð- leik þessarar náttúrufræðibók- ar, eins og hann er þar fram- reiddur. Ekki skal ég þó fjöl- yrða um þá hlið málsins að sinni, því að reynslan mun fella þar liarðari dóm en ég, ef svo fer, að þessi einstaka bókar- gersemi verði send í skólabóka- söfn, eða „hengd á veggi skól- anna“(!) eins og hr. Á. Fr. mundi hafa orðað það, sbr. niðurlag „ritdóms“ hans. En látum nú þessar 32 bls. segja sína sögu um ritmennsku- hæfileika hr. Á Fr. og sambúð hans við móðurmál sitt. En sagan verður ekki öll sögð í þessum fáu línum. Flettum nú. BIs. 5: „Og innan um alt þetta, á sléttri botnfastri klöpp, er fest ósköp lítil, hálfgagnsæ kúla.“ Hr. náttúrufræðingnum þykir vissara að taka það fram við börnin, að klöppin sé botn- föst, en ekki laus frá botni. Skyldi hann á síldarleitum sín- um hafa rekist á fljótandi klappir í sjó? Ef náttúrufræð- ingurinn væri að fræða börn um fjall, t. d. Akrafjall, mundi hann samkvæmt þessu segja þeim fyrst frá því, að Akrafjall væril jarðfast fjall! Bls. 9. Þar stendur þessi lipra (!) setning: „Og eins og tíminn ber lirfuna lengra og lengra burt frá því augnablild, sem hóf æfi hennar, þannig ber sjórinn, sem hún lifir í, hana fjær og fjær þeim stað, sem vagga hennar stóð á . Svo laginn er hr. Á. Fr. að segja það, sem hann meinar, að út- koman verður sú, að augnablik- in verða í hans munni að skap- andi gerendum í myndun nýs síldareinstaklings, nýrrar líf- veru! Annars er setningin öll eitt af mörgum sérkennilegum dæmum þess, hvaða tökum hr. Á. Fr. beitir móðurmálið. Bls. 11: „ . . . svo að hún (þ. e. síldin), ásamt öllum hópn- um, eða því af honum, sem eftir er á lífi, verður að færa sig dýpra.“ Og aftur á bls. 13 sama spekin: „Þegar haústar, heldur haf síldin, eða það, sem eftir er af henni á lífi, ferð sinni út og austur í höf.“ Tvisvar tekið fram sérstak- lega, að það séu aðeins lifandi síldar, en ekki dauðar, sem fari um höfin! En það er líka Ámi Friðriksson, sem er að fræða börnin. Og ekld batnari á bls. 16: ,, . . . fyrst þegar svilin hafa frjóvgað eggin eru þau orðiri að síld, hvert egg er orðið að síld, sém þó er ehki tíl ehii þá U ' '■ Sér eru hver ósköpin hjá vís- indamanninum. — Samkvæmt þessu orðalagi getur einn hlut- ur verið orðinn að öðrum, sem þó er alls ekki orðinn til sjálf- ur „enn þá“. Hr. Á. Fr. ætti að fara að gefa út grínblað. Hann þarf ekki á neinu að- fengnu efni að halda. Þegar hann borðar egg úr eggjabikar sínum, er hann samkvæmt sínu eigin orðalagi áð Snæða ket af fuglum, sem ekld eru til enn þá á þeirri sömu stundu, Egg til bökunar yrðu þá líklega auglýst þannig: í morgun komu í verzl- unina bökunarhænsni, sem „þó eru ekki til enn þá.“ Kosta að- eins 10 aura! En meðal annara orða. Hér ætti hr. Á. Fr. að sjá sér leik á borði, kaupa einkaleyfi á nýrri auglýsingaaðferð og þann- ig „hafa eitthvað upp úr“ mál- snilli sinni og ritlagni. Hann á líka fleira í pokahorninu af sama tagi og það, sem hér er tilfært.úr þessari litlu bók hans. Þess verður kanske getið við tækifæri. Ekki leikur orðheppnin minst við vísindamanninn á bls. 23: „Allan sólarhringin knýja stefn- in sjóinn út fjörðinn, til hafs, tll þess að sækja meiri sííd.“ íslenzk tunga segir: Einhver (nf.) knýr einhvern (þf.) til þess að sækja eitthvað (þf.). Hr. Á. Fr. segir: Stefnin (nf.) knýja sjóinn (þf.) til þess að sækja meiri síld (þf.). Það verður „grín“ að sjá börnin teikna þessa senu: Sjó- inn snautandi tregan út fjörð, sækjandi meiri síld. En auðvitað má segja í vissri merkingu, að skipsstefni knýi sjó, þótt flestir hefðu þá reynt að haga orðum sínum öðru vísi, og tokum því setninguna eins og höf. mun ætlast til. En hyað verður þá uppi á teningnum? Jú, stefnin sækja síld til hafs. Skyldi nokkur annar en hr. Á. Fr. hafa orðað þessa hugsun svona? Hvers vegna lét höf. ekki möstrin vagga út fjörðin eftir síldinni? Ef hr. Á. Fr. léti sækja sig í bifreið einhvern spöl, ætti maður víst að segja: Hjól- barðarnir knýja veginn til þess að sækja Árna Friðriksson fiskifræðing. Þetta ætti að fara að nægja til þess að skýra fyrir hr. Á. Fr., hvers vegna ýmsum.ágæt- urn mönnum óar nú orðið við því að láta hann f jalla of mikið um barnabækur. Og honum ætti einnig að fara að verða það Ijóst, hve illa situr á slíkum ambögusmið og honum að leið- oM ..* ■■'■'>•1 .r.n Lil.r. O'.I,. Hwer ©r S ¥©fI fyrlr ©iMiiififliinl 1. mi? UNDIIiBÚNINGURINN und- ir 1. maí er þegar byrjaður hér í bænum. Og eins og altaf áður eru þáð 1. maí nefndir verkalýðsfélaganna og Fulltrúa- ráð verkalýðsfélaganna, . sem hafa hann með höndum. Á bak við Fulltrúaráðið og 1. maí nefndirnar standa öll skipu- lögð' verkalýðssamtök í bænum. Þau boða til einnar allsherjar- kröfugöngu allra vinnandi manna og kvenna l.'maí. Allir, sem vilja styðja verkalýðsfé- lögin í baráttu þeirra gegn auð- valdinu og hinum pólitísku agentum þess, íhaldsmönnum og nazistum, í baráttunni fyrir hreinni alþýðustjórn hér á landi og endurskipulagningu atvinnu- veganna á sósíalistiskum grund- velli, eru velkomnir í þá kröfu- göngu. Það er því í mesta máta furðulegt, þegar „kommúnist- arnir“, eins og þeir kalla sig, eru að dylgja um það í blaði sínu, að eirihver hætta sé á því, að verkalýðurinn gangi klofinn út á götuna hér í bænum 1. maí. Að vísu vita allir, að þeir haí'a síðan þeir reyndu að vekja eftir- tekt á sér með því að segja sig úr Alþýðusambandinu, árlega gert tilraunir til þess að kljúfa verkalýðinn 1. maí með því að boða til sérstakrar kröfugöngu fyrir sig og sína. En hverjir hafa átt sök á þeim klofningi aðrir en þeir sjálfir? Einnig í ár eru þeir að hafa í hótunum um að endurtaka þess- ar klofnihgstilraunir sínar 1. maí. Og þeir klæða þær hótanir, eins óg undanfarin ár, í „sam- fylkingartilboð" til fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna. Hvað á þetta „samfylkingartilboð“ að þýða? Hefir nokkur amast við því, að þeir tækju þátt í alls- herjarkröfugöngu verkalýðsfé- laganna undir þeirra merkjum og kjörorðum? Nei, „kommún- istarnir“ vita að þeir eru vel- komnir, hvenær, sem þeir sjá að sér og hætta sínum klofningstil- raunum. En það er einmitt það, sem þeir ekki vilja gera. Þeir vilja með „samfylkingar- tilboðinu“ fá samninga við fulltrúaráð verkalýðsfélaganna —- sennilega helzt til að birta í ramma á fyrstu síðu í Verka- lýðsblaðinu! — þess efnis, að þeir séú annar aðili kröfugöng- unnar 1. maí með sínum sérrétt- indum, sínum fánum og sínum ræðumönnum. I staðinn fyrir tvær kröfugöngur eins og und- anfarin ár, á að koma ein stór, en innbyrðis klofin kröfu- ganga í ár! Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna hefir réttilega vísað þess- um óheilindum „kommúnist- anna“ frá sér. Eining verkalýðs- ins í baráttunni við auðvaldið er alt of dýrmæt til þess, að verkalýðsfélögin geti leyft á- byrgðarlitlum eða ábyrgðar- lausum metorðasnötum eins og þeim Einari og Brynjólfi, að gera leik til þess, að grafa ræt- urnar undan henni, hvort held- ur það er gert með þessu her- bragðinu eða hinu. „Kommúnistarnir“ segja í samfylkingartilboði sínu: „Það er ekki þörf á því, að f jölyrða um þá nauðsyn, að verkalýður- inn gangi sameinaður út á göt- una 1. maí.“ Það er alveg rétt. En hver stendur í veginum fyrir því? Ef „kommúnistunum“ er eins mikil alvara með eininguna og þeir sjálfir segja, þá þurfa þeir ekki annað en að láta það vera þessu sinni, að boða til sérstakrár kröfúgöngu fyrir sig og sína; þá þurfa'þeir ekki ann- að 6n að fylkja sér undir fána verkalýðsfélaganna, samnings- laust, sérréttindalaust og undir- hyggjúlaust. Þeir eru velkomn- ir, ef þeir vilja géra það. rétta með rembingi, úlfúð og ókurteisi villur, sem aðrir gera sig seka um í þeirri grein nátt- úrufræðínnar, sem er hans sér- grein. Og það því fremur sem orð leikur á um það, að Hann sjálfur fari með náttúrufræði- legt rugl, einmitt í því sama hefti, þar sem hann talar dig- urbarkalegast um „Dýrin tala“. Þar er greinarstúfur eftir hann, sem heitir „Útvarp — hljóð — ljós — Röntgengeislar“. Þær fréttir voru sagðar á f jölmenn- um fundi hér í bæ, að fagmanni í þeirri grein náttúruvísindanna, sem grein þessi f jallar um, hafi farist svo orð, að hann gæti, ef hann kærði sig um, skrifað um þessa ritsmíð hr. Á. Fr. öllu harðari dóm frá fræðilegu sjón- armiði en Á. Fr. hefði látið frá sér fara um „Dýrin tala“, Sá, er þessa sögu sagði, er kunnur mentamaður hér í bæ, og gæti ég gefið hr. Á. Fr. nánari upp- lýsingar, ef svo ber undir. Hér slcal staðar numið. Rúm- ið leyfir ekki meira, enda „al- gerlega vonlaust“, að tína fram alt það hröngl, sem þessi bók raðar í götu barnanna, „sem hún á að fræða“. Svo má heita, að álappahátturinn húki á hverri blaðsíðu. Það tekur því varla að minnast á orðalag eins og þetta: Nótin „heldur ekki takinu, sem hún er undirorpin af síld og sjógangi í samein- ingu“ (bls. 21). Vorgotsíldin „ber aflann við Norðurland á sumrin“ eða „hinn hlýi Golf- straumur skolar hinn þreytta líkama hennar (þ. e. síldarinn- ar), eins og mildur vorblær. Vorblær skolar. Hvernig æth Jónasi Hallgrímssyni hefði fall- ið í geð þessi náttúrulyrik ? Þetta er orðið lengra mál, en til var ætlast. Ég þakka hr. Á. Fr. fyrir það, sem réttmætt er í gagnrýni hans. Síst skal ég skorast undan slíkri gagnrýni. En öllu hinu, sem hann lætur fylgja með í skjóli þess, að hann sé hinn óskeikuli vísindamaður, hvers orðum allir trúi, um hvað sem þau f jalli, öilu því vísa ég heim til föðurhúsanna, sem hverri annari heimilisprýði það- an. En aftur á móti er það með öllu óviðkomandi þeim tveim meginatriðum, sem hér er um að ræða: Fræðilegri nákvæmni annars vegar, skýrri frásögn og fögru máli hins vegar, þegar bamabækur eiga í hlut. En óneitanlega freistast mað- ur til þess að spyrja: Hver ber ábyrgðina á síldarbældingi lir. Á. Fr. ? Er það fræðslumála- stjórn landsins, sem leggur blessun sína yfir þessa bökar- gersemi og reynist þannig trausti foreMranna og kennar- anna? Hver ber ábyrgðina,þeg- ar opinberu fé er varið til slíks gagnsleysis og svona pésar sendir inn í skólana? En til þess að skrifast á með góðri von um jákvæðan árang- ur í þágu þessara tveggja meg- inatriða, vil ég hér með bjóða hr. Á. Fr. að búa undir prent- un framvegis handrit hans að Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.