Alþýðublaðið - 14.05.1936, Side 3
FIMTUDAGINN 14. MAl 1936.
ALÞYÐWBLAÐIÐ
ALÞYÐUBLAÐIÐ
RITSTJÓRI:
F. R. VALDEMARSSON
RITSTJORN:
Alþýðuhúsinu.
(Inngangur frá Ing'ólfsstræti).
AFGREIÐSLA:
Alþýðuhúsinu.
(Inngangur frá Hverfisgötu).
SÍMAR:
4900—4906.
4900: Afgreiösla, auglýsingar.
4901: Ritstjóm (innlendar fréttir)
4902: Ritstjóri.
4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima)
4904: F. R. Valdemarsson (heima)
4905: Ritstjóm.
4906: Afgreiðsla.
STEINDÖRSPRENT H.F.
Neiri iðnað.
MEÐ vaxandi og fjölbreyttari
kröfum mannia til lifsins
hefir þeirri stétt manna fjölgað í
öllum löndum, sem fæst við að
breyta lefnivörunni á ýmsan hátt
Pað er með öðrum orðum að iðn-
aðiarmöninum hefir fjölgað.
A samia tíma og þetta hefir
gerst hafa verið fundnar upp
fljótvirkar aðferðir til j>ess að
framleiða efnivöruna úr skauti
náttúrunnar. Þietta hefir orðið til
piessi, að þeim möninum hefir
fækkað, sem lifa beint á því að
framleiða úr skauti náttúruinnar,
enda pótt framleiðsian hafi aúkist.
Alt hiefir petta borið að.einum
og samia brunni, þ>eim, að iðnaðar-
stéttin hefir orðið fjölmennust
alliia stétta í ýmsum löndum.
Til skamms tíma var iðnaður
lítt pekt atvinnugrein hér á landi.
landi.
Framleiðslutæki landbúnaðar
og sjávarútvegs voru næsta frum-
stæð, svo mikinin mannfjölda
þurfti til pess að vinnia að þeim
atvinnuvegum; kröfur alls al-
mennings til lífsins voru ekki
næsta miklar, og við þetta bætt-
ist svo barnialeg trú á getuleysi
íslendiinga til allra verkia og pað,i
að iðnaður yrði aldrei rek'mn hér
nema í svo smáum stíl, að hann
yrði ekki samkeppnisfær við
iðnað hinma stærri landa. Alt
þetta voru hindrahir á vegi iðn-
aðarins.
Nú hiefir nokkuð skipast til
betri vegar um framleiðsluaðferð-
ir til lands og sjávar. Eftirtekjan
eftir virtnU hvers einstaks bóndia
eða sjómanns er nú mikið meiri
en var fyrir jafnvel fáum árum
síðan. Jiafnhliða peslsu hafa kröf-
ur alls ahneninings til lífsins far-
ið mjög hækkandi, og hefir
pietta tvent skapað möguleika og
pörf fyrir aukinn iðnað.
En lengi var mörinum tamt að
haldia pví fram, að islenzkur iðn-
aður yrði aldrei samkeppnisfær
við erlendan iðniað sökum pess
að hanin yrði jafnan rekinn í svo
smáum stíl.
Hvað sem réttmæti pessarar
röksemdar líður, pá liggur málið
nú svo fyrir, að við verðúm rið
aukia iðnað okkar. Haftastefna á
sviði viðskiftannca knýr 'Okkur til
pess að framleiða eins mikið í
landinu sjálfu af pví, sem lands-
mienri parfnast eins og auðið er.
Hvað sem um haftastefnu má
anlrtars segja, pá er pað vel farið,
að hún kinýr okkur til að auka
iðnað okkar, pví án þess að
koma hér upp verulegum iðnaði
getum við naumast vænst góðrar
efnalegrar afkomu fyrir pjóðiina
og einstaklingana.
Núverandi stjórraarflokkar hafa
sýnt hinum vaxandi iðnaði okkar
fullan skilning. Þeir hiafa breytt
tollalöggjöfinni honum í vil; peir
hafa veitt nýjum iðnfyrirtækjum
skattfrelsi þrjú fyrstu árin, sem
pau starfa; pieir hafa stofnað iðn-
lánasjóð og komið á nýrri heild-
arlöggjöf um iðju og iðnað.
Alt stefnir petta í rétta átt, en
áfram ber að halda til eflingar
iðnaði.
Minningarspjöld
Styrktarsjóðs sjúklinga á Víf-
ilsstöðum eru til sölu í Sport-
vöruhúsi Reykjavíkur, verzl. Vísi,
Laugavegi 1, og á Vífilsstöðum.
Kaupendur
Alþýðublaðsins,
sem hafa bústaðaskifti eru
beðnir að tilkynna það af-
greiðslu blaðsins strax. — Af-
greiðalan er í Alþýðuhúsinu,
gengið inn frá Hverfisgötu.
Finnur Jónsson
alpingismiaður, formaður stjórn-
ar Síldiarverksmiðja ríkisins, fór
áleiðis til Siglufjarðar í gær-
kveldi.
Stúlka rekia sjuk af
Gamalmennahælinu
»
Fáheyrð framkoma og dæma-
laust mataræði á sjúkrahúsi.
YMSAR SÖGUR hafa
gengið um bæinn nm
viðurgerning á Gamal-
mennahælinu Grund og
framkomu manna þar
gagnvart gamalmennum
og öðru vistarfólki.
Alþýðublaðinu hafa oft borist
kvartanir í þessa átt, sérstak-
lega frá aðstandendum gamal-
menna, sem þar dvelja- og hefir
áður verið minst á þau mál hér
í biaðinu.
Hér fer á eftir frásögn stúlku
sem var sem sjúklingur á Grund
um skeið og sýnir frásögn henn-
ar að framkoma forstjórans-
gagnvart vistargestum er al-
gerlega ófær. Þarf sjúkt fólk
óg gamalt á öðruvísi framkomu
að halda en fruntaskap og
frekju.
Grein Sigríðar Guðmunds-
dóttur fer hér á eftir:
Hiran 19. febrúar 1936 var ég
undirrituð látin fara á hið svo
raefnda Gamalmiennahæli hér í
bænum. Því veitir forstöðu Gisli
Sigurbjörnsson, Gíslasonar guð-
fræðings í Ási. Þietta var eftir
að búið var að gera holskurð á
mér. Haran gerði Árni Pétursson
læknir. Fór ég pví beint af sjúkra-
húsi Hvítabandsins á Gamal-
meninahælið.
Ég ætla nú að lýsa satt og rétt
matiaræði og framkomu á pessu
elli- og sjúkra-hæli bæjiarins
eins og pað birtist mér.
I þeirri stofu, sem ég borðaði
var algengastur miðdegisverður
úrgangssaltfiskur. Elg veitaðþað
getur valdið misskilningi þegar
sagt er úrgangssaltfiskur. Úr-
gangsfiskur getur verið jafn
góður og fiskur nr. 1, bara lítils-
háttar goggskemdur eða rifinn,
en þessi fiskur var með af-
brigðum harður og þurr, og svo
framreiddur að líkast var sem
gleymst hefði að setja vatns-
leiðsluna í húsið þegar það var
bygt, svo saltur var hann á borð
borinn. Mjög súr blóðmör og
harður, var oft á borðum. Hrís-
grjónagrautar voru oft og tíð-
um, og í þá var vel blandað úr
Gvendarbrunnum. Þarna var
réttur, sem kallaður var
„smjörgrautur", mjög einkenni-
legur grautur. Ég vil ekki segja
að hann hafi verið búinn til úr
kartöfluméli. Súrskyrshræring-
ur var þar líka algengur. Og nú
kem ég að kaffibrauðinu, (skon-
rok). Mér dettur í hug saga,
sem ég hefi heyrt af Ölafi
nokkrum „gossara“, sem kallað-
ur var, og bjó á Akranesi. Sýslu-
maðurinn, sem þá var í Borgar-
firði, var að yfirheyra vinnu-
fólk á einu meiriháttar heimili
þar í sveit, út af kæru yfir mat-
aræði þar á heimilinu, þóttu þar
miklir grautarnir. — Bóndinn,
sem ekki var vel ánægður með
framburð vitnanna í málinu,
bað sýslumann að yfirheyra
Ólaf, því honum væri kunnugt
um matinn, þar sem hann bæði
hefði verið þar, og oft komið og
fengið að borða. Sýslumaður
gerir það, kallar Ólaf fyrir sig,
(því hann var þar staddur)
áminnir hann um sannsögli og
spyr hann svo hvort það sé nú
eins slæmt fæðið eins og sagt sé,
eða hvort grautarnir séu svona
oft, eins og vitnin segðu. Þá
segir Ólafur: „Guð hjálpi okk-
ur! sei, sei, nei, þar eru nú ekki
grautarnir. Það er bara grautur
á morgnana, grautur með graut
á daginn og grautur út á graut
á kvöldin." Svipað má segja um
þetta svo kallaða skonrok, þótt
maður mundi freistast til að
kalla það afskorna súrbrauðs-
enda, og það endursenda úr
brauðaútsölu. Eitt sinn er inn
var borin kjötstappa, sem okk-
ur fanst samansett úr óvenju-
mörgum afgöngum, spurðum
við hvað þessi matur héti, en
því gat enginn svarað, enda ekki
auðvelt að skýra í fljótheitum
svona margbrotinn og fjar-
skildan samsetning.
En hitt er þó öllu ófyrirgef-
anlegra að úr svona stöppu og
öðrum slíkum, skuli neytendur
vera nauðbeygðir til að fara
með hníf sinn í smjörið og
ofanáleggið hver eftir annan,
aðeins fyirir þá vafasömu spar-
neytni eða gleymsku, að hafa
ekki hníf í smjörinu eða ofaná-
legginu.
Þar sem ég var þarna til að
fitna og mér til hressingar eftir
spítalaleguna, þá fanst mér ég
verða að tala um matinn við
forstöðumanninn, og biðja hann
að sjá um að ég fengi fæði við
mitt hæfi, sem ég gæti unað við,
en hans einasta svar við þeirri
málaleitun minni, var eins og
kristnum og góðum forstjóra
sæmir; „Ef þú ekki getur borð-
að það, sem okkur sýnist að
hafa, þá getur þú farið.“ —
Vel svarað það!
Nokkru eftir að ég kom á
þetta hæli, var mér eitt sinn lit-
ið inn í „Bítibúrið“. ’ Ég nam
staðar til að skoða það, án þess
þó að fara inn, veit ég þá ekki
fyr en vökukonan Guðrún, kem-
ur stormandi móti mér, tekur
hranalega um axlir mér og vipp-
ar mér í burtu með þeim orðum,
að ég skyldi láta ógert að for-
vitnast þar inni. Ekki eru nú
augun tollfrí!
Þetta var daglegur vani hjá
hinum ráðandi, gagnvart mér,
þann tíma sem ég var þarna. T.
d. var það ekki ósjaldan að for-
stjórinn slengdi því í mig, að ég
væri kommúnisti. Það var víst
ljótasta ókvæðisorðið, sem hann
gat á mig notað, því mér sýnd-
ist hann þá jafnan líkur skríls-
legum Nazista, eða oft um tal-
aðri skepnu í mo'ldarflagi.
Kæmi það fyrir að ég þyrfti
að biðja um eitthvað, utan þess
umsamda, gekk það vanalega í
eilífum frávisuíiúm á milli hinna
ráðandi á hælinu. Frá Ólafíu til
Gísla og frá Gísla til Ólafíu.
Laugardaginn fyrir páska,
vantaði mig tilfinnanlega strok-
járn til að slétta yfir pils fyrir
hátíðina. Fór ég því til frú Ólaf-
íu og bað hana um. járn, en fekk
hreint afsvar hjá henni. Fór ég
Omenning.
Eftlr Pétur Sigur^sson.
Spámenn og prédikarar fyrri
tíma voru oftast orðhvassir
menn. Orðum þeirra var líkt
við hárbeitt sverð. — Þau
særðu. — Þegar guðmóðurinn
hleypti ólgu í blóð þessara
harðorðu manna, þá hrutu ávít-
anir og áminningar frá eldleg-
um tungum þeirra, líkt og örvar
af boga, og stungu menn í hjört-
un. Ávítunum þeirra var jafnan
illa tekið, en grafir þeirra voru
skreyttar þegar fram liðu stund
ir og þeir tignaðir í ræðu og
riti. Konungur nokkur brendi
ritgerð spámannsins, en seinna
varð sá hinn sami spámaður
einn af stærstu spámönnum
þjóðar sinnar.
Hvað mundu þessir menn
hafa sagt, hefðu þeir lifað nú?
Mundu þeir hafa talað nokkuð
um „kalkaðar grafir, fullar
dáúðra manna beinum?“ Mundu
þeir hafa dáðst að menningu
vorri, eða k.allað hana ómenn-
ingu ? Er nú enginn ástæða til
þess að ávíta og ásaka?
Til eru þeir menn, sem halda
að Guð hafi orðið gjaldþrota, og
þess vegna séu engir spámenn
framar til. Hitt vita allir, að til
eru ósköpin öll af mönnum, sem
prédika. — Hvað eigum vér, sem
prédikum nú, að segja? Eigum
vér að klappa á kollinum á nú-
tímamenningunni og segja: Þú
ert góður drengur ? Hvernig
mundum vér koma okkur, ef
vér segðum frá öllum þeim ó-
heilindum, sem vér vitum af í
viðskiftalífi og menningu
manna.
Ég hefi ekki tamið mér það
undanfarið, að prédika bölsýni.
Ég hefi reynt að forðast sem
mest alt það, er vakið gæti óhug
hjá mönnum, en leitast við að
efla bjartsýni og traust. — I
þetta skiftið ætla ég að tala um
ómenningu. Ég mun segja frá
því einu, sem ég hefi heyrt og
séð. Ég mun segja sannleikann,
þótt það kunni að koma sér illa
einhversstaðar.
Það er að mörgu leyti farið
mjög heimskulega að í uppeldis-
málum þjóðarinnar. Ég er stöð-
ugt að sannfærast betur og bet-
ur um fánýti ýmsra uppeldis-
og fræðslu-aðferða, sem tildrað
hefir verið upp. Þessi óhugur er
farinn að verða alvarlega ásæk-
inn. Ég hefi nú ferðast um land-
ið árum saman, kynst almenn-
ingi mikið, f jölda kennurum og
kennimönnum, og mönnum af ^
öllum stéttum og flokkum. Ég
hefi hlustað á tal manna, feng- !
ið persónulegan vitnisburð
þeirra manna, er við menningar- J
störfin fást, og hinna, sem eiga '
að njóta vinnu þeirra. Ég hefi '
séð siðina og snið menningar-
innar í öllum þeim stöðum lands
ins, sem flestar sálirnar geyma,
og ég er nú ekki í neinum vafa
um það, að mjög illa er haldið
á mannræktunar-starfi voru. |
Það er ekki langt síðan að
heimsfrægi rithöfundurinn, ■
Bernard Shaw sagði: — „í ná- J
lega tvö þúsund ár hafa menn
með þvermóðsku mikilli heimt-
að: „Ekki þennan, heldur
Barrabas.“
Þetta er vel sagt. Menn hafa
farið öfugt að hlutunum. Kosið
sér ræningjann heldur en spek-
inginn — „drottins smurða.“
Það ganga ekki allir ræningjar
með ræningjaeinkennið utan á
sér. Þau öfl, sem rænt hafa
kynslóðirnar hinu haldbezta og
lífvænlegasta, hafa oft blekt illa
þá menn, sem uppeldi þjóðanna
hafa annast, og komist þannig
í valdasætin, tignuð og mikils
metin. I menningarmálum hafa
menn oft farið eins klaufalega
að, eins og maður, sem reynir
að kljúfa spýtuna þversum. —
Slíkt er vonlaust verk, og mikið
af verkum manna í þágu menn-
ingarinnar, hefir líka reynst
vonlaust verk. Það á að menta
og manna þjóðir með eilífu og
eintómu fræðagutli, sem þannig
er í sínu innsta eðli, að það get-
ur aldrei snert hina göfugustu
strengi sálarinnar, skapað gró-
anda í lífi mannsins og aukið
þar sanna mannrækt.
Þegar þess er gætt, að í kaup-
túnum og þorpum á landi voru,
er víða eklti um aðra fræðslu að
ræða en þá, sem barnaskólar
(og stundum lélegir) veita börn-
unum um örfá ár, og strax þeg-
ar út úr skólunum kemur, tek-
ur við börnunum gróðurlaust og
menningarlaust félagslíf, þá er
það ekkert undur, þótt menn-
ingu vorri sé illa borgið.
Til eru þau þorp og kauptún
á landi voru, þar sem ekkert
menningarstarf er iðkað nema
barnaskóli, og hann stundum
lélegur. Þar er steindautt
kirkjulíf, engin íþróttastarfsemi
enginn unglingaskóli, enginn
kvöldskóli, ekkert lestrarfélag
eða nein slík starfsemi, enginn
sunnudagaskóli fyrir börn og
engin barnastúka. I stuttu máli
ekkert sem auðgar og göfgar
hugsanalíf upprennandi æsku.
Merkar bækur eru ekki lesnar,
en nokkuð af lélegu lesmáli,
nóg er um danza og oft drykkju-
skap og þess háttar; og á þessu
á menningin að lifa og dafna.
Kennari einn sagði mér um
þorpið þar, sem hann bjó, að
þar létu heimili börn sín alast
upp eins og skepnur. Börnin
væru úti fram á nætur, og
stundum kæmi fyrir að þau
svæfu úti í bátum uppi á mal-
arkampinum og fólkið vissi ekk-
ert, hvað af þeim hefði orðið.
Af því, sem ég sá með mínum
eigin augum á þessum stað, gat
ég vel trúað kennaranum, og
það mátti glöggt sjá að hann
stóð andspænis ómenningu, er
lamaði starfsþrek hans. Ég hefi
komið í þorp, þar sem hegðan
barnanna á götunni hefir, strax
við fyrstu sjón, mint mig á villi-
mensku. Það hefir komið fyrir,
að ég hefi haft í kringum mig
hóp af betri unglingum kaup-
túnsins, og það hefir komið í
ljós, að hin beztu af þessum
beztu hafa ekki verið sæmilega
bænarbókarfær; og það þótt
þau hafi hlotið meira en barna-
skólamentun.
Góður og gegn maður sagði
við mig fyrir nokkru: „Ég á
dóttir, sem tók ágætis próf við
barnaskólann, og það var til
þess tekið. Hún er samt ekki
sendibréfsfær. Þau kunna blátt
áfram ekkert, þessi blessuð
börn, er þau koma úr barna-
skólanum. Þau læra enga
manna siði, ekki einu sinni það
að heilsa kennaranum sínum,
heldur stinga þau hausnum nið-
ur í bringu, er þau ganga fram-
hjá honum á götunni.“
þá til Gísla og segi honum að
mér synjað um járn til að
laga föt mín fyrir hátíðina. Það
var ekkert verið að nota járnin.
Hann lofar að athuga þetta. Kl.
9—10 um kvöldið kemur Gísli
til mín þar sem ég lá í rúminu
og skipar mér í föt, því ég verði
að fara af hælinu. Ég sagði að
ég mundi fara, því ekki ætlaði
ég mér að verða innliksa, en
svona seint á hátíðiskvöldi væri
mér ómögulegt að fara út á göt-
una þar sem ég væri venju frem-
ur veik. Því ansar hann engu en
nær í Árna Pétursson lækni og
Magnús V. Jóhannesson fá-
tækrafulltrúa og skipar þeim að
hirða mig, sem þeir gerðu góð-
fúslega. Þó hafði hann ekki
tíma til að bíða komu þeirra án
þess að rjúka í dót mitt og
þeita því út úr herberginu. Veit
ég ekkert hvernig um það fer,
eða hvar það er niðurkomið,
saman eða sitt í hvoru lagi. —
Þetta voru mínir gleðilegu pásk-
ar; þó með nokkra daga legu á
eftir, sem orsökuðust af þessum
gauragangi.
1. sumardag 1936.
Sigríður Guðmundsdóttir.
RIMISINS
Súðin
I
vestur um laugardag 16. þ. m„
kl. 9 síðdegis.
Tekið verður á móti vörum
í dag og fram til hádegis (kl.
12) á morgun.
Pantaðir farseðlar, sem ekki
hafa verið sóttir á morgun
verða seldir öðrum.
Sparið peninga! Forðist ó-
þægindi! Vanti yður rúður í
glugga, þá hringið í síma 1736,
og verða þær fljótt látnar í.
Allir sjá þetta og allir kann-
ast við það. Börnin læra víst
hvorki kurteisi né þrifnað, eða
mannast neitt verulega. Þetta
er þó auðvitað ekki eingöngu
skólunum að kenna, en þeir eiga
nokkra sök á því. Það mun vera
óhætt að segja, að margt af kenn-
■ urunum séu ágætir drengir, og
| flestir munu þeir leitast við að
j vinna verk sitt vel, en þá getur
( skólafyrirkomulagið verið að
einhverju leyti haft á viðleitni
þeirra. En hið allra skaðlegasta
i er þó þetta, hve fullkomin órækt
þrífst í félagslífi og heimilislífi
j manna, sem meira en vegur
upp á móti áhrifum skólanna.
j Einn af þektustu forystu-
mönnum þjóðarinnar í skóla-
málum sagði við mig: „Ég er
stundum að hugsa um, hvort all-
ar þessar tilraunir manns við
barnakensluna geri nokkurt
gegn, hvort þær séu ekki
jafnvel til ills eins. Að börn-
in verði ekki eins hraust,
og að skólagangan veiti þeim
ekki neitt það, er verulega
gagnar. Mér virðist oft sem það,
er ríkið reynir að gera fyrir upp-
vaxandi æskulýð með skóla-
mentun, sé svo gersamlega eyði-
lagt með slæmum áhrifum fé-
lagslífsins: kvikmyndahúsum,
götulífi, slæmum heimilum,
skemtunum og alls konar vand-
ræða lífi. Heimilin hafa slept að
Frh.