Alþýðublaðið - 16.12.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.12.1936, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGINN 16. des. 1936. æenvnoBBXBiB KEÆXÐ.USLABIB RITSTJORI: £ 8. VÁJLDBM&M80® RKTSTJORKÍJ AlþygahúilnM. Paagasgss tm lEsgólfaBtf:aííD IhFGHKÐSUKl AlfýöufeúslnM. ÍlaaiaBguE tr& HvsrtUjðixI. gHTARl 4900—490ð * iSJöSs Sfgr@Í6slat Migiýaingta, msi‘. Ritstjöm .(UmiensSM mm& ABðjí: aitstjón. m»i Vilhj. S. VUhjálmw. peiESg) F. R. Valðiis&KSKin g®®Ss EiM|ÓSi. £^3 lAggBsSSalB. Bfl||pEBBmli«l68aia, Kommðnistarnlr og Dagsbrún. KOMMÚNISTAR hafa árum ■ saman reynt að hafa áhrif á ger'ðir Dagsbrúnar í gegn urn hina fámennu fundi. Floikkur sá er að mestu leyti skipaður mönn- um, sem lítt hafa lagt sig eftir vínnu; þeir eru því jafnan reiðu- búnír til fundasetu og oft hafa þeir mætt 50—70 á fundum, enda ekki tilsparað að smala á fund- ina. Stundum hefir þessu liði tek- ist að fá samþykktar ýmsar til- lögur, og þá hefir óspart verið hrópað: „Dagsbrún er með okk- ur,“ þrátt fyrir það, þó aðeins rúmt hundrað Dagsbrúnarmanna af nær tveim þúsundum hafi sagt álit sitt og að af þeim hafi nær helmingur verið andvígur komm- únistum. Hitt er þó tíðara, að smölun þeirra á fundina hefir ekki getað veitt þeim meiri hluta, jafnvel ekki á 100 manna fund- um; þá er gripið til þeirra ráða, að fara fram með ærslum og ó- spektum, og spilla þannig fund- arfriði, og þreyta verkamenn á fundasetum, og er þetta framferði kommúnista ein orsök þess, hve fundalatir Dagsbrúnarmenn al- mennt eru. Kommúnistum er ljóst, að verði hið nýja skipulag Dagsbrúnar sanrþykkt, er þar með loku fyr- ir skotið, að fámennir fundir rúði málum félagsins til lykta, og þá er öll þeirra von um áhrif innan Dagsbriinar, að engu orðin. 1 þessu sambandi mætti minna kommúnista á það, að austur í Rússlandi hefir krafan verið og er, allt vald tii ráðanna, verka- menn kjósa þar sín ráð og þau fara svo með valdið í þeirra um- boði. En kommúnistar á Islandi berjast gegn því að fjölmennasta verkalýðsfélag Islands kjósi ráð til þess að fara með sín mál. En ef að ráöið samt sem áður kemur, þá heimta kommúnistar að til þess sé kosið með hlut- bundnum kosningum. Ekki munu þeir þö vera svo fáfróðir, að þeir viti ekki, að ekkert verkalýðsfé- jag í heiminum notar hlutbundn- ar kosningar. Og hvers vegna gera þau það ekki? Blátt áfram af því að verkalýðsfélögin saman standa af mönnum, sem eiga að vinna saman í einlægni, og gera það, þar sem kommúnistum hefir ekki tekist að koma sundr- ungarstarfsemi sinni við; þar sem hópur manna stendur sam- einaður um hagsmunamál, er engin þörf hlutbundinna kosn- inga. Allt tal kommúnista um hlutbundnar kosningar er þvi sprottið af því einu, að þeir vilja koma sundmng og flokka- drætti milli þeirra manna, sem eiga að standa saman. Petta tal er beint framhald þeirrar miður geðþekku mælgi, sem þeir hafa haft um samfylkingu, á sama tíma, sem þeir hafa farið fram með fjandskap í garð leiðandi manna Alþýðuflokksins og reynt.að spilla fundarfriði innan verkalýðsféiaganna. Henntamál. Mentamál, tímarit ísl. barna- kennara, okt.—dez.-hefti, er ný- komið út. Ritstjóri þess er Sigurður Thor- lacius skólastjóri. Þetta síðasta hefti er mjög vandað og flytur margar merkar greinar eins og að undanförnu. Mentamál flytja að þessu sinni meðal annars: Harmleikurinn á Spáni, sem er kveðja frá Kennarasambandi Spánar til þings Alþjóðabanda- lags kennara í Genf. Lestur og lestrarkensla, eftir Sigurð Thor- lacius, löng grein. Um stafsetn- ingarkenslu, eftir Friðrik Hjart- ar, Kvekaraskólinn að Eerde, eftir Aðalbjörgu Sigurðardóttur, Málbreytingar, eftir Stefán Ein- arsson, Skólastjöramót, eftir Freystein Gunnarsson, „Den praktiske Mellemskole“, eftir Jens Möller, Trúartilfinning og barna- sálarfræði, eftir Sig. Th., Tillögur um starfstilhögun heimavistar- skóla í sveitum, eftir Aðalstein Eiríksson, „Ilmur daganna", rit- dómur eftir Stefán Jónsson, Ný- ustu fréttir. Sérstaklega má henda á grein- ina Harmleikurinn á Spáni. Kennarar á Spáni hafa, eins og vænta mátti, tekið afstöðu með menningunni og frelsinu í borg- arastyrjöldinni og berjast nú við hlið alþýðunnar — verkalýðsins —■, í þágu réttlætisins og mann- úðarinnar. I kveðjunni segir með- al annars: „Hin spænska alþýða fórnar örlát lífi sínu til varnar almennu frelsi og fyrir háleita siðferðilega hugsjón, er samrým- ist hinum helgustu hugmyndum mannsins." — „Öfl eyðingar og upplausnar styrkja þá, sem gripið hafa til vopna gegn hinum sanna Spáni, sem hyllir vinnuna, lýðræðið og framfarirnar. — „Og fasisminn nær ekki völdum vegna þess, að hin spænska alþýða hefir tekið há- leita og fasta ákvörðun og mun ekki leyfa neina pólitíska valda- töku, sem ekki á rætur sínar í vilja fólksins." Greinar Sig. Th. eru, eins og fleira, sem þessi áhugasami ný- skólamaður hefir skrifað um upp- eldismál, fróðlegar og skrifaðar af þekkingu. Núverandi ritstjóri hefir tekið upp þá nýbreytni, að gefa sér- staklega nokkuð rúm í hverju hefti fyrir fréttir frá skólamálum og kennurum í ýmisum löndum. Kennir þarna margra grasa, og er gott til fróðleiks þeim, sem á- huga hafa á uppeldismálum. Ný- breytni þessl er vel valin. Það eru að eins tvö ár síðan barnakennarar tóku sjálfir \dð Mentamálum. Áður gaf þau út Ásgeir Ásgeirsson fræðslumála- stjóri, eða frá 1924—1934; komu þó að eins sjö árg. á þessu tíma- bili. Nú eru Mentamál 15 arkir á ári ^ og koma út í þrem heftum. Gunnar M. Magnúss var fyrsti ritstjóri Mentamála, eftir að sam- band ísi. barnakennara tók við þeim (1935). Mentamál eru nú hið prýðileg- asta tímarit og íslenzkri kenn- arastétt til sóma. Þyrftu sem flestir að .lesa tímarit kennar- anna. Það hefir öllum unnendum uppeldisins eitthvað að flytja og þar á meðal foreldrum. Islenzk kennarastétt hefir löng- um átt við erfið kjör og ösann- girni að búa. Gegn um maigra ára baráttu og fórnfýsi í þágu uppeldisins — velferðar þjóðar- innar — nýtur stéttin nú vaxandi virðingar og viðurkenningar. 1 þessari baráttu eru Mentamál merkilegur aðili. "—a——————niir .......... ' ■ — ...MáéÆmsaaBa^xMt^rnai———sasrif nrrn— ua—aaMa■awriiMiiiiiMifiiniB«fi^rTrrTiníar-T.M.:-^.i^.-iaiUaB'iiaiim=S8 .. ■ ■■«"■ ■■■ ■■■■■... Góður vindill er bezta jólagjöfin Bíðjáð verzlun yðar um eluhverja af eftlrtöldum tegimdum af vindl- um eða smávindlum, þegfar þér farið að kaupa jólagjafirnar. Vér höfum ávalt tíl í birgðum eStirtaldar teguudír irá pessum verksmiðjum: Danskir vindlar. frá A. M. Hirschsprung & Sönneiy Köbenhavn. Excepcionales í 1/2 ks. Smásöluverð pr. ks. 32,40 i Rdo. í 1/4 — — 16,20 Caminante í 1/2 — — — 31,20 Cassilda í 1/2 — 30,00 Bouquets í 1/2 — — 28,80 — í 1/4 — — 14,40 Fiona í 1/2 — — 28,20 Favoritas í 1/2 — — 26,40 Punch í 1/2 — 26,40 Eclipso í 1/2 — — — — 25,80 Yrurac Bat í 1/2 — — 25,20 Flor de Venalez í 1/2 — — — — 20,4o Suceso í 1/2 — — 15,60 Original Bat í 1/2 — — 14,70 Danitas smávindlar í 1/1 - 21,60 — — í 1/2 — —.—. 10,80 — — í 1/10 pk. — — pk. 2,16 C. W. Obel, Aalborg og Köbenhavni Advokat í 1/2 ks. Smásöluverð pr. ks. 24,60 do. í 1/10 pk. - pk. 4,92 Million í 1/2 ks. — — ks. 20,40 do. í 1/4 — 10,20 do. í 1/10 pk. -- pk. 4,10 Lille Million í 1/2 ks. — — ks. 14,70 do. í 1/4 — — 7,50 do. í 1/10 pk. ■ - pk. 2,95 Terminus í 1/2 ks. : — ks. 16,20 Geysir smávindlar í 1/10 pk. • - pk. 1,65 Sonora — í 1/10 — —_— 1,70 Phönix — i 1/2 ks. — — ks. 6,25 do. í 1/10 pk. — — pk, 1,25 Million cerut í 1/10 — — _ 2,50 Collegio cerut í 1/10 — — 2,25 G-olf í 3 Stk. — — — 0,60 P. Wulff, Köbenhavn. Luksus Sortiment í 132 stk. Smásöluverð pr. ks. 98,40 Corona Minor í 1/2 ks. — 30,00 Souverain í 1/2 — — 28,80 Flora Danica í 1/2 — — 27.00 Ninetta í 1/2 — — 25,80 Panama í 1/2 — — 26,70 De Cabarga í 1/4 — — 9,90 Nestor í 1/4 — — 9,25 Lond Docks smáv. í 1/10 pk. — - pk. 2,35 Laudabilis — í 1/10 — — 2,15 — í 1/2 ks. — — ks. 10,75 — í 1/1 ks. — — — 21,50 Mocca í 1/10 pk. —— — pk. 1,60 Horwitz & Kattentid, Köbenliavn. Mexico í 1/2 ks. Smásöluverð pr. ks. 28,20 Cervantes í 1/2 -— * —— — 26,70 Portaga í 1/2 — — — 26,70 Amistad í 1/2 — — — 25,20 Roosevelt í 1/2 — — — 24,60 Phönix í 1/2 — . 24,00 — í 1/10 pk. — pk. 4,80 Titanía í 1/2 ks. —— — ks. 21,30 Tover Lux í 1/2 ks. Smásöluverð pr, ks. 20,40 Röd Phönix í 1/4 — — — — 10,20 Canio Lux í 1/2 — 18,00 — í 1/4 — — — _ 9,00 Little Crown í 1/4 — 7,50 Roosevelt smávindlarí 1/2 — — — — 9,90 W. Ö. Larsen, Köbenhavn. ~ Pepitana smávindlarí 1/10 pk. Smásöluverð pr. pk. 2,15 — í 1/2 ks. — — ks. 10,75 E. Nobel Köbenhavn. Perla smávindlar í 1/10 pk. Smásöluverð pr. pk. 1,20 Mignon í 1/10 — — — — — 1,40 Copelia í 1/2 ks. — ks. 6,60 Patti ceiuit í 1/2 — 1— — 12,30 N. Törring, Odense. 1 J Sirena, smávindlar í 1/2 ks. Smásöluverð pr. ks. 10,50 Salon, — í 1/1 - — — — 15,60 London, — í l/10pk. — — pk. 1,80 Bristol, -— í 1/10 — — — — 1,65 Edinburgh — í 1/10 — — _ — 1,45 Brödrene Braun, A/S., Köbenhavn. X Propaganda í 1/2 ks. Smásöluverð pr. ks. 21,00 Rollo í 1/4 — — — 8,10 Enskir vindlar: f? $ T J. Freeman & Son, London. A. \ Manikin Majors í 1/2 ks. Smásöluven,- pr v.s. 18,00 Jamaica vindlar: >, frá Brítish Ameriean Tobacco Co. Ltd. London \ Golophina Perf. í 1/4 ks. Smásöluverð pr. ks. 24,00 do. Jjondres Imp. í 1/2 - — — — 37,20 Þýzkir og- hollenzkir vindlar; m Gebriider Jacobi, Mannheim. i Lloyd í 1/2 ks. Smásöluverð pr. ks. 21,00 Mignot & de Block, Eindhoven. ! 1 Regal Reinitas í 1/2 ks. Smásöluverð pr. ks. 30,00 do. Cum Laude í 1/2 — — 27,60 do. Optimus í 1/2 — — 24,00 do. Success í 1/2 — — 21,60 do. Melior í 1/2 - — 20,40 do. Boys í 1/2 - — — 20,10 do. Bouquets í 1/2 — 1 7,40 do. Flamences, smáv. í 1/10 pk. 4 ?i — pk. 2,15 do. Riche, smáv. i 1/10 — — — — 2,10 Havana-vindlar; f' La Corana. % % i Corona Coronas í 1/4 ks. Smásöluverð pr. ks. 40,20 Half a-Corona í 1/4 — — — — 21,00 Bock. f ■ . Rothschilds í 1/4 ks. Smásöluverð pr. ks. 31,20 Bouquets de Salon í 1/4 - — — — 16,20 Henry Clay. 9 r ~ ■i Regentes í 1/4 ks. Smásöluverð pr. ks. 22,20 Jockey Club í 1/4 — — — — 19,20 Golondrinas í 1/4 — — — — 17,40 Bouquets de Salon í 1/4 — — — — 16,50 1 asala Ríkisins SAMBANDSHÚSINU — REYKJAVÍK Símar: 1620, 1621, 1622, 1623, 1624, 1625. Fimmtáol sósialdemó kratar dæmdír til þrælktmarvinBB á Þfzkaiandi. LONDON, 14. dez. FO. Undanfarinn hálfan mánuð hafa staðið yfir réttarhöld í Diis- seldorf á Þýzkalandi í máli 18 fyrverandi sósíaldemokrata. Voru þeir sakaðir um að undirbúa landráðastarfsemi, og aðstoð við slíkan undirbúning. Þrír voru sýknaðir, en 15 dæmdir til mismunaudi langrar fangelsisvistar og þrælkunar- vinnu. Á Heiði á Langanesi hafa síðustu viku dnepist lið- lega 30 kindur úr fjárpest, Ver virðist vera skæð lungnabólga. Á Brimnesi hefir veikin einnig gert vart við sig og á tveimur bæjumi í Þistilfirði. Dýraiæknir beflr ekki enn rannsakað veiki þessa. — Sinjólétt er á Langanesi og full- orðið fé gengur úti viðast hvar. (FO.) Peningagjafir til Vetrarhjálpar- innar. K. E. 20 kr. Á. V. 2 kr. N. N. 5 kr. Raftækjasala ríkisins 30 kr. Hólmfríður Kristjánsdóttir 15 kr. G. V. 5 kr. Starfsfólk póststofunn- ar 35 kr. Þvottahúsið Drífa 18 kr. Starfsfólk í smjörl.g. Ásgarð- ur 40 kr. K. 5 kr. E. B. 25 kr. K. 10 kr. Starfsmenn hjá Fr. Þor- steinss. húsgagnasm. 67 kr. Nr. 18 kr. 10. G. Kristjánsson 30 kr. Kærar þakkir. F. h. Vetrararnjálp- ariinnar, Stefán A. Pálsson. Súrsaðir sundmagar fást hjá Hafliða Baldvinssyni, Hverfis- götu 123, sími 1456.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.